Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 25
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 25
Fatnaður er okkar fag
Tökum á móti hópum.
Einnig fyrir utan venjulegan
opnunartíma.
Við bjóðum þig velkomna til okkar
FALLEGUR FATNAÐUR
Á ALLAR KONUR
Eyrarvegi 29 - Selfossi - Sími 482 1800
E-mail: lindin-selfossi@simnet.is
VERTU VELKOMIN!
þurft að auglýsa starfsemina, enda
hafa kannanir leitt í ljós að þeir sem til
okkar leita hafa verið mjög ánægðir og
gott orðspor er fljótt að breiðast út. Hér
er einfaldlega nóg að gera,“ segir Ólaf-
ur. Til viðbótar við hina hefðbundnu
starfsemi stendur fólki til boða að
panta sér tíma í leirböð, sjúkranudd
og aðra sérhæfða þjónustu án þess að
hafa samráð við lækni.
LífstíLssjúkdómar
aLgengari
Ólafur tekur fram að kannski sé ekki al-
mennt þekkt að fólk geti leitað sér að-
stoðar í kjölfar áfalla eða streitu. „Það
er hins vegar mjög mikilvægt að fólk
láti vita af sér og leiti sér sérfræðimeð-
ferðar í stað þess að sitja heima þar
sem vandamálin geta tekið upp á því
að ágerast ef ekkert er að gert,“ segir
Ólafur.
Hann segir að sífellt fleiri leiti sér
meðferðar vegna vandamála sem teng-
ist streitu á einn eða annan hátt.
„Þarna sjáum við streitu sem stund-
um hefur þróast út í þunglyndi. Offita
er jafnframt algengara vandamál en
áður. Þetta eru svonefndir lífstílssjúk-
dómar og fólk kemur þá gjarnan til
þess að rjúfa einhvers konar vítahring.“
stækka og bæta
Enda þótt Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélagsins sé í rauninni einkarekin
heilbrigðisstofnun bendir Ólafur á að
ekki sé gerð hefðbundin krafa um arð-
semi. „Hér eru ekki hluthafar sem fara
fram á arðgreiðslur. Auðvitað reynum
við að sýna ráðdeildarsemi í rekstr-
inum. Allur rekstrarafgangur fer hins
vegar beint til frekari uppbyggingar á
stofnuninni. Við reynum að stækka við
okkur og bæta aðstöðuna, alltaf þegar
tækifæri er til þess,“ segir hann.
Þetta sé sífellt algengara rekstrar-
form á heilbrigðisstofnunum í Evrópu
og Bandaríkjunum. „Þetta hefur reynst
þessari stofnun farsælt fyrirkomulag.“
sigtryggur@dv.is
„Ég hef verið á miklu
heilsustriki síðan, hef lést
um 25 kíló og er um það
bil að verða gegnsær.“
Sundlaugin Hjá NLFÍ í Hveragerði
er bæði inni- og útisundlaug.
Slökunarherbergi Hér
mega vistmenn ná djúpri
slökun fyrir leirbað.
Í matsal Í Hveragerði
er lögð áhersla á lífrænt
ræktað grænmetisfæði.