Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 39
Sex dómara teymið frumSýnir Fremsti knattspyrnudómari landsins, Kristinn Jak- obsson, dæmir á fimmtudagskvöldið leik belgíska liðsins Anderlecht gegn hollenska risanum Ajax í hinni nýju Evrópudeild sem er afsprengi Evrópukeppni félagsliða. Í Evr- ópudeildinni í ár er notast við nýtt dómarakerfi þar sem heilir sex dómarar hafa völd á leiknum. Kristinn dæmir og honum til aðstoðar verða Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en fjórði dómari er Jóhannes Valgeirsson. Hið nýja í deildinni eru aukadómararnir sem standa fyrir aftan mörkin og hjálpa dómaranum við að sjá brot inni í teig. Þeir fyrstu af okkar dómurum sem fá að prófa það verða Magn- ús Þórisson og nýjasti milliríkjadómari landsins, Þorvaldur Árnason. Styrktarleikur Stjörnunnar Á fimmtudagskvöldið heldur Stjarnan úr Garðabæ söfnunarleik fyrir mikinn Stjörnumann að nafni Þórarinn Sigurðsson sem er fyrrverandi leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar. Þórarinn greindist með krabbamein í lifur en hefur fundið þýskan lækni sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Frankfurt. Sá hefur beitt annarri og beinskeittari tækni en hér heima og aukið lífslíkur hans til muna. En þetta er dýrt og því mun meistara- flokkur kvenna hjá Stjörnunni leika gegn Haukum klukkan 18.15 en bæði þau lið gerði Þórarinn að Íslandsmeisturum á sínum tíma. Karlaliðið etur svo kappi við FH klukkan 20.00. Eitt þúsund krónur kostar inn en hægt er að sjá meira um leikinn og söfnunarreikningin inni á heimasíðu Stjörnunnar, stjarnan.is Button paSSar Sig Forystusauðurinn í Formúlu 1, Jenson Button á Brawn GP, ætlar sér ekki að taka neina áhættu það sem eftir er heimsmeistaramótsins. Aðeins þrjár keppnir eru eftir og hefur hann fimmtán stiga forskot á samherja sinn hjá Brawn, Rubens Barrichello. Hann verður því heimsmeistari í næstu keppni í Japan raki hann inn fimm fleiri stigum en Brasilíumaðurinn. „Ég þarf ekki nema fimm stig til þess að verða heims- meistari. Ég mun passa mig mikið og ekki taka neina óþarfa áhættu. Markmið mitt er að verða heims- meistari og það skal takast,“ segir Button sem vann sex af fyrstu sjö keppnum ársins en hefur lítið gert síðan. Vinni hann heimsmeistaratitil- inn verður það í fyrsta skiptið hjá honum og annar Bretinn í röð sem tekst það afrek. Cahill fer hvergi Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki koma til greina að selja unga miðvörðinn Gary Cahill í janúar. Cahill er orðinn einn af betri miðvörðum úrvalsdeildarinnar og var kallaður í enska landsliðið um daginn. Tottenham er sagt afar áhugasamt um að landa stráknum en stjóri hans er á öðru máli. „Það væri knattspyrnulegt sjálfsmorð að selja Cahill í janúar,“ segir Megson. „Hann klárar alltaf tímabilið með okkur. Hvað gerist eftir það verður að ráðast síðar.“ UMSJÓn: TÓMAS ÞÓR ÞÓRðARSon, tomas@dv.is Sport 30. september 2009 miðvikudagur 39 Færasta bardagaíþróttamanni lands- ins, Gunnari Nelson, halda eng- in bönd á þessu ári. Árangur hans í brasilísku jiu-jitsu hefur verið hreint með ólíkindum sem endaði með silfurverðlaunum á heimsmeistara- mótinu í júní. Árangur hans varð til þess að honum var boðið á ADCC- mótið um helgina sem er talið erf- iðasta uppgjafarglímumót í heimi. Þar er hópað saman bestu glímu- mönnum heims úr öllum íþróttum á borð við grappling, júdó, jiu-jitsu og grísk-rómverska glímu svo eitt- hvað sé nefnt, allt undir sömu regl- um. Gunnar þurfti reyndar að keppa einum þyngdarflokki ofar á mótinu og féll úr leik á mjög umdeildri dóm- araákvörðun í fyrstu glímu. En í opna flokknum gerði Gunnar allt vitlaust í húsinu með sigri á Jeff Monson, tröll- vöxnum reynslubolta frá Bandaríkj- unum. Allir stóðu upp og klöppuðu Faðir Gunnars, Haraldur Nelson, fylgdi stráknum á mótið. „Þegar Gunni var að skora síðustu stigin í glímunni og tryggja sér sigurinn stóðu allir í salnum upp og klöpp- uðu. Monson var búinn að ná hon- um niður í glímunni meira að segja en Gunna tókst einhvern veginn að losa sig úr því,“ segir Haraldur. Eins og sést á myndunum er Jeff Mon- son ekkert barn að vexti en hversu þungur er hann? „Það var haldið fram að hann væri 24 kg þyngri en ég trúi því seint. Ég held að hann sé ekki undir svona 130 kg,“ segir Har- aldur en Monson er ekki bara stór. Hann er tvöfaldur gullverðlauna- og tvöfaldur silfurverðlaunahafi frá þessu sterka móti þannig að það var mjög eðlilegt að salnum væri brugð- ið þegar yngsti og léttasti keppandi mótsins, Gunnar Nelson, hafði af honum sigur. Sigurvegari þyngdarflokks Gunn- ars og opna flokksins, sem hlýtur því titilinn besti glímumaður heims, gekk að Gunnari eftir glímuna. „Hann sagði við okkur að hann hefði aldrei séð annað eins á ferlinum. Og ekki er hann stuttur. Það var mál manna að þetta væri glíma mótsins og ég er náttúrlega alveg sammála því enda langt því frá hlutlaus í þeim efnum,“ segir Haraldur og hlær við. Sækir og sækir Gunnar varð á endanum í fjórða sæti í opnum flokki sem telst meira en viðunandi árangur þó hann hafi ætlað sér stærri hluti. „Ég ætla mér bara að vinna þetta. Sá sem vinn- ur þetta er bestur að glíma í heim- inum og það er fínn titill að hafa,“ sagði Gunnar í helgarviðtali við DV fyrr í sumar. Gunnar hefur sér- staklega vakið athygli fyrir stíl sinn þegar hann glímir. Margir kappar spila mikla vörn og passa að gefa engin færi á sér. Gunnar aftur á móti gerir ekkert nema sækja og tapaði meðal annars heimsmeist- aratitilinum í jiu-jitsu vegna þess í júní. „Ég lagði titilinn meðvitandi undir til þess að vinna mótið með stæl. Á þessu lærði ég miklu meira heldur en að sitja bara á rassinum og þjálfarinn minn var ánægður með mig. Næst mun ég gera ná- kvæmlega það sama. Ég geri þetta bara betur þá og klára manninn,“ sagði Gunnar í helgarviðtalinu en þjálfarinn sem um ræðir er Renzo Gracie, ein mesta goðsögn í brasil- ísku jiu-jitsu frá upphafi. Gunnar hefur engan tíma til að slaka á því um helgina keppir hann á sterku móti í uppgjafarglímu, Pan American NoGi, þar sem hann get- ur haldið draumaári sínu áfram. gunnar lagði tröll TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson sló í gegn á erfiðasta uppgjafar- glímumóti heims um síð- astliðna helgi, ADCC-mót- inu. Hann féll úr snemma í sínum þyngdarflokki en í opna flokknum lagði hann stærsta keppanda mótsins, algjört vöðvafjall sem enginn taldi Íslend- inginn eiga möguleika í. Leit illa út Monson náði Gunnari í gott tak sem honum tókst að komast út úr. MyNd JON ShOTTeR/eFNSpORTS.cOM Frábær staða Gunnar náði Monson í eina bestu stöðu sem hægt er að komast í. MyNd JON ShOTTeR/eFNSpORTS.cOM hengdur Gunnar kominn með tröllið í armana. Ótrúlegt. MyNd JON ShOTTeR/eFNSpORTS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.