Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 38
38 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað Ef gerð yrði Hollywood-mynd um íslenska efnahagshrunið myndi hún sennilega heita Dirty Rotten Bankers eða þá The Lie. Oliver Stone myndi leikstýra henni enda hefur hann gert myndir eins og Wall Street og Nixon og þekkir því vel til fjármála- og stjórnmálahneyksla. Þráinn Bertelsson yrði aðstoðarleikstjóri til að veita Stone íslenskt innsæi og allur ágóði myndarinnar myndi fara í að greiða niður Icesave-skuldina. DV tók saman hverjir myndu fara með hlutverk helstu per- sóna myndarinnar. The Movie Íslenska efnahgshrunið Sigurður EinarSSOn Og HrEiðar Már Sig- urðSSOn - Matt LucaS Og DaviD WaLLiaMS Upphaflega átti að fá Laurell og Hardy eða Steina og Olla til þess að leika Kaupþingsbræðurna Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson en þeir féllu frá um miðja síðustu öld. Þess vegna voru fegnir þeir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain til þess að endurlífga hlutverk Steina og Olla sem Kaupþingsbræðurnir. Sigurjón Þ. árnaSOn – ricky gErvaiSGrínistinn vinsæli Ricky Gervais myndi leika Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Þó Sigur-jón sé ekki þekktur fyrir mikinn húmor hefur Gervais verið að leita sér að dramahlutverki. Þegar Gervais er búinn að lita á sér hárið og setja upp gleraugun er hann alveg með þetta. HaLLDór j. kriStjánSSOn - cHriStian cLEMEnSOn Það kannast flestir við Christian í hlut- verki Jerry í þáttunum Boston Legal. Persónuleikar Jerry og Halldórs eru kannski ekki líkir, þó þeir hafi kannski orðið það eftir hrun, en Christian er nokkuð líkur Halldóri. Hann er auk þess gæða leikari og ætti ekki í teljandi vandræðum með að leika þennan fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Bjarni árMannS- SOn – tOM FELtOn Grimmi útrásarvíkingurinn með barnsandlitið, Bjarni Ármannsson, yrði leikinn af ungstirninu Tom Felton sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Draco í Harry Potter- myndunum. Hann hefur svo sannarlega grimmt barnaútlit og svo er hárið náttúrulega alveg eins. Spurning um hvor sé að stæla hvern. bankamennirnir jón áSgEir jóHannES- SOn-criSpin gLOvEr Þeir eru ekki ósvipaðir í útliti, Jón Ásgeir og Crispin Glover. Með sömu hárgreiðsluna og allt. Flestir kannast við Glover úr myndunum Charlie’s Angels og The People vs. Larry Flynt en hann myndi sóma sér vel sem útrásarprinsinn. Í myndinni yrði sýnt frá því hvernig Jón Ásgeir byrjaði í kerrunum í Bónus, vann sig svo upp á kassa og þar fram eftir götunum. Haley Joel Osment úr myndinni Sixth Sense myndi leika Jón í æsku. útrásarvíkingarnir HannES SMáraSOn – cHarLiE SHEEn Andlit sukksins í góðærinu getur auðvitað enginn annar leikið en eitt af andlitum sukksins í Hollywood, Charlie Sheen. Sheen hefur reynslu af því að lifa hátt á toppnum og hrynja svo af honum með stæl. Hann lék líka peningabraskarann Bud Fox í hinni eftirminnilegu mynd Wall Street sem fór illa út úr því að beita klækjum og svikum í viðskiptaheiminum. Michael Douglas, sem sagði hin fleygu orð að græðgi sé góð í rullu Gordon Gekkos í sömu mynd, kom líka til álita í hlutverk Hannesar. En sökum aldursmunarins sem á þeim er fékk Sheen hlutverkið. LáruS WELDing: StEvE MartinAuðvitað er það hárið sem gerir að verkum að Steve Martin landar þessu hlutverki. Önnur líkindi með honum og Lárusi Welding eru lítil sem engin. Martin er þó ágætlega til þess fallinn að leika Glitnisforstjórann fyrrverandi vegna reynslu sinnar í að leika mann sem ekki segir alltaf satt í myndinni Dirty Rotten Scoundrels. Þar fóru hann og Michael Caine á kostum sem svikahrappar sem svifust einskis til þess að hafa af fólki pening. Einnig lék hann lygaþyrstann leikstjóra í myndinni Bowfinger. BjörgóLFur guðMunDSSOn – Martin SHEEn Gamla brýnið Martin Sheen er orðinn nógu grár til þess að leika Björgólf eldri. Hann er nógu vinalegur til þess að undirstrika það góða í Björgólfi en einnig nógu góður leikari til þess að skila þessari rússíbanareið. Frá bruggverksmiðjunni í Rússlandi til stærsta gjaldþrots í sögu Bretlands fyrr og síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.