Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Page 26
Miðvikudagur 18. nóvember 200926 suðurland Nýr grunnskóli verður vígður og tek- inn í notkun á Stokkseyri þann 18. desember næstkomandi og hefst starfsemin í nýja húsinu á jólaballi, og svo jólafríi. „Þetta verður auðvit- að mikil bylting fyrir allt starf hjá okk- ur,“ segir Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri. Hún tekur engu að síður fram að sá hluti skólans sem er á Eyrar- bakka muni áfram búa við nokk- ur þrengsli. „Þar stendur líka til að byggja nýtt hús og vonandi verður af þeim áformum innan næstu þriggja ára,“ segir hún. Skólarnir á Stokkseyri og Eyrarbakka voru sameinaðir árið 1997. Yngri bekkirnir sitja á bekkn- um á Stokkseyri á meðan unglinga- deildirnar nema á Eyrarbakka. Spurð hvort ekki hefði verið ráð að vinna úr plássleysinu með því að hafa skólann allan á einum stað í stærra húsi segir Arndís að talsvert hafi verið rætt um þessa kosti áður en lagt hafi verið út í bygginguna. Þetta hafi einfaldlega orðið niðurstaðan. „Það er auðvitað skólabíll á ferðinni hérna á milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka alla daga og hefði verið það hvar svo sem menn hefðu ákveðið að hafa skólann,“ bætir hún við. Til stóð að rífa gamla skólahúsið, en í kjölfar efnahagshruns var ákveð- ið að fresta því að rífa gamla hús- ið og verður það nýtt að einhverju leyti, enn um sinn. Þar verða kennd- ar smíðar, heimilisfræði og hannyrð- ir. Heildarkostnaður við nýju skóla- bygginguna verður rétt ríflega 560 milljónir króna. „Þetta er heilmikið hús,“ segir Guðgeir Gunnarsson verkstjóri. „Við höfum verið hér við smíðar núna í rúmlega ár. Það er ágætt að vígja húsið og byrja á jólaballinu. Þá höf- um við smá tíma upp á að hlaupa ef eitthvað þarf að snurfusa,“ heldur hann áfram. „Þetta er rúmgott hús. hér verða upp undir eitt hundrað nemendur.“ sigtryggur@dv.is Herdís Egilsdóttir Herdís kom og miðlaði af reynslu sinni á málþingi um alþýðumenntun á Eyrarbakka í síðustu viku. H&N-myNd SIGTRyGGUR Nýtt skólahús á Stokkseyri verður vígt á aðventunni. Byrjum á jólaballinu Skólahúsið Nýja skólahúsið verður vígt þann 18. desember. Allt á áætlun Guðgeir Gunnarsson verkstjóri er ánægður með bygginguna, sem tekið hefur ríflega ár að reisa. Austurvegi 69 · Selfossi · s. 482 2555 Verið velkomin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.