Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 13
fréttir 30. september 2009 miðvikudagur 13 Herskáir Íranar Ahmad Vahidi, varnarmálaráð- herra Írans, var herskár í tali í yfirlýsingu sem send var út í rík- issjónvarpi landsins. Vahidi var- aði við því að Ísrael stæði frammi fyrir mikilli eyðileggingu ef það réðist gegn Íran. Yfirlýsingin var send út aðeins örfáum klukku- stundum eftir að írönsk stjórn- völd prófuðu flugskeyti sem geta hitt fjarlæg skotmörk í Miðaustur- löndum. Vahidi sagði að ef um árás af hálfu Ísraels yrði að ræða, „sem, að sjálfsögðu, við sjáum ekki fram á ylli það óhjákvæmilega því að stjórn síonista tæki fyrr en ella sinn síðasta andardrátt“. Sumum er ekki viðbjargandi og leiða má líkur að því að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fylli þann flokk. Mönnum er í fersku minni þeg- ar hann talaði um hve sólbrúnn og myndarlegur Barack Obama væri og flestir hefðu hugsað að hann léti kyrrt liggja eftir það. Nú hefur Berlusconi ýjað að sól- brúnku forseta Bandaríkjanna að nýju og forsetafrúarinnar. Þegar Berlusconi kom heim eft- ir ráðstefnu G20-ríkjanna í Pittsburg sagði hann á fundi íhaldssamra stuðn- ingsmanna að hann flytti kveðjur frá einhverjum í Bandaríkjunum. „Hvað heitir hann aftur? Einhver sólbrúnn náungi. Alveg rétt, Barack Obama,“ sagði Berlusconi og uppskar góðar undirtektir. Síðan bætti Berlusconi við: „Þið munið ekki trúa þessu, en þau sóla sig saman, því eiginkonan er einnig sól- brún.“ Heilsað á annan veg Ekki er loku fyrir það skotið að Berlusc- oni hafi viljað launa forsetahjónun- um lambið gráa því Michelle Obama heilsaði Berlusconi aðeins með form- legu handtaki í stað faðmlags sem hún annars bauð flestum öðrum. Og eigin- maður hennar horfði alvarlegur á þeg- ar Berlusconi og Michelle heilsuðust, eflaust minnugur ummæla forsætis- ráðherrans um hinn sólbrúna forseta Bandaríkjanna. Það var engu líkara en Michelle Obama forðaðist að koma of nálægt Silvio Berlusconi sem hefur staðið í orrahríð heima fyrir vegna uppljóstr- ana úr einkalífi hans undanfarna sex mánuði þar sem meðal annars komið hafa við sögu ásakanir um að hann hafi eytt nótt forsetakosninganna í Banda- ríkjunum í örmum vændiskonu. Sem fyrr segir bar verulega í milli hvernig Michelle Obama heilsaði Silv- io Berlusconi annars vegar og öðrum þjóðarleiðtogum hins vegar. Nicolas Sarkozy og frú var heilsað með faðm- lagi og kossi. Sömu sögu var að segja af Dmitry Medvedev, forseta Rússlands, og frú og Angelu Merkel og bresku for- sætisráðherrahjónunum. Sigurreifur heima fyrir Ekkert af þessu kom þó í veg fyrir að Silvio Berlusconi sneri sigurreif- ur heim til Ítalíu og á áðurnefnd- um fundi með stuðningsmönnum á sunnudaginn fór Berlusconi mik- inn. Auk þess sem hann hafði orð á „sólbrúnku“ bandarísku forseta- hjónanna gat hann ekki stillt sig um að daðra við konu sem fagnaði mik- ið í salnum og bað hana bíða sín úti. Grínið vakti mikla kátínu hjá stuðn- ingsmönnunum sem sungu „Guði sé lof að Silvio er til“. Silvio Berlusconi fagnaði 73 ára afmæli sínu í gær, en á sunnudag- inn gantaðist hann með væntanleg- an afmælisdag. „Á þriðjudag held ég upp á 27. afmælisdag minn, nei 37. afmælisdag minn. Þið vitið að ég er ekki góður í reikningi,“ sagði Berlus- coni við mikil fagnaðarlæti. opnar Höllina fyrir fátækum Silvio Berlusconi heldur viðteknum hætti og gerir grín að Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og Michelle, eiginkonu hans. Berlusconi launaði Michelle Obama frekar snautlegar kveðjur á ráðstefnu G20-ríkjanna í Pittsburg og gerði litarhaft for- setahjónanna að umræðuefni þegar hann kom heim til Ítalíu. „Hvað Heitir Hann aftur?“ Síðan bætti Berlusconi við: „Þið munið ekki trúa þessu, en þau sóla sig saman, því eiginkon- an er einnig sólbrún.“ KOlBeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Silvio Berlusconi og forsetahjón Bandaríkjanna Berlusconi fékk ekki faðmlag eins og aðrir þjóðar- leiðtogar. Mynd AFP Nú er útlit fyrir að enn eitt vígi karla innan bandaríska hersins geti fallið. Háttsettir embættismenn í varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna vilja nú binda enda á bann við því að konur sinni herskyldu í kafbátaflota landsins. „Mér finnst að við eigum að halda áfram að auka möguleika fyr- ir kvenmenn. Eitt af því sem ég vildi sjá breytast er bann við herþjónustu [kvenna] í kafbátum,“ er haft eft- ir Mike Mullen aðmíráli, formanni starfsmannahalds hersins. Gary Roughead, aðmíráll og yfir- maður aðgerða sjóhersins, tók í sama streng og sagðist fagna því ef kvenfólk bættist í raðir kafbátaáhafna hersins. Konur eru um fimmtán prósent liðlega 336.000 meðlima bandaríska sjóhersins og hefur verið kleift að sinna herskyldu á herskipum öðr- um en kafbátum. Gagnrýnendur til- lagna Mullens aðmíráls hafa bent á að ólíku sé saman að jafna kafbát- um og öðrum herskipum; kafbátar einkennist af miklum þrengslum og áhafnarmeðlimir deili gjarna sama fleti á milli vakta. Að mati Nancy Duff Campell, talsmanns fyrir auknu vægi kvenna í bandaríska hernum, fellur rök- semdafærsla gagnrýnenda um sjálfa sig og bendir á að aðskilin híbýli séu nú þegar til staðar í kafbátum með tilliti til undir- og yfirmanna, „svo það er ekki eins og það sé ekki hægt“. Nancy Duff Campell virðist hafa eitthvað til síns máls því Roughead aðmíráll sagði að það væri ekki óyf- irstíganlegt vandamál að breyta hí- býlatilhögun í kafbátaflota Banda- ríkjanna, sem í er 71 kafbátur. Frami kvenna í bandaríska hern- um hefur verið hægfara ferli og í fyrsta skipti í sögu hersins náði, á síð- asta ári, kona þeim áfanga að verða fjögurra stjörnu hershöfðingi. Leið kvenna til frama í bandaríska hernum löng og seinfarin: Vilja konur í kafbátana USS los Angeles Konur og kafbátar hafa ekki átt samleið í her Bandaríkjanna. fórnarlamb réttarkerfisins Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski árið 1977, óskar einskis heitar en málið hverfi og heyri sögunni til. Geimer er 45 ára og enn á ný er hún komin í sviðsljósið sem hún vill forðast, nú vegna handtöku Polanskis í Zurich í Sviss. Litlar líkur eru á að henni verði að ósk sinni, en Samantha, sem var upprennandi leikkona í eina tíð, höfðaði mál gegn Polanski og var samið um málið utan dóm- stóla. Í janúar lét Samantha í sér heyra enn á ný í tilraun til að losna við málið í eitt skipti fyrir öll og fór þess á leit við dómara í Los Ang- eles að láta málið niður falla. Þær umleitanir enduðu þegar dómar- inn krafðist þess að Polanski mætti í vitnaleiðslur. Enginn vafi lék á því að mati saksóknara að Roman Polanski yrði handtekinn um leið og hann stigi fæti á bandaríska jörð, ef hann kæmi. Polanski hélt sig heima. Að sögn Samönthu Geimer hef- ur réttarkerfið valdið henni meiri skaða en Roman Polanski gerði á sínum tíma. „Ég er orðin fórnar- lamb aðgerða svæðissaksóknara,“ sagði Samantha í janúar. Samantha sagði einnig að fjöl- miðlar hefðu gert líf hennar að hel- víti á jörðu árið 1977 og hún hafi reynt síðan þá að loka þeim kafla ævi sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.