Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 58
Föstudagur 3. Júlí 200958 Sport
GaGnrýnir Bekcham landon donovan, leikmaður bandaríska Mls-liðsins
la galaxy og landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna, gagnrýnir david Beckham, samherja
sinn hjá galaxy, harðlega í nýútkominni bók sinni. segir enska goðið áhugalaust og
gefi lítið af sér. „lágmarkskröfur okkur eru þær að hann leggi sig fram fyrir liðið. Eftir
því sem fram hafa liðið stundir hefur hann ekki gert það, hvorki inni á vellinum né
utan hans. Beckham er sá leikmaður sem fær mest greitt í deildinni og fær meira
að segja tvöfalt hærra en næsti maður í okkar liði. Það er algjört lágmark að hann
mæti á alla leiki, hvort sem hann er í banni eða ekki, og leggi sig fram á æfing-
um,“ segir donovan meðal annars í bókinni.
Hvorki gengur né rekur hjá Ferrari-
liðinu í Formúlu 1 á þessu tímabili.
Bíllinn stenst toppliðum Brawn, Red
Bull og Williams engan veginn snún-
ing og á hvorki liðið né ökuþórarnir,
Felipe Massa eða Kimi Raikkonen,
möguleika á heimsmeistaratitli. Það
yrði afar rýr uppskera, sérstaklega
fyrir Ferrari, sem hefur unnið heims-
meistaratitil bílasmiða níu af síðustu
tíu árum.
Fernando Alonso, tvöfaldur
heimsmeistari í greininni og öku-
maður Renault í dag, hefur síðustu ár
verið þrálátlega orðaður við Ferrari
og gerðist spænska blaðið Diaro AS
svo djarft að spá fyrir um daginn sem
hann ætti að vera kynntur til leiks hjá
Ferrari. Segir blaðið að 11. september
á þessu ári verði Fernando Alonso
orðinn ökumaður Ferrari með fimm
ára samning.
Þýska blaðið Bild bætir þó um
betur og segir að skipt verði um báða
ökumenn hjá Ferrari. Verði Þjóð-
verjanum og ungstirninu Sebastian
Vettel einnig hent undir stýri rauða
fáksins og verði hann að keyra ásamt
Alonso. Hann geti þó ekki hafið leik
hjá Ferrari fyrr en 2011 vegna samn-
ings hans við Red Bull. Það sem meira
er, framkvæmdastjóri Formúlu 1,
gleðigjafinn og kjaftaskurinn Bernie
Ecclestone, hefur ýtt undir vistaskipti
Vettels og vill sjá hann hjá Ferrari.
„Bernie er eins konar leyni-um-
boðsmaður Vettels. Hann elskar Vett-
el og reynir að passa upp á hann. Af
hverju ætti Vettel samt að yfirgefa
okkur? Eins og staðan er þá er Red
Bull við toppinn og Ferrari ekki,“ seg-
ir liðstjóri Red Bull, Christian Horner,
um málið.
tomas@dv.is
Bernie Ecclestone ýtir undir Sebastian Vettel:
BreytinGar undir stýri hjá Ferrari?
sjúkleGar
Fjárhæðir
real Madrid hefur mikið verið á milli
tannanna á knattspyrnuáhuga-
mönnum og ekki að ástæðulausu.
liðið hefur nú fjárfest í þremur
leikmönnum, brasilíska miðjumann-
inum Kaka fyrir fimmtíu og sex
milljónir punda, portúgalska
vængmanninum Cristian ronaldo
fyrir áttatíu milljónir punda og nú
síðast franska framherjanum Karim
Benzema fyrir 30 milljónir punda.
samtals eru þetta 166 milljónir
punda eða 34 milljarðar króna á
núverandi gengi. svona fjárhæðir
myndu ekki einu sinni teljast eðlileg-
ar í undralandi.
gífurlegur fjöldi liða væri til í að geta
eytt þótt ekki væri nema tíu
prósentum af þessarri fjárhæð.
galacticos-hugmynd Florentino
Perez, forseta real, er sú að byggja
upp liðið á stórstjörnum, fá
ímyndarrétt af leikmönnunum gegn
því að greiða þeim himinhá laun. En
með því að fá betri leikmenn vill
hann meina að félagið verði stærra
og þetta borgi sig á endanum. ljóst
er að hann er ekki hættur kaupum í
sumar.
Þetta virkaði þegar Perez var síðast
við stjórnvölinn og keypti leikmenn
á borð við Zidane, david Beckham,
ronaldo og luis Figo. real Madrid
skaust þá upp peningatöfluna og
varð dýrasta lið heims.
í byrjun september á síðasta ári tók
dV saman kostnað sterkustu
byrjunarliða stóru liðanna fjögurra á
Englandi, Manchester united,
Chelsea, liverpool og arsenal.
Ótrúlegt er að bera saman kostnað
þessara þriggja leikmanna sem real
Madrid hefur keypt á móti heilum
byrjunarliðum fjögurra af bestu
félagsliðum Evrópu.
Kostnaður Real við kaup á
Ronaldo, Kaka og Benzema:
166 milljónir punda
Byrjunarlið Manchester United:
149,6 milljónir punda
Byrjunarlið Chelsea: 127,65
milljónir punda
Byrjunarlið Liverpool: 103,4
milljónir punda
Byrjunarlið Arsenal: 31,79
milljónir punda
uMsJÓn: tÓMas ÞÓr ÞÓrðarson, tomas@dv.is
KaKa Kynntur til leiKs
Næstdýrasti knattspyrnumaður heims, Kaka, var kynntur til leiks á Santiago Berna-
beu fyrir framan fimmtíu þúsund manns. Kaka-æði hefur gripið um sig og rjúka treyj-
ur með nafni og númeri kappans úr hillum verslana í Madrid. Ljóst er þó að allt verður
vitlaust 7. júlí þegar dýrasti knattspyrnumaður heims, Ronaldo, verður kynntur.
Ricardo Izecson Dos Santos Leite,
betur þekktur sem Kaka, var kynnt-
ur til sögunnar hjá Real Madrid í
vikunni. Kaka var dýrasti leikmað-
ur heims í stutta stund þegar Real
keypti hann frá AC Milan á 56 millj-
ónir punda, eða þar til Florentino
Perez, forseti Real, lagði 80 milljónir
punda inn á Manchester United fyr-
ir Cristiano Ronaldo. Hvorki fleiri né
færri en fimmtíu þúsund áhangend-
ur Real Madrid mættu á Bernabeu-
leikvanginn til þess að berja brasilíska
goðið augum.
Kaka valdi sé treyju númer átta hjá
Real Madrid sem Fernando Gago hef-
ur leikið í. Það voru þó engir príma-
donnustælar í Kaka sem urðu til þess
að hann fékk áttuna enda Brassinn
ekki þekktur fyrir svoleiðis stæla held-
ur mikla hlédrægni og kurteisi. Gago
vildi færa sig í gamla númerið hans
Zidane, fimm, og gat Kaka því valið
sér áttuna. Undrabarn
Kaka er einn besti knattspyrnumað-
ur heims, ef ekki sá besti. Hann get-
ur væntanlega rifist um þann titil við
nýja liðsfélaga sinn Cristiano Ron-
aldo sem verður kynntur til leiks 7.
júlí og verður jafnvel enn meira húll-
um hæ þegar hann mætir til Madríd-
ar. Kaka ólst upp hjá Sao Paulo í Bras-
ilíu þar sem hann skoraði tuttugu og
þrjú mörk í fimmtíu og þremur leikj-
um og sló í gegn með yngri landslið-
um Brasilíu áður en AC Milan keypti
hann árið 2003.
Hjá Milan hefur hann orðið að
stórstjörnu og þá ekki síst fyrir mörk-
in sem hann skorar en hann setur þau
fleiri en margir framherjarnir þótt
hann leiki á miðjunni. Með AC Mil-
an hefur hann skorað sjötíu mörk í
hundrað níutíu og þremur leikjum og
önnur tuttugu og sex í sjötíu lands-
leikjum. Svo sannarlega magnaður
árangur hjá mögnuðum leikmanni.
Real Madrid er svo að bæta við sig
franska framherjanum Karim Benz-
ema þannig ljóst er af fullri alvöru
að annað stjörnuæði eða Galacticos
er mætt til leiks hjá Real Madrid.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Góðar viðtökur
Kaka mættur í nýju treyjunni fyrir framan 50.000 manns.
Númer átta Kaka tók áttuna hjá
Madrid fyrst Fernando gago skipti
yfir í treyju númer fimm
Forseti real, Florent-
ino Perez, ætlar að
byggja félagið upp á
stórstjörnum eins og
hann hefur áður gert.
Sebastian Vettel gæti farið til Ferrari innan tveggja ára.