Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Qupperneq 48
Burke og Hare Iðnbyltingin hafði sett mark sitt á Edinborg snemma á 19. öld og auðlegð og velmegun einkenndi borgina. En borgin átti einnig sínar dökku hliðar og í skuggum öngstræta hrærðust menn sem enn er minnst sem alræmdustu raðmorðingja Skotlands. Burke og Hare voru ekki iðjulausir menn, þvert á móti. Þeir stunduðu báðir sína vinnu en höfðu aukastarf sem ekki þoldi dagsins ljós. Lesið um Burke og Hare í næsta helgarblaði DV. Madeleine SMith – Sek eða SaklauS? Madeleine Smith tilheyrði efri miðstéttinni í Glasgow. Hún fæddist 1835 og tvítug að aldri hóf hún leynilegt ástarsamband við Pierre Emile L‘Angelier. Foreldrar Madeleine fundu henni mannsefni sem tilheyrði sömu stétt og hún. UmSjón: koLBEInn ÞorStEInSSon, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 24. júlí 2009 sakamál SAnnAnir GEGn MAdEiLEnE • Ástarbréf hennar gátu valdið hneyksli • Sú krafa hennar að Pierre hitti hana • Hún hafði keypt eitur fyrir dauða Pierres • Hún hafði staðið í leynilegu ástarsambandi og var fær um að leika tveimur skjöldum • Hún trúði William minnoch fyrir því að hún hefði gert eitthvað sem hún skammaðist sín fyrir VíSbEndinGAr uM SAkLEySi MAdELEinE • með því að myrða Pierre gat hún ekki forðast hneyksli því bréfin voru enn til staðar • Sannanir fyrir því að þau hafi hist er einungis að finna í dagbók madeleine • madeleine mun hafa keypt fyrsta arsenikskammtinn eftir að Pierre fór að finna fyrir vanlíðan • Eitrið sem madeleine keypti var litað, eitrið sem fannst í maga Pierre var hvítt (arsenik sem selt var í lyfjabúðum var gjarna litað) • Vinir Pierres vitnuðu um þekkingu hans á arseniki • Pierre hafði sagt í heyranda hljóði að hann vildi hegna madeleine Það var engin furða að mál Madel- eine Smith vekti jafnmikla athygli og raun bar vitni árið 1857. Inn í málið blönduðust kynlíf, fjárkúg- un, eitur og dauði og vart hægt að biðja um fleira. Við réttarhöldin fylltust góð- borgarar Skotlands hneykslun við lestur frásagna dagblaða af kynlífi fyrir hjónaband og arsenikeitrun. Engu að síður var hin unga og aðlaðandi Madeleine Smith sýknuð af morðinu á Pierre Emile L‘Angelier. Enn eru skiptar skoð- anir um hvort hún var saklaus eða hvort hún komst upp með morð á fyrrverandi elskhuga sínum. Eldheit ástarbréf Madeleine og Pierre Emile L‘Ang- elier hittust fyrir tilstilli Mary Perry, nágranna Madeleine, sem sjálf hafði haft einhver kynni af honum. Madeleine og Pierre hófu að hittast á laun og þar sem þau voru bæði ákafir bréfritarar tóku þau upp á því skrifa hvort öðru eldheit ástar- bréf. Bréfin báru vott um eldheitar ástríður og Madeleine skírskotaði til sjálfrar sín sem „ástkærrar eig- inkonu“ Pierres sem þrýsti mjög á hana að giftast sér. Þau áttu þess ekki kost að hittast oft en í eitt slíkt skipti missti Madeleine meydóm- inn. En þeim var ekki ætlað að eigast og foreldrar Madeleine, sem ekki höfðu hugmynd um ástarævitýri hennar, fundu henni mannsefni, William Minnoch, sem tilheyrði þeirra stétt. Nú voru góð ráð dýr því þótt samband Madeleine og Pierres hefði farið leynt lágu eftir ótal bréf sem hægt var að nota gegn henni. Í febrúar 1857, í kjölfar trúlofun- ar Madeilene og Williams, fór hún þess á leit við Pierre að hann skilaði henni bréfunum sem hún hafði rit- að honum. Pierre brást hinn versti við og hótaði að opinbera þau ef hún gengi ekki í hjónaband með honum. Madeleine kaupir arsenik Skömmu síðar sást til Madeleine þar sem hún pantaði arsenik í lyfja- verslun og kvittaði fyrir; M.H. Smith. Madeleine bað Pierre þess lengstra orða að gera ekkert fljótfærnislegt en hitta hana og ræða málin. Ekki löngu síðar skrifaði Pierre í dagbók sína að honum hafi ekki lið- ið vel eftir að hafa heimsótt Madel- eine. Hann trúði vinum sínum fyrir því að hann grunaði að honum hafi verið byrlað eitur og sagði meðal annars við Mary Perry: „Ég get ekki skilið hví mér leið svo illa eftir að hafa drukkið kaffi hjá henni...“ Árla morguns 23. mars 1857 lést Pierre Emile L‘Angelier vegna ars- enikeitrunar. Í kjölfarið fundust ástarbréfin frá Madeleine á heimili hans og hún var handtekin. „Ekki sannað“ Einn besti lögfræðingur Skotlands, John Inglis, var verjandi Madel- eine við réttarhöldin og hélt uppi frábærum vörnum fyrir konu sem hann sennilega áleit seka. Þrátt fyr- ir ákveðnar óbeinar sannanir fyrir sekt Madeleine, til dæmis hafði hún keypt arsenik áður en Pierre lést og hún hafði ástæðu, kvað kviðdómur upp þann úrskurð að sekt hennar væri „ekki sönnuð“. Með öðrum orðum voru kvið- dómarar ekki sannfærðir um sak- leysi hennar heldur álitu þeir að sækjanda hefði ekki tekist að færa sönnur á mál sitt. Madeleine Smith gekk frjáls manneskja út úr réttarsalnum, en mál hennar hafði vakið svo mikla athygli í Skotlandi að hún sá sinn kost vænstan að flytja af landi brott. Síðustu ár Madeleine Smith eru sveipuð óvissu en hún gekk að eiga listamanninn George Wardle í júlí 1861 og almennt er talið að hún hafi látist í hárri elli í New York árið 1928 undir nafninu Lena Wardle Sheehy. Í febrúar 1857, í kjölfar trúlofunar Madeilene og Williams, fór hún þess á leit við Pierre að hann skilaði henni bréfunum sem hún hafði ritað honum. Madeleine Smith Skiptar skoðanir voru um sekt hennar. réttarhöldin yfir Madeleine Verjandi hennar var einn sá besti sem völ var á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.