Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 45
Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is Barátta um 2. sæti Á sunnudag og mánudag fer fram heil umferð í Pepsi-deild karla. aðalspennan er í botnbaráttunni þar sem Grindavík, Fjölnir, þróttur og ÍBV takast á og svo aftur barátta Fylkis og Kr um annað sætið en FH er með örugga forystu á toppi deildarinnar sem fyrr. Á sunnudag mætast stjarnan og ÍBV og svo FH og Breiðablik. Á mánudag mætast svo Grindavík-Fjölnir, þróttur r.-Kr, Valur- Keflavík og Fylkir-Fram. Eftirsóttur í Evrópu tottenham er komið aftur í baráttuna um að krækja í hollenska framherjann Klaas-jan Huntelaar frá real madrid. svo virtist sem stuttgart væri að landa samningi við Huntelaar en hann hafnaði honum á síð- ustu stundu. Harry redknapp segir Hollendinginn efstan á lista tottenham um þessar mundir en arsenal og Villarreal hafi bæði sýnt leikmanninum knáa athygli. Huntelaar gekk til liðs við real í janúar en eftir stórinnkaup liðsins í sumar er lítið fyrir hann að gera þar lengur. sport 24. júlí 2009 föstudagur 45 Íslandsmótið í höggleik hófst á Graf- arholtsvelli í gærmorgun en 152 kylf- ingar taka þátt í mótinu. Umgjörðin að þessu sinni er einstaklega glæsi- leg en Golfklúbbur Reykjavíkur er með eina bestu aðstöðu á landinu auk þess sem klúbburinn fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli sínu. Það er því lítið til sparað og völlurinn lítur vel út eftir gott sumar. Í fyrsta skipti eru settir upp áhorfendapall- ar hjá völdum holum. Allir eru vel- komnir til þess að fylgjast með mót- inu með eigin augum en ekkert kostar á svæðið. Spilað alla daginn „Mótið var sett í morgun (fimmtudag) klukkan átta þegar Viðar Þorsteins- son, 78 ára kylfingur, sló upphafs- höggið,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Ís- lands. „Stelpurnar voru svo fyrstar út á völl og strákarnir fylgdu svo á eft- ir.“ 152 kylfingar taka þátt í mótinu en Hörður segir að samkvæmt reglu- gerðum sambandsins sé gert ráð fyr- ir 150 kylfingum á Íslandsmótinu í höggleik. „Venjulegur völlur ber í kringum 160 kylfinga á svona móti.“ Af þeim 152 kylfingum sem mæta til leiks að þessu sinni eru 28 kon- ur og 124 karlar. „Fyrstu tvo dagana er spilað stíft frá átta á morgnana til svona níu á kvöldin. Síðan er skorið niður og seinni tvo dagana eru það 72 kylfingar sem halda áfram. Þar af eru tíu konur.“ Áhorfendapallar eins og erlendis Á 18. flöt er stærðarinnar stigatafla þar sem hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu en á völdum holum er einnig að finna áhorfendapalla líkt og þekkist á stórmótum erlendis. „Landslagið á svona völlum er mjög fjölbreytt og gerir það að verkum að auðvelt er að fylgjast vel með en nú er búið að setja upp áhorfendapalla til að fólk geti fylgst enn betur með.“ Pallarnir eru á síðustu holum hrings- ins þar sem mestar líkur eru á því að spenna myndist þegar líða tekur á mótið. Hörður hvetur alla kylfinga og annað áhugafólk um golf til þess að láta sjá sig en ýmislegt verður um að vera. „Það er frír aðgangur að svæð- inu og það verður ýmislegt á dagskrá alla helgina. Kylfingar geta tekið þátt í hinum ýmsu þrautum svo eitthvað sé nefnt og það er hægt að læra mik- ið af okkar bestu kylfingum bara með því að fylgjast með.“ Kylfingum fjölgar Þrátt fyrir bágt efnahagsástand fjölg- ar iðkendum innan Golfsambands- ins frá því á sama tíma í fyrra. „Við bjuggumst við því að iðkendafjöldi myndi dragast saman svona í bein- um tengslum við efnahagsástand- ið en sú varð ekki raunin. Þegar við tókum saman tölurnar í síðasta mánuði kom í ljós að iðkendum hafði fjölgað um fimm prósent frá því á sama tíma í fyrra.“ Í kringum 15.000 kylfingar eru skráðir í sam- bandið úr hinum ýmsu klúbbum um allt land en þeim hafði fjölgað um 700 frá því á sama tíma í fyrra. En það er langt því frá að allir sem stunda golf séu skráðir í klúbba og þar af leiðandi Golfsamband Ís- lands. „Samkvæmt skoðanakönn- unum sem við höfum látið gera fyr- ir okkur eru um það bil aðrir 15.000 kylfingar sem stunda sportið reglu- lega og því mikið líf í þessu.“ 65 golf- vellir eru um allt land og nokkuð auðvelt fyrir fólk að mæta og reyna fyrir sér. „Það er reyndar svolít- ið þétt setið hérna á höfuðborgar- svæðinu en auðveldara að komast að á flestum öðrum stöðum.“ Fyrir þá sem vilja fylgjast vel með gangi mótsins um helgina eru nýjustu tölur uppfærðar á vef sam- bandsins, golf.is, reglulega alla helgina. „Fyrri tvo dagana eru töl- urnar uppfærðar eftir hverjar þrjár holur en seinni tvo eftir hverja ein- ustu holu.“ Í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í höggleik hafa verið settir upp áhorfendapallar við valdar holur. Mikil dag- skrá er í kringum mótið sem er haldið á Grafarholtsvelli. Vallaraðstæður eru frábærar og umgjörðin sérlega flott þar sem Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Flottasta ÁSgeir jónSSon blaðamaður skrifar: asgeir@dv.is Íslandsmótið Hörður Þorsteinsson Framkvæmda- stjóri Golfsambands Íslands. mynd Heiða Helgadóttir Áhorfendapallar í frysta skipti Umgjörðin hefur sennilega sjaldan verið flottari en núna. mynd Heiða Helgadóttir Hörð samkeppni 152 kylfingar taka þátt á mótinu. mynd Heiða HelgadóttirRauðu nautin nálgast Button
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.