Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 37
helgarblað 24. júlí 2009 föstudagur 37
Bóndinn sem neitar
að lúta í gras
Ásmundur Einar Daðason er yngsti
alþingismaður Íslendinga. Hann
er níundi þingmaður Norðvestur-
kjördæmis aðeins 26 ára gamall en
er menntaður búfræðingur og með
B.Sc. próf í búvísindum frá Landbún-
aðarháskóla Íslands. Hann er fæddur
í Reykjavík en er sveitapiltur út í ystu
æsar. Fyrstu árin fluttist hann þó mik-
ið á milli staða og fór í fleiri grunn-
skóla en flestir aðrir. Hann bjó fyrstu
ári ævi sinnar í Dalasýslunni þar sem
hann heldur nú heimili með konu og
tveimur dætrum á sauðfjárbúi hans
og föður hans.
„Ég er fæddur í Reykjavík en bjó
fyrst í Dalasýslu til fimm ára aldurs
þar til foreldrar mínir skildu. Við móð-
ir mín fluttumst fyrst til Reykjavíkur,
þaðan á Stokkseyri, svo í Gnúpverja-
hrepp og eftir það bjuggum við í Nor-
egi í eitt ár. Eftir það fluttist ég heim og
bjó hjá pabba út grunnskólann. Ég fór
í níu grunnskóla á minni skólagöngu,“
segir Ásmundur sposkur á svip.
Líkar best úti á Landi
Ásmundur hitti konu sína, Sunnu
Birnu Helgadóttur, í háskólanum
á Hvanneyri en eftir námið fluttust
þau á jörð föður hans og byggðu sér
þar hús. „Sunna er fædd og uppalin
í Reykjavík en hún á ættir að rekja í
Dalasýsluna og er mikil sveitakona,“
segir Ásmundur um ástina í lífi sínu.
Þau eiga saman tvær hnátur, Aðal-
heiði þriggja ára og Júlíu sem verður
eins árs í september. Búið er sauðfjár-
bú með um 1350 fjár og einnig er þar
nautakjötsframleiðsla.
„Mér finnst best að vera í sveitinni
en borgarlífið háir mér ekkert. Mér
líkar best við að vera úti á landi. Ég er
mikill sveitamaður og líkar vel í fjár-
húsunum,“ segir Ásmundur sem vill
ekki meina að ungt sveitafólk sé deyj-
andi kynslóð. „Það er mikið af ungu
fólki sem hefur áhuga á landbúnaði
og áhuga á að starfa við þetta. Ég held
að þetta sé ekki deyjandi kynslóð sé
búið rétt að framtíð þess. Til dæm-
is eru margir af mínum félögum frá
Hvanneyri komnir í búskap eða vinna
við landbúnað með einum eða öðr-
um hætti. Það er líka kominn tími til
að samfélagið allt skilji hvílík verð-
mæti búa í íslenskum landbúnaði,
hollum matvælum, dýraheilbrigði,
landslagi, menningu og lifandi byggð
til sveita. Þetta er mál allra Íslendinga,
ekki bara okkar bænda.“
sveitaLífið forréttindi
Það kemur stórt bros á varir Ásmund-
ar þegar hann er spurður um uppeld-
ið í sveitinni. Hann er afar þakklátur
fyrir það uppeldi sem hann fékk, jafnt
í sveitinni sem á öðrum stöðum sem
hann bjó á. „Ég bý að öllu mínu upp-
eldi. Til dæmis að hafa flutt svona oft,
búið meðal annars í Noregi og kynnst
mörgum stöðum. Ég bý að því og
sveitinni alveg klárlega. Ég fór alltaf
um helgar eða aðra hverja helgi og í
öllum fríum vestur til pabba alveg frá
því að ég var strákur. Ég vil allavega
að börnin mín fái að njóta þess sem
ég naut,“ segir Ásmundur en hvern-
ig tóku vinir hans þessu eilífa sveita-
brölti þegar hann var lítill?
„Þetta skildu allir held ég. Þetta
voru forrréttindi og það var aldrei
neitt skilningsleysi á þessu. Þvert á
móti var forvitni fyrir hendi hjá félög-
um mínum að kynnast þessu betur.
Maður finnur bara fyrir því að krakkar
í dag sem fara í sveit eru alveg himin-
lifandi. Þetta liggur svo nærri börnun-
um að umgangast dýrin og vera úti í
náttúrunnni.“
viLL hafa áhrif
Aðspurður stuttlega hvernig tónlist
bóndinn hlustar á brosir hann út í
annað og svarar: „Ég hlusta á hvaða
tónlist sem er, nema kannski dauða-
rokk.“ Hann segist alltaf hafa átt auð-
velt með samskipti, sama á hvaða
aldri fólk er. Eins hefur hann alltaf
viljað taka þátt í öllu og vill hafa áhrif á
það sem hann er að gera hverju sinni.
„Það er alveg sama hvort fólk er fjór-
tán eða áttrætt, ég hef alltaf getað náð
til allra,“ segir hann.
„Ég vil alltaf vera þátttakandi í
hlutunum. Allavega á þessum stöð-
um sem ég hef verið á. Á Hvanneyri
var ég í stjórn og formaður stúdenta-
ráðsins og í fjölbraut var ég alveg á
kafi í öllu. Ég hef alltaf þurft að hafa
mikið fyrir stafni. Auðvitað vill maður
hafa áhrif, sama hvað maður tekur sér
fyrir hendur. Hvort sem það er í stjórn
golfklúbbs eða á Alþingi. Maður er að
gera þetta því maður vill móta fram-
tíð þess sem maður tekur þátt í hverju
sinni,“ segir Ásmundur.
enginn verður
ríkur á búskap
Þrátt fyrir að vera með stórt bú segir
Ásmundur sig og föður sinn ekki ríka
menn. Ekki í peningalegum skilningi
allavega. „Það fer eftir því hvernig
maður skilgreinir að vera ríkur,“ seg-
ir hann og heldur áfram: „Þú verður
ekki ríkur á því að fara í búskap, það
er alveg klárt. Þetta er spurning um að
gera eitthvað sem þér finnst skemmti-
legt og lifa þokkalegu lífi af því. Þarna
er maður að vinna við áhugamálið
sitt. Það er ríkidæmi. Bændur synda
ekki í peningum. Það er bara svoleið-
is.“
Hann segir þó umræðuna um
landbúnað hafa orðið jákvæðari á
síðustu mánuðum, eftir hrunið. „Það
hefur vantað svolítið skilninginn und-
anfarin ár á meðan þjóðin hefur verið
upptekin af útrásinni. Á meðan hef-
ur vantað svolítið stoltið af upprun-
anum. Hverjir erum við og hvernig
komumst við hingað? Þetta á við um
sjávarútveginn jafnt sem landbún-
aðinn og annað þvíumlíkt. Þú mátt
aldrei leggjast svo lágt að gleyma því
hver þú ert. Þetta er svolítið að snúast
við núna og um leið er komin jákvæð-
ari umræða til dæmis í garð landbún-
aðar.“
höggið minna úti á Landi
„Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga
á stjórnmálum og er alinn upp við
pólitíska umræðu,“ segir Ásmundur
um upphaf stjórnmálaferils síns. „Ég
hafði verið tvisvar á listum hjá vinstri-
grænum og var kosningastjóri í mínu
kjördæmi fyrir kosningarnar 2007.
Þarna var ég nú bara aðallega að vera
með til þess að vera með. En þegar
allt hrundi hér og boðað var til kosn-
inganna í apríl ákvað ég að slá til og
taka þátt í forvalinu. Þar voru sex sæti
í boði og átján sem gáfu kost á sér. Ég
lenti í þriðja sæti sem ég átti alls ekki
von á en við stefndum á tvo menn í
mínu kjördæmi þannig að þetta yrði
mjög líklega varaþingmannssæti.“
Ákvað Ásmundur þá að gefa sér
viku í að ganga frá sínum málum til
þess að geta haldið í mánaðarlanga
kosningabaráttu þar sem hann keyrði
um allt kjördæmið. „Ég keyrði þarna
einhverja 8.000 kílómetra og fór á öll
svæði. Þetta var rosalega skemmtilegt
og fróðlegt þrátt fyrir þessar erfiðu
kringumstæður. Það er samt þannig
að það er allajafna betra hljóð í fólki
því lengra sem þú ferð út á land. Þar
var uppgangurinn ekki jafnmikill og
hraður og þar af leiðandi er höggið
ekki eins mikið heldur.“
erfitt að vera
frá steLpunum
Ásmundur er með unga fjölskyldu og
er fljótur að viðurkenna hvað er erfið-
ast við starfið. „Það erfiðasta við þetta
er að vera svo mikið frá konunni og
börnunum. Þetta er ekki mjög fjöl-
skylduvænt starf. Það eru fundir langt
fram eftir kvöldum og svo aðrir fund-
ir úti í kjördæmunum. Maður þarf að
skipuleggja sig gríðarlega vel til þess
að hafa einfaldlega tíma til að sinna
fjölskyldunni. Ég vissi samt alveg hvað
ég var að fara út í hvað þetta snertir en
vissulega eru mjög afbrigðilegir tím-
ar núna í þjóðmálunum,“ segir Ás-
mundur.
engin góð Lausn á icesave
Eftir að ESB-tillagan var samþykkt
snýst allt í þingheimi um Icesave-
deiluna. „Þegar Icesave-málið kom
inn sagði ég að það þyrfti að fá þing-
lega meðferð því þetta er ein stærsta
skuldbinding sem Ísland hefur tekist
á hendur. Bunkarnir af gögnum sem
tengjast þessu máli eru orðnir mjög
þykkir. Það er talið í möppum. Í mín-
um huga er alveg ljóst að það er eng-
in góð lausn á þessu,“ segir Ásmundur
sem ætlar að fylgja sannfæringu sinni
í málinu eins og hann hefur gert hing-
að til. Hann er ákveðinn, staðfastur og
neitar að lúta í gras.
„Ég hef einsett mér það frá því ég
tók sæti á Alþingi að í öllum stórum
málum myndi ég reyna að skilja þau
alveg út í hörgul og taka svo ákvörð-
un sem ég persónulega er sáttur við.
Það sem ég heft sagt að sé mikilvægt
í þessu er að Ísland geti staðið undir
þessari skuldbindingu sem er verið
að setja á herðar þess. Og að samn-
ingurinn sé þannig úr garði gerður að
það sé engin fullveldisskerðing í hon-
um. En ríkisábyrgðina sem verið er að
tala um núna eins og hún liggur fyr-
ir án allra fyrirvara get ég ekki stutt,“
segir Ásmundur.
Þingið nötraði og skaLf
Þegar kom að atkvæðagreiðslu þing-
manna greiddi Ásmundur gegn um-
sókn að ESB enda hefur honum orð-
ið tíðrætt um hversu mótfallinn hann
sé umsókn að Evrópusambandinu.
Hann greiddi atkvæði með tvöfaldri
þjóðaratvæðagreiðslu því sannfær-
ing hans eins og hann orðaði það er:
„Að þjóðin skyldi eiga fyrsta og síð-
asta orðið.“
„Þetta var mikið hitamál og það
nötraði allt og skalf í þinginu allt frá
því málið kom inn og þar til það var
farið aftur út. Við þurfum samt að
horfa aftur til kosninganna. Þar var
Samfylkingin sá flokkur sem mest
vildi sækja um aðild að Evópusam-
bandinu á meðan vinstri-grænir töl-
uðu hvað mest gegn því. Þetta mál var
því erfiðast að brúa í stjórnarmynd-
unarviðræðunum, eðlilega, en niður-
staðan var sú að málið myndi fara inn
í þingið og þar fengju allir þeir sem
ekki gætu lagt nafn sitt við umsókn að
ESB að berjast gegn málinu á öllum
stigum. Og ég var einn af þeim. Þetta
var mjög lýðræðisleg niðurstaða.
Þarna færir þú völdin yfir til þingsins
og losar um leið um alla múla.“
hótanir um stjórnarsLit
Ásmundur íhugaði að standa að til-
lögugerð gegn ESB með þingmönn-
um úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn
og Borgarahreyfingunni sem fór illa í
samfylkingarfólk. „Það er náttúrulega
óvenjulegt að þingmaður í stjórn geri
svona en ég hef alltaf sagt að þetta mál
sé óvenjulegt. En seint um kvöld þegar
við vorum að fara að dreifa tillögunni
fékk ég þær fregnir að á þetta væri
litið alvarlegum augum og að þetta
gæti þýtt stjórnarslit. Fleiri þingmenn
höfðu fengið sambærilegar fréttir, að
færi málið ekki í gegn með eðlilegum
hætti gæti það þýtt stjórnarslit. Þetta
er ansi nærri hótunum. Þetta var ekki
af hálfu vinstri-grænna. Það voru ekki
vinstri-grænir sem vildu vera að ræða
þetta mál á föstudagskvöldi í miðjum
júlímánuði í 20 gráðu hita og sól. Það
liggur alveg ljóst fyrir. Það fóru aldrei
hótað Ásmundur var ekki sáttur við
vinnubrögð Samfylkingarinnar í kringum
ESB-málið og getur ekki túlkað vinnubrögð
hennar sem neitt annað en hótun.
mYnd róbert
„ESB er að þróast í það að verða
Bandaríki Evrópu.“
sauðfjárbóndi Ásmundur rekur
sauðfjárbú með föður sínum með um
1.350 fjár.