Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 4
4 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir „Kjaftasögur“ um vændiskonu í World Class „Ég er satt best að segja hissa á þeim að setja þetta svona fram þar sem þeir hafa ekkert fyrir sér í þessu,“ segir Björn Leifs- son, betur þekktur sem Bjössi í World Class. Eyjan.is fullyrti í frétt sinni að nuddkona í lík- amsræktarstöðinni hefði verið rekin eftir að upp komst að hún væri að selja blíðu sína. „Þessi stúlka var rekin fyrir að mæta seint og illa. Þetta eru bara hreinar kjaftasögur,“ segir Björn Rændi jóla- skrauti Í vikunni sem leið handtók lög- reglan á Akranesi mann sem var að láta greipar sópa í ólæstri geymslu þar í bæ. Var hann í óðaönn að bera muni, aðallega jólaskraut, úr geymslunni þegar til hans sást. Fram kemur í dag- bók lögreglunnar að maðurinn hafði unnið talsverðar skemmd- ir á geymslunni, rifið niður ljós og utanáliggjandi raflagnir. Í ljós kom að sami maður hafði einnig farið inn í bifreið sem stóð þarna nærri, skemmt hana talsvert og stolið úr henni öllu lauslegu. Nýjar hraða- myndavélar 1. október næstkomandi verða tvær hraðamyndavélar á Hring- vegi milli Hveragerðis og Selfoss teknar í notkun. Jafnframt hef- ur verið bætt við nýrri hraða- myndavél í Hvalfjarðargöng- um sem verður gangsett á sama tíma. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar sam- stundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur starfsmanni meðferðarheimilisins Árbótar á Norðurlandi en hann hafði í tvígang verið sakaður um kyn- ferðisbrot gegn unglingsstúlkum á heimilinu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum til frambúðar. Meðferðarheimil- ið er einkarekið en með þjón- ustusamning við Barnavernd- arstofu. Fyrra málið kom upp árið 2007 og var fellt niður þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru. Seinna málið kom upp fyrr á þessu ári og var rannsak- að af lögreglunni á Akureyri. Af því tilefni var fyrra málið tekið upp aftur. Rannsókn lauk í vor og voru bæði málin þá send til ríkissaksóknara sem nú hefur ákært manninn fyrir brotin. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur skráð lögheimili sitt hjá systur sinni á Akureyri. Hann býr hins vegar ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvoginum í Reykjavík. Öll fjölskylda hans er nú skráð með lögheimili hjá systur Sigmundar fyrir norðan. Akureyrarbær styrkir skólagöngu yngstu barnanna hans í Reykjavík. Með lögheiMili í KjallaRa systuR siNNaR Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er með skráð lögheimili hjá systur sinni á Akureyri samkvæmt þjóðskrá. Sig- mundur býr samt sem áður ásamt eiginkonu sinni og börnum í Hver- afold í Grafarvoginum. Sigmund- ur bauð sig fram, eins og frægt er orðið, í Norðausturkjördæmi í síð- ustu alþingiskosningum fyrir Sam- fylkinguna eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Stöð 2. Sigmund- ur segist í samtali við DV vera kom- inn með sína eigin íbúð á Akureyri. Sigmundur er fæddur á Akureyri en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu í fjölda ára vegna starfa sinna í fjöl- miðlum. Í kjallaranum hjá systur sinni „Í fyrsta lagi til að taka þátt í kosn- ingunum og í annan stað hef ég ákveðið að vera eins mikið á svæð- inu og ég get og taka á mig þann kostnað að reka tvö heimili. En það er enginn fjárhagslegur ávinningur af þessu,“ segir Sigmundur aðspurð- ur af hverju hann færði lögheimili sitt norður. „Ég er með íbúð á Akureyri. Ég held heimili bæði í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við DV. Aðspurður hvort ekki sé rétt að hann sé í augnablik- inu skráður með lögheimili hjá syst- ur sinni á Akureyri segir Sigmundur að hann eigi eftir að flytja það. „Ég bjó fyrst um sinn í kjallaranum hjá henni,“ bætir hann við. Falinn launakostnaður Í annari grein reglna um þingfara- kostnað um húsnæðis- og dval- arkostnað segir að alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur- kjördæma og Suðvesturkjördæm- is fái mánaðarlega greiddar 90.700 krónur í húsnæðis- og dvalarkostn- að. DV hefur áður fjallað um þessi starfskjör þingmanna. „Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði (gistingu, fæði) á höfuðborgarsvæði eða í kjördæm- inu ef þingmaður á heimili á höf- uðborgarsvæði,“ segir í reglunum. Þessi upphæð leggst ofan á mánað- arlaun þingmanna sem eru 520 þús- und krónur. Haldi þingmaður, sem á aðalheimili utan höfuðborgarsvæð- is, annað heimili í Reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt álag, 40 prósent, á fjárhæðina 90.700 krónur. Þetta þýðir að óski þingmaður eftir því fær hann 126.980 krónur mán- aðarlega ofan á 520.000 króna mán- aðarlaunin sín. Sparar fyrir Alþingi Sigmundur kveðst ekki græða neitt á þessu fyrirkomulagi sínu fjár- hagslega. „Ef ég geri þetta ekki hef ég heimild til að vera á hóteli á Ak- ureyri og þá kemur þetta út á eitt. Það er búið að afnema hitt ruglið að þingmenn græði eitthvað á því að hafa lögheimili annars staðar. Ég er bara að fara eftir reglum Alþing- is hvað húsnæðismál varðar. Ann- aðhvort að fá 40 þúsund króna styrk við að halda tvö heimili, eða fara á hótel þar sem nóttin kostar tuttugu þúsund krónur,“ segir Sigmund- ur sem kveðst vera í það minnsta sjö daga í mánuði á Akureyri. „Það er einfaldlega ódýrara fyrir Alþingi að ég sé með eigin íbúð á Akureyri. Annars gæti ég bara verið á hóteli út í hið óendanlega nánast,“ segir Sig- mundur og bætir við: „Ef eitthvað er þá er ég að spara fyrir Alþingi,“ segir Sigmundur. Styrkur frá Akureyri Sigmundur segir aðspurður að hann þiggi styrk frá Akureyrarbæ vegna skólagöngu barna sinna í Reykja- vík. Um er að ræða samkomulag sem sveitarfélög hafa gert sín á milli um að greiða námskostnað fyrir börn sem eru í skóla utan lögheim- ilissveitarfélags. „Ég fæ styrk. Mín meginvinnuaðstaða er náttúrlega í Reykjavík og Akureyrarbær borgar fyrir tvö yngstu börnin mín leikskóla og grunnskóla,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort hann telji rétt að hann fái styrk frá Akureyrarbæ fyrir skólagöngu barna sinna í Reykjavík, þegar fjölskyldan búi í raun þar, seg- ir Sigmundur að hann geti vel flutt lögheimili sitt suður aftur á morgun ef því er að skipta og ítrekar: „Það er enginn fjárhagslegur ávinningur af þessu. Það er aðalatriðið í þessu finnst mér. Akureyrarbær græð- ir á því að ég borga mína skatta og skyldur norður.“ SiguRðuR MikAEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Ef ég geri þetta ekki hef ég heimild til að vera á hóteli á Akureyri og þá kemur þetta út á eitt“ Sigmundur og frú Þau eru nú bæði skráð til heimilis á heimili systur Sigmundar Ernis á Akureyri þrátt fyrir að vera bæði búsett í Grafarvogi. lögheimili í kjallara Sigmundur Ernir er með skráð lögheimili hjá systur sinni á Akureyri. Helgi Felixson boðar nýjar upplýsingar í heimildarmynd um hrunið: Leyniupptökur af Jóni Ásgeiri „Það verður allt í myndinni eins og til er ætlast,“ segir Helgi Felixson kvikmynd- argerðarmaður aðspurður hvort viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson verði klippt úr heimildarmynd hans Guð blessi Ís- land. Helgi sagði Jón Ásgeir hafa krafist þess að efni sem var tekið upp leyni- lega fyrir myndina yrði fjarlægt. Þetta kom fram í Ríkissjónvarpinu. Helgi segir Jón Ásgeir ekki vera bú- inn að hóta lögfræðingi í málið og við- talið verði sýnt. „Það er ekkert við það að athuga af minni hálfu. Ekki nema menn séu hræddir við sannleikann,“ segir Helgi Felixson. Hann segir upp- lýsingar, sem ekki hafa áður komið fram um bankahrunið, verða birtar í myndinni. Í heimildarmyndinni verða einn- ig viðtöl við Björgólf Thor Björgólfs- son, Bjarna Ármannsson og Geir H. Haarde. Helgi segir hluta myndarinn- ar hafa verið tekinn upp leynilega fyrir og eftir að viðtölin áttu sér stað. Helgi gerði samninga við viðmælendur sína um að þeir fengju að sjá hvernig við- tölin væru matreidd í myndinni. Helgi er Íslendingur búsettur í Svíþjóð og talinn virtur kvikmynda- gerðarmaður erlendis. Hann var fyrir tilviljun staddur á Íslandi 6. október þegar Geir H. Haarde hélt sína frægu ræðu rétt fyrir setningu neyðarlag- anna. Helgi Felixson brást við ræðu Geirs H. Haarde með því að taka upp kvikmyndavélina og mynda það sem fyrir augu bar og afraksturinn má sjá í myndinni sem verður frumsýnd 6. október næstkomandi á Íslandi og verður í kjölfarið sýnd víða um heim. birgir@dv.is Sagður biðjast undan birtingu Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem voru teknir upp á laun við vinnslu myndarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.