Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Page 53
lífsstíll 24. júlí 2009 föstudagur 53
stuttklippt forsetafrú Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, kemst í
fréttirnir í hverri einustu viku fyrir klæðnað sinn en þessi merkilega kona þykar afar smekk-
leg og er ávallt vel til höfð. Frú Obama efndi á dögunum til veislu í Hvíta húsinu til að vekja
athygli á listum og menningu í Bandaríkjunum og að þessu sinni vakti hún ekki athygli fyrir
klæðaburð heldur nýju hárgreiðsluna sína, en forsetafrúin er búin að klippa hár sitt stutt.
Forsetafrúin virðist það vinsæl að það er spurning hvort konur eigi eftir að taka hana sér til
fyrirmyndar og klippa sig eins. Tíminn mun leiða það í ljós á næstu misserum. Kannski er
Michelle Obama hin nýja Jennifer Aniston.
Við leitum að duglegu
og kraftmiklu fólki í kvöldsölu!
Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Huld Hermóðsdóttur, starfsmannastjóra
í síma 515 5500 eða í töluvpósti ingahuld@birtingur.is.
GÓÐ
LAUN!
ATVINNA - ATVINNA
l Vinnutíminn er frá 18:00 til 22:00
l Unnið 2-4 kvöld í viku
l Góð árangurstengd laun í boði
Hunangið nærir líkamann
Hippaball
á Ketilási
Heljarinnar hippaball og mark-
aður verður á Ketilási í Fljótum
laugardaginn 25. júlí. Hljóm-
sveitin Stormar mun leika
fyrir dansi og verða öll helstu
hippalögin spiluð í bak og fyrir.
Siglfirðingar og Ólafsfirðingar
eru hvattir til að mæta og gera
sér glaðan dag. Ballið byrjar
klukkan 22 og stendur til 2 um
nóttina. Í tilefni ballsins verður
einnig haldinn sveitamarkaður
á Ketilási þennan saman dag.
Markaðurinn byrjar klukkan 14
og stendur til 17. Haldið verður
málverkauppboð til styrktar
Þuríði Hörpu og til sölu verður
margs kyns varningur, hippa-
mussur, handverk, harðfiskur,
hákarl og margt fleira skemmti-
legt.
Flestar konur þekkja það að
eiga stundum í erfiðleikum með
maskarann, sérstaklega þegar
verið er að setja hann á neðri
augnhárin. Hann virðist oft
klessast sem lítur ekki allt of vel
út og það er erfitt að ná klessun-
um í burtu. Trix förðunarmeist-
ara er að nota mjóa enda mask-
aranns, eða broddinn á neðri
augnhárinn. Einnig ættu allar
konur að fjárfesta í augnhára-
greiðu. Þannig að þegar búið er
að setja maskara á augnhárin
er gott að greiða í burtu klessur
sem eiga það til að myndast.
MasKara-
leyndarMál
Byrjaðu á því að kíkja á Facebook-
síður vina þinna. Ef þú sérð mann
þar sem þér líst vel á, biddu þá
þann vinn sem þekkir ykkur bæði
að kynna ykkur. Þið getið þá kannski
byrjað að spjalla á Facebook og síð-
an tekið sambandið lengra ef áhugi
er fyrir hendi.
Fylgstu vel með því sem er að ger-
ast í kringum þig, lestu dagblöðin og
horfðu á sjónvarpsfréttirnar. Þú veist
aldrei hvern þú hittir og þá er alltaf
gott að geta hafið samræður við ein-
hvern sem þú myndir annars ekki
tala við. Þá er alltaf gott að geta not-
að fréttirnar til að brjóta ísinn.
Notaðu samskiptasíður eins og
Twitter til þess að auðvelda þér að
kynnast nýju fólki. Tvítaðu á föstu-
dagseftirmiðdegi að þú ætlir að fá
þér drykk eftir vinnu á uppáhalds-
staðnum þínum og biddu þá sem
hafa áhuga á að koma að taka vini
sína með. Þetta er djarft en svona
kynnist maður nýju fólki og nýjum
karlmönnum.
Prófaðu að gera hluti eins og
að fara í bíó ein eða fá þér sushi og
hvítvín ein. Sumir halda því fram að
karlmenn séu ólíklegri til að ganga
upp að konu sem þeir hafa áhuga á
ef hún er í hópi kvenna, jafnvel þótt
vinkonurnar séu bara þrjár saman.
Farðu á kaffihús, pantaðu þér góð-
an kaffibolla og sjáðu hvort þú hittir
ekki einn myndarlegan.
Þegar þú ert búin að vera ein-
hleyp lengi er rútínan oft orðin svo
þægileg. Manni hættir til að velja að
vera frekar heima í letikasti að horfa
á uppáhaldssjónvarpsþáttinn en að
fara í partí. Það er nauðsynlegt að
hafa það í huga hversu mikilvægt
það getur verið að fara út, taka boð-
inu og kíkja í teiti annað slagið. Það
er endurnærandi að vera í kringum
annað fólk og það skemmtilega við
það er að hitta nýtt fólk.
Einnig er mikilvægt að gleyma
ekki að gefa karlmönnum séns.
Þannig hafa kynni margra byrjað.
Karlmaður sýnir þér áhuga en þú
lokar strax á hann því hann er ekki
„þín týpa“. Gefðu honum tækifæri,
eitt stefnumót, og kannski sérðu
hann í allt öðru ljósi. Ekki leyfa for-
dómunum að stjórna ferðinni. Nú,
ef kappinn er síðan ekki það sem
þú ert að leita að fórstu allavega á
stefnumót og það er ekki hægt að sjá
eftir því.
Það eiga allar stelpur þennan
strákavin sem er ekki sá rétti fyrir
þær. Hvernig væri að efna til lítill-
ar veislu þar sem allar vinkonurnar
koma með þennan vin sem ekki er
sá rétti fyrir þær. Það er aldrei að vita
nema einhver önnur falli fyrir hon-
um – kannski þú.
Farðu í ræktina eða komdu þér
í skemmtilegan gönguhóp. Þar
áttu pottþétt eftir að hitta einhvern
myndarlegan og heilbrigðan mann.
Vertu óhrædd við að spjalla við þann
sem þér líst vel á og þú getur stungið
upp á því að þið gangið á Esjuna eða
eitthvað slíkt.
Næst þegar þér er boðið í partí,
ekki byrja á því að skanna íbúðina
eftir sætu strákunum. Ekki í þetta
sinn. Finndu hressustu og fyndn-
ustu stúlkuna í veislunni og spjall-
aðu við hana. Ef þið náið vel saman
er tilvalið að hitta hana í kaffi einn
daginn. Hressu týpurnar eiga allt-
af aragrúa af vinum, þar á meðal
karlkyns vinum á lausu. Konur hafa
einnig gaman af því að koma fólki
saman og nýja vinkonan gæti verið
ástarengillinn þinn.
Hvar finnur þú góða Manninn?
Þú ert búin að reyna barina og skemmtistaðina og hefur ekki enn hitt manninn sem kveik-
ir í þér. DV tók saman nokkrar skemmtilegar leiðir til þess að hitta draumaprinsinn.
Skemmtilegt stefnumót Vertu opin fyrir nýjum möguleikum.