Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Side 6
Sandkorn n Tengsl Árna Tómassonar, formanns skilanefndar Glitnis, við auðmanninn Ólaf Ólafs- son í Samskipum hafa valdið ýmsum áhyggjum. Árni hefur setið í stjórn Alfesca, félags Ól- afs, frá 2006 og hefur mönnum þótt það ríma illa við ábyrgð- ina sem hvílir á skilanefndar- formanni. Á dögunum þóttust kaffihúsagestir á Cafe Mílanó í Faxafeni taka eftir því þegar Finnur Ingólfsson, auðmað- ur og bandamaður Ólafs, kom inn um dyrnar. Hann skimaði vel í kringum sig áður en hann settist laumulega við borð í horninu, þar sem téður Árni Tómasson sat og beið eftir honum. n Mikil athygli hefur beinst að Björgólfi Guðmundssyni vegna hrunsins og þeirrar stað- reyndar að auður hans var á sandi reistur. Minni athygli hefur aft- ur á móti verið á einum helsta spillingarfor- kólfi gamla Íslands, Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi bankaráðsmanni Landsbank- ans og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Kjartan myndaði spillingarbrúna á milli viðskipta og stjórnmála og er af mörgum talinn sá sem gerði Björgólfunum kleift að ná undir sig bankanum. Að verðlaunum fékk hann að sitja áfram í bankaráði þar sem hann tók þátt í að skipuleggja og framkvæma Icesave ásamt fleira vafasömu. n Garðabær hefur löngum verið þekktur fyrir að þar búa margar föngulegustu kon- ur og meyjar landsins. Þeirra á meðal er fyrrverandi Miss World, Hólmfríður Karlsdótt- ir, sem um langt árabil hefur búið á Sunnuflöt. Ekki lækkaði fegurðarstuðull bæjarbúa á dögunum þegar önnur fyrr- verandi ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, tók sig upp í Reykja- vík og flutti í Garðabæ. Þangað flutti hún með Ísabellu dóttur sína og unir hag sín- um hið besta. 6 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir „Það eina sem við gætum gert er að taka nýtt lán og borga upp samning- inn. Lánið er búið að hækka úr 2 millj- ónum í 3,7 milljónir svo við þyrftum að redda veði fyrir helmingnum. Það bara gengur ekki,“ segir Anna Mar- ín Ernudóttir, 33 ára Íslendingur sem flutti með fjölskyldu sinni til Noregs í byrjun júlí. Anna og maður henn- ar Bergþór Hermannsson eiga bíl á myntkörfuláni á Íslandi sem þau mega ekki flytja til Noregs. Ástæðan er sú að bílasamningurinn, sem þau gerðu við Avant, bannar að bíllinn sé fluttur úr landi. Fyrir vikið eru þau bíl- laus í Noregi. Launin lækkuðu Anna og Bergþór eru rúmlega þrítug og eiga tvö börn, 4 og 13 ára. Þau flúðu Ísland vegna kreppunnar. „Maðurinn minn lækkaði svo mikið í launum og ég var á endurhæfingarlífeyri. Það var verið að færa mig yfir á örorkubætur. Tryggingastofnun þarf svo langan tíma í það svo ég er búin að vera launalaus,“ segir Anna og bætir því við að atvinnu- ástandið í Noregi sé betra en heima á Íslandi. Þau hafi því brugðið á það ráð að flytja frá Íslandi. Það gerðu þau 5. júlí. „Við tókum bara sénsinn; leigð- um húsið, seldum allt innbúið og fór- um,“ segir Anna sem er bjartsýn á að fá vinnu í Noregi. „Ég er að bíða eft- ir svari á einum stað og Bergþór gæti fengið vinnu við að keyra vörubíl. Það vantar alltaf í það,“ segir hún. Hækkað um helming Anna segir að þau hafi reynt að semja við Avant um lausn á málinu. Eina leiðin sé að endurfjármagna bílinn en þau hafi ekki kost á því. „Bíllinn stend- ur því heima í bílageymslu vinar okk- ar ónotaður að safna á sig ryki,“ segir hún en greiðslubyrðin af bílnum hef- ur á skömmum tíma hækkað úr 35 þúsund krónum á mánuði upp í 72 þúsund. Hún segir að ef þeim tækist að breyta láninu sætu þau uppi með 3,7 milljóna króna skuld á Ford pall- bíl sem er ekki metinn á nema tæpar tvær milljónir. Ef krónan styrktist sætu þau engu að síður uppi með 3,7 millj- ónir á bakinu. Ekki að reyna að vera vondir „Þetta snýst um tryggingar og eignar- hald. Þetta eru bílasamningar og eins og hjá hinum eignaleigufyrirtækjun- um eru þau skráð eigendur bifreið- anna,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant. Hann segir hins vegar að vegna þess að notend- ur bílanna eru aðeins umráðamenn verði ábyrgðin, ef eitthvað kemur upp á erlendis, ekki í höndum einstakling- anna, heldur geti lendi á Avant. Magnús segir starfsfólk Avant vinna að því á hverjum degi að leysa mál sem upp koma. „Við skiljum þetta allt saman og reynum að gera allt mögulegt sem við getum til að koma til móts við fólk, það er okkar viðhorf,“ segir hann og bætir við: „Stundum er það bara þannig að ef við náum ekki að gera hlutina eru málin kannski komin í þann farveg að það er engin lausn. Það er ekki eins og við séum að reyna að vera vondu karlarnir,“ segir Magnús. Hann segir að þeir sem hyggist flytja bíla, sem eru á bílasamningum til útlanda, þurfi að leggja fram trygg- ingar. Viðskiptabanki viðkomandi geti til dæmis tryggt að lánið verði greitt auk þess sem fólk eigi fasteignir sem hægt sé að gefa tryggingabréf út á. „Allt lýtur þetta að því að gera það fært að breyta samningnum yfir í skulda- bréf, þar sem viðkomandi er eigand- inn og hann ber alla ábyrgð,“ segir Magnús en bætir þó við að hvert mál sé skoðað fyrir sig. Eilífar áhyggjur Anna segir bagalegt að geta ekki einu sinni flutt bílinn til Noregs til að selja hann og þannig greiða upp samning- inn. „Við mættum ekki einu sinni fara með hann í sumarfrí til útlanda. Þeir hefta fólk með þessum samningi,“ segir hún og bætir við að í samningn- um standi að flutningur bílsins til út- landa sé háður skriflegu samþykki Avant. Það vilji Avant hins vegar ekki veita eða taka bílinn til baka. Anna segir að þau Bergþór hafi íhugað að leita til lögfræðings vegna samningsins, sem þau telja ekki lög- legan. „Á samningnum stendur að reglurnar séu á bakhliðinni. Með hon- um kom svo annað ljósrit með reglun- um. Þannig séð fengum við því ekki neitt um að við hefðum skrifað undir samþykki þess að við mættum aldrei fara með bílinn úr landi,“ segir hún. Aðspurð viðurkennir hún að vand- ræði sem þessi reyni á. „Maður er með eilífar áhyggjur af skuldunum heima og við erum þess fyrir utan bíllaus hér. Það er erfitt að komast á milli,“ segir Anna að lokum. Anna Marín Ernudóttir og Bergþór Hermannsson fluttu til Noregs í byrjun júlí, vegna ástandsins á Íslandi. Þau eru með bíl á bílasamningi hjá Avant en mega ekki taka bílinn með sér. Því eru þau bíllaus í nýju landi en greiðslubyrðin hefur hækkað um helming á stuttum tíma. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrirtækið eiga þá bíla sem eru á bílasamningi og því þurfi tryggingu til að flytja þá úr landi. Bíllinn rykfellur á íslandi „Maður er með eilífar áhyggjur af skuldunum heima og við erum þess fyrir utan bíllaus hér.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50 Flúðu kreppuna Anna Marín og Bergþór fluttu til Noregs í byrjun júlí. Þau urðu að skilja bílinn sinn eftir vegna bílasamnings við Avant. MyND úR EiNkASAFNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.