Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 26
Miðvikudagur 18. nóvember 200926 suðurland Nýr grunnskóli verður vígður og tek- inn í notkun á Stokkseyri þann 18. desember næstkomandi og hefst starfsemin í nýja húsinu á jólaballi, og svo jólafríi. „Þetta verður auðvit- að mikil bylting fyrir allt starf hjá okk- ur,“ segir Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri. Hún tekur engu að síður fram að sá hluti skólans sem er á Eyrar- bakka muni áfram búa við nokk- ur þrengsli. „Þar stendur líka til að byggja nýtt hús og vonandi verður af þeim áformum innan næstu þriggja ára,“ segir hún. Skólarnir á Stokkseyri og Eyrarbakka voru sameinaðir árið 1997. Yngri bekkirnir sitja á bekkn- um á Stokkseyri á meðan unglinga- deildirnar nema á Eyrarbakka. Spurð hvort ekki hefði verið ráð að vinna úr plássleysinu með því að hafa skólann allan á einum stað í stærra húsi segir Arndís að talsvert hafi verið rætt um þessa kosti áður en lagt hafi verið út í bygginguna. Þetta hafi einfaldlega orðið niðurstaðan. „Það er auðvitað skólabíll á ferðinni hérna á milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka alla daga og hefði verið það hvar svo sem menn hefðu ákveðið að hafa skólann,“ bætir hún við. Til stóð að rífa gamla skólahúsið, en í kjölfar efnahagshruns var ákveð- ið að fresta því að rífa gamla hús- ið og verður það nýtt að einhverju leyti, enn um sinn. Þar verða kennd- ar smíðar, heimilisfræði og hannyrð- ir. Heildarkostnaður við nýju skóla- bygginguna verður rétt ríflega 560 milljónir króna. „Þetta er heilmikið hús,“ segir Guðgeir Gunnarsson verkstjóri. „Við höfum verið hér við smíðar núna í rúmlega ár. Það er ágætt að vígja húsið og byrja á jólaballinu. Þá höf- um við smá tíma upp á að hlaupa ef eitthvað þarf að snurfusa,“ heldur hann áfram. „Þetta er rúmgott hús. hér verða upp undir eitt hundrað nemendur.“ sigtryggur@dv.is Herdís Egilsdóttir Herdís kom og miðlaði af reynslu sinni á málþingi um alþýðumenntun á Eyrarbakka í síðustu viku. H&N-myNd SIGTRyGGUR Nýtt skólahús á Stokkseyri verður vígt á aðventunni. Byrjum á jólaballinu Skólahúsið Nýja skólahúsið verður vígt þann 18. desember. Allt á áætlun Guðgeir Gunnarsson verkstjóri er ánægður með bygginguna, sem tekið hefur ríflega ár að reisa. Austurvegi 69 · Selfossi · s. 482 2555 Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.