Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 8
8 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor hefur ásamt fjölda annarra miklar efasemdir um trúverðugleika þeirra rannsókna á bankahruninu sem senn er að ljúka. Of margir standi of nærri persónum og leikendum hrunsins og í upphafi hefði átt að fá liðsinni hlutlausra, erlendra sérfræðinga. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hefur unnið margvísleg verk fyrir forsætisráðuneytið í nærri tvo áratugi. TrausTið í rúsT eins og bankarnir „... fólk segir að gömlu helminga- skiptaflokkarnir hafi ráðið lögum og lof- um í réttarkerfinu.“ „Innlendir rannsakendur gætu hafa staðið of nærri þeim atburðum sem urðu til þess að bankakerfið féll, sér- staklega í landi þar sem stjórnmála- stéttin hefur mótað réttarkerfið eftir sínu höfði.“ Þannig tekur prófessor Þorvaldur Gylfason hagfræðingur til orða í nýrri grein á fjölþjóðlega vefnum voxEU sem haldið er úti af hópi fræðimanna af mismunandi þjóðerni sem reglu- lega birta greinar á vefnum. Þorvaldur segir í greininni að all- ar götur frá falli bankanna fyrir ári hafi raddir verið háværar um að er- lendir aðilar yrðu fengnir til að rann- saka ofan í kjölinn hvað fór úrskeiðis. „Það er alvarlegt mál fyrir hvaða land sem vera skal ef nýlega einkavædd- ir bankar hrynja með þeim afleið- ingum að erlendar kröfur sem nema fjórfaldri eða fimmfaldri landsfram- leiðslu tapast, einkum ef fjármála- eftirlit og allur almenningur hefur grunsemdir um að framin hafi verið afbrot.“ Rýr trúverðugleiki Þorvaldur vekur athygli lesendanna á að krafan um að erlendir aðilar rannsaki bankahrunið endurspegli þá skoðun almennings að náin tengsl milli stjórnmálastéttarinnar, bank- anna og viðskiptajöfranna geti sett rannsóknina í uppnám og rýrt trú- verðugleika allra rannsókna á vegum yfirvalda í augum þorra almennings. „Í samfélagi sem einkennist af veiku eftirliti og menningu sem ófær er um að eyða tortryggni er þörf fyr- ir óhlutdræga utanaðkomandi aðila til verka – til dæmis virta embættis- menn eða fræðimenn – til þess að segja fólki hvað fór úrskeiðis og til þess að setja saman trúverðuga lýs- ingu á samtímasögunni.“ Þorvaldur telur að stjórnvöld hafi stuðlað að tortryggni með mjög ákveðinni andstöðu sinni við að fela erlendum sérfræðingum rannsókn á hruninu. Hann hefur bent á að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambands- ins, hafi lýst því í hátíðarsal Háskóla Íslands snemma í september að Evrópusambandið hygðist rann- saka íslenska bankahrunið á eig- in spýtur eftir að rannsóknarnefnd Alþingis hafi skilað skýrslu sinni í byrjun nóvember. Réttarkerfi helmingaskiptanna „Ég verð þess var hvar sem ég kem að fólk segir að gömlu helmingaskipta- flokkarnir hafi ráðið lögum og lof- um í réttarkerfinu. Þeir hafa skipað nánast hvern einasta dómara sem starfar á Íslandi. Og fólk spyr sig: Er þessum dómurum treystandi til þess að fjalla um þau dóms- mál sem þegar eru komin í farveg inni í dómskerfinu? Ég skil þessar áhyggjur mæta vel en ég reyni að hugga þessa viðmæl- endur mína með því að benda þeim á að sum þessara mála munu einnig koma til kasta erlendra dómstóla,“ sagði Þorvaldur í Vikulokaþætti Rásar 1 um síðustu helgi. Hver er vanhæfur? Rannsóknarnefnd Alþingis er skip- uð doktor Páli Hreinssyni hæsta- réttardómara, sem er formaður nefndarinnar, Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis, og Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðiprófessor frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hæfi Sigríðar til setu í nefndinni var vefengt af Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins, snemma sumars eftir að upp- lýst var að hún hefði farið orðum um ábyrgð embættismanna í skólablaði Yale-háskóla. Málið fór fyrir forsætisnefnd Al- þingis. „Ég hef lesið mikið efni, verið viðstödd margar yfirheyrslur og safn- að miklum tölulegum gögnum. Mér þætti því mjög miður að þurfa að yf- irgefa þetta starf. Ég geri mér ljóst að hafi ég stofnað til vanhæfis míns sé ekki önnur leið fær en að ég segi af mér,“ sagði Sigríður í bréfi til for- sætisnefndar 18. maí síðastliðinn. Mál Sigríðar var á endanum gert upp af Páli Hreinssyni innan nefnd- arinnar sem í greinargerð taldi Sig- ríði ekki hafa bakað sér vanhæfi; orð hennar í skólablaðinu hefðu verið al- menns eðlis. Mikilvirkur sérfræðingur Hæfi Páls, formanns nefndarinnar, hefur síður verið vefengt. Í ljósi at- hugasemda sem Þorvaldur Gylfason og fleiri hafa sett fram um að rann- sakendur kunni að standa of nærri atburðunum sem urðu til þess að bankakerfið féll má vísa til starfa hans fyrir stjórnvöld á undanförnum árum. Viðskipta- og starfstengsl við stjórnarherra sem nú eru hugsanlega til rannsóknar gætu í það minnsta verið óþægileg ef þakkarskuld eða skuldbindandi sambandi við stjórn- arherra er til að dreifa frá fyrri tíð. Páll hef- ur frá byrj- un tí- unda áratugarins starfað umtalsvert fyrir stjórnvöld sem ráðgjafi og sér- fræðingur við lagasmíð, nefndarstörf og fleira. Hann starfaði ekki síst fyrir forsæt- isráðuneytið í tíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra en síðar í for- sætisráðherratíð Halldórs Ásgríms- sonar og Geirs H. Haarde eins og meðfylgjandi listi gefur til kynna. Gögn um störf hans fyrir árið 1998 eru vistuð í Þjóðskjalasafni, en þar kemur til dæmis við sögu smíði frumvarpa um stjórnsýslulög og upplýsingalög sem lögð voru fram af Davíð Oddssyni. DV hefur aflað upplýsinga úr málaskrá forsætisráðuneytisins um störf Páls fyrir ráðuneytið frá og með árinu 1998. Alls kemur nafn hans fyrir í 34 mismunandi málum allar götur til ársins 2008. Meira en helm- ingur þeirra er unninn í tíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Málin eru misjafnlega veigamikil eins og listinn ber með sér. Tekið skal fram að með birtingu lista yfir störf Páls fyrir forsætis- ráðuneytið er enginn dómur lagð- ur á hæfi hans til þess að gegna starfi formanns rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Listinn er lesendum til upplýsingar og er til þess fallinn að auka gagnsæi. Skýrslan tefst Litlar upplýsingar er að hafa um störf rannsóknarnefndar Alþing- is, en hún á að skila skýrslu sinni 1. nóvember næstkomandi eins og áður segir. Heimildir eru fyrir því að það kunni að dragast að minnsta kosti fram í miðjan nóvember. Jafn- framt er vitað að yfirheyrslur hafa staðið linnulítið til skamms tíma. Enginn opinber listi er til yfir þá sem nefndin hefur tekið til yfir- heyrslu. Vitað er um ýmsa sem vitnað hafa frammi fyrir nefndinni. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri til skamms tíma, hefur verið yfir- heyrður eins og fram kom í spjall- þætti á Skjá einum fyrir helgina. Aft- ur á móti hefur til dæmis Valgerður Sverrisdóttir, sem var viðskiptaráð- herra til ársins 2006, ekki verið köll- uð fyrir nefndina. Störf Páls frá 1998 - fyrir forsætisráðuneytið 1998 EB-tilskipun um persónuupplýs- ingar 1998 Frumvarp til laga um þjóðlendur 1998 Þingsályktunartillaga um bætt siðferði í opinberum rekstri 1998 Nefnd um endurskoðun kjör- dæmaskipunar og kosningalöggjafar 1998 Nefnd um könnun á starfsskilyrð- um stjórnvalda o.fl. 1999 Stjórnarráðslög - staðsetning ríkisstofnana - frumvarp til breytinga á lögum 1999 Gjaldeyrisumsóknir - starfsmenn 1999 1999 Málþing um þróun norrænu stjórnsýslulaganna í nóvember 1999 2000 Staða forstöðumanna ríkisstofn- ana (trúnaðarmál) 2000 Nefnd um rafræna stjórnsýslu 2001 Samningar forsætisráðuneytis (tengt stjórnsýslulögum ) 2002 Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (undirmannavan- hæfi) 2002 Meðferð gagna ríkisstjórnar með tilliti til upplýsingalaga 2003 Breytingar á starfsmannalögum 2004 Fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins (svar samantekt) 2004 Minnisblað til ráðherra vegna umhverfislöggjafar 2004 Skipun nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum 2004 Stjórnarskrárnefnd – gögn nefndar 2004 Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál - Skipun 2005 2005 Endurprentun á ritinu Upplýs- ingalög: Kennslurit 2005 Nefnd um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga – gögn nefndar 2005 Nefnd um viðurlög við efnahags- brotum 2005 Endurprentun á ritinu Stjórn- sýslulög: Skýringarrit 2006 Beiðni um styrk – Páll Hreins- son – Rannsóknir meistaranema í stjórnsýslurétti 2006 Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum 2006 Skipun – Nefnd um aðgang að gögnum um öryggismál 1945 - 1991 (hlerunarmál) 2006 Nefnd um aðgang að gögnum um öryggismál 2006 Óskað eftir gögnum er snerta innri og ytri öryggismál Íslands 1945 – 1991 2006 Ýmsir eldri nefndarlistar 2007 Nefnd um aðgang að gögnum um öryggismál – Skilaskýrsla og þóknun 2007 Frumvarp til breytinga á stjórnsýslulögum 2007 Innleiðing á tilskipun um endurnot opinberra upplýsinga 2008 Frumvarp til laga um stjórnsýslu- viðurlög 2008 Fjórða prentun á ritinu: Stjórn- sýslulögin – skýringarrit JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skortur á trúverðugleika Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor telur tortryggni og skort á trúverðugleika standa rannsókn- um á bankahruninu fyrir þrifum. Mikilvirkur þjónn stjórnvalda Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hefur unnið margvísleg sérfræðistörf í þágu forsætisáðuneytisins í nær tvo áratugi. Mynd RóSa JóHannSdóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.