Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 26
Föstudagur 3. júlí 200926 Helgarblað „Fyrstu dagarnir eru í móðu og ég áttaði mig ekki strax á alvarleika meiðslanna og kveikti ekki þótt kon- an væri að tala um að mænan hefði farið í sundur,“ segir Hafþór Vatt- nes Sævarsson, 42 ára heimilisfaðir í Grindavík. Síðustu ár í lífi Hafþórs og fjölskyldu hafa ekki verið dans á rósum. Fyrir tveimur árum, þann 10. nóvember 2007, lenti Hafþór í alvar- legu bílslysi þegar hann var að keyra í þoku, rigningu og slæmu skyggni undir Eyjafjöllum þar sem hann missti stjórn á bílnum og fór nokkr- ar veltur. Farþegi í bílnum slapp ómeiddur en Hafþór hryggbrotnaði, hálsbrotnaði, braut öll rifbein vinstra megin, braut bringubeinið og fékk mikla höfuðáverka. Tvísýnt var um líf hans um tíma og var honum hald- ið sofandi í 15 daga. Kona Hafþórs, Hrafnhildur Birg- isdóttir, segist hafa verið viss um fjöl- skyldan yrði ekki fyrir frekari áföllum eftir bílslysið alvarlega en Hrafnhild- ur hafði rangt fyrir sér. Fyrr á þessu ári brenndust tveir synir þeirra í gríð- arlegri sprengingu þegar þeir voru að leika sér með flugelda. Sá yngri slapp á undraverðan hátt en sá eldri slasaðist mjög alvarlega. Hrafnhildur segir daginn sem synirnir slösuðust þann erfiðasta sem hún hefur lifað. „Ég hrundi þegar maðurinn slas- aðist en það var ekkert á við líðanina þegar börnin mín slösuðust. Nú er nóg komið af áföllum. Þetta er orð- ið gott,“ segir hún ákveðin. Vegna vinnutaps í kjölfar slyssins sem Haf- þór lenti í missti fjölskyldan húsið og fyrirtækið sitt en hann og Hrafnhild- ur horfa samt björtum augum fram á við, ákveðin í að ná sér upp úr fjár- hagsvandræðunum og ætla að lifa hamingjusömu lífi. Þau eru þó ósatt við afskiptaleysi Grindavíkurbæjar í gegnum allt sem á undan er gengið. Álagið leiddi til skilnaðar „Sem betur fer var ég í bílbelti því annars hefði ég örugglega kastast út úr bílnum og slasast enn þá meira eða látið lífið,“ segir Hafþór sem er ánægður með að vera á lífi. Hafþór er lamaður fyrir neðan brjóst auk þess sem hann hefur takmarkaða krafta í handleggjum vegna bjúgs sem mynd- aðist fyrir ofan skaðann og þrýstir á mænuna. „Það var ofboðslega sárt að vita að maður eigi aldrei eftir að ganga aftur og maður hugsaði ýmislegt á sjúkrabeðinu. Mannveran er hins vegar þeim eiginleikum gædd að geta tekist á við ótrúlegustu áföll og ég var strax ákveð- inn í að jafna mig sem fyrst til að geta haldið áfram að lifa sem eðlilegustu lífi. Ég tileinkaði mér strax jákvæðni sem hjálpaði mér mikið og ég tala nú ekki um hvað jákvæðnin gerði fyr- ir mína nánustu. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir þau,“ segir Hafþór og bætir við að hann hefði aldrei komist í gegn- um þessa erfiðu lífsreynslu án fjöl- skyldu sinnar. „Auðvitað hefur manni liðið virki- lega illa og verið þunglyndur og um tíma vildi ég komast í gegnum þetta sjálfur. Ég vildi ekki leggja þessar byrð- ar á konuna og bað um skilnað. Við skildum að borði og sæng og við erum að skoða okkar mál og við hjálpumst að í dag. Ef ég á að ráðleggja fólki í svip- uðum aðstæðum þá er það að reyna að halda í jákvæðnina og alls ekki ýta fjölskyldunni í burtu. Fjölskyldan er svo dýrmæt og stuðningur hennar er nauðsynlegur á svona erfiðum tím- um,“ segir Hafþór og Hrafnhildur tek- ur undir. „Það var mjög erfitt fyrir mig þegar hann lokaði svona á mig en ég sagði að ef hann vildi fá lögskilnað yrði hann að draga mig fyrir dómara. Hann myndi ekki losna svo auðveldlega við mig,“ segir hún og brosir. Misstu húsið og fyrirtækið Hafþór hafði verið sjómaður í 20 ár en ákvað haustið 2005 að hætta á sjón- um og stofna sitt eigið fyrirtæki. „Upp- byggingin á þessum tíma var gríðarleg og það var nóg að gera hjá okkur og ég horfði björtum augum á framtíðina. Allt sem ég hafði byggt upp hrundi síðan þegar ég slasaðist og datt út af vinnumarkaðnum. Boltinn hætti að rúlla og við misstum allt,“ segir Hafþór sem er ósáttur við hve svifaseint kerf- ið er. „Árið 2008 voru bankarnir farn- ir að halda að sér höndum og virtust vita í hvað stefndi og tóku ekkert tillit til aðstæðna minna. Ég fékk einhverja sjúkradagpeninga sem björguðu engu og ég var ekki tryggður nema það sem ökumannstryggingin veitti,“ segir Haf- þór og bætir við að hann viti ekki hvað hann eigi eftir að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. „Samkvæmt tölum tekur það um tvö til þrjú ár að sætta sig við hlut- skipti sitt eftir svona alvarlegt slys og ég er ekki tilbúinn út á vinnumarkað- inn ennþá. Ég er samt að skoða mögu- leikana og ætli það verði ekki eitthvað tengt tölvum. Nema maður skelli sér í nám,“ segir Hafþór sem var mikill veiðimaður fyrir slysið og stundaði bæði skot- og stangaveiði með fjöl- skyldunni. Þau Hrafnhildur eiga þrjá syni og Hafþór segir slysið hafa breytt lífi allra í fjölskyldunni. „Ég er alltaf að uppgötva takmark- anir mínar meira og meira. Einn dag- inn langar mig kannski í berjamó eða til að komast í skotveiði en ég stekk ekki út í móa á hjólastólnum,“ segir hann og bætir við að synirnir séu allir með veiðidellu eins og pabbinn. „Við fjölskyldan vorum dugleg að veiða og stunda alls kyns útivist saman svo þetta er mikið áfall fyrir drengina. Þeir gera ekki sömu hlutina með pabba sínum og fyrir slysið þannig að þetta hefur mikil áhrif á þeirra líf.“ Gat ekki sinnt barninu Þann 15. janúar síðastliðinn reið ann- að áfall yfir fjölskylduna. Hafþór og Hrafnhildur voru í sakleysi sínu að enda við kvöldmatinn þegar spreng- ing skók íbúðina. „Drengurinn okk- ar var að fikta við að taka í sundur flugeldaköku inni í herberginu sínu en sprengjan sprakk í höndunum á honum. Krafturinn í sprengingunni var gríðarlegur og það brotnuðu all- ar þrjár rúðurnar í herberginu. Yngsti sonurinn var líka þarna inni en hann slapp nánast ómeiddur en sá eldri slasaðist mjög mikið. Hann var saum- aður yfir 160 spor í andlitið og lækn- unum tókst á einhvern óskiljanleg- an hátt að bjarga sjóninni en hann er ennþá dálítið kraftlaus í vinstri hand- leggnum,“ segir Hafþór og bætir við að hann gleymi seint þeirri sjón þegar drengurinn kom út úr herberginu al- blóðugur. „Vinstri höndin var flakandi sár frá olnboga og niður og hann var með gríðarlega djúpa og mikla skurði um allt auk þess sem þumallinn nán- ast rifnaði af. Hann missti mikið af blóði þar sem slagæð í handleggnum fór í sundur svo blóðslóðin var á eftir honum. Mín fyrsta hugsun var að hjálpa barninu og ég var næstum dottinn úr hjólastólnum því ég ætlaði mér að hlaupa til hans. En auðvitað gat ég það ekki. Konan stóð sig mjög vel og tókst að stöðva blæðinguna þar til sjúkrabílarnir komu. Hún fór svo í öðrum bílnum en ég sat eftir,“ seg- ir Hafþór og bætir við að hann hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og að geta ekki hjálpað barninu sínu. „Mér fannst ég svo ofboðslega heftur að geta ekki sinnt honum og tíminn sem það tók sjúkrabílinn að koma var eins og heil eilífð, að mér fannst. Enn í dag sé ég drenginn fyr- ir mér koma svona stórslasaðan út úr herberginu og ég á mjög erfitt með að vinna úr þeirri reynslu. Þetta hef- ur reynst mér mun erfiðara en það sem viðkemur mínu slysi,“ segir Haf- „Nú er Nóg komið af áföllum“ Líf Hafþórs Vattnes Sævarssonar og Hrafnhildar Birgisdóttur hefur ekki verið áfallalaust. Hafþór lamaðist í bílslysi fyrir tveimur árum og í janúar slösuðust synir þeirra í sprengingu. Hafþór og Hrafnhild- ur eiga erfitt með að jafna sig eftir áföllin. Hann vildi skilnað eftir að hann lamaðist, en nú vinna þau í málunum. Tvö slys Hafþór, Hrafnhildur og fjölskylda hafa upplifað tvö erfið slys á tveimur árum. Myndir Heiða HelGadóTTir Standið saman Þau ráðleggja fólki sem verður fyrir áföllum að ýta ekki fjölskyldunni frá sér. „Ég hrundi þegar mað- urinn slasaðist en það var ekkert á við líðan- ina þegar börnin mín slösuðust.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.