Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 31
Föstudagur 3. júlí 2009 31Umræða Hver er maðurinn? „Matthías Matthíasson, söngvari Papanna og dúndurfrétta. aðdáandi og náfrændi gylfa Ægissonar.“ Hvað drífur þig áfram? „Næring og tónlist.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn á dalvík.“ Hver eru þín helstu áhugamál utan söngsins? „akkúrat þessa stundina eru það golf, snjósleðar, mótorhjól og köfun. Ég er algjörlega ofvirkur þegar kemur að asnalegum áhugamálum. Ég er með 20,1 í forgjöf í golfinu og stefni niður fyrir fimmtán í sumar.“ Hvað eldaðir þú síðast? „Heilsteikt- an kjúkling með ofboðslega miklu grænmeti.“ Hvar langar þig helst að búa? „dalvík.“ Bjuggust þið við svona góðum viðtökum við plötunni? „Við vonuðumst eftir þeim. En þegar platan fór að taka á sig mynd var tilfinningin sú að þetta ætti eftir að falla vel í landann.“ Hvað kom til að þið réðust í þetta verkefni? „Þetta er alveg eldgömul hugmynd sem hefur dúkkað upp með nokkurra ára millibili. síðan hafði sena samband við okkur fyrir hálfu ári síðan um að gera plötu og við ákváðum því að slá til.“ Hefurðu alltaf verið hrifinn af lögum Gylfa Ægissonar? „já, ég ólst svo mikið upp við þessi lög. dalvík er náttúrulega sjávarbær þar sem gylfi var mikið spilaður og ég á allar vínylplöturnar með honum enn þá. Ég hef hlustað á gylfa nánast frá fæðingu.“ Reynirðu að setja þig í karakter áður en þú syngur lögin hans Gylfa? „Nei, ég held að það yrði bara hallærislegt.“ Hvað er fram undan hjá Pöpunum? „Það er bara mikil spilamennska í allt sumar og allt á fullu að kynna plötuna. Við erum bókaðir allar helgar fram í september. Þá tökum við okkur smá frí áður en við komum sterkir inn í veturinn.“ Hver er draumurinn? „draumurinn er að allt verði aftur eins og 2007 og það haldist þannig.“ Ætlarðu að ferðast eitthvað um helgina, þessa nÆstmestu ferðahelgi ársins? „Ekki þessa helgi nei, en næstu.“ Sveinn SnoRRi SiGHvatSSon, 38 ára sölustjóri „já, á laugarvatn.“ ReyniR FRiðRikSSon, 35 ára lEiðsöguMaður „já, maðurinn minn verður sextugur og eftir kaffi með vinum og vanda- mönnum á föstudaginn ætlum við að ferðast um suðurland með hjólhýsið.“ RóS inGadóttiR, 55 ára söNgkoNa „já, á gullfoss og geysi.“ aRna kRiStjana ólaFSdóttiR, 54 ára ÞúsuNdÞjalasMiður Dómstóll götunnar MattHíaS MattHíaSSon er söngvari Papanna en plata þeirra með lögum gylfa Ægissonar er söluhæsta platan á íslandi fjórðu vikuna í röð. Matti er frá dalvík og á allar vínylplötur gylfa enn þá. Hlustað á Gylfa frá fæðinGu „Ég er ekki alveg búin að ákveða það.“ MaRGRét jónSdóttiR, 60 ára kENNari maður Dagsins Það er kreppa í Svíþjóð eins og á Ís- landi, og eins og á Íslandi er þar níu prósenta atvinnuleysi. En ólíkt Ís- landi er ríkið ekki á hausnum og fé- lagskerfið ekki í rúst. Í Háskólanum í Malmö reyna prófessorar að finna hina endanlegu lausn við heimilis- leysi, og er hugmyndin sú að gefa heimilislausum húsnæði til eigu frekar en láns. Stöðugt virðist unnið að því að gera samfélagið betra. Rétt eins og í kreppuland- inu Íslandi hafa Svíar mikla trú á túrismanum. Fleiri vinna í túr- istaiðnaðinum en hjá 12 stærstu fyr- irtækjum landsins samanlagt. En ólíkt Íslendingum reyna Svíar hvað þeir geta til að ýta undir hann. Ís- lendingar virkja hálendið og skjóta hvali, gera sitt besta til að sjá til þess að hér sé ekkert að sjá. í fótspor Wallanders Sænskur efnahagur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en velta túristaiðnaðarins jókst um heil 6 prósent. Sænska krónan er nú mun lægri en sú danska, sem gerir það að verkum að útflutningur til Dan- merkur gengur vel. Á hinn bóginn hafa Danir áhyggjur af því að Sví- ar sæki ekki lengur þangað í frí. Til að laða þá að er jafnvel boðið upp á Svíaafslætti. Hægt er að sýna sænsk- an lestarmiða í Tívolí og fá hann dreginn frá aðgangseyrinum. Á Skáni í Suður-Svíþjóð hugsa menn sér hinsvegar gott til glóðar- innar og auglýsa grimmt ferðir til að laða að danska ferðamenn. Einn- ig hefur áhugi Breta á Skáni aukist, eftir að BBC fór að gera myndir eftir bókum Hennings Mankell um Wall- ander lögregluforingja. Í heimabæ hans, Ystad, er hægt að fara í sér- stakar Wallander-ferðir. Ef til vill ættu Íslendingar að huga að slíku með hann Erlend okkar. Vinsælasti ferðamannastaðurinn í Svíþjóð er Liseberg í Gautaborg, stærsta tívolí Norðurlanda. Sá næst- vinsælasti er Kulturhuset í Stokk- hólmi. Í ár var Malmö valin sem besta borg Evrópu fyrir börn og stát- ar meðal annars af 20 „þemaleik- völlum“. Er þetta í raun meira eins og tívolí, og getur þemað verið allt frá himingeimnum og niður í dýr. í lundabyggð Í bænum Lundi, rétt fyrir utan Malmö, hefur nokkurskonar Ís- lendinganýlenda orðið til á stúd- entagörðum. Flestir Íslendinganna þar eru með eitt eða tvö börn og hafa því nánast lagt hjónagarðana undir sig. Á flestum svölum má sjá íslenska karlmenn með bjórkassa og grillsvuntur, og standa þeir sum- ir þarna allan daginn með börnin í eftirdragi meðan konurnar fara í skólann. Eitt helsta umræðuefnið er gaskútar, og minnir senan stund- um á Texas-teiknimyndirnar King of the Hill. Annað umræðuefni er tillögur bæjarstjórnar um að færa strætóumferð úr miðbænum, enda er lýðræðið í Lundi mjög virkt og er kosið um slíkar ákvarðanir. Það stefnir allt í metsumar hvaða hita varðar, en síðasta met var sett sum- arið 1994. Líklega eru þetta einhverjir glöð- ustu Íslendingar í heimi þessa dag- ana, og með þeim fáu sem eru ekki að ræða kreppuna. Og ef kreppan berst í tal er hún eitthvað fjarlægt, rædd í sama tón og Íslendingar ræddu áður átök í fjarlægum lönd- um. „Er þetta ekki hrikalegt?“ Líklega munu Íslendingarnir á Skáni einhvern tímann snúa heim úr paradísinni á Skáni. Íslendingar gera það oftast. En það er spurning hvort landflótta Íslendingar munu nokkurn tímann aftur eiga inn- komuleið í íslenskt samfélag. Ís- land hefur aldrei átt í stríði, og því verið laust við þá hörmungartíma sem oftast hrista þjóðir saman. Lík- lega er kreppan nú mótandi reynsla í lífi þjóðarinnar. Þeir sem sluppu við hana munu líklega alltaf vera öfundaðir, en kannski aldrei álitn- ir alvöru Íslendingar aftur af þeim sem eftir voru. Á Skáni er gott að djamma og djúsa mynDin Stangveiðin heillar sævar Hafberg, skipstjóri og lögfræðinemi, og garðar Berg guðjónsson, trillukarl og búðareigandi, gera færin klár fyrir sjóstangaveiði við reykjavíkur- höfn. Mynd RóBeRt ReyniSSon Hin hála helgislepja kjallari valuR GunnaRSSon rithöfundur skrifar „Á flestum svölum má sjá íslenska karlmenn með bjórkassa og grillsvuntur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.