Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 34
in upp nýlega og ég lék í ásamt fleir- um úr Vesturporti. Þannig að það kom smá hlé á eftirvinnslu Brims, en hún er væntanleg á nýju ári.“ Jón Ásgeir nærri því aflífaður Vesturport hefur tekið þátt í mörgu fleiru en talið hefur verið upp hér á undan. Meðal annars tekið þátt í „Góðærinu“ eins og Björn Hlyn- ur kallar það. Þá sýndi hópurinn á samkomu á vegum UNICEF ásamt Sigur Rós og fleirum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu sem var kostuð af útrásarvíkingum og fleiri framamönnum. „Þetta var partíið fræga með Roger Moore og uppboðinu á mál- verki Hallgríms Helgasonar sem var ekki til. Við tókum atriði úr Woyzeck þar sem ég kom niður í teygjustökki ofan úr rjáfri og söng rokkslagara eftir Nick Cave. Börkur leikmynda- hönnuðurinn okkar og fleiri voru búnir að mæla þetta allt út og til dæmis gera ráð fyrir aukalengingu í teygjunni við mikinn hita í húsinu. Þarna voru gaslampar og stappfullt hús af fólki þannig að við áttuðum okkur ekki alveg á því hve langt nið- ur hún færi.“ Til að koma í veg fyrir stórslys var ákveðið að engin mætti sitja beint fyrir neðan þar sem Björn hlynur kæmi niður úr loftinu. „Svo kom kvöldið og allt var komið í gang. Ég sat á bjálka uppi fyrir ofan partíið dágóða stund í fjólubláum jakka- fötum og támjóum kúrekastígvélum og vonaði að enginn kíkti upp í loft áður en atriðið byrjaði. Sá reynd- ar ekki mjög vel niður fyrir ljósun- um sem voru beint í andlitið á mér. Svo byrjaði lagið og ég hékk þarna uppi á hvolfi á meðan ég söng fyrsta versið og svo lét ég mig gossa niður í teygjunni. Þá sá ég Jón Ásgeir Jó- hannesson sem sat þráðbeint fyrir neðan mig og að ég var á fullri ferð á leiðinni í gegnum hann. Ég náði að vinda upp á mig og sveigja mig og beygja til að verða honum ekki að bana og hann rétt slapp. Eftir að atriðið var búið sögðu félagar mínir mér að sterkbyggður hællinn á stíg- vélunum hefði nánast snert á hon- um hárið. Það er alveg á hreinu að hann hefði ekki átt séns á frekari jarðvist ef ég hefði grafið hælinn í höfuðið á karlgreyinu. Þetta teygjustökk var það trikk úr sýningunum okkar sem ég hélt að ég myndi örugglega deyja sjálf- ur í, og það oftar en einu sinni. Það er þó að ég held fyrir tilstilli Einars Rúnarssonar, tæknimanns úr leik- húsinu og Snigils, að svo varð ekki. Hann bjargaði mér oft úr háska í hinum og þessum leikhúsum úti um heiminn.“ nick cave í kraftgalla Á undanförnum árum hefur Vest- urport unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Gael García Bernal og eins og áður kom fram Nick Cave. Björn Hlynur segir það hafa verið nokkuð sérstaka reynslu að vinna með honum í fyrstu. „Sér- staklega fyrir okkur sem höfðum hlustað á hann í mörg ár.“ Það var Gísli Örn sem átti hug- myndina að því að reyna fá Cave til þess að semja tónlistina fyrir Woy- zeck en Vesturport setti sýning- una meðal annars upp í Barbican Theatre í London. „Gísli sendi hon- um e-mail að mig minnir og hann hafði svo ekki samband fyrr en hálfu ári seinna og var til í þetta.“ Aðspurður hvernig náungi Nick Cave sé segir Björn Hlynur hann vera sirka eins og maður myndi ímynda sér. „Hann er ótrúlega yf- irvegaður og svalur náungi. Hann hefur upplifað mikið og kippir sér ekki upp við margt. Hann var á kafi í heróíni á sínum tíma og man til dæmis ekki eftir því þegar hann kom fyrst til Íslands.“ Björn segir Cave þó muna eftir seinni ferð sinni til landsins. „Gísli er mikill hestamaður og ákvað að bjóða honum með sér á hestbak. Það var mjög skondið að sjá karlinn þegar það var búið að koma honum í kraftgalla og troða á hann hesta- hjálmi. Þá sá ég að fyrst Nick Cave getur ekki einu sinni haldið kúlinu í kraftgalla getur það enginn.“ gaman að leika sigurð óla Velgengni Björns Hlyns er þó ekki bara einskorðuð við Vesturport. Hann hefur leikið í þó nokkrum kvikmyndum og vakti til dæmis mikla lukku í myndinni Strákarn- ir okkar. Björn Hlynur hefur einnig leikið í Kaldaljósi, Sveitabrúðkaupi og Mýrinni sem er ein vinsælasta íslenska kvikmyndin fyrr og síð- ar. Þar lék hann Sigurð Óla sem landsmenn kannast vel við úr bók- um Arnaldar Indriðasonar. „Það var ánægjulegt að fá að leika Sigurð Óla. Sérstaklega þar sem svo margir Íslendingar höfðu skoðun á persónunum og öllu sem við kom bókunum um þau Er- lend, Elínborgu og Sigurð Óla. Til dæmis var útlit persónanna eitt- hvað sem hver og einn hafði sína hugmynd um. Það voru liðin að minnsta kosti 50 ár síðan nánast allir höfðu lesið sömu bókina á Ís- landi þannig að það var ánægju- legt að fá að taka þátt í hinni einu sönnu alþýðulist eins og hún er í dag. Í leikhúsunum er oft glímt við verk sem eiga ekki nógu mikið er- indi til samtímans. Krimminn er í dag það sem vekur mestan áhuga hins almenna Íslendings sam- kvæmt sölutölum og þess vegna er vert að kvikmynda- og sjónvarps- heimurinn svari því.“ Björn Hlynur hefur sömu sögu að segja um sakamálaþáttinn Hamarinn þar sem hann fór með eitt af aðalhutverkunum. „Áhorfið á þættina segir allt sem segja þarf,“ en allir fjórir þættirnir af Hamr- inum voru með yfir 50 prósenta áhorf. „Þeir heppnuðust vel og það sannaðist enn og aftur að við vilj- um innlent efni og meira af því.“ Björn Hlynur er þó ekki nægi- lega bjartsýnn á framhaldið þó mikið af kvikmyndum og öðru efni sé væntanlegt á næstunni. „Nú er Kvikmyndamiðstöð Íslands í vænt- anlegum niðurskurði sem er mjög svo miður því það er mikilvægur þáttur í menningarlífi okkar að fá að sjá þætti eins og Fangavaktina og Hamarinn svo dæmi séu tekin.“ fyrsta myndin og faust Þessi niðurskurður snertir Björn Hlyn ekki bara sem leikara því hann hefur nýverið lokið við sitt fyrsta kvikmyndahandrit. Hann segir þó líklegt að einhver bið verði á framleiðslu myndarinnar. „Ég vona bara að sjóðurinn hverfi ekki á næstu árum.“ Myndin sem Björn Hlynur er að undirbúa nefnist Bæjarins verstu og er byggð á samnefndri bók. „Þetta er sannsöguleg mynd um Hrein Vilhjálmsson sem var til margra ára einn af rónum bæj- arins. Mjög átakanleg saga með skrautlegum og skemmtilegum persónum. Ég hef verið í sambandi við hann sjálfan í þó nokkurn tíma og þessi mynd verður vonandi að veruleika á næsta ári ef Guð lofar.“ Það verkefni sem tekur þó allan tíma Björns Hlyns þessa dagana er undirbúningur að næstu sýningu Vesturports. Það er Faust sem er jólasýning Borgarleikhússins og verður frumsýnd annan í jólum. Það eru frumstofnendur Vesturp- orts, Björn Hlynur, Gísli Örn, Nína Dögg og Víkingur sem eru hand- ritshöfundar verksins en þar út- færa þau á sinn hátt hina klassísku sögu um Faust. Nick Cave sér um tónlistina í verkinu ásamt War- ren Ellis en hann vann einnig með Cave að tónlistinni í Woyzeck. „Gísli leikstýrir en við skrif- um handritið öll eins og svo oft áður,“ segir Björn Hlynur en hann segir að æfingar á verkinu gangi svona upp og ofan. „Ég vorkenni stundum fólkinu sem er í þessu með okkur. Við skiptum um skoð- un daglega og lítum örugglega út fyrir að vita ekkert hvað við erum að gera. En það er bara partur af þessu og svo smellur þetta allt að lokum. Eins og Benedikt Erlings- son kenndi okkur þegar við vorum í náminu. Þá er mjög mikilvægt að þora og leyfa sér að vera grútlé- legur. Upp úr því kemur oft besta stöffið,“ segir Björn Hlynur að lok- um en hann mun einmitt leika í Íslandsklukkunni undir leikstjórn Benedikts á afmæli Þjóðleikhúss- ins á næsta ári. asgeir@dv.is 34 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað „Við þurftum alltaf að bíða eftir Vondu Veðri til að taka upp og ég Varð alVeg innilega sjóVeikur eins og nokkrir aðr- ir um borð. myndatökumaðurinn ældi á meðan hann Var að taka upp og þetta Var nokkuð sérstakt.“ þakklátur Fyrir að hafa upplifað margt, ferðast víða og kynnst góðu fólki þrátt fyrir ungan aldur. mynd sigtryggur ari faust Björn Hlynur fer með eitt af aðalhlutverkum verksins sem frumsýnt er um jólin í Borgar- leikhúsinu. mynd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.