Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 54
Föstudagur 3. júlí 200954 Sakamál BiBlíu-John Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var á ferli raðmorðingi í glasgow í skotlandi. Morðinginn náðist aldrei, en var gefið gælunafnið Biblíu-john því að sögn systur eins fórnarlambanna vitnaði hann gjarna í Biblíuna. alls voru þrjú morð eignuð Biblíu-john og voru öll fórnarlömbin konur og áttu það sameiginlegt að vera á blæðing- um þegar þær voru myrtar. lesið um Biblíu-john í næsta helgarblaði dV. Barn myrðir Börn Æska Mary Bell var ekki gæfurík. Betty, móðir hennar, var vændiskona frá Newcastle og eignaðist Mary aðeins sextán ára að aldri árið 1957. Ellefu ára að aldri var Mary dæmd fyrir morð á tveimur drengjum, fjög- urra og þriggja ára. Mary Flora Bell fæddist 26. maí 1957 í Newcastle á Englandi. Móð- ir Mary, Betty, var vændiskona sem oft og tíðum var fjarri heimili þeirra vegna vinnuferða til Glasgow í Skot- landi. Mary var frumburður Betty og fæddist þegar Betty var sextán ára. Einhver vafi leikur á faðerni Mary sem sjálf áleit föður sinn vera Billy Bell. Billy var síbrotamaður og var síðar handtekinn vegna vopn- aðs ráns. Billy gekk að eiga Betty skömmu eftir fæðingu Mary. Samkvæmt frásögnum skyld- menna Betty er mögulegt að hún hafi gert tilraunir til að myrða Mary oftar en einu sinni, þegar Mary var á barnsaldri, með það fyrir augum að láta líta út fyrir að Mary hefði látist af slysförum. Sjálf sagði Mary síðar að hún hefði verið fórnarlamb kynferðis- legs ofbeldis og að móðir hennar hefði neytt hana frá fimm ára aldri til að taka þátt í kynferðislegum at- höfnum með karlmönnum. Martin Brown kyrktur Þann 25. maí 1968, daginn fyrir sinn ellefta afmælisdag, kyrkti Mary Bell hinn fjögurra ára Martin Brown. Þrír drengir fundu lík Martins í ónotuðu húsi sem hafði verið byrgt og í upp- hafi sá lögreglan engar vísbending- ar um að ofbeldi hefði verið beitt. Skömmu síðar braust Mary, ásamt Normu vinkonu sinni, inn á dagheimili í Scotswood. Þær skildu eftir sig miklar skemmdir en einnig miða þar sem lýst var yfir ábyrgð á dauða Martins. Lögreglan í New- castle úrskurðaði að um hrekk væri að ræða. Seinna morð sitt framdi Mary með liðsinni Normu. Þann 31. júlí 1968 myrtu þær þriggja ára dreng- hnokka, Brian Howe, og var hann kyrktur líkt og Martin. Samkvæmt lögregluskýrslum er talið að Mary hafi farið að líki Brians eftir morð- ið og rist „N“ á kvið hans með rak- vélarblaði. Enn síðar var „N“-inu breytt í „M“, en samkvæmt niður- stöðum lögreglunnar var þar annar að verki en Mary. Mary klippti einn- ig hár af höfði Brians með skærum. Dauði Martins Brown skýrist Framburður stúlknanna við rann- sókn málsins var afar mótsagna- kenndur og erfitt var að henda reið- ur á atburðarásinni. Lögreglu tókst áður en langt um leið að tengja stúlkurnar við morðið á Martin Brown, sem hafði upphaflega verið úrskurðað slys. Í ágúst 1968 voru Mary og Norma ákærðar fyrir manndráp vegna Martins og Brians. Við rétt- arhöldin reyndi Mary eftir fremsta megni að varpa sökinni á Normu, en fljótlega varð ljóst að Mary var sterkari persónuleikinn í sambandi vinstúlknanna. Norma sagði að þegar Brian var myrtur hefði Mary sýnt henni hvernig kreista átti lífið úr litlum drengjum, en fullyrti að Brian hefði verið á lífi þegar hún yfirgaf vett- vanginn. Normu var lýst sem einfaldri stúlku með litlar gáfur en Mary var sögð „óeðlilegt barn, árásargjörn, siðlaus, grimm, og ófær um að finna til iðrunar“. Norma sýknuð Þann 17. desember 1968 var Mary sýknuð af morðákæru en sakfelld fyrir manndráp. Með niðurstöðu sinni hafði kviðdómurinn tekið til- lit til þeirrar niðurstöðu réttargeð- læknis að Mary sýndi „sígild merki siðblindu“. Norma var hins vegar sýknuð af báðum morðunum, en fékk reynd- ar síðar þriggja ára skilorðsbundinn dóm vegna innbrotsins á dagheim- ilið í Scotswood, og gert að sæta eft- irliti geðlæknis. Mary Bell var dæmd til fangels- isvistar „svo lengi sem drottningu þóknaðist“ og naut frá sakfellingu mikils áhuga frá fjölmiðlum. Móðir hennar seldi ítrekað frá- sagnir af dóttur sinni til fjölmiðla og lét þeim í té ritgerðir sem hún full- yrti að væru verk Mary. Mary Bell varð fréttamatur í september 1979 þegar hún strauk úr opnu fangelsi sem hún hafði ver- ið flutt í þegar vistinni á unglinga- stofnuninni lauk. En frelsi hennar varð skammvinnt. Tryggð ný tilvera Mary Bell losnaði úr fangelsi 1980 eftir tólf ára fangelsisvist og var tryggt nýtt nafn og möguleiki til að hefja nýtt líf ásamt dóttur sem henni fæddist árið 1984. Dóttur Mary var með öllu ókunnugt um fortíð móð- ur sinnar þar til blaðamenn komust að dvalarstað mæðgnanna og þær neyddust til að flýja heimili sitt með hulin andlit. Upphaflega átti dóttir Mary að njóta nafnleyndar til átján ára ald- urs en í maí 2003 vann Mary mál fyrir hæstarétti sem tryggði henni og dóttur hennar nafnleynd um aldur og ævi. Það verður að teljast kaldhæðn- islegt að fyrsta starf Mary Bell eft- ir að hún losnaði úr fangelsi var á dagheimili, en það varði stutt því skilorðsfulltrúi hennar taldi að það væri ekki við hæfi. Löngu síðar ítrekaði Mary þátt og ábyrgð Normu í dauða Brians Howe: „Hinn veikari eykur á styrk hins með því að vera veiklyndur.“ uMsjón: kolBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is Seinna morð sitt framdi Mary með lið- sinni Normu. Þann 31. júlí 1968 myrtu þær þriggja ára dreng- hnokka, Brian Howe, og var hann kyrktur líkt og Martin. Mary Bell dæmd fyrir tvö morð ellefu ára að aldri. Tabula gratulatoria Öðlingurinn og hljómlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson - oft kallaður Papa Jazz - verður áttræður þann 19. október nk. Af því tilefni verða gefnar út endurminningar hans, skráðar af Árna Matthíassyni blaðamanni, og eru þær um margt samofnar þróun jazz- og dægurlaga- tónlistar á Íslandi. Þessi bók ætti því að verða mikill fengur fyrir áhuga- menn um tónlist, sem og atvinnumenn í greininni, en þarna verður reyndar víða komið við; margar óborganlegar sögur rifjaðar upp, jafnt úr skugga stríðsáranna í Hafnarfirði sem og af sviðinu og er þá einungis fátt nefnt. Það verður Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og mun hún koma út á áttræðisafmæli Papa Jazz. Í bókinni verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og þeir sem vilja senda þessum frábæra tónlistarmanni kveðju í tilefni tímamótanna geta fengið nafn sitt skráð þar og þá vita- skuld gerst áskrifendur að bókinni um leið, en verð hennar verður kr. 5.900 (sendingargjald innifalið). Hægt er að gerast áskrifandi í síma 581-1964/698-6919 eða í netfangi bbaldur@simnet.is PAPA JAZZ holar@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.