Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Birkir Kristinsson, starfsmaður Glitn- is nú Íslandsbanka, tók samkvæmt heimildum DV ákvarðanir um það fyrir hönd bankans að lána Eiði Smára Guðjohnsen knattspyrnumanni fé. Líkt og DV greindi frá á miðvikudag- inn skuldar Eiður Smári Íslandsbanka ríflega 2 milljónir evra, eða um 385 milljónir króna á núverandi gengi. Birkir, sem var starfsmaður í einka- bankaþjónustu Glitnis en starfar nú fyrir Íslandsbanka, veitti Eiði Smára þessi lán samkvæmt traustum heim- ildum DV innan úr bankakerfinu. Eiður var því bæði viðskiptavinur einkabankaþjónustu Glitnis sem og Kaupþings í Lúxemborg, nú Banque Havilland í Lúxemborg. En líkt og DV greindi frá var sá síðarnefndi stærsti lánveitandi Eiðs og skuldar hann bankanum um 4,5 milljónir evra, eða meira en 800 milljónir króna. Þess ber að geta að Eiður og Birk- ir eru góðir vinir og hefur meðal ann- ars oftsinnis verið greint frá því í fjöl- miðlum að þeir hafi verið saman á samkomum og öðru slíku, meðal annars góðgerð- argolfmóti í Vest- mannaeyjum í sumar. Báðir hafa þeir, sem kunnugt er, leikið fyrir ís- lenska landsliðið í knattspyrnu en Birkir lagði mark- mannshanskana á hilluna fyrir nokkrum árum eftir glæstan feril. Eiður leikur um þessar mundir fyrir AS Monaco FC í Frakklandi. Ætlaði að selja Eiði Tortólafélag Tengsl Birkis og Eiðs ná meðal ann- ars til þess að samkvæmt heimildum DV ætlaði Eiður að kaupa einkahluta- félag Birkis á eyjunni Tortóla sem til- heyrir Bresku Jómfrúareyjum fyrr á þessu ári. Félagið heitir Daccara Corp og var alfarið í eigu einkahlutafélags Birkis, BK-42, samkvæmt heimildum. Tortóla er eitt af þekktari skattaskjól- um heimsins og eiga fjölmargir efn- aðir Íslendingar félög þar sem notuð eru vegna þess mikla skattahagræðis sem eignarhaldsfélög þar njóta. Ekki er vitað hvort Eiður keypti fé- lagið á endanum eða ekki en heimild- ir DV segja að málið hafi náð svo langt að gerður var kaupsamningur með nafni þeirra beggja og nafni félagsins. Kaupverðið átti að vera ein evra að sögn. Viðræður um kaup Eiðs á Dacc- ara munu hafa farið fram á meðan Eiður var ennþá leikmaður Barcelona á Spáni. Eiður hefur þó sennilega ekki eins mikið að gera við slíkt félag nú eftir að hafa verið seldur til Monaco- liðsins en furstadæmið er þekkt fyrir skattahagræði. Meðal annars greiða íbúarnir þar engan tekjuskatt og hef- ur það valdið því að Monaco hefur laðað til sín fjölda efnaðra einstakl- inga sem hafa sest þar að. Birkir mun hafa veðsett eignir fé- lagsins, að upp- hæð 50 milljónir króna, og lagt þær inn á reikning sinn til að greiða nið- ur hluta skulda sinna. Ekki er vitað til þess að miklar aðrar eignir séu inni í Daccara um þessar mundir en heim- ildir DV herma að Birkir hafi ráðgert að nota félagið meðal annars til að selja eignir þangað og áframselja þær svo annað. Hvorki hafa fengist upplýsingar um hvort Eiður hafi keypt Tortólafé- lagið eða ekki né í hvaða tilgangi hann ætlaði að kaupa það. Tekið skal fram að ekki er ólöglegt að eiga eignarhaldsfélög í skattaskjól- um þótt ýmsir auðugir Íslendingar hafi á liðnum árum nýtt sér slík félög til að hagræða skattgreiðslum sínum. Umræðan um þessi skattaskjólsfélög hefur þó verið afar neikvæð í íslensku samfélagi eftir bankahrunið því grun- ur leikur á að félögin hafi verið not- uð í vafasömum tilgangi af íslensk- um auðmönnum, meðal annars til að skjóta undan eignum. Ætlar að gera upp við Íslandsbanka DV hefur ekki heimildir fyrir því hvaða veð voru að baki lánum Glitnis til Eiðs Smára. Eftir því sem næst verður kom- ist er Eiður í persónulegum ábyrgðum Birkir Kristinsson, starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis og Íslandsbanka, veitti Eiði Smára Guðjohnsen vini sínum lán upp á rúmar tvær milljónir evra, samkvæmt heimildum DV. Eiður skuldar Íslandsbanka nú á fjórða hundrað milljónir króna. Heimildir DV herma að selja hafi átt Eiði Tortólafélag í eigu Birkis fyrir skömmu á eina evru. Eiður mun ætla að standa í skilum við bankann en ekki er vitað af hverju hann hafði augastað á Tortólafélagi Birkis. BIRKIR VEITTI EIÐI VINI SÍNUM LÁNIN InGI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð ER BESTURdv.ismiðvikUdagUR og fimmTUdagUR 2. – 3. deseMBeR 2009 dagBlaðið vísiR 159. tBl.99. áRg. – veRð kR. 395 LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN REYNIR AÐ STANDA Í SKILUM: EIÐUR smáRI Í KRÖGGUm SkULdaR 1,2 miLLJaRða – Á 800 miLLJÓNiRTaPaði Í HoNg koNg, TYRkLaNdi og REYkJaNESBæmoNaco-LaUNiN Í afBoRgaNiR gEfðU Ekki vERSTU gJÖfiNa LEiðaRvÍSiR fYRiR JÓLiN NEYTENdUR aUKablaÐ BÓka- fLÓðið SigTað mESSi mEð mESTa mUN SÖgUNNaRSPoRT SÓTTU LYf og HEiLSU Í gEgNUm SkaTTaSkJÓL WERNERSSYNiR gæTU LÍka miSST aPÓTEkiN maTSEðiLL aLÞiNgiS doHERTY REkiNN af SviðiNU fLUTTi NaSiSTa- SÖNg Í ÞýSkaLaNdiSviðSLJÓS fRéTTiR Góðir vinir Eiður Smári og Birkir eru góðir vinir en sá síðarnefndi lánaði, samkvæmt heimildum DV, Monaco-leikmanninum fjármuni frá Glitni þar sem hann var starfsmaður einkabankaþjónustu bankans. Þeir sjást hér saman á góðgerðargolf- móti sem haldið var í Vestmannaeyjum í sumar. Hótun um lögsókn: Eiður vill stöðva umfjöllunina Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður hefur krafist þess að DV dragi til baka umfjöllun um hund- raða milljóna króna skuldsetningu Eiðs hjá íslensku bönkunum og hætti að fjalla um málið. Ástæðan sem lögmaður hans tiltekur er að um sé að ræða einkamál Eiðs Smára. Í bréfi lögmanns Eiðs kemur fram að hann telji umfjöllun DV brjóta í bága við 229. grein almennra hegningarlaga, þar sem segir: „Hver, sem skýrir op- inberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknað- inn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ Krafa Eiðs Smára er óásættanleg þar sem umfjöllunin á fullt erindi við almenning. Ef lokað yrði á umfjöllun sem þessa á þeim grundvelli að um væri að ræða einkamál myndi það girða fyrir nauðsynlega umræðu um mikil- væg málefni. Eiður Smári er opinber persóna sem hef- ur verið ófeimin við að tjá sig um sín einkamál í fjöl- miðlum. Hann hefur fengið hundruð milljóna króna að láni hjá íslenskum lánastofnunum og á í erfiðleik- um með að standa í skilum með réttum hætti. Það er ekki hans einkamál. Umræddar lánastofnanir virð- ast ekki hafa áskilið sér fullnægjandi tryggingar gegn þessum lánveitingum. Það er ekki heldur hans einka- mál. Þetta ráðslag íslenskra lánastofnana er eitt af þeim grundvallarmálum sem til rannsóknar eru hjá sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis. Ef umfjöllun sem þessi er ólögmæt og refsiverð eins og haldið er fram í bréfi lögmannsins myndi hið sama gilda um sambærilega umfjöllun í tengslum við alla þá sem veitt hefur verið sambærileg fyrirgreiðsla af íslenskum lánastofnunum. Á slíkt verður ekki fallist án þess að fórna hagsmunum almennings. DV mun ekki fara þá leið. Ritstj. fyrir þessum lánum. Hann mun ætla að reyna að borga þau upp samhliða því sem hann greiðir upp skuld sína við Kaupþing á næstu árum. Líkt og kom fram í DV á miðviku- daginn skuldar Eiður í heildina um 1200 milljónir króna á móti eignum upp á um 750 milljónir króna, rúm- lega 4 milljónir evra. Eitt af því sem hann mun ætla að gera til að greiða af skuldum sínum við Íslandsbanka og Kaupþing er að selja eignir sem metnar eru á rúmlega 3 milljónir evra, þar með talin skuldabréf fyrir tæplega milljón evrur. Bréf frá lögmanni 2.-3. desember 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.