Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 18. nóvember 200916 suðurland „Ég er maður áskorana. Mér fannst ég þurfa að minnsta kosti eina áskorun í viðbót áður en ferlinum lyki. Ég hef lengi vitað af áhuga ÍBV og það hefur lengi blundað í mér að koma heim og loka hringnum,“ segir markaskorar- inn og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson. Tryggvi skrifaði fyrir skemmstu undir þriggja ára samning við ÍBV en hann hefur undanfarin fimm ár ver- ið lykilmaður í meistaraliði FH, sem hefur borið höfuð og herðar yfir önn- ur lið. Fyrir FH lék Tryggvi 111 leiki og skoraði heil 60 mörk. „Geymt en ekki Gleymt“ Tryggvi segir ástæðurnar fyrir því að hann hafi yfirgefið FH á þessum tímapunkti margar. „Ég er búinn að vera í fimm ár í FH. Þetta hafa ver- ið frábær fimm ár,“ segir Tryggvi en á miðju sumri fékk hann það hlut- skipti að verma varamannabekk- inn. Tryggvi er mikill keppnismaður og kunni því illa að fá ekki að spila. Hann viðurkennir að þetta hafi setið í sér. „Ég er í þessu til að spila. Á þess- um aldri gerir maður ekkert gagn með því að sitja á bekknum og gefa „five“. Þetta voru einhverjir fimm eða sex leikir en svo vann ég mig inn í lið- ið aftur,“ segir Tryggvi og bætir við að honum finnist hann vera of góður til að sitja á bekknum. „Þetta var geymt en ekki gleymt,“ segir hann. Tryggvi segist þó síður en svo skilja ósáttur eða bitur við FH. Hann hafi skilið við alla í fyllsta bróðerni. Fjölskyldumaður á FaraldsFæti Tryggvi bjó í Vestmannaeyjum og ólst þar upp frá níu ára aldri. Hann lék með ÍBV þar til hann fór í at- vinnumennsku, 22 ára gamall. Hann segir tilhugsunina um að spila aftur með Eyjamönnum góða. Tilfinningin muni þó vafalítið koma sterkari fram þegar nær dregur sumri. „Ég verð hér í Reykjavík í vetur og æfi með þeim strákum sem hér eru,“ segir hann. Tryggvi, sem á eiginkonu og fjög- ur börn, segir að í sumar verði hann á faraldsfæti. Hann verði auðvitað með annan fótinn í Eyjum en fjölskyldan muni áfram búa á höfuðborgarsvæð- inu. Hann kvíðir ferðalögunum ekki og sér ekki fram á að þau muni bitna á fótboltanum. Hann hlakkar til að vinna með þjálfaranum, Heimi Hallgrímssyni. „Ég átti gott spjall við hann og það hafði mikið að segja. Ég hef á til- finningunni að það eigi að rífa þetta upp eftir frekar dapurt gengi,“ seg- ir Tryggvi en langt er um liðið síðan þeir unnu síðast saman. „Við vorum samherjar fyrir löngu síðan, þegar ég var að byrja. Þá var hann í vörninni og ég var sóknarkjúlli,“ segir Tryggvi léttur. kann leikinn betur Tólf ár eru liðin frá því hann lék síð- ast með ÍBV, árið 1997. Spurður hvort hann sé sami leikmaðurinn í dag seg- ir Tryggvi að því fari fjarri. „Ég var al- gjör fluga þegar ég fór. Ég held ég hafi verið um 55 kíló,“ segir hann léttur í bragði. „Ég hef þroskast mikið sem leikmaður. Ég bý yfir betri sending- argetu, meiri yfirsýn og kann leikinn betur. Hraðinn er auðvitað eitthvað minni en hann var sem betur fer aldrei aðalsmerki mitt,“ segir hann og bætir við: „Hárið er það eina sem er farið.“ Í FÍnu Formi Tryggvi er orðinn 35 ára gamall. Hann segist þó vera í fínu formi þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hluta ferilsins. „Ég finn að ég þarf að hugsa aðeins meira um mig. Maður þarf að vera á tánum þegar maður er kom- inn á þennan aldur. Ég sé samt að margir bestur bitarnir í deildinni eru á svipuðum aldri og ég,“ segir hann og nefnir að Arnar Grétarsson hafi nýverið framlengt samning sinn við Breiðablik. Arnar er 37 ára og er lyk- ilmaður í efnilegu liði Breiðabliks. „Þetta er alltaf spurningin um það hvernig menn fara með sjálfa sig,“ segir Tryggvi sem reiknar með því að spila framarlega á miðjunni eða á vinstri kantinum með nýju félagi. Hann segist vel geta skorað mörk þaðan líka, eins og með FH. „Við erum búnir að spila einn æfingaleik. Þar unnum við Þrótt 5-4 og ég setti eitt. Þetta byrjar vel,“ segir Tryggvi að lokum. baldur@dv.is Genginn til liðs við sitt gamla félag Tryggvi segist hafa þroskast mikið sem leikmaður; hafa betri yfirsýn og kunna leikinn betur en þegar hann lék síðast fyrir ÍBV. H&N-myNd RóbeRt ReyNissoN Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson skrifaði á dögunum undir samning við sitt gamla félag, ÍBV. Tryggvi hlakkar til að takast á við nýja áskorun og segist ekki gefinn fyrir að sitja á bekknum. Hann segir endurkomuna lengi hafa blundað í sér og segist vera í fínu formi, þrátt fyrir aldurinn. Hann skoraði mark fyrir ÍBV í fyrsta æf- ingaleiknum, í fyrsta sinn í 12 ár. „Hárið er það eina sem er Farið“ „Ég var algjör fluga þegar ég fór. Ég held ég hafi verið um 55 kíló.“ T I L V A L I N J Ó L A G J Ö F ! S : 4 8 2 - 1 6 6 0 2 4 4 7 3 - 0 0 1 2 5 3 6 6 - 0 0 1 2 5 3 7 7 - 0 0 1 2 5 8 4 7 - 0 0 1 12.990 kr,- 15.990 kr,- 13.990 kr,- 13.990 kr,- stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 stærðir: 36-41 20% afsl. af skóm fimmtudaginn 19.nóv opið til kl 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.