Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 46
Margrét Edda Jónsdóttir, dóttir Jóns Gnarr og fyrrverandi með- limur Merzedes Club, er í viðtali við vefmiðilinn Wicked Local í Massachusetts-fylki í Bandríkj- unum. Frá þessu greinir á moni- tor.is. Í viðtalinu talar Margrét meðal annars um þátttöku sína í Idol-Stjörnuleit og draum sinn um að verða fræg söngkona. „Ég fæ mikinn sviðsskrekk og Idol virtist vera góð leið til að horfast í augu við óttann. Það var sárt að detta út, en ég veit að ég þarf ekki Idol til þess að meika það í tónlistarbransanum,“ segir Mar- grét Edda en hún datt út í tut- tugu manna úrslitum. Í viðtalinu segir einnig að Margréti Eddu dreymi um að verða heims- fræg tónlistarkona eins og Björk og Emilíana Torrini sem séu einmitt á meðal hennar helstu áhrifavalda. DrekaDjókið „Nú, þegar byljir berja á mér vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi í mínu lífi, hefur hann hlaupið í skarðið fyr- ir mig,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum í tilkynningu á heimasíðu trúfélagsins. Þar talar hann um suð- urafríska predikarann Ron Botha sem kominn er hingað til lands ásamt fjöl- skyldu sinni til að hlaupa undir bagga með Gunnari við trúboðið hjá Kross- inum. Gunnar og kona hans, Ingibjörg Guðnadóttir, tilkynntu nýverið að þau hefðu tekið ákvörðun um að skilja en þau stofnuðu Krossinn fyrir þrjá- tíu árum. Í grein um Krossinn í þar- síðasta helgarblaði DV sögðust sum- ir meðlima Krossins nokkuð slegnir yfir tíðindunum. Og að mati sumra á Gunnar að víkja sem leiðtogi safnað- arins, að minnsta kosti tímabundið, vegna skilnaðarins. Í ljósi tilkynning- arinnar um komu Botha til landsins er engu líkara en Gunnar hafi orðið við þeirri óbeinu ósk. Gunnar segir einnig í tilkynning- unni að hann hafi strax síðasta vet- ur verið farinn að berjast fyrir land- vistarleyfi fyrir Botha, en þá ekki gert sér í hugarlund hversu þýðingarmik- il koma hans og vera hér sé fyrir ríki Guðs. Nú þegar hann sé fluttur fái Gunnar tækifæri til að draga sig til hliðar, „...sleikja sárin og meta stöðu mína frammi fyrir Guði,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Botha kynntist Gunnar í trúboðs- starfi í Afríku fyrir nokkrum árum. Hann flytur til Íslands ásamt eigin- konu sinni og tveimur af börnum þeirra þremur. kristjanh@dv.is Þarf ekki iDolið Jón Gnarr: Útvarpskonan Sigríður Arnar- dóttir sem er með þáttinn Sirrý á sunnudagsmorgnum á Rás 2 ætlar að taka upp nýjan lið á næstunni. Hún mun verða með símatíma í heila klukkustund frá 11 til 12 þar sem fólk getur sagt skoðanir sínar á málefn- um líðandi stundar. Eins konar endurvaking á gömlu þjóðarsál- inni sem var gríðarlega vinsæl á Rás 2 á sínum tíma. Stefán Jón Hafstein stýrði þættinum lengst af en öll þjóðin lagði við hlustir þegar fólk sagði skoðun sína og jós oftar en ekki úr skálum reið- innar. Gefur Þjóðinni orðið 46 miðvikuDaGur 30. september 2009 fólkið Gunnar í Krossinum dregur sig í hlé vegna skilnaðarins: afrískur preDikari í stað Gunnars Gunnar í Krossinum Fær íhlaupapredikara á meðan hann „sleikir sárin“. mYnD Gunnar Gunnarsson bítur jón í rassinn „Þetta var meira svona að ég hætti,“ segir hinn þjóðþekkti leikari og grín- isti Jón Gnarr sem hættur er störfum hjá auglýsingastofunni Ennemm, spurður út í þann orðróm sem barst DV til eyrna að honum hefði verið sagt upp störf- um þar á dögunum. „Það hefur náttúrlega verið samdráttur og minna að gera á þessum auglýs- ingastofum og það varð að samkomulagi að ég léti af störfum. Þetta var allt í mikilli vinsemd.“ Jón lætur af störfum núna um mánaðamótin en hann hefur starf- að hjá Ennemm í um tvö ár. „Og ég hef bara gert góða hluti,“ seg- ir Jón í léttum dúr. Allavega má fullyrða að Jón hafi komið að gerð auglýsinga sem vöktu meiri athygli og umtal en flestar aðrar á síðustu árum sem hlýtur að teljast aug- lýsingum til tekna. Þar á meðal er símaaug- lýsing- in þar sem síðasta kvöldmáltíð Jesú með lærisveinunum var endursköpuð á spaugilegan hátt og Kaupþings- auglýsingarnar með háðfuglinum heimsfræga John Cleese. Starf Jóns hjá Ennemm var á sviði hugmynda- og textavinnu, eða „creative vinna“ eins og hann orð- ar það. „Þetta var auðvitað lúxusstarf. Að hugsa og svona,“ segir Jón. Spurð- ur hvort gert hafi verið samkomulag við fleiri á auglýsingastofunni um að láta af störf- um segir Jón að sér hafi skilist það. „Aug- lýsingabransinn var mjög skemmtilegur á meðan allt lék í lyndi. Þá gastu gert mjög flippaða hluti og fengið pening í það. Til dæmis farið til Portúgal og gert Jesúgrín. Það er ekki alveg stemn- ing fyrir því núna. Það eru minni peningar og ekki „politically correct“ að berast mikið á.“ Jón lék mann sem var rekinn úr vinnunni í þekkt- um Fóstbræðraskets á sín- um tíma. „Pönslænið“ var að yfirmaðurinn sagði „Þú ert rekinn“ en karakter Jóns skildi það sem „Þú ert drekinn“, furðaði sig á hegðun yfirmannsins og hélt bara áfram að vinna. Jón jánkar því í léttum dúr að það grín sé að ein- hverju leyti að rætast núna. „Jú, „the joke is on me“ núna. Svona hefnist manni fyrir að gera grín. Það kemur alltaf að því að það bíti mann í rass- gatið.“ Jón spaugar líka þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að vera kominn í ákveðna fjárhags- lega óvissu, verandi ekki lengur í fastri vinnu. „Núna bíð ég bara eft- ir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin. Svo fer ég kannski að skemmta í barnaafmælum. Ég held að það væri mjög fyndið ef ég færi að mæta í barnaafmæli sem Georg Bjarnfreðarson,“ segir Jón og tekur tóndæmi í afar höstugum tóni í anda Georgs í Vaktarþáttunum sem Stöð 2 hefur sýnt undanfarin misseri. Jón byrjaði að nýju með útvarps- þáttinn Tvíhöfða ásamt Sigurjóni Kjartanssyni á útvarpsstöðinni Kan- anum fyrir stuttu. Þátturinn hefur einungis verið á laugardögum en Jóni finnst þjóðráð að hafa hann á dagskrá alla virka daga. „Mér hefur fundist óhemju skemmtilegt að vera með þessa þætti síðustu vikur. Og mér finnst að Tví- höfði eigi að vera í loftinu alla virka morgna og vera þannig hluti af ís- lenskum raunveruleika. Ég væri til í að gera það á Kananum, Lindinni eða „wherever“. Kannski að ég byrji á að tékka á Lindinni því það eru víst svakalegir peningar í þessum kristi- legu fjölmiðlum. Ef þau eru að bjóða okkur einhvern svaka pening get ég notað það á Einar og sagt: „Þeir eru að bjóða okkar tíu milljónir á mán- uði á Lindinni. Hvernig ætlar þú að toppa það?““ kristjanh@dv.is Jón Gnarr er hættur hjá auglýsingastofunni ennemm þar sem hann hefur starfað síð- ustu tvö ár. hann segir ekki um uppsögn að ræða heldur samkomulag vegna samdrátt- ar. að leika Georg Bjarnfreðarson í barnaafmælum er nokkuð sem kemur til greina til að draga björg í bú. Jón Gnarr Hættur í auglýsingun- um en sér sóknarfæri í barnaaf- mælum. mYnD stefán Karlsson umdeild Jón í hlutverki Júdasar í Símaauglýsingunni umtöluðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.