Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Side 56
Föstudagur 3. júlí 200956 Sport Önnur ferð fH til eyja VIsa-bikarinn heldur áfram um helgina á sunnu- dag og mánudag þegar sextán liða úrslitin fara fram. tveir Pepsi-deildar slagir eru á dagskrá, annar á laugardalsvelli þar sem Framarar taka á móti grindvíkingum og hinn í Eyjum þar sem íslandsmeistarar FH koma í heimsókn í annað skiptið á stuttum tíma. FH fór létt með íBV í þar síðustu umferð Pepsi-deildarinnar, 3-0, í Eyjum. Bikarmeistarar Kr mæta fallkandídötum Víðis í annarri deildinni á meðan Keflavík fær Þór frá akureyri í heimsókn. Þá mætast HK og reynir sandgerði á Kópavogsvelli, Breiðablik tekur á móti Hetti, Fjarðabyggð heim- sækir Fylki og Valur og Ka mætast á Vodafone-vellinum. umsjón: tómas Þór Þórðarson, tomas@dv.is Lokakeppni Evrópumóts U21 árs landsliða lauk um síðastliðna helgi þar sem Þýskaland hafði sigur á Eng- landi í úrslitaleik, 4–0. Á þessu móti, sem haldið er annað hvert ár, koma nýjar stjörnur á sjónarsviðið og fylgjast útsendarar og þjálfarar um allan heim með því. Aðrir sem eiga þó frábært mót hverfa inn í nóttina og verður aldrei neitt úr þeim. Stjörnur framtíðar Skinu Skært í Svíþjóð Lokakeppni Evrópumóts U21 árs landsliða er eins og hlaðborð fullt af kræsingum fyrir útsendara og þjálf- ara liða um allan heim til þess að sjá næstu stórstjörnur og reyna að grípa þær áður en þær verða of stórar. Á mótinu hafa skotist fram á sjónar- sviðið leikmenn eins og Davor Su- ker, Francesco Totti, Raúl og ein sú nýjasta, Klaas-Jan Huntelaar. Fyrir hverja stórstjörnu sem verður þó til eru leikmenn sem ekkert verður úr þótt þeir hafi verið frábærir á mót- inu og keyptir til stærri liða í Evrópu út á frammistöðu sína með U21 árs landsliðinu sínu. Þýskaland hamp- aði Evrópumeistaratitlinum að þessu sinni eftir að rúlla yfir Englendinga í úrslitum en margir leikmenn sýndu að þeir eru nöfn framtíðarinnar í Sví- þjóð þar sem mótið var haldið, meira að segja tveir heimamenn og einn Finni. Hverjir eru Maceo Ritgers og Renato Buso? Þótt þú standir þig vel á Evrópumóti U21 árs landsliða þýðir það ekki að ferlinum sé bjargað. Langt því frá. Margir hafa staðið sig þar vel en ekk- ert orðið úr. Ein stærsta dæmisagan er frá árinu 1992. Þá var það ung- ur piltur frá Ítalíu að nafni Renato Buso sem stal senunni. Hann fór gjörsamlega á kostum í keppninni, lagði meðal annars upp mark í und- anúrslitunum og skoraði annað í úr- slitaleiknum gegn Svíþjóð. Barist var um undirskrift kappans og fór hann á endanum til AC Milan. Eftir það heyrðist ekki meira frá honum. Hann lék með nokkrum liðum á Ítalíu áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2004 án þess að nokkur tæki eftir því. Hann þjálfar nú skólakrakka í Flór- ens. Annar Ítali sem unnendur enska boltans kannast eflaust við, Massimo Maccarone, var stjarna lokakeppn- innar árið 2002. Steve McLaren, þá þjálfari Middlesbrough, gat ekki beð- ið eftir því að kaupa Maccarone, sem hann og gerði. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að framtíð hans varð ekki jafnglæst og búist var við. Fyrir tveimur árum í lokakeppn- inni 2007 var það ungur Hollend- ingur sem stal senunni, drengur að nafni Maceo Ritgers. Hann var ösku- buskusaga keppninnar því hann var upphaflega ekki valinn í hópinn fyr- ir mótið en komst inn vegna meiðsla annarra. Eins manns dauði er annars brauð og fór Ritgers á kostum á mót- inu og var Blackburn ekki lengi að kaupa hann frá NAC Breda þar sem hann lék. Síðan hefur hins vegar ekki spurst til hans. Hann hefur farið á lán síðustu tvö tímabilin hjá Norwich og Barnsley en vart tekist að skora í næstefstu deildinni á Englandi. Þjóðverjar og Ítalir sterkir Þýskaland hampaði sigri á mótinu og þurfti það ekki að koma neinum á óvart með jafnsterka einstaklinga og það hefur innanborðs. Með markvörð á borð við Manuel Neuer, sem hefur verið aðalmarkvörður Schalke und- anfarin ár, ungan miðvörð úr sama liði og tyrkneskættaðan framherja frá Werder Bremen innanborðs var ljóst að Þjóðverjarirnir yrðu sterkir. Þá slógu nokkrir Ítalir í gegn, þá sérstaklega framherjinn Roberto Acquafresca sem skoraði fjórtán mörk fyrir Cagliari á síðasta tímabili með Cagliari. Ítalíumeistarar Inter eiga helminginn í honum og mun Jose Mourinho eflaust fara betur yfir þá samninga eftir frammistöðu pilt- sins sem skoraði fjögur mörk á mót- inu. Skandinavarnir skinu skært Stjarna mótsins var Svíinn með snotra andlitið, Marcus Berg. Framherjinn varð markahæsti maður mótsins og fóru sögur í gang strax eftir mótið að stórliðin vildu fá hann í sínar raðir. Fyrstu fregnir voru að Tottenham ætl- aði að greiða hollenska liðinu Gron- igen, þar sem hann leikur, tíu millj- ónir punda fyrir hann. Makker hans í framlínunni, Ola Toivonen, var líka frábær ásamt finnska miðjumannin- um Tim Sparv sem kom hvað mest á óvart á mótinu. Englendingar komust í úrslitaleik- inn og fylgdist því breska pressan afar vel með mótinu. Það sem kom henni hvað mest á óvart var frammistaða miðjumannsins Fabrice Muamba. Þessi leikmaður sem hefur vægast sagt verið farþegi í ensku úrvalsdeild- inni var með bestu mönnum Eng- lands og ekki lítil ástæða þess að lið- ið komst eins langt og það gerði. Þó verður að segjast að miðað við aldur og fyrri störf er hann afar líklegur til þess að hverfa inn í nóttina eins og svo margir hafa gert eftir mótið. STJÖRNUR MÓTSINS Robert Acquafresca framherji frá Ítalíu ítalíumeistarar Inter eiga helminginn í þessum unga framherja sem fór bæði á kostum í deildinni heima fyrir þar sem hann skoraði fjórtán mörk með miðlungsliðinu Cagliari ásamt því að vera besti maður ítala í lokakeppninni. Sergio Asenjo markvörður frá Spáni spánverjar þurfa litlu að kvíða þó Iker Casillas verði eitthvað eldri. asenjo hef- ur leikið með öllum yngri landsliðum spánar og vakið verðskuldaða athygli með þeim öllum. Frábær markvörður og mikill vítabani. Marcus Berg framherji frá Svíþjóð Það vantar ekki hæfileikana fram á við þegar það kemur að svíum. Þessi drengur sem fær ekki minni athygli út á fallegt útlit sitt var skærasta stjarna mótsins og markakóngur þess. stóru liðin bíða í röðum eftir honum. Sebastian Giovinco miðjumaður frá Ítalíu uppalinn hjá juventus, giovinco er ekki hæstur á vellinum en afar harður og minnir hvað helst á gennaro gattuso. Var með bestu mönnum ítalíu og sýndi að það er vel hægt að vera knár þó maður sé smár. Benedikt Hoewedes miðvörður frá Þýskalandi Þýska úrvalsdeildarliðið schalke bindur svo miklar vonir við þennan strák að hann er samningsbundinn því til 2014. Var eins og klettur í meistaraliði Þjóðverja og klárlega einn af mönnum mótsins. Fabrice Muamba miðjumaður frá Englandi leikmaður sem unnendur enska bolt- ans þekkja eflaust aðeins. Hefur ekki skinið skært í ensku úrvalsdeildinni en fór algjörlega á kostum á lokamótinu og öllum að óvörum, þó engum meira en bresku pressunni. Manuel Neuer markvörður frá Þýskalandi Kom kannski lítið á óvart að neuer myndi slá í gegn. ungur að árum en með miklar reynslu frá schalke, meðal annars úr meistaradeildinni. Var langbesti markvörður mótsins og ekki lítil ástæða þess að Þýskaland vann mótið. Mesut Ozil framherji frá Þýskalandi Hinn tyrkneskættaði ozil leikur með Werder Bremen og skoraði meðal annars sigurmarkið í bikarúrslitaleikn- um í Þýskalandi á síðasta tímabili. getur leikið sem fremsti maður, undir fremsta manni og á vængnum. Jack Rodwell miðjumaður frá Englandi rodwell brást ekki enskum sem binda miklar vonir við undrabarnið hjá Evert- on. getur leikið sem miðjumaður og miðvörður og gerði hvort tveggja með landsliðinu á mótinu. Framtíðarmaður Englands, svo sannarlega. Tim Sparv miðjumaður frá Finnlandi Kom hvað mest á óvart af öllum á mótinu. Er talinn geta náð mjög langt verði smá heppni með honum. Fór gjör- samlega á kostum með liði Finna sem reið nú ekki feitum hesti frá mótinu. sterkur og útsjónarsamur miðjumaður. Ola Toivonen framherji frá Svíþjóð lék með markakónginum marcus Berg í framlínunni. Er nú þegar kominn aðeins lengra en hann en hann leikur með PsV. Er almennt talinn betri að klára færin en Berg og verður mikið fylgst með honum á komandi tímabili. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Sigurvegarar Þýskaland varð Evrópumeist- ari u21 árs landsliða í svíþjóð. Robert Acquafresca Framherji frá ítalíu sem fór á kostum. leikur með Cagliari en er í helmingseign Inter. Mesut Ozil tyrkneskættaði Þjóðverjinn var framherji í sigurliði Þýskalands. skor- aði sigurmarkið í bikarúrslitaleikn- um með Werder Bremen í ár. Marcus Berg skærasta stjarna mótsins. svíinn varð markahæstur og bíða stórliðin í röðum eftir honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.