Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 46
Föstudagur 3. júlí 200946 Helgarblað Nú er gengin í garð ein stærsta ferðahelgi landsins. Íslendingar þeysast út um allt land í ævintýraleit. Ekki gengur hún alltaf upp og allir hafa upplifað misheppnað ferðalag. DV tók tal af nokkrum einstaklingum sem hafa komist í hann krappan bæði hér heima og erlendis. Steindi Jr, grínisti: KofareyKt sæbjúga í Köben „Einu sinni fór ég til Köben við annan mann í helgarferð og töskurnar okkar týndust á leið- inni. Við ætluðum að byrja Dan- merkurdvölina á einni pylsu en hún smakkaðist meira eins og kofareykt sæbjúga. Þegar ég var hálfnaður með hana kom í ljós að vegna tölvubilunar heima gat ég ekki borgað með kortinu mínu og þurfti að skila hinum helmingn- um. Ég eyddi þeim litla pening sem ég var með í nærbuxur, tann- bursta og svitalyktareyði. Kortið átti ekki að kom- ast í gagnið fyrr en daginn eftir þannig að ég fastreykti eina, fór svangur í háttinn og leið meira eins og ég væri á Raufarhöfn en í Köben. Á meðan fór félagi minn út til að hitta frænda sinn sem var í borginni. Ég vaknaði svo við það að það stóð yfir mér mjög dökk kona, sennilega af afrísku bergi brotin. Mér dauðbrá auðvitað en þá var það vændiskona sem þeir frændurnir höfðu vingast við á leiðinni. Ég náði loks að koma henni út úr íbúðinni en ekki áður en henni tókst að stela sígarettunum mínum. Til að toppa það ákvað frændinn að gista í baðkarinu sökum skorts á rúmplássi og ég svaf ekki dúr um nóttina vegna hávaða í rennandi vatni og und- arlegra hljóða í honum. Daginn eftir komst kortið í lag og ég fór og keypti mér kúluís. Þá varð allt betra.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður: LögregLan hirti aLLan peninginn „Ég man eftir því þegar ég var aðeins yngri, alveg bláfátækur á leið í mitt fyrsta sumarfrí hjá útvarpinu. Ég var með lítið barn og lítinn bíl og við vorum að fara til Akureyrar í íbúð sem útvarpið átti fyrir norðan. Ég var á Daihatsu Charade grútmáttlausum og keyrði á 65 alla leiðina. Síðan komum við á Holtavörðuheiðina sem var auður sjór, engir bílar í sjónmáli. Ég steig bensínið í botn en með litlum árangri því bíllinn var svo kraftlaus. Svo átta ég mig á því að bíllinn er kominn upp í hundrað og sjö og ég hægi strax á mér en um leið heyri ég sírenur væla og löggan náði að hirða alla peninga sem ég átti og kann ég þeim ekki miklar þakkir fyrir það því ég var ótrúlega varkár bílstjóri með lítið barn og í þessar þrjár sekúndur sem mælirinn náði upp fyrir hundrað er lögreglan þarna og ég nappaður. Svo í annarri ferð til Akureyrar fékk ég lánað stórt og flott hústjald hjá frænda mínum. Þarna var ég með tvö lítil börn. Ég kem og sæki tjaldið til frænda míns og það var í stórum poka. Ég var rosalega ánægður með mig en svo komum við á tjaldsvæðið og þá sá ég að ég var bara með tjaldið, engar súlur. Við fengum lánað tjald um nóttina og keyptum okkar eigið í KEA daginn eftir.“ Magdalena Dubik, ungfrú Reykjavík: týndist eftir árás frá brjáLUðUm hrút „Ég var í skólaferðalagi í áttunda eða níunda bekk og við fórum á Skóga. Þar var okkur var boðið að skipta okkur í tvo hópa, þá sem langaði í sund og þá sem vildu fara í gönguferð upp fjallið. Mig langaði svo að gera hvort tveggja þannig að ég byrjaði á því að fara í sund og ætlaði síðan að ná hópnum. Vandamálið var að ég fann ekki hópinn. Ég vissi hvert þau voru að fara þannig að ég byrjaði bara að leita að þeim og klifraði yfir einhver grindverk þangað til að ég kom inn á eitthvað svæði þar sem ég var umkringd lömbum og kindum. Allt í einu sé ég einn hrútinn þarna brjálast og taka á rás í átt að mér. Mín fyrstu viðbrögð voru bara að hlaupa í burtu og ég hljóp og hljóp með hjart- að í buxunum. Ég stökk yfir nokkur grindverk og týndist algjörlega í rúmlega tvo tíma. Á vissum tíma- punkti fann ég fyrir svo miklu vonleysi því ég tapaði algjör- lega áttum og var viss um að finna aldrei skólahópinn. Ég mun aldrei gleyma þessu ferðalagi. Það var alveg ein- stakt og einnig að því leyti að ég reif líka uppáhaldsbux- urnar mínar. Í dag get ég hlegið að þessu en á þess- um tíma var þetta mjög dramatísk upplifun.“ Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri og umboðsmaður: hjóLaferðin endaLaUsa „Ég og konan mín Silja bjuggum saman í Svíþjóð þegar við vorum 18 ára. Við bjuggum í Jönköping sem er við stórt vatn sem heitir Vettern. Í vinnunni hjá mér var strákur sem var að keppa á reiðhjóli og hann var nýkominn úr keppni í kringum vatnið. Ég spurði hann hvað það væri langt og hann sagði að það væru 30 mílur. Við kærustuparið ákváðum því að taka helgina í að hjóla í kringum vatnið og tjalda á leið- inni. Þetta væri fínt, leggja af stað eftir vinnu á föstudegi og gista tvær nætur á leiðinni í tjaldi og hjóla á daginn. 30 mílur X 1,6 samtals 48 kílómetrar. Auðvelt mál. Við lögðum af stað á föstudagseftirmiðdegi og fylgdumst með á kortinu hvernig gekk. En einhvern veginn nálguðumst við ótrúlega hægt þann stað sem við ætluðum að gista á fyrstu nóttina. Daginn eftir hjóluðum við allan daginn frá morgni til kvölds og náðum þá loks á staðinn sem við ætluðum að gista fyrstu nóttina, en þá vorum við tæplega hálfnuð með hringinn. Svona gekk þetta næstu daga og við vorum ekki komin heim fyrr en á þriðjudegi. Þegar ég sagði svo söguna í vinnunni morguninn eftir var mér sagt að sænsk míla er 10 kílómetrar. Þetta voru því 300 kílómetrar. Þetta er líklega besta og versta frí sem ég hef tekið.“ Ösp Snorradóttir, DD-unit slúðurbloggari. týndi mömmU tvisvar „Mig minnir að ég hafi verið sjö ára gömul þeg- ar fjölskyldan mín ákvað að fara í Evrópureisu. Lentum í Lúxemborg, þeim mikla stuðstað og fengum bílaleigubíl, Citroen sem lyftist svona upp að aftan, algjör snilld. Ég sagði foreldrum mínum að það væri að kvikna í bílnum en var sífellt sussuð niður þar til rúðuþurrkumótorinn sprakk einmitt með tilheyrandi látum. Nú svo gist- um við á tjaldsvæði í bílnum og gaurinn sem átti tjaldsvæðið vorkenndi okkur svo mikið að þurfa að sofa í bílnum að hann gaf okkur gistinóttina sem var samt bjarnargreiði þar sem sígaunar voru með svaka partí við hliðina á okkur alla nótt- ina og þegar við vöknuðum var mamma horfin. Hún kom í leitirnar en það dugði ekki lengi þar sem við týndum henni aft- ur í París í lestarkerfinu, en hún hafði hikað við að koma sér inn í lestina og varð eftir á pallinum. En margt margt fleira kom upp en klárlega voru þetta hápunktar ferðarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.