Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Page 66
Föstudagur 3. júlí 200966 Lífsstíll
Stafganga
í Viðey
Spennandi göngur hafa verið á boð-
stólum í Viðey í allt sumar og næsta
þriðjudag er engin breyting á. Að
þessu sinni er það Guðný Aradótt-
ir stafgönguleiðbeinandi sem mun
leiða gönguna en Guðný er leiðandi
í kennslu á þessari göngutækni hér
á landi sem nýtur vaxandi vinsælda.
Kennsla fer fram í upphafi göngunn-
ar við Viðeyjarstofu og síðan verður
gengið um eyjuna. Á áningarstöð-
um frá göngugarpar síðan fróðleiks-
mola um það sem helst ber fyrir augu
í Viðey. Áhugasömum er bent á að
taka stafi sína með en einnig verður
hægt að fá lánaðan staf frá leiðbein-
anda. Siglt er frá Skarfabakka klukkan
19.15 og er miðað við að gangan taki
um tvær klukkustundir. Gjald í ferjuna
er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 500
krónur fyrir börn frá sex til 18 ára. Frítt
er fyrir börn undir sex ára.
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555
eða sendu tölvupóst á
askrift@birtingur.is eða
farðu inn á www.birtingur.is
1. Pilates
til þess að gera magasvæðið og
lendarnar stinnari er um að gera að
taka upp Pilates og þá sérstaklega
æfinguna 100 sem er þekkt Pilates-
æfing. Þessi æfing er sögð virka betur en
aðrar magaæfingar samkvæmt nýjustu
rannsókn hjá auburn-háskólanum í
Bandaríkjunum. Hægt er að kynna sér
æfinguna á google. til þess að ná sem
bestum árangri er gott að gera æfinguna
hundrað sinnum og muna að anda rétt.
2. Boltinn er góður
Konur sem nota jafnvægisbolta þegar
þær gera magaæfingar fá meira út úr
æfingunum heldur en ella. Þjálfarinn
sutart Mcgill mælir þó ekki með því að
byrja strax að nota jafnvægisboltann.
Hann mælir með því að konur byrji á því
að gera einfaldar magaæfingar eins og
að að láta andspænis olnboga og hné
mætast og telja upp að þremur. Byrjaðu
á því að gera þessa æfingu 10 sínum.
síðan er gott að gera hana 20 sinnum,
þrisvar sinnum í viku. Eftir þrjár vikur af
þessu er sniðugt að byrja að æfa með
jafnvægisbolta.
3. Passaðu bakið
Þegar þú liggur á bakinu með hnén
beygð áttu að geta smeygt fingrum
þínum undir neðra bakið. Það auðveldar
æfingarnar að liggja rétt og kemur í veg
fyrir áreynslu á bakið sjálft. Einnig er gott
að muna að kreppa saman magavöðv-
ana – rétt eins og að einhver væri að fara
að kýla þig í magann. Haltu vöðvunum
hertum á meðan þú gerir æfingar með
hvíld inn á milli.
4. Bættu við lóðum
Magavöðvarnir eru eins og bíseparnir. til
þess að styrkja þá er ekkert alltaf best að
gera æfingarnar fimm hundruð sinnum
eða eins oft og þú getur. Bættu frekar
við lóðum og settu þau ofan á bringuna
eða haltu þeim fyrir aftan hnakkann og
gerðu átta til 15 magaæfingar. Þjálfaðu
þig upp í að gera fleiri magaæfingar
með tímanum ásamt lóðum. Þannig
nærð þú árangri.
5. Taktu því rólega
Það er alltaf betra að gera 10 hægar
æfingar heldur en 20 hraðar. að fara
hægt upp og telja upp að tveimur og
síðan niður örvar vöðvana betur og gerir
þá sterkari.
6. Lyftu lóðum með
einni hendi í einu
Vöðvarnir fá meira út úr æfingunum ef
þú lyftir lóðum til dæmis á einum fæti.
Vöðvarnir þurfa þá að taka meira á.
Eins er gott, þegar verið er að æfa efri
líkamann að skipta á höndum, lyfta með
einni hendi og síðan hinni. Það hjálpar
magavöðvunum sem og bakvöðvunum.
7. Ekki gleyma að brenna
Ekki gleyma brennslutækjunum þó að
þú sért að byggja upp flotta magavöðva.
Það er mjög mikilvægt að skipta tím-
anum vel upp í ræktinni. lyfta og gera
magaæfingar og kíkja síðan í brennslu-
tækin. Hlaupabrettið, róðrarvélin og
hjólið í 30 mínútur, tvisvar, þrisvar í viku.
8. Kínverskur matur
rannsóknir sýna að fólk sem borðar
trefjar er oft með minna mitti en fólk
sem borðar ekki mikið af trefjum. Chow
mein með miklu af brokkolí og dökkum
hrísgrjónum er með 10 grömmum af
trefjum.
9. Borðaðu alvöru sykur
Mikið úrval er að sykurlausu nammi
og sætindum á boðstólum í dag en
fólk skal varast sykurlausar vörur sem
innihalda efni sem enda á „ol“ eins og
sorbitol. Þessi efni geta valdið útþenslu
og óþægindum. sykurlaus sætindi
innihalda einnig oft fleiri kalóríur en
sætindi með sykri. aspartam virðist ekki
valda útþenslu eins og sorbitol.
10. Slepptu áfenginu
Haltu þig frá áfenginu á meðan þú ert að
koma þér í form. Þrír eplamartíní á viku
innihalda 2.300 kalóríur. Það eru fjögur
kíló af fitu á ári.
10 góð ráð til að
fá flottari maga
Pilates gerir undur
fyrir magavöðvana.
mynd Sigurjón ragnarSSon
ódýrt SuShi Á veitingastaðnum Fiskmarkaðinum í
Aðalstræti er hægt að fá frábært sushi á góðum díl. Tilboðið gildir
alla virka daga milli 11.30 og 14.00. Fiskurinn er unninn eftir
aldagamalli aðferð og ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum, enda
er konan í eldhúsinu landsliðskokkur. Á matseðlinum er meðal
annars hægt að fá sushi og sashimi í bland, fjórtán bita á 1.200
krónur og spicy túna maki á 1.200 krónur svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að kynna sér hádegisseðilinn nánar á fiskmarkadurinn.is
uMsjón: Hanna EiríKsdóttir, hanna@dv.is
öldrunarmerkjum
Franska snyrtivöruverlsunin
L´Occitane hefur bætt við nýjum
vörum í Almond-Apple-línuna
sem notið hefur gríðarlegra vin-
sælda upp á síðkastið. Vörurnar
eru sérstaklega hannaðar fyrir kon-
ur á aldrinum 25 ára til 35 ára og
eiga að auka fegurð húðarinnar og
vernda hana gegn fyrstu merkjum
öldrunar. Í línunni er meðal ann-
ars flauelskennt andlitskrem sem
er gætt þeim eiginleikum að mýkja
húðina en gera hana á sama tíma
stinna og slétta. Í línunni má einnig
finna andlitskrem með sólarvörn,
augnkrem, hreinsiolíu, tónik og
„sweet peel“ sem bætir áferð húð-
arinnar.
Þessi bolli var handmálaður í Japan
árið 1933 fyrir heldrafólk á Íslandi,
sem drakk rjómakaffi á hátíðisdögum.
Sparistellið fór um Kóreu, með Síberíu-
hraðlestinni til Moskvu og gegnum
Þýskaland á uppgangsárum Hitlers til
Íslands. En þú getur séð það núna í
Húsinu á Eyrarbakka.
Opið alla daga frá 15. maí til 15. sept. milli kl 11 - 18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
sími 483 1504 | husid@husid.com | www.husid.com
Byggð á
tilfinningavinnu og
slökunaröndun.
Sjálfshjálparbók.
Námskeið fyrir fagfólk
og aðra.
Þaulreynd og
árangursrík
sjálfstyrking!
Sjá nánar
www.baujan.is
Sími 699 6934
Baujan, sjálfstyrking