Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Síða 30
um helgina
Alþjóðlegur SólSkinSdrengur Sólskins-
drengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa strákinn
Kela, hefur verið valin til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto
í september. Verið er að vinna að alþjóðlegri útgáfu myndarinnar um þessar
mundir. Sú útgáfa myndarinnar verður frumsýnd í Toronto en hátíðin flokkast
undir svokallaða A-kvikmyndahátíð.
kennir á ÍSlAndi
Kristján Jóhannsson óperusöngvari
verður búsettur á Íslandi í vetur en
hann býr að öllu jöfnu á Ítalíu. Hann
mun hefja söngkennslu við Söng-
skóla Sigurðar Demetz í september.
Kennslan er ætluð þeim nemend-
um sem eru lengra komnir og vilja
fullmóta söng sinn en Kristján mun
einnig taka að sér einkakennslu. Á
sínum tíma hóf Kristján sjálfur nám
við skólann en hann hefur verið að
kenna á Ítalíu undanfarið samfara
söngferli sínum. Áheyrnarprufur
fara fram 25. ágúst milli 13 og 19.
SpunAkeppni
Sviðslistahátíðin artFart stendur
nú yfir en í kvöld verður svokallað
Spunakvöld í Leikhúsbatteríinu
sem staðsett er í Hafnarstæri 1.
Fram fer svokallað leikhússport
en það gengur þannig fyrir sig að
tveir eða fleiri leikhópar keppa í
spunakeppni sín á milli. Áhorf-
endur mega búast við því að taka
virkan þátt í sýningunni ef vilji
er fyrir hendi. Miðaverð er 800
krónur og sýningin stendur frá
18.00 til 18.40. Þáttakendur eru
Hera Hilmarsdóttir, Hilmar Guð-
jónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson,
Íris Stefanía Skúladóttir og Sigríð-
ur Eir Zophoníasardóttir.
Útgáfutónleik-
Ar á HelliSSAndi
Raftónlistardúettinn Stereo Hypnosis,
sem samanstendur af þeim feðgum
Óskari og Pan Thorarensen, heldur
útgáfutónleika í félagsheimilinu Röst á
Hellissandi á Snæfellsnesi á laugar-
daginn. Þeir eru haldnir í tilefni útgáfu
nýjustu plötu þeirra feðga, Hypnogog-
ia, en platan er væntanleg til landsins í
lok ágúst. Product 8, Snorri Ásmunds-
son og Dj AnDre sjá um að hita upp
mannskapinn. Tónleikarnir hefjast
stundvíslega klukkan 21 og er frítt inn.
Stereo Hypnosis halda síðan í Evr-
óputúr 1. september en leiðin liggur til
Eistlands, Lettlands og Litháen.
Eyjólfur Eyjólfsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir á Gljúfrasteini:
Rómantík í stofu Nóbelsskálds
30 föStudAgur 14. ágúst 2009 fókuS
„Myndin er sýnd fyrir stelpurnar í
kvöld (fimmtudag) en fer í almennar
sýningar á morgun,“ segir Þóra Tóm-
asdóttir, leikstjóri heimildarmynd-
arinnar Stelpurnar okkar. Myndin
fjallar um íslenska kvennalandslið-
ið í knattspyrnu og ótrúlega sigurför
þeirra í undankeppni Evrópumóts-
ins í knattspyrnu 2009 sem endaði
með því að liðið tryggði sér þátttöku-
rétt eftir sigur á Írum í umspili.
Landsmenn kannast vel við Þóru
úr fréttaskýringaþættinum Kast-
ljósi í Sjónvarpinu en þetta er fyrsta
heimildarmyndin í fullri lengd sem
hún sendir frá sér. Þóra lauk námi
í heimildarmyndagerð frá Nordisk
Institutt For Scene og Studio í Noregi
árið 2003 en hún segir námið einnig
hafa nýst sér vel í vinnu sinni í Kast-
ljósinu.
Ofurstelpur
„Þetta er heimildarmynd um ofur-
stelpur,“ segir Þóra um myndina en
þetta er fyrsta íslenska heimildar-
myndin í fullri lengd sem er gerð
um kvennalið í nokkurri hópíþrótt.
„Þetta eru stelpur sem geta allt, ætla
sér stóra hluti og setja markmið sín
á heimsmælikvarða,“ bætir Þóra við
um meðlimi íslenska kvennalands-
liðsins en eins og frægt er orðið er
liðið það fyrsta í sögu landsins sem
kemst inn á stórmót í knattspyrnu.
„Við erum búin að fylgja þeim eftir
í tvö ár og fylgdumst með því hvernig
þær náðu þessum ótrúlega árangri.“
Þóra liggur ekki á svörum þegar hún
er spurð hvað hún telji persónulega
lykilinn að árangri liðsins. „Lygilegt
keppnisskap og hættulegur metn-
aður.“ Það er auðheyrt að stúlkurn-
ar í liðinu eru í miklum metum hjá
Þóru. „Þær gera það sem þær vilja af
því þær langar til þess og finnst það
skemmtilegt. Þær láta engan ann-
an segja sér hvað þær geta og geta
ekki. Þær láta það ekki stöðva sig þó
kvennafótbolti hafi ekki alltaf þótt
kúl og töff.“
Dramatíkin óvænt
Þóra segir myndina mjög dramat-
íska á köflum en það var eitt af því
sem kom henni hvað mest á óvart
við gerð myndarinnar. „Það er senni-
elga dramatíkin. Ég hefði ekki trú-
að því fyrir fram að þetta væri svona
mikið taugastríð að vera í fótbolta og
að fólk væri að leggja hreinlega allt í
sölurnar. Þessum stelpum er dauð-
ans alvara. Ég tengdi til dæmis þenn-
an andlega þátt við það hvað væri að
Þóra Tómasdóttir
Hefur sent frá sér sína fyrstu
heimildarmynd í fullri lengd.
lygilegt keppniSSkAp og
Hættulegur metnAður
Eyjólfur Eyjólfsson tenór
Verður á rómantísku nótunum
með Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur á Gljúfrasteini.
Rómantískir tónar munu óma í
stofu Nóbelsskáldsins á sunnudag-
inn þegar verkið Dichterliebe (Ást-
ir skáldsins), op. 48, eftir Robert
Schumann við ljóð Heinrichs Heine
verður flutt á Gljúfrasteini. Eyjólfur
Eyjólfsson tenórsöngvari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari munu þar leika og syngja.
Eyjólfur lauk burtfararprófi í
flautuleik og söng frá Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar vorið 2002. Hann
lauk meistaragráðu og Postgradu-
ate Diploma frá Guildhall School of
Music and Drama í London sum-
arið 2005. Eyjólfur hefur sungið
með nafntoguðum hljómsveitum
og píanóleikurum hér heima og
erlendis, til dæmis Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og Konunglegu sin-
fóníuhljómsveitinni í Sevilla þar
sem hann söng tenórhlutverkið í
óratoríunni Messías eftir Händel í
Maestranza óperuhúsinu. Þá flutti
hann ljóðaflokkinn Malarastúlkuna
fögru eftir Schubert á tónlistarhá-
tínni Islande-Provence í Esparron
de Verdon og ljóðatónleika í Tón-
leikasal Gnessin Tónlistarakademí-
unnar í Moskvu.
Anna Guðný brautskráðist frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1979 og stundaði Post Graduate-
nám við Guildhall School of Music
and Drama í Lundúnum með sér-
staka áherslu á kammertónlist og
meðleik með söng. Hún hefur starf-
að á Íslandi í yfir aldarfjórðung við
margvísleg störf píanistans, aðal-
lega í samleik ýmiss konar en einn-
ig í einleikshlutverki. Anna Guðný
hefur verið píanóleikari Kammer-
sveitar Reykjavíkur um langt árabil
og hún hefur leikið inn á um þrjátíu
geisladiska og plötur í samvinnu við
ýmsa listamenn.
Tónleikarnir hefjast að vanda
klukkan 16. Aðgangseyrir er 500
krónur og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.