Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 8
8 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir Athafnamaðurinn Jóhannes B. Skúlason situr í fangelsi í Bretlandi eftir að hann var handtekinn á Heath- row-flugvelli á leið heim til Íslands. Hann er grunaður um að tengjast umfangsmiklum fjársvikum og hefur málið verið í rannsókn allt frá árinu 2005 þegar húsleit var gerð á heilmili hans hér á landi. Hann er grun- aður um að hafa beitt símasvindli til þess að selja hlutabréf í fyrirtæki sínu en hann er sagður hafa lofað fjárfestum skjótfengnum gróða. Bretar vilja 20 milljóna tryggingu Jóhannes B. Skúlason, 39 ára gamall athafnamaður, situr í gæsluvarðhaldi í Bretlandi eftir að hann var handtek- inn á Heathrow-flugvelli á leið sinni til Íslands, grunaður um aðkomu að stóru fjársvikamáli og peningaþvætti. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan júní. Samkvæmt heimildum DV vilja bresk yfirvöld fá sem samsvarar um 20 milljónum króna í tryggingu fyrir því að hann verði látinn laus. Samkvæmt heimildum DV situr Jóhannes í fangelsi í Burnley í Bret- landi og svo lengi sem 20 milljóna króna trygging verður ekki greidd, mun hann áfram sitja á bak við lás og slá. Talið er að málið verði tekið fyrir í Bretlandi í byrjun september. Vinir og kunningjar Jóhannesar eru byrj- aðir að safna fyrir tryggingagjaldinu til þess að losa hann úr fangelsi. Mik- il öryggisgæsla er í fangelsinu, hann mun hafa verið í einangrun fyrstu vikuna, en deilir nú klefa með öðrum manni. Honum er sagt illa brugðið og segir heimildamaður að hann hafi varla vitað hvaðan á sig stóð veðrið, þar sem ekkert kom út úr húsleitinni fyrir fjórum árum. Jóhannes hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu. Umfangsmikið fjársvikamál Málið sem Jóhannes er flæktur í snýst um fjárdrátt sem er allt að ein milljón pund, eða um 200 milljónir króna. Jóhannes hefur rekið starfsemi í tveimur löndum, hér á landi með símasölufyrirtækið Skúlason ehf. og í Bretlandi með Skulason ltd. Þá rak hann einnig fyrirtækið Skyndiprent. Jóhannes hefur legið lengi undir grun bresku lögreglunnar vegna fjársvika og í október 2005 gerðu starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra hús- leit á heimili hans á Vesturgötu og á skrifstofu Skúlason ehf. á Laugavegi. Húsleitirnar voru gerðar í samstarfi við breska lögreglu. Á sama tíma fóru fram viðamiklar lögregluaðgerðir í London vegna umsvifamikillar fjár- svikarannsóknar þar í landi. Í yfirlýs- ingu ríkislögreglustjóra vegna máls- ins þá sagði: „Bresk lögregluyfirvöld rannsaka umfangsmikil fjársvik í Bretlandi og peningaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra fjár- svika undan. Fjársvikin eru talin fel- ast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyrirtækjum með blekkingum, röng- um og villandi upplýsingum um fyr- irtæki og væntanlega skráningu bréfa í kauphöll.“ Húsleitirnar leiddu ekki til afger- andi niðurstöðu og því mun það hafa komið ákaflega flatt upp á Jóhannes þegar hann var handtekinn um borð í flugvél á leið til Íslands, ekki síst þar sem hann hefur ferðast ítrekað og óhindrað á milli Íslands og Bretlands. Kunningi Jóhannesar, sem trúir á sakleysi félaga síns, telur hann leik- sopp í svikamyllu annarra og bend- ir á að Jóhannes hafi ekki haft mikið fé milli handanna í gegnum tíðina og geti því varla hafa hagnast af þessum meintu 200 milljóna fjársvikum. Ætlaði að skrá félagið í kauphöll Fram hefur komið að Jóhannes er grunaður um svokölluð „boiler- room“-svik sem ganga út á mjög ágenga og eftir atvikum svikula síma- sölu. Símasölumönnum er gert að beita miklum þrýstingi til þess að sannfæra viðmælendur sína og hafa þeir sem starfa við símasölu jafn- an ekki vitneskju um að þeir séu að vinna fyrir glæpamenn. Þannig er viðskiptavinum talin trú um að þeir séu að kaupa vöru, sem á endanum reynist ýmist gölluð eða hreinlega ekki til. Bresk yfirvöld gruna Jóhann- es um að hafa beitt þessari aðferð við selja hlutabréf. Hluthafar í Skúlason limited sögðu í viðtali við Morgunblaðið á þeim tíma sem málið kom upp að þeir hafi keypt í félaginu í von um skjótfeng- inn gróða þegar félagið færi á mark- að, sem ekki hefur orðið neitt af. Einn hluthafinn sagði að sér hefði verið lofað að hlutabréfin myndu hækka úr 10 pensum á hlut í 18 pens á hlut þegar fyrirtækið yrði sett á markað í London. Dæmi eru um að sumir hluthafar hafi keypt tvisvar í fyrirtæk- inu og í síðara skiptið hafi verið tal- að um að fyrirtækið hafi verið á leið á markað. Þeir hafi reynt árangurslaust að hafa samband við forsvarsmenn fyrirtækisins, þar sem þeir voru farn- ir að undrast hversu hægt hlutirnir gengu. Jóhannes sagðist á þeim tíma enga skýringu kunna á því að félag- ið væri flækt inn í umfangsmikið fjár- svikamál. „Ég held að við séum fórn- arlömb mjög undarlegra aðstæðna,“ sagði hann. Ríkislögreglustjóri ekki aðhafst Skúlason ehf. starfaði sem fyrr seg- ir aðallega á sviði símsvörunar og símasölu. Meðal viðskiptavina voru Skífan, Lánasjóður íslenskra náms- manna og Fréttablaðið á sínum tíma. Málið hefur dregist á langinn því síðustu fjögur ár hefur Jóhannes far- ið ferða sinna óhindraður og kom- ið margoft til Bretlands vegna starfs síns. Hann hefur sem fyrr segir lýst því yfir að hann sé saklaus af öllu því sem hann er grunaður um. Hjá al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra hafa engar upplýsingar fengist um hand- töku Jóhannesar. Alþjóðadeildin mun ekki hafa átt samstarf við lög- reglu ytra vegna málsins. DV hefur heimildir fyrir því að lögmenn Lög- fræðistofu Reykjavíkur hafi haft mál Jóhannesar á sinni könnu. Þar á bæ sögðust menn kannast við Jóhann- es, en engar frekari upplýsingar var að fá. valgeiR öRn RagnaRSSon og þóRaRinn þóRaRinSSon blaðamenn skrifa valgeir@dv.is og toti@dv.is Jóhannes er grunaður um svokölluð „boiler-room“-svik sem ganga út á mjög ágenga og svikula símasölu. Jóhannes B. Skúlason Var handtekinn í Bretlandi, grunaður um fjársvik, en hefur lýst yfir sakleysi sínu. Ári eftir brunann á Finnbogastöðum: Strandabóndi alsæll í nýju húsi „Reisugillið var haldið síðastliðið haust og nú í vor flutti ég inn í húsið þannig að það leið ekki nema eitt ár frá því að gamla húsið brann þar til ég var kominn í nýtt,“ sagði Guðmund- ur Þorsteinsson bóndi að Finnboga- stöðum í Trékyllisvík á Ströndum. Þann 16. júní í fyrra ónýttist búð- arhús Guðmundar í miklum elds- voða þar sem hann tapaði öllum sín- um persónulegu eigum og munum sem fylgt höfðu fjölskyldu hans í ár- hundruð. Hið nýja hús er afar snot- urt, smíðað í Kanada með frönskum áhrifum. „Það kom aldrei til álita að bregða búi og flytja brott. Hér hefur fjöl- skyldan búið um aldir og mín von er að svo verði áfram,“ segir Guðmund- ur bjartsýnn. Fólki hefur heldur fjölgað að und- anförnu í sveitinni og búskapur er nokkuð blómlegur. Guðmundur seg- ir að þó býlum hafi fækkað sé enn sami fjöldi fjár í sveitinni. Og krepp- an kemur lítið við fólk á Ströndum. „Búum hefur fækkað en þau sem eftir eru hafa stækkað og eflst, fólk hefur verið flytja hingað enda stend- ur líf hér traustum fótum hvað sem líður óáran í landsmálum, það er eitthvað sem breytir litlu fyrir okkur. Sprettan hefur verið góð og það er kannski það sem skiptir mestu máli fyrir okkur og því ekki neinu að kvíða fyrir komandi vetur.“ GS Bóndinn á Finnbogastöðum Guðmundur Þorsteinsson við nýja íbúðarhúsið sitt sem hann er nú fluttur í. Frönsk áhrif á bygging- unni eru auðsæ. mynd gUðmUndUR SigURðSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.