Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. júlí 2009 FRéTTiR Margir tugir blaðamanna hafa hætt í fjölmiðlum og gerst tals- menn eða upplýsingafulltrúar stórfyrirtækja og banka. Við- skiptablaðamenn voru eftirsóttir í góðærinu og margir þeirra fóru yfir til útrásarfyrirtækjanna. Aðrir hafa flakkað fram og til baka úr fjölmiðlum, orðið upplýsingafulltrúar og aftur í fjölmiðla.Illugi Jökulsson fann upp á orðinu sjoppukallar yfir blaðamenn sem fóru að starfa sem upplýsingafulltrúar. SJOPPUKARLAR OG SPUNAMEISTARAR Fjölmörg dæmi eru þess að þekktir blaða- og fréttamenn hafi ráðið sig til starfa fyrir stórfyrirtæki, banka, stjórnmálaöfl og fjárfestingarfélög á síðustu árum. Flestir fjölluðu með einhverjum hætti um viðskitpalífið og stjórnmál í störfum sínum sem blaðamenn. Langalgengast er að fréttamenn vendi kvæði sínu í kross og gerist almannatenglar og upplýs- ingafulltrúar. Með því eru þeir komn- ir hinum megin við borðið, því í starfi þeirra felast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd vinnuveitanda síns. Á undanförnum árum og sérstak- lega á meðan íslenska góðærið reis sem hæst, hafa á fimmta tug blaða- manna sem látið höfðu að sér kveða í fjölmiðlum hætt og farið í almanna- tengsl. Algengt var að upplýsingafull- trúar útrásarfyrirtækja fengju starfs- heiti á borð við framkvæmdastjóri eða forstöðumaður samskiptasviðs. Fór þó engum sögum af því hversu margir störfuðu á samskiptasviðun- um. Einstefna Illugi Jökulsson, rithöfundur og rit- stjóri, komst svo að orði á miðjum 10. áratugnum að kalla blaðamenn sem fóru í almannatengsl, sjoppukalla. „Mér fannst það ekki ýkja merkilegt að sjá menn sem höfðu starfað við að afla upplýsinga og miðla þeim, vera farna að nota hæfileika sína og reynslu úr fjölmiðlum til að selja eitt- hvað. Það má líka fylgja sög- unni að ég skil þetta betur í dag, að menn vijli kom- ast úr atinu í daglegri fjölmiðlun, en þá verða þeir að vera heiðarlegir í starfi sínu,“ segir Illugi. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur gert það að um- talsefni sínu á vefnum jonas.is, að blaðamenn sem hverfa til starfa sem almannatenglar eigi ekki afturkvæmt í fjölmiðlastörf. 4. júní 2008, skrif- aði hann: „Blaðamenn, sem gerast spunakarlar, verða ekki samir menn aftur. Snúi þeir til baka, eru þeir áfram spunakarlar, ekki blaðamenn. Siðferðisgrunnur þeirra er orðinn annar. Þegar spunakarlar kjafta sig inn í stjórnunarstöður fjölmiðla, er voðinn vís. Það er einmitt að gerast hér á landi á nýhafinni öld.“ Fram og aftur. En þeir eru fjölmargir sem hafa flakk- að fram og til baka úr fjölmiðlum, í spuna og aftur í fjölmiðla. Einn þeirra sem hafa farið fram og aftur yfir hina ósýnilegu línu er Björn Ingi Hrafns- son, núverandi ritstjóri Pressunnar og fyrrverandi borgarfulltrúi. Björn Ingi hefur flakkað á milli hlutverka síðastliðin ár og í þrígang fært sig yfir borðið, frá því að starfa á fjölmiðli og yfir í það að vera viðfangsefni fjöl- miðla. Björn Ingi var blaðamaður á Morgunblaðinu um nokkura ára skeið. Hann var síðan ráðin sem að- stoðarmaður Halldórs Ásgrímsson- ar, þáverandi forsætisráðherra. Hann varð síðar borgarfulltrúi í eitt og hálft ár. Þá varð hann ritstjóri Markaðar- ins og stýrði vikulegum spjallþætti, en ritstýr- ir nú Press- unni. Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri, var áður fréttamaður um margra ára skeið. Hann hætti hins vegar í frétta- mennsku og gerðist upplýsingafull- trúi DeCode og tók sem slíkur þátt í að kynna hlutabréfaævintýrið í kring- um félagið. Hann snéri síðar aftur á vettvang fjölmiðla. Vegferð Sindra Sindrasonar, fréttamanns á Stöð 2, hefur ekki verið ósvipuð. Hann var fréttamaður Stöðvar 2, síðar upplýs- ingafulltrúi Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og fór síðan aftur á Stöð 2, þar sem hann var á tímabili í fararbroddi í viðskiptafréttum stöðvarinnar. Sindri var valinn til að taka sjónvarpsviðtal við Jón Ásgeir í miðju bankahruninu síðasta haust. Steingrímur Sævarr Ólafsson, var fréttamaður á Stöð 2, síðar einn af aðstoðarmönnum Hall- dórs Ásgrímssonar og eftir það varð hann fréttastjóri Stöðvar 2. Hann starfar nú á Pressunni. Viðskiptablaðamenn í útrás Fjölmargir áberandi blaðamenn létu freistast og réðu sig sem upplýsinga- fulltrúa útrásarfyrirtækja, þar sem nær öruggt er að laun þeirra voru talsvert hærri heldur en gerist í fjöl- miðlum. Kemur þar reynslan af fjöl- miðlum að góðum notum, þar sem hluti af starfinu voru samskipti við fjölmiðla. Ólafur Teitur Guðnason hélt árum saman uppi beittri gagn- rýni á störf íslenskra fjölmiðla í bók- um sínum og pistlum. Hann starfaði á Viðskiptablaðinu, þar sem íslenskt viðskipta- líf varð að „Blaðamenn, sem ger- ast spunakarlar, verða ekki samir menn aftur. Snúi þeir til baka, eru þeir áfram spunakarlar, ekki blaðamenn.“ ValgEIr örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Páll Magnússon Eyrún Magnúsdóttir Páll Benediktsson Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf  Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.