Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 27
Föstudagur 3. júlí 2009 27Helgarblað þór og Hrafnhildur tekur undir. „Ég hef átt mjög erfitt eftir þetta slys og þarf á hjálp að halda til að komast yfir þetta áfall. Að mínu mati hefði bærinn átt að stíga inn í og bjóða okkur áfallahjálp en enginn frá bænum hefur athugað hvernig við höfum það. Ég ætla að leita mér hjálpar og mun ekki biðja Grindavík- urbæ um hana. Það er á hreinu,“ seg- ir Hrafnhildur sem er afar ósátt við bæjarfélagið. Safna fyrir rafskutlu og hægindastól Hafþór segir læknana sem sinntu honum og sonunum á heimsmæli- kvarða og vill koma á framfæri þakk- læti til þeirra allra, sér í lagi þeirra á Landspítalanum og á endurhæfing- ardeild Grensáss. Hrafnhildur vill einnig bæta við þakklæti til þeirra sem stóðu með þeim í gegnum alla erfiðleikana. „Sérstaklega langar mig að nefna vinkonu mína, hana Guðbjörgu Hermannsdóttur, því án hennar hefði ég aldrei komist í gegn- um þetta allt saman.“ Hafþór og Hrafnhildur hafa opn- að Facebook-síðu til styrktar Haf- þóri í von um að safna pening til að geta keypt rafskutlu og hæginda- stól. „Ég væri rosalega þakklátur öll- um sem gætu lagt hönd á plóg svo þetta verði að veruleika en rafskutl- an myndi hjálpa mér mjög mikið við að komast á milli staða. Stóllinn er svo hugsaður hér heima við svo ég þurfi ekki alltaf að sitja í hjólastóln- um en þetta kostar peninga og þá er ekki að finna á þessu heimili,“ seg- ir Hafþór. Hrafnhildur bætir við að fólk þurfi ekki að gefa mikinn pen- ing en safnist þegar saman komi. „Það er kreppa og fólk hefur ekki mikinn pening á milli handanna en þetta eru hlutir sem Hafþór þarfnast og við höfum ekki efni á þeim,“ segir hún og bætir við að hún ætli einn- ig að leita til fyrirtækjanna í bænum eftir aðstoð. Enn sami maðurinn Þrátt fyrir hlutskipti sitt er Hafþór ekki reiður út í lífið og tilveruna. Hann segist ákveðinn í að fá sem mest út úr lífinu og segist aldrei hafa lifað sam- kvæmt þeirri lífsspeki að ekkert ætti eftir að koma fyrir hann. „Eins skrítið og það hljómar þá gaf ég alltaf fólki á hjólastólum sérstakan gaum áður en ég slasaðist. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en einhvern veg- inn vissi ég að ég ætti eftir að takast á við eitthvert erfitt verkefni í lífinu. Það að lenda í hjólastjól er mitt verk- efni,“ segir hann. Aðspurður hvernig honum lítist á ástandið í efnahagsmálum þjóðar- innar segist Hafþór viss um að Íslend- ingar eigi eftir að jafna sig á þessari efnahagsdýfu. „Ef ég á að líkja ástand- inu við slysið mitt þá veit ég að þetta tekur tíma en við munum ná að jafna okkur á þessu. Þótt það taki mörg ár. Íslendingar eru bara þannig gerðir, við látum ekki bugast,“ segir Hafþór og bætir við að eins ætli hann ekki að láta bugast þótt á móti blási. „Ég er enn sami maðurinn og er smám saman að jafna mig meira á mínu hlutskipti og er líka alltaf að verða betri og betri á hjólastjólnum. Auðvitað hef ég verið þungur og reiður en þetta er allt að koma,“ seg- ir Hafþór og bætir við að hann fylgist vongóður með framförum í lækna- vísindunum. „Eðlilega vonar maður að einhvern tímann verði hægt að laga mænuskaða og það fyrsta sem ég myndi gera ef ég fengi kraft í fæt- urna væri að fara með alla fjölskyld- una upp á Arnarvatnsheiði í veiði. Það væri æðislegt,“ segir hann bros- andi að lokum. Þeim sem vilja leggja Hafþóri lið er bent á reikningsnúmerið 1193- 05-2800 kt. 150967-5899. Indíana Ása Hreinsdóttir „Nú er Nóg komið af áföllum“ „Ég er enn sami maðurinn og er smám saman að jafna mig.“ Sættir sig við hlutskipti sitt Hafþór ætlar að kappkosta að fá sem mest út úr lífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.