Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 13
fréttir 24. júlí 2009 föstudagur 13
Skilanefnd Landsbankans hef-
ur gjaldfellt tugmilljarða lán Ex-
ista samkvæmt heimildum DV. Þar
með hefur skilanefnd gamla Lands-
bankans farið sömu leið og skila-
nefnd Glitnis sem gjaldfelldi kröfur
sínar á Exista snemma sumars.
Lán Exista í gamla Landsbank-
anum, sem nú hafa verið gjald-
felld, nemur á þriðja tug milljarða
króna samkvæmt heimildum DV.
Ljóst er að gjaldfellingin verður Ex-
ista erfiður ljár í þúfu, enda krafa
Landsbankans gríðarlega stór. Auk
þess er um að ræða venjuleg lán
frá Landsbankanum en ekki fram-
virka gjaldeyrisskiptasamninga.
Forsvarsmenn Exista telja að gera
eigi upp slíka samninga á gengi
Seðlabanka Evrópu fyrir íslensku
krónuna og er ekki loku fyrir það
skotið að slík ágreiningsmál endi
fyrir dómstólum. Útilokað er tal-
ið að eigendur félagsins geti greitt
kröfuna eða komið láninu í skil. Ex-
ista hafði raunar tilkynnt Kauphöll-
inni fyrr á árinu að félagið greiddi
ekki af lánum að svo stöddu.
Erlendur Hjaltason, forstjóri Ex-
ista, vildi ekkert láta hafa eftir sér
um málið þegar DV hafði samband
við hann.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur undanfarna mánuði verið
reynt til þrautar að semja um van-
skilalán Exista en án árangurs. Þótt
það hafi nú verið gjaldfellt er ekki
þar með sagt að félagið verði tekið
til gjaldþrotaskipta enda engin slík
krafa verið sett fram enn af hálfu
stærstu kröfuhafanna það best er
vitað.
Fram hefur komið að frá
bankahruninu hafi Exista verið í
samningaviðræðum við erlenda
kröfuhafa og meðal annars náð
samkomulagi við 37 banka gegn
fyrirheitum um endurskipulagn-
ingu félagsins.
Treysta á rekstur dótturfélaga
Helstu eigendur Exista eru bræð-
urnir Lýður og Ágúst Guðmunds-
synir, kenndir við Bakkavör, en
þeir hafa lagt sig eftir því undan-
farna mánuði að bjarga félaginu frá
gjaldþroti.
Í grein í Fréttablaðinu í lok apr-
íl sögðu Lýður og Ágúst að Exista
hefði orðið fyrir meira fjárhagslegu
tjóni en nokkurt annað íslenskt fyr-
irtæki í bankahruninu þegar eign
félagsins í Kaupþingi þurrkaðist út.
Hlutur Exista í Kaupþingi var tæp-
lega 25 prósent við upphaf banka-
hrunsins í október í fyrra. Önn-
ur dótturfélög Exista eru í rekstri
en þar má nefna tryggingafélagið
VÍS, Lýsingu og Skipti sem er móð-
urfélag Símans. Auk þess á Exista
meirihluta í Öryggismiðstöðinni,
líftryggingafélaginu Lífís og allt
að 40 prósenta hlut í Bakkavör og
Lyfju.
Skilanefnd Glitnis hafði áður
gjaldfellt kröfur sínar í Exista en DV
er ekki kunnugt um hversu háar
þær eru. Áður höfðu Ágúst og Lýð-
ur hafnað því með bréfi til skila-
nefndar Glitnis að hún ætti kröfur
á hendur félaginu.
Raunveruleg staða óljós
Á vormánuðum sendu bræðurnir
þúsundum hluthafa í Exista gögn
vegna yfirtökutilboðs af hálfu BBR
ehf., eignarhaldsfélags í eigu þeirra.
Hluthöfum var gert tilboð í hluta-
bréfin á genginu 0,2 krónur sem er
aðeins lítið brot af verðmæti félags-
ins þegar best lét. Fyrirtækjaskrá
sættist ekki á tilboð bræðranna og
úrskurðaði að hlutafjáraukningin
væri ólögmæt og færa yrði hluta-
fjáreign í fyrra horf. Sjálfir telja
bræðurnir að gangi tilboðið til
baka eigi BBR, eignarhaldsfélag
þeirra, 52 prósenta hlut í Exista eft-
ir sem áður. Aðrir hluthafar eigi 5
prósent eða minna.
Auk bræðranna Ágústar og Lýðs
sitja Hildur Árnadóttir, Sigurjón
Rafnsson og Robert Tchenguiz í
stjórn Exista. Tchenguiz skuldar
gamla Kaupþingi yfir 100 milljarða
króna og hefur skilanefndin
höfðað mál á hendur honum
fyrir breskum dómstólum
vegna söluhagnaðar á hlut
hans í bresku verslunar-
keðjunni Somerfield.
Stjórnendur Exista
lýsa stöðu dóttur-
félaga sinna sem
traustri, en þar
er einkum vís-
að til VÍS,
Lýsingar
og Skipta,
móður-
félags
Símans.
Skipti á
framvirkan samning sem færður
er til eignar hjá félaginu á 9,5 millj-
arða króna þótt viðsemjandi Skipta
viðurkenni ekki slíka kröfu. Þá telja
sérfróðir menn að nærri 70 millj-
arða króna viðskiptavild Skipta sé
meira en helmingi of hátt mat og
því geti eigið fé félagsins hæglega
verið neikvætt.
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Yfir 20 milljarða lán
gjaldfellt á exista
Mjög hefur þrengt að Bakkavararbræðrum, aðaleigendum Ex-
ista, eftir að skilanefnd Landsbankans gjaldfelldi tugmilljarða
lán til félagsins nýverið. Áður hafði skilanefnd Glitnis einnig
gjaldfellt lán til Exista. Talið er útilokað að félagið geti komið
láninu í skil. Exista hefur ekki greitt af lánum um langa hríð.
Erlendur Hjaltason, for-
stjóri Exista, vildi ekk-
ert láta hafa eftir sér um
málið þegar DV hafði
samband við hann.
Lýður Guðmundsson
Bakkavarabræður hafa lagt
mikið í sölurnar til þess að
halda Exista í sínum höndum.
Ágúst Guðmundsson Að minnsta kosti
tveir innlendir lánardrottnar hafa nú gjald-
fellt lán til Exista. Vanskilalán frá Landsbank-
anum nemur á þriðja tug milljarða króna.
Robert Tchenguiz Bresk-íranski
viðskiptajöfurinn skuldaði Kaupþingi yfir
100 milljarða þegar bankinn féll og 25 pró-
senta hlutur í Exista í bankanum þurrkaðist
út. Tchenguiz situr enn í stjórn Exista.
Hin nýja valdastétt
Með Lilju í slitastjórn Straums sit-
ur Hörður Felix Harðarson, lögmað-
ur á lögmannsstofunni Mörkinni.
Hann er lögmaður Hreiðars Más Sig-
urðssonar, fyrrverandi fostjóra Kaup-
þings. Hörður hefur gætt hagsmuna
Hreiðars Más gagnvart sérstök-
um saksóknara í bankahruninu, en
Hreiðar hefur meðal annars verið yf-
irheyrður um meint sýndarviðskipti
sjeiksins Al-Thanis með hluti í Kaup-
þingi fyrir bankahrunið. Hörður Fel-
ix er jafnframt höfundur lögfræði-
álits um þá ákvörðun stjórnar gamla
Kaupþings að fella niður ábyrgð-
ir helstu stjórnenda bankans vegna
svonefndra kúlulána. Hörður Felix
komst að því að niðurfelling ábyrgð-
arinnar væri lögum samkvæm. Geta
má þess að Hörður Felix var ráðinn
til Glitnis snemma árs 2008 en missti
vinnuna þar í bankahruninu. Hann
er lögmaður KR gegn þrotabúi Sam-
sonar.
Ekki er allt sem sýnist
Áfram má rekja tengsl og ýmis álita-
mál. Í slitastjórn Landsbankans sit-
ur Kristinn Bjarnason. Hann var
lögfræðingur Hannesar Smárason-
ar í ýmsum málum. Hann sat meðal
annars í stjórn FL-Group og var vara-
maður í stjórn Glitnis.
Í skilanefnd Kaupþings situr
Knútur Þórhallsson eins og áður seg-
ir. Hann hafði áður unnið fyrir Ólaf
Ólafsson aðaleiganda Samskipa og
Alfesca. Árni Tómasson, formað-
ur skilanefndar Glitnis, situr í stjórn
Alfesca fyrir Ólaf Ólafsson og fullyrt
er að Glitnir eigi hagsmuna að gæta
vegna drjúgra lánveitinga til Ólafs og
fyrirtækja hans.
Ólafur Arnarson, höfundur bók-
arinnar Sofandi að feigðarósi, seg-
ir um Árna í pistli sínum á pressan.
is: „Jafnframt fullyrðir Árni að hann
komi í engu að umfjöllun eða ákvörð-
unum skilnefndarinnar um málefni
Alfesca. Hvers vegna er svona mikil-
vægt fyrir skilanefndina að hafa sinn
mann í stjórn Alfesca ef hann kem-
ur ekki nálægt umfjöllun skilanefnd-
arinnar um fyrirtækið? Árni mun
þiggja sem svarar einni milljón króna
á mánuði fyrir stjórnarsetu sína í Alf-
esca. Skilanefnd Glitnis þykir ekki
hafa farið fram með hörku gegn fyr-
irtækjum Ólafs Ólafssonar.“
Í sama pistli fer Ólafur Arnarson
hart gegn Ársæli Hafsteinssyni, lög-
fræðingi í skilanefnd Landsbankans.
Ársæll var framkvæmdastjóri lög-
fræðisviðs og útlánaeftirlits Lands-
bankans meðan allt lék í lyndi. Um
þetta segir Ólafur meðal annars í
pistli sínum: „Trúverðugleiki upp-
gjörs bankanna og endurreisnar ís-
lenska bankakerfisins er enginn á
meðan lögfræðingurinn, sem ber
ábyrgð á Icesave, situr í skilanefnd
Landsbankans og deilir og drottnar
yfir öðrum.“
Þótt vera Ársæls í skilanefnd
Landsbankans kunni að orka tví-
mælis er ekki vitað til þess að hann
hafi með einhverjum hætti borið
ábyrgð á Icesave- innlánsreikning-
unum.
hagsmunatengslin liggja víða.
Geta má þess að Ólafur Arnarson
og Erlendur Hjaltason, forstjóri Ex-
ista, eru systrasynir. Eiginkona Ólafs
er systir Hreiðars Más Sigurðssonar,
fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Er-
lendur Hjaltason hefur ásamt Bakka-
vararbræðrum reynt að bjarga Exista
frá þroti eftir að 25 prósenta hlutur
félagsins í Kaupþingi varð að engu
í október síðastliðnum. Vera má að
það björgunarstarf Erlendar, frænda
Ólafs, og annarra ráðamanna Ex-
ista sé að engu orðið eftir að Ársæll
og aðrir í skilanefnd Landsbankans
ákváðu nýverið að gjaldfella meira
en 20 milljarða króna lán Exista.
hörður Felix harðarson Hörður
hefur gætt hagsmuna Hreiðars Más
Sigurðssonar gagnvart sérstökum
saksóknara í bankahruninu.
Guðni níels aðalsteinsson Hafði
árið 2006 fengið 417 milljónir króna að
láni hjá Kaupþingi til kaupa á hlutum í
bankanum.