Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 16
Miðvikudagur 18. nóvember 200916 suðurland „Ég er maður áskorana. Mér fannst ég þurfa að minnsta kosti eina áskorun í viðbót áður en ferlinum lyki. Ég hef lengi vitað af áhuga ÍBV og það hefur lengi blundað í mér að koma heim og loka hringnum,“ segir markaskorar- inn og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson. Tryggvi skrifaði fyrir skemmstu undir þriggja ára samning við ÍBV en hann hefur undanfarin fimm ár ver- ið lykilmaður í meistaraliði FH, sem hefur borið höfuð og herðar yfir önn- ur lið. Fyrir FH lék Tryggvi 111 leiki og skoraði heil 60 mörk. „Geymt en ekki Gleymt“ Tryggvi segir ástæðurnar fyrir því að hann hafi yfirgefið FH á þessum tímapunkti margar. „Ég er búinn að vera í fimm ár í FH. Þetta hafa ver- ið frábær fimm ár,“ segir Tryggvi en á miðju sumri fékk hann það hlut- skipti að verma varamannabekk- inn. Tryggvi er mikill keppnismaður og kunni því illa að fá ekki að spila. Hann viðurkennir að þetta hafi setið í sér. „Ég er í þessu til að spila. Á þess- um aldri gerir maður ekkert gagn með því að sitja á bekknum og gefa „five“. Þetta voru einhverjir fimm eða sex leikir en svo vann ég mig inn í lið- ið aftur,“ segir Tryggvi og bætir við að honum finnist hann vera of góður til að sitja á bekknum. „Þetta var geymt en ekki gleymt,“ segir hann. Tryggvi segist þó síður en svo skilja ósáttur eða bitur við FH. Hann hafi skilið við alla í fyllsta bróðerni. Fjölskyldumaður á FaraldsFæti Tryggvi bjó í Vestmannaeyjum og ólst þar upp frá níu ára aldri. Hann lék með ÍBV þar til hann fór í at- vinnumennsku, 22 ára gamall. Hann segir tilhugsunina um að spila aftur með Eyjamönnum góða. Tilfinningin muni þó vafalítið koma sterkari fram þegar nær dregur sumri. „Ég verð hér í Reykjavík í vetur og æfi með þeim strákum sem hér eru,“ segir hann. Tryggvi, sem á eiginkonu og fjög- ur börn, segir að í sumar verði hann á faraldsfæti. Hann verði auðvitað með annan fótinn í Eyjum en fjölskyldan muni áfram búa á höfuðborgarsvæð- inu. Hann kvíðir ferðalögunum ekki og sér ekki fram á að þau muni bitna á fótboltanum. Hann hlakkar til að vinna með þjálfaranum, Heimi Hallgrímssyni. „Ég átti gott spjall við hann og það hafði mikið að segja. Ég hef á til- finningunni að það eigi að rífa þetta upp eftir frekar dapurt gengi,“ seg- ir Tryggvi en langt er um liðið síðan þeir unnu síðast saman. „Við vorum samherjar fyrir löngu síðan, þegar ég var að byrja. Þá var hann í vörninni og ég var sóknarkjúlli,“ segir Tryggvi léttur. kann leikinn betur Tólf ár eru liðin frá því hann lék síð- ast með ÍBV, árið 1997. Spurður hvort hann sé sami leikmaðurinn í dag seg- ir Tryggvi að því fari fjarri. „Ég var al- gjör fluga þegar ég fór. Ég held ég hafi verið um 55 kíló,“ segir hann léttur í bragði. „Ég hef þroskast mikið sem leikmaður. Ég bý yfir betri sending- argetu, meiri yfirsýn og kann leikinn betur. Hraðinn er auðvitað eitthvað minni en hann var sem betur fer aldrei aðalsmerki mitt,“ segir hann og bætir við: „Hárið er það eina sem er farið.“ Í FÍnu Formi Tryggvi er orðinn 35 ára gamall. Hann segist þó vera í fínu formi þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hluta ferilsins. „Ég finn að ég þarf að hugsa aðeins meira um mig. Maður þarf að vera á tánum þegar maður er kom- inn á þennan aldur. Ég sé samt að margir bestur bitarnir í deildinni eru á svipuðum aldri og ég,“ segir hann og nefnir að Arnar Grétarsson hafi nýverið framlengt samning sinn við Breiðablik. Arnar er 37 ára og er lyk- ilmaður í efnilegu liði Breiðabliks. „Þetta er alltaf spurningin um það hvernig menn fara með sjálfa sig,“ segir Tryggvi sem reiknar með því að spila framarlega á miðjunni eða á vinstri kantinum með nýju félagi. Hann segist vel geta skorað mörk þaðan líka, eins og með FH. „Við erum búnir að spila einn æfingaleik. Þar unnum við Þrótt 5-4 og ég setti eitt. Þetta byrjar vel,“ segir Tryggvi að lokum. baldur@dv.is Genginn til liðs við sitt gamla félag Tryggvi segist hafa þroskast mikið sem leikmaður; hafa betri yfirsýn og kunna leikinn betur en þegar hann lék síðast fyrir ÍBV. H&N-myNd RóbeRt ReyNissoN Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson skrifaði á dögunum undir samning við sitt gamla félag, ÍBV. Tryggvi hlakkar til að takast á við nýja áskorun og segist ekki gefinn fyrir að sitja á bekknum. Hann segir endurkomuna lengi hafa blundað í sér og segist vera í fínu formi, þrátt fyrir aldurinn. Hann skoraði mark fyrir ÍBV í fyrsta æf- ingaleiknum, í fyrsta sinn í 12 ár. „Hárið er það eina sem er Farið“ „Ég var algjör fluga þegar ég fór. Ég held ég hafi verið um 55 kíló.“ T I L V A L I N J Ó L A G J Ö F ! S : 4 8 2 - 1 6 6 0 2 4 4 7 3 - 0 0 1 2 5 3 6 6 - 0 0 1 2 5 3 7 7 - 0 0 1 2 5 8 4 7 - 0 0 1 12.990 kr,- 15.990 kr,- 13.990 kr,- 13.990 kr,- stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 20% afsl. af skóm fimmtudaginn 19.nóv opið til kl 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.