Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 27
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 27 Full búð af nýjum vetrarvörum Skór, fatnaður, metravara o.m.fl. á frábærum verðum Opið 10 - 18 alla daga Breiðumörk 2 - Hveragerði - 483 4517 Álnavörubúðin Breiðamörk Í bakhúsi við Eyrargötu á Eyrarbakka er að finna galleríið Regínu. Þar hefur Regína Guðjónsdóttir listakona kom- ið sér upp sýningaraðstöðu fyrir hand- verk, fyrst og fremst flíkur sem hún hannar og prjónar. „Þetta er mín eig- in hönnun og mynstrin þróa ég út frá mynstri sem þegar er til,“ segir Regína. „Flíkurnar eru unnar bæði úr tvöföld- um hespulopa og eins úr léttlopa.“ Í bílskúrnum í húsinu Ásheimum, sem er heimili Regínu, er svo gallerí með málverkum, glerlist og fleiri list- munum sem Regína býr til af kost- gæfni. „Þetta er vinnan mín. Ég hef verið heimavinnandi, og nú er vinnan hreinlega komin heim til mín. Hér er alltaf eitthvað að gera og einkum hef- ur verið mikið að gera í sumar,“ seg- ir hún. Á Eyrarbakka hafi síðsumars verið haldin svokölluð aldamótahá- tíð. Aðsóknin hafi farið fram úr björt- ustu vonum. „Fyrri daginn komu í bæinn á bilinu fimm til sex þúsund manns. Seinni daginn er svo áætlað að þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína hingað. Við klæddum okkur upp í aldamótabúninga. Þetta var reglulega gaman og tókst vel til.“ Regína hefur verið með galleríið í bakgarðinum í eitt ár, en listaverkin í bílskúrnum hafa verið þar síðustu sex árin. Regína hefur farið út fyrir Eyrar- bakka með verk sín og haldið sýningar austur á Vopnafirði ásamt því sem hún hélt sýningu í gamla Kaupfélagshús- inu á Eyrarbakka í vor, bókasafninu á Selfossi og víðar. Eiginmaður Regínu, Siggeir Ing- ólfsson, kemur aðvífandi með tvo smáa græna ávexti í lófanum sem helst líkjast berjum. „Sjáðu þessi epli. Þetta vex hér í garðinum,“ segir Siggeir sem er garðyrkjustjóri í Árborg og plantaði eplatrénu í garðinum á Eyrarbakka fyrir níu árum. „Þá var þetta pínulítil hrísla sem átti erfitt uppdráttar fram- an af. En í sumar blómstraði tréð og epli tóku að vaxa. Þau verða bara ekki stærri, því miður. Til þess þyrfti sumar- ið að vera tvöfalt lengra.“ sigtryggur@dv.is DV0909284650_18.jpg (regína) DV0909284650_17.jpg (gallerí regína) DV0909284650_19.jpg (eplin) Eplatré hjá rEgínu á Eyrarbakka Regína Guðjónsdóttir heldur úti galleríi á meðan bóndinn ræktar epli: Regína Regína Guðjónsdóttir heldur hér á flíkum sem hún hefur hannað og framleitt. myndiR siGtRyGGuR Gallerí Regína Í þessu litla húsi eru vörur Regínu til sýnis og sölu. Málverkin eru í bílskúrnum. Eplin á Eyrarbakka Það vex vissulega eitt eplatré á Eyrarbakka. Ávextirnir láta ekki á sér standa en þyrftu lengra sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.