Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 28
„Ég á íslenskan stjúppabba og ég bjó á Íslandi frá því ég var fimm ára þangað til ég var átta ára,“ segir Noomi sem er ákaflega lukkuleg með að vera kom- in aftur til landsins. „Við fluttum svo aftur til Svíþjóðar en ég var hérna öll sumur hjá ömmu og afa þangað til ég varð fjórtán ára. Það eru samt lið- in ansi mörg ár frá því ég kom hingað síðast þannig að ég er búin að gleyma íslenskunni svolítið.“ Það er þó ekki að heyra og því verður úr að viðtalið fer fram á íslensku. „Ég kom hingað síðast fyrir fimm og hálfu ári og var bara í viku,“ segir Noomi og bætir við að hún hafi því fengið kærkomið tækifæri til að koma þegar hún var beðin um að vera við- stödd frumsýningu á Karlar sem hata konur á Íslandi. „Ég hélt þó að ég myndi ekki ná því vegna þess að ég er búin að ferðast svo mikið með þessa mynd. Ég var líka eiginlega búin að ákveða að ég myndi ekki gera neitt meir í kringum myndina en þá var hringt frá Íslandi og ég tók því auðvit- að fagnandi og varð að reyna. Það er æðislegt að vera hérna aftur. Við ætl- um að vera í viku og förum til ömmu og afa á Flúðum.“ Þykir vænt um Lisbeth Noomi var vitaskuld, eins og svo marg- ir Svíar, búin að lesa bækur Larssons um Lisbeth og blaðamanninn Mikael Blomkvist áður en til tals kom að hún tæki að sér hlutverk Lisbethar. „Ætli ég hafi ekki lesið þær tveimur árum áður. Ég las þær allar þrjár á svona tveimur vikum í einum rykk,“ segir Noomi sem var strax til í að leika Lisbeth þegar leikstjórinn, Daninn Niels Arden Op- lev, leitaði til hennar. „Mér þykir mjög vænt um hana. Hún er lítilmagni sem berst áfram og gefst aldrei upp. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af svona und- irmálsfólki. Lisbeth finnur alltaf ein- hverjar leiðir til að halda áfram og læt- um helgina Klassadjass á Gljúfrasteini Djassistarnir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Sunna Gunnlaugs píanóleikari leiða saman hesta sína á stofutónleik- um Gljúfrasteins á sunnudaginn. Flytja þau þar sín eigin lög í bland við útsetningar sínar á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó og rafgítar. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kjarval oG dýrin Á Kjarvalsstöðum verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskyld- una á laugardaginn klukkan 14 þar sem skoðaðar verða sérstaklega myndir af dýrum eftir Kjarval. Við val á myndunum voru börn höfð sérstaklega í huga. Listamanninum var tamt að gera góðlátlegt grín að fólki og hermt er að Kjarval hafi eitt sinn sagt að hundar væru oft miklu greindari en eigendurnir, þó þeir síðarnefndu héldu að þeir hefðu í fullu tré við þá. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Á Kjarvals- stöðum standa einnig yfir sýningar á lykilverkum Kjarvals, málverkasýn- ingin Frá Unuhúsi til Áttunda strætis og sýningin Íslensk hönnun 2009. Max oG Moritz í Ketilhúsi Dagskrá um skopmyndasögu- persónurnar og hrekkjalómana Max og Moritz verður á Tón- listarhlaðborði í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudaginn klukkan 12. Um er að ræða spennandi, bráðfyndinn og dálítið djúphygg- inn minningarþátt um hundrað ára dánardægur rithöfundarins, myndlistarmannsins og föður skopmyndasagnanna Wilhelm Busch, skapara Max og Mor- itz. Dagskráin, sem er hluti af Listasumri á Akureyri, er í tónum og tali og á meðal flytjenda eru söngvarinn Vokalensemble Voc- embalo og rithöfundurinn Þórar- inn Eldjárn. hátíð í reyKholti Reykholtshátíðin hófst síðasta mið- vikudag og nær hámarki um helg- ina. Í kvöld, föstudag, flytur Auður Gunnarsdóttir sópran ljóð og aríur ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdótt- ur píanóleikara. Á laugardagskvöld- ið leikur St. Christopher-strengja- sveitin frá Vilnius verk eftir meðal annars Haydn og frumflytur á Ís- landi fiðlukonsert eftir Šenderovas. Á sunnudaginn leikur sveitin aftur, þá píanókvintett eftir Schostakovich, en lokatónleikar hátíðarinnar verða í öruggum höndum karlakórsins Fóstbræðra. Auður Gunnarsdóttir syngur með kórnum og St. Christopher og Stein- unn Birna leika með. 28 föstudaGur 24. júlí 2009 fóKus Sænska leikkonan Noomi Rapace fer á kostum í hlutverki utan- garðsstelpunnar og tölvuhakkarans Lisbeth Salander í kvikmynd- inni sem gerð er eftir metsölubók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Í eigin persónu er Noomi eins ólík Lisbeth og hugsast getur. Þurfti að finna skrímslið innra með sér Noomi Rapace Þessa heillandi, 29 ára gömlu sænsku leikkonu þekkja nú flestir sem hörkutólið og goth-pönkarann Lisbeth Salander úr sögum Stiegs Larsson. Færri vita sjálfsagt að hún talar stórfína íslensku og ber sterkar taugar til Íslands þar sem öskur Hrafns Gunnlaugssonar urðu fyrir margt löngu til þess að hún ákvað að verða leikkona. Mærudagar fara fram á Húsavík um helgina: Töfrabrögð, rokk og hálfvitar Hinir árlegu Mærudagar á Húsavík voru settir á fimmtudaginn en þeir standa fram á sunnudag. Að venju er margt kræsilegt á boðstólum á há- tíðinni. Þar má nefna töfrabragða- námskeið, hugmyndasmiðju þar sem hugmyndir eru til sýnis og sölu, spákonur, golfmót, hraðfiskimót og rokktónleika. Í dag, föstudag, verður meðal annars opnuð myndlistarsýning ut- andyra þar sem Kári Sigurðsson sýn- ir verk sín í húsi Þekkingarseturs og spákonan Sigurveig Buch spáir fyr- ir fólki á verkstæði Norðursiglingar undir kirkjutröppunum. Sigrún fær reyndar samkeppni frá annarri spá- konu, Ásdísi Jónsdóttur, sem hyggst spá fyrir gestum og gangandi á efri hæð verbúðarinnar. Af tónlistarleg- um toga verða meðal annars haldnir styrktartónleikar Orgelsjóðs Húsavík- urkirkju í kirkjunni á milli klukkan 18 og 19 þar sem Steingrímur Þórhalls- son organisti og Pamela De Sensi flautuleikari spila, og rokktónleikar þar sem ungar og efnilegar húsvískar hljómsveitir, ein eldgömul sem enn er efnileg og reykvísk hljómsveit með Húsvíkingi innanborðs koma fram. Þetta eru böndin Johnny Comput- er, Dust, Ten Steps Away, FFU og Innvortis. Kveikt verður í brennu við Suðurfjöru klukkan 22. Á laugardaginn fer meðal annars fram Opna Húsavíkurmótið í golfi, Jökulsárhlaupið, hraðfiskimót og ratleikir um Safnahúsið. Um kvöld- ið verður svo rokna stuð við höfnina þar sem troða upp Ljótu hálfvitarnir, S.O.S. og Ína Idol auk hljómsveitanna The Export og The Hefners. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána á husavik.is. Ljótu hálfvitarnir Hafa glatt ófáa landsmenn með tónlistargáfu sinni og skemmtilegheitum síðastliðin misseri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.