Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 52
Föstudagur 3. júlí 200952 Helgarblað Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í verkum gömlu meistaranna Vinsamlegast hafið samband við Pétur Þór í síma 511 7010 eða 847 1600 Erum að taka við verkum fyrir næsta uppboð Skipholti 35 - sími 511 7010 petur@galleriborg.is VANTAR MÁLVERK Í SÖLU Bandvitlausar hárgreiðslur og símasnúrur n Hin bandaríska frú Ryan missir þrjá af fjórum sonum sínum í seinni heimsstyrj- öldinni. Hópur sérþjálfaðra hermanna er sendur inn á landsvæði undir stjórn nasista með það verk fyrir höndum að bjarga síðasta syninum, óbreytta hermanninum Ryan. Myndin á að gerast í seinni heimsstyrjöldinni, en þýsku hermennirnir eru alls ekki klipptir í takt við tímann. Þeir ættu að hafa síðara hár ofan á kollinum og rakað í hliðunum, en í stað þess eru þeir flestir alveg stuttklipptir. Á heimili Ryan-fjölskyld- unnar er gormasnúra úr sím- anum í tólið, en árið 1944 voru allar slíkar snúrur ókringdar. Í einu atriðinu er sýnt inn á skrifstofu eins af liðsforingj- unum. Í bakgrunninum hangir heimskort þar sem daglínan liggur eftir miðjunni. Þetta er ekki rökrétt, því að Bandaríkja- menn höfðu alltaf Norður- Ameríku á miðju heimskorta á þessum tíma og Evrópu og Asíu til hliðanna. Sameiginleg ákvörðun um að skipta öllum kortum í heiminum eftir dag- línunni var ekki tekin fyrr en árið 1988. Tom Hanks leikur aðalhlutverkið í stríðs- myndinni saving Private ryan frá árinu 1998. „Sameiginleg ákvörðun um að skipta öllum kortum eftir daglínunni var ekki tekin fyrr en árið 1988.“ saving private ryan (1998) Leikstjóri: steven spielberg. Aðalhlutverk: tom Hanks, tom sizemore, Edward Burns, Matt damon, ted danson. Sagnfræðilegar Staðreyndavillur í kvikmyndum nútímahnífar og ölkrúsir n Platoon segir frá því hvernig hryllingur stríðsins nær að skekkja siðferðis- kennd hóps hermanna í Víetnamstríðinu. Kvikmyndin á að gerast árið 1967 og þar er hægt að finna heilmargar tímaskekkjur. Eitt dæmi er þegar hermað- urinn Bunny hlustar á lagið Okie from Muskogee, sem kom ekki út fyrr en árið 1969. Einnig kemur fyrir tegund af jólaseríu sem var ekki byrjað að fram- leiða fyrr en eftir 1967. Í eftirlitsferð í byrjun myndarinnar er hinn harðgerði Barnes liðþjálfi með hjálm útbúinn endurskinsmerkjum, en slíkt fór ekki í notkun fyrr en löngu seinna, eða á 9. áratugnum. Meira að segja Cold Steel-hnífarnir sem liðþjálf- arnir Barnes og Elias nota voru ekki framleiddir fyrr en á svipuðum tíma og hjálmurinn. Liðsforinginn Harris gengur enn fremur með Y-laga axlabönd sem komu ekki á markaðinn fyrr en á 8. ára- tugnum. Budweiser-ölkrúsirnar sem hermennirnir teyga úr voru heldur ekki framleiddar fyrr en eftir árið 1967. Platoon Þar koma fyrir fjölmargir hlutir sem ekki voru komnir fram á sjónarsviðið árið 1967, þegar sagan á að gerast. platoon (1986) Leikstjóri: Oliver stone Aðalhlutverk: Charlie sheen, tom Berenger, Willem dafoe, Forest Whitaker

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.