Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 25
Hver er maðurinn? „Ingólfur
Þórarinsson, tónlistar- og knatt-
spyrnumaður frá Selfossi.“
Hvað drífur þig áfram? „Sólin
svona yfirleitt.“
Hvar ertu uppalinn? „Ég er
uppalinn á Selfossi.“
Manstu eftir fyrsta kossinum?
„Ég man eftir svona fyrstu þremur
allavega.“
Hver er uppáhaldskvikmyndin
þín? „Þær eru tvær. Scarface og
Good Will Hunting.“
Hvar leitar þú eftir innblæstri
þegar þú ert að semja? „Ég leita
kannski ekki beint. Meira að hann
komi til mín. Ég sem af því að ég fæ
einhverja hugmynd en sest ekki
niður til þess að leita að þeim.“
Hver er lykillinn að vinsældum
Veðurguðanna? „Við erum
þokkalega heiðarlegir í því sem við
erum að gera. Stöndum og föllum
með því og trúum á það sem við
erum að gera.“
Hvernig gengur að sameina
tónlistina og fótboltann? „Það
gengur upp og ofan. Kemur í
bylgjum en fótboltinn er meira og
meira að verða ofan á núna
seinnipart sumars.“
Hvort er skemmtilegra að spila
leik eða spila á tónleikum? „Bestu
augnablikin í fótboltanum slá nú
tónleikum við. En böll eru yfirleitt
skemmtileg en leikirnir geta verið
bæði súrir og sætir.“
Ef annað þyrfti að víkja, hvort
yrði það? „Ef annað ætti að víkja
það sem eftir lifði sumars þá yrði það
tónlistin en sem betur fer hefur þetta
farið vel saman.“
Hvert er markmið þitt í tónlist-
inni? „Þetta hefur verið skemmtilegt
hingað til og bara gaman að geta
gefið af sér. Markmiðið er að reyna
bara að njóta þess meðan maður
getur.“
En í boltanum? „Markmiðið er alltaf
bara að vinna næsta leik.“
Saknar þú kananS? (Spurt í reykjaneSbæ)
„Nei, eiginlega ekki.“
Yrsa Brá HEiðarsdóttir
24 ára NEMI í fæðINGarorlofI
„Ég bara veit það ekki.“
irMa rán HEiðarsdóttir
24 ára NEMI
„Bæði og bara.“
sigurður óskar sigurðsson
33 ára NEMI
„Nei, alls ekki.“
ÞórHallur guðMundsson
45 ára SMIður
Dómstóll götunnar
ingólfur Þórarinsson
fer fyrir hljómsveitinni Veðurguðirnir
sem á vinsælustu plötu landsins um
þessar mundir. Sveitin hefur sent frá
sér hvern smellinn á fætur öðrum en
Ingó leikur einnig með toppliði
Selfoss í 1. deild. Hann segir
fótboltann hafa forgang það sem
eftir lifir sumars.
Man þrjá fyrstu
kossana
„Nei, ég get nú ekki sagt það.“
stEinar frEYr sigurðsson
27 ára VÉlaMaður
maður Dagsins
Á víð og dreif um Danmörku standa
tómir kassar Nyhedsavisen sem
eru, líkt og tómu háhýsin í úthverf-
um Reykjavíkur, minnisvarðar um
íslensku útrásina og góðærið. Frí-
blöðin virðast almennt vera í lægð
þar í landi, og í sjoppum eru gef-
in upp símanúmer sem fólk get-
ur hringt í ef það vill vera laust við
að fá þau send heim. Þó er nóg til
af æsifréttum í Danmörku, eins og
áhorfendur Önnu Pihl og Arnar-
ins geta getið sér til um. Á Jótlandi
stakk maður annan til bana fyrir að
fylgja kærustu hans heim og meig
síðan á líkið. Í Kjellerup skaut mað-
ur á 18 ára ungling með haglabyssu
eftir að hafa rifist við föður drengs-
ins. Í Kaupmannahöfn heldur stríð-
ið á milli Hells Angels og Bandidos
áfram, á meðan Scientology-hreyf-
ingin opnar nýjar höfuðstöðvar við
Nytorv og hefur það sem markmið
að vera búnir að heilaþvo alla Dani
eftir nokkur ár.
Eurovision eftirhermur
Í fyrirmyndarríkinu Noregi er hins
vegar lítið um slíkar fréttir. Á for-
síðum blaðana er sagt frá því hvern-
ig maður eigi að haga mataræði
sínu eða sofa vel og almennt hvern-
ig maður eigi að láta sér líða sem
best. Helsta þjóðfélagsmeinið virð-
ist vera miðaldra menn sem þykjast
vera Eurovision-vinningshafinn Al-
exander Ryback á Facebook til þess
að kynnast ungum stúlkum. Ekki er
þó vitað til þess að neinn hafi kom-
ist svo langt ennþá.
Umsókn Íslands hefur þó vak-
ið talsverða athygli í fjölmiðlum
hér. Í leiðara menningarhluta Aft-
enposten dáist höfundur að þeirri
ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinn-
ar að leyfa þingmönnum sínum að
kjósa um aðildarviðræður eftir eig-
in sannfæringu frekar en flokkslín-
um. Segir hann þetta áhugaverða
andstæðu við stefnu norsku ríkis-
stjórnarinnar, sem sé einnig saman-
sett af bandalagi rauðra og grænna
en hefur ekkert aðhafst í Evrópu-
málum undanfarin tvö kjörtímabil.
Höfundur vill meina að fordæmi Ís-
lands hvað umræðuna sjálfa varðar
hafi meiri áhrif á Noreg en væntan-
leg innganga landsins.
noregur einn utan EsB?
Í fréttahluta blaðsins velta menn
því fyrir sér hvaða áhrif innganga
Íslands í Evrópusambandið muni
hafa á EES-samninginn. Evrópu-
fræðingurinn Ulf Sverdrup segir
að eftirlitsstofnunin ESA, sem fylg-
ist með framkvæmd samningsins,
missi trúverðugleika sinn ef aðeins
Noregur og Liechtenstein séu eftir.
Enginn treysti þeim til þess að fylgj-
ast með sjálfum sér.
Formaður Evrópuhreyfingar-
innar segir að stjórnmálaflokkarnir
eigi nú að hefja heiðarlegar umræð-
ur um framtíð EES-samningsins,
en bætir því við að það mikilvæg-
asta fyrir Ísland sé hvort landið nái
hagstæðum samningum um fisk-
veiðar. Talsmaður Höyre flokksins
segir að Norðmenn eigi nú aftur að
fara að íhuga aðildarviðræður, með-
an talsmaður Kristelig Folkeparti
segir að þetta breyti engu um and-
stöðu flokksins við aðild. Utanrík-
isráðherrann Jonas Gahr Störe seg-
ir þetta engin áhrif hafa í bráð, en
þó þurfi að skoða hvaða áhrif þetta
muni hafa á EES.
Formaður norskra sjávarútvegs-
manna, Reidar Nilsen segir að inn-
ganga Íslands í ESB hafi lítil áhrif
á sig, rétt álíka mikil og ef bærinn
Bergen myndi einn og sér ganga í
ESB. Þó er hann bjartsýnn um að
innganga í Evrópusambandið muni
neyða Íslendinga til þess að fylgja
alþjóðareglum um hafrétt. Segir
hann Íslendinga veiða makríl ólög-
lega í Norðursjó, og hæpið að Evr-
ópusambandið myndi leyfa þeim
að komast upp með slíkt. Sjálfur er
hann þó mótfallinn aðild Noregs að
ESB og telur hæpið að sambandið
muni gera undantekningu frá stefnu
sinni um sameiginlegar fiskveiði-
reglur í öllum löndum. Segir hann
mjög róttækar breytingar þurfa að
verða á stefnu sambandsins áður en
hann breyti um skoðun.
Áhyggjur Norðmanna
mynDin
ferðafært fyrir framara framarar féllu úr leik í Evrópudeild uEfa á fimmtudagskvöld. ferðaglaðir stuðningsmenn liðsins geta þó glatt sig við að þeir geta þá farið út úr
bænum um verslunarmannahelgina. Hefði fram komist áfram hefði liðið þurft að spila deildarleik um verslunarmannahelgina. MYnd róBErt rEYnisson
kjallari
umræða 24. júlí 2009 föStudagur 25
„Þó er hann bjartsýnn um
að innganga í Evrópu
sambandið muni
neyða Íslendinga
til þess að fylgja
alþjóðareglum.“
Valur gunnarsson
rithöfundur skrifar