Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 2
Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson vöktu nágranna sína á haustmánuðum þegar búslóð þeirra var bor- in út í flutningabíl um miðja nótt. Þau eru skráð til heimilis á Eng- landi en búa í Lausanne í Sviss þar sem börn þeirra sækja skóla. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni bauð banka huldufé Þegar Jón Ger- ald Sullenberger bauð skuldabréf frá Venesúela fyrir 30 milljarða króna í Landsbank- anum árið 2006 var Baugs- málið fyrir dómstólum. Samtöl blaðamanns DV við heimildarmenn benda til þess að yfirmenn innan gamla Landsbankans hafi verið meðvitaðir um stöðu Jóns Geralds og að Björgólfur Guðmunds- son, aðaleigandi Landsbankans, gæti hafnað í sérkennilegri stöðu ef upplýst yrði opinberlega að bankinn gengist fyrir því að tilkynna grunsamlegt tilboð Jóns Geralds í bankanum til efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra. Heimildir segja bankann hafa tilkynnt þetta en embætti ríkislögreglustjóra kannast ekki við að hafa fengið tilkynn- ingu frá Landsbankanum um grunsamlegar tilraunir til peninga- þvættis eða fjársvika seint í ágúst árið 2006. skuldugur fótbolta- kappi Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Monaco, skuldar rúmar 1200 milljónir á móti rúmlega 800 milljóna króna eignum. Meirihluti eigna Eiðs er í söluferli. Hann tapaði fé á fjárfestingaverkefnum á Íslandi og í Hong Kong og Tyrk- landi. Drjúgur hluti rúmlega 30 milljóna króna mánaðarlauna hans fer í að endurgreiða skuldir á næstu árum. Skuldirnar eru meiri en launin sem hann fær hjá Mon- aco. Talsmaður Eiðs Smára segist ekkert vita um fjármál hans og Eiður Smári vill ekkert ræða um fjármál sín. Knattspyrnumaðurinn hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína um hvernig hann geti staðið í skilum. Samkvæmt heimildum DV er Eiði Smára mikið í mun að ráða fram úr þessum skuldavanda sínum og hefur hann meðal annars leit- að eftir frekari lánveitingum til þess. Jóhannes vill hannes burt „Ég er búinn að biðja um fund með rektor, út af þessu og öðru. Mér finnst framganga háskóla- prófessorsins furðuleg að vera með svona útgáfustarfsemi þar sem drullað er yfir fólk,“ segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Jóhannes sakar Hannes Hólmstein Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um að dreifa flugritum innan háskólans. Á þeim koma fram fullyrðingar um að vina- og ættartengsl bjargi eignarhlut 1998 ehf., félags í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, í Högum. „Það er alrangt að ég hafi verið að dreifa þessu. Ég fékk þetta vissulega sent í pósti og prentaði út eintak enda þótti mér þetta fyndið. Ég sýndi einhverjum það en það er fráleitt að halda því fram að ég hafi verið að dreifa einhverju,“ sagði Hannes. 1 2 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir Jón Gerald Sullenberger, verslunarrek- andi í Kópavogi, er sagður hafa verið milliliður í meintri tilraun til umfangs- mikils peningaþvættis í Landsbank- anum seint í ágústmánuði árið 2006. Skuldabréf, sem Jón Gerald bauð bankanum, vöktu grunsemdir í starfs- manna bankans og var málið stöðvað. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV innan Landsbankans vildi Jón Gerald koma ríkisskuldabréfum frá Venesúela, skráð í dollurum, í umsýslu Landsbankans. Upphæð ríkisskulda- bréfanna nam samtals um 30 millj- örðum króna og vakti upphæðin sér- staka athygli starfsmanna bankans. Heimildir eru fyrir því að bank- inn hafi átt að fá hálft til eitt prósent í þóknun fyrir umsýslu með bréf- in. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað hefur Jón Gerald varla átt að fá minna en eitt prósent andvirðis bréfanna í umboðslaun eða fyrir milli- göngu sína. Sjálfur neitar hann því al- farið að hafa átt að fá nokkuð í sinn hlut. Skuldabréfin vöktu tortryggni og sáu starfsmenn Landsbankans tor- merki á því að taka við þeim í umsýslu. Við nánari athugun reyndist skulda- bréfaflokkurinn útrunninn eða að minnsta kosti megnið af bréfunum. Einnig af þeirri ástæðu varð ekkert af viðskiptunum með bréfin, en andvirði þeirra eða bréfin sjálf, áttu samkvæmt heimildum að fara áfram til banka í Evrópu. Bankaumsýsla gerir peninga hreina Grunsemdir Landsbankamanna um milljarðabréfin í fórum Jóns Geralds sneru að tvennu. Í fyrsta lagi gátu skuldabéfin verið fölsuð og tilraun til að innleysa þau í banka væri í slíku til- viki fullframið fjársvikabrot. Í öðru lagi gátu skuldabréfin verið ófölsuð en ver- ið væri að gera tilraun til þess að nota Landsbankann til peningaþvættis á fé sem upphaflega væri illa fengið. Einn liður peningaþvættis, og oft sá erfiðasti, er að koma illa fengnu fé inn í banka með gott orðspor og fá hann til að taka peningana í umsýslu. Þannig hefði til dæmis stimpill og uppáskrift Lands- bankans á skuldabréfin frá Venesúela gert þau trúverðug og seljanlegri en ella hefði verið. Til þessa kom aldrei vegna viðbragða starfsmanna Lands- bankans. Kannast við skuldabréfin Jón Gerald Sullenberger kannast við að hafa boðið bréfin frá Venesúela í Landsbankanum á umræddum tíma. „Það passar að ég hafi komið með þessi bréf og einnig að þetta hafi verið há upphæð. Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum. Ég ýtti þessu bara áfram en kom aldrei neitt nálægt þessu. Ég sá aldrei þessi bréf.“ Jón Gerald segist ekki heldur hafa vitað hver upprunalegur eigandi bréf- anna var. „Ég held að Landsbankinn hafi haft samband beint við viðkom- andi banka í Venesúela. Þeir fengu bara öll gögnin og áttu að ráða þessu. Ég fékk aldrei neina skýringu á því hvers vegna þetta var stöðvað í bank- anum. Ég kom aldrei nálægt þessu. Ég spurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði málið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars. Mig minnir að bankanum hafi verið boðin bréfin til kaups.“ Aðspurður bætir Jón Gerald við að það hafi sennilega átt að vera með umtalsverðum afföllum. Hann ít- rekar að hann hafi enga þóknun átt að fá fyrir að búa til verðmæti úr bréfun- um. „Ekki krónu!“ Íslenskir bankar berskjaldaðir Blaðamanni DV er bent á, að á þessum tíma árið 2006 hafi íslensku bankarnir verið á barmi lausafjárþurrðar og geng- ið í gegnum litlu fjármálakreppunna sem svo er nefnd. Þessu til áréttingar má nefna að í mars 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Odds- sonar, sem þá hafði verið seðlabanka- stjóri í um fimm mánuði. Fram kemur í Umsátrinu, nýrri bók Styrmis Gunn- arssonar, að fundurinn var haldinn að beiðni bankastjóra stóru bankanna þriggja vegna mjög alvarlegrar stöðu þeirra á þessum tíma. Sátu bankastjór- arnir sjálfir fundinn með formanni bankastjórnar Seðlabankans. Á þessum tíma urðu íslenskir bankamenn varir við meiri umferð vafasamra fjármálagerninga og manna sem reyndu fjársvik eða gerðu tilraunir til peningaþvættis. Er það rakið til þess að fjársvikamenn erlendis hafi metið það svo, að íslensku bankarnir væru í viðkvæmri stöðu og varnir þeirra því minni og lakari en annars staðar. Jón Gerald aldrei yfirheyrður Lögum samkvæmt ber fjármálafyrir- tækjum að tilkynna allar grunsemdir sínar um meint peningaþvætti til lög- reglu. Þegar fjármálafyrirtæki hefur tilkynnt lögreglu um mál af þessum toga ber lögreglu að staðfesta skriflega móttöku slíkrar tilkynningar. Loks ber Fjármálaeftirlitinu að fylgja því eftir að bankar sinni skyldum sínum í þessu efni. Samkvæmt heimildum DV er yfir vafa hafið að Landsbankinn tilkynnti málið til embættis ríkislögreglustjóra í samræmi við lög. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra getur lögum samkvæmt hvorki gefið upplýsingar um tilraunir Jóns Geralds til þess að koma ríkisskulda- bréfum frá Venesúela í umferð hjá Landsbankanum né nokkurra ann- arra. Aðspurður kveðst Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, ekki geta fjallað um einstök mál, tilkynning- ar eða kærur og vísar til þess sem ofan greinir um lög og trúnað. - Þess má geta að peningaþvættisskrifstofan og upplýsingar sem þar eru meðhöndl- aðar hafa svipaða stöðu og starfsemi leyniþjónustu (Financial Intelligence Unit). DV hefur ekki borið málið und- ir Harald Johannessen ríkislögreglu- stjóra, en lögum samkvæmt átti embættið að staðfesta móttöku til- kynningarinnar frá Landsbankanum. Jón Gerald segist aldrei hafa verið boðaður til skýrslutöku hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna málsins. Rík tilkynningaskylda Samkvæmt lögum frá árinu 2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og varn- ir gegn hryðjuverkum er bönkum skylt að kanna áreiðanleika viðskipta- manna sinna. Jafnframt ber bönkum að afla gagna um raunverulegan eig- Jón Gerald Sullenberger BANKINN STÖÐVAÐI HULDUFÉ JÓNS GERALDS „Ég kom aldrei nálægt þessu. Ég spurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði mál- ið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars.“ PENINGAþVæTTI - SKILGREINING: „Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.“ (Lög nr. 64/ 2006) Jóhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skaut upp kollinum í Baugsmálinu Jón Gerald Sullenberger er fluttur frá Miami á Flórída og opnaði nýlega matvöruverslun í Kópavogi. Hann reyndi að koma ríkisskulda- bréfum frá Venesúela í verð hjá Landsbankan- um fyrir nokkrum misserum en án árangurs. mynd SiGtRyGGuR aRi aðili frá miami „Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum,“ segir Jón Gerald Sullenberger. mynd SiGtRyGGuR aRi fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 3 BANKINN ST S GERALDS Sérkennileg staða Landsbankaeigenda Seint í ágústmánuði 2006, þegar Jón Gerald Sullenberger bauð Lands- bankanum ríkisskuldabréf frá Venes- úela fyrir þrjátíu milljarða króna, var Baugsmálið enn fyrir dómstólum. Jón Gerald var sem kunnugt er upp- haflegur kærandi, höfuðvitni og síðar einnig sakborningur í því máli. Samtöl blaðamanns DV við heim- ildarmenn benda til þess að yfirmenn innan gamla Landsbankans hafi ver- ið meðvitaðir um stöðu Jóns Geralds og að Björgólfur Guðmundsson, að- aleigandi Landsbankans, gæti hafnað í sérkennilegri stöðu ef upplýst yrði opinberlega að bankinn gengist fyr- ir því að tilkynna grunsamlegt tilboð Jóns Geralds í bankanum til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Fyrir þessu gátu verið ákveðnar ástæður. Davíð Oddsson hafði í hlutverki forsætisráðherra hlutast til um að Björgólfur gæti eignast bankann þeg- ar hann var einkavæddur. Í bankaráði Landsbankans sat Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár og stór hluthafi í Landsbankanum. Hann var náinn Davíð Oddssyni og átti eftir að sitja sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins fram í október 2006. Fjórum árum áður höfðu Kjart- an og Styrmir Gunnarson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lagt á ráð- in um liðsinni Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns við að sækja mál Jóns Geralds gegn Baugsfeðgum. Síðasti dómurinn í Baugsmálinu síðara var kveðinn upp snemmsumars 2008 í Hæsta- rétti, löngu eftir að Jón Gerald bauð Landsbankanum skuldabréfin frá Venesúela. Jónínupóstarnir Fréttablaðið hóf birtingu svonefndra Jónínupósta, 24. september 2005 þar til sett var lögbann á frekari birtingu að frumkvæði Jónínu Benediktsdótt- ur. Tölvupóstarnir sýna samskipti hennar og Styrmis Gunnarssonar, þá ritstjóra Morgunblaðsins, frá maí- mánuði til loka júlí árið 2002. Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs í lok ágúst sama ár. Eftirfarandi stóð í tölvupósti sem Styrmir sendi Jónínu að kvöldi 1. júlí 2002, um átta vikum fyrir húsleitina: „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er al- gerlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokk- ur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Stein- ar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.” Styrmir staðfesti við Fréttablaðið að þarna væri átt við Kjartan Gunn- arsson en neitaði að gefa upp hver ónefndi maðurinn væri. Rík tengsl við Jón Gerald og Baugsmál Björgólfur Guðmundsson átti síðar eftir að eignast ráðandi hlut í Árvakri, útgáfu Morgunblaðsins. Landsbank- inn, banki Björgólfs, tók auk þess veð í húsi Styrmis í Kópavogi í apríl 2006 gegn 100 milljóna króna láni á trygg- ingabréfi, sem bankinn veitti ritstjór- anum í harðri glímu hans við per- sónulegar skuldir. Ljóst er að tengsl milli aðaleig- anda Landsbankans og manna sem tengdust persónu Jóns Geralds með beinum eða óbeinum hætti í einu víðtækasta og umdeildasta dóms- máli síðari tíma voru rík eins og hér er rakið. Ekkert verður þó sagt um hvort það hafi haft bein áhrif á ákvarðanir um meðferð Landsbank- ans eða embættis ríkislögreglustjóra á grunsemdum sem tengdust Jóni Gerald seint í ágúst 2006 í tengslum við skuldabréfin frá Venesúela. Jón Gerald Sullenberger Baugsréttarhöld Myndin af Styrmi Gunnarsyni og Jóni Gerald Sullenberger er tekin í mars 2007. Jónína Benediktsdóttir 24. september 2005 hóf Fréttablaðið birtingu svokallaðra Jónínupósta sem vörpuðu ljósi á tilurð Baugsmálsins. Með henni á myndinni eru Jón Gerald Sullenberger (t.v.) og Ivan Motta sem kallaður var frá Miami sem vitni í Baugsmálinu. anda verðbréfa og afla þarf upplýsinga í hverra hendur peningar eða verð- bréf eiga endanlega að komast. Einnig er ætlast til þess að bankinn gangi úr skugga um tilgang viðskiptanna. Höfuðástæða þess að starfs- menn og regluverðir Landsbankans tóku ekki við ríkisskuldabréfunum frá Venesúela sem Jón Gerald bauð bankanum, mun hafa verið sú, að þeir þóttust sjá að hann gengi hugs- anlega erinda vafasamra og ónafn- greindra fjársvikamanna. Hann gat því hafa verið milligöngumaður eða handbendi slíkra manna í ólöglegum gjörningum. Jafnvel þótt svo hann væri á eigin vegum með útrunnin verðbréf að andvirði 30 milljarðar króna töldu starfsmenn Landsbank- ans málið grunsamlegt og vafasamt. Mun Jóni Gerald hafa verið bent á hættuna þessu samfara. Í skýrslu peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006 kemur fram að aðeins 5 tilkynning- ar af 312 voru reistar á grunsemdum um peningaþvætti yfir 10 milljónum króna. Eins og áður greinir er ljóst að Landsbankinn tilkynnti lögreglu um bréfin á vegum Jóns Geralds. Því má draga þá ályktun að framangreint mál sé eitt af fimm stærstu málun- um. Í lögum og reglugerð um með- höndlun tilkynninga um ætlað pen- ingaþvætti eru skýr fyrirmæli um það hvernig slík mál skuli meðhöndluð. Það er enn allt á huldu hver eig- andi bréfanna var. ÚR REGLUGERÐ Um mEÐHÖNDLUN TILKyNNINGA Um æTLAÐ pENINGAþVæTTI. 7.gr. Könnun. Á grundvelli tilkynningar og eftir atvikum upplýsingaöflunar skal fara fram könnun sem verður grundvöllur ákvörðunar samkvæmt 8. gr. 8. gr. Ákvörðun. Könnun samkvæmt 7. gr. getur leitt til eftirfarandi: 1. að tilkynningu um grunsamleg viðskipti er eytt, 2. að tilkynning er skrásett sem rannsóknarupplýsingar í upplýsingakerfi lögreglu, og skal ákvörðun um það rökstudd skriflega, 3. að ákvörðun er tekin um að hefja lögreglurannsókn, 4. að viðskipti verða ekki framkvæmd, sbr. 10. gr. Ákvörðun samkvæmt 1. eða 2. tölulið tekur rannsakandi, en ákvörðun samkvæmt 3. eða 4. tölulið tekur ákæruvaldshafi. Ákvörðun skal tekin svo fljótt sem auðið er. Saksóknari efnahagsbrota Helgi Magnús Gunnarsson gefur ekki upplýsingar um einstaka tilkynningar til efnahagsbrotadeildar um peninga- þvætti enda er það óheimilt samkvæmt lögum. 3 4 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir Talsmaður Arion banka, Berghild- ur Erla Bernharðsdóttir, staðfestir að launahækkanir hafi átt sér stað hjá bankanum undanfarið. Hún kall- ar hækkanirnar launaleiðréttingu því nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta laun þeirra einstaklinga sem dregist höfðu aftur úr sambærilegum launum annarra fjármálastofnana. DV óskaði eftir nánari upplýsing- um um þessar launaleiðréttingar, öðru nafni launahækkanir, en þær fást ekki hjá bankanum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Svör bankans ein- kenndust þess í stað af útúrsnúningum og staðhæfingum um að launahækk- unum hafi verið haldið í lágmarki. DV óskaði eftir upplýsingum um hversu margir einstaklingar fengu launa- hækkun, hversu há hækkunin væri, á hvaða sviðum hækkunin færi fram og hversu mikið þær kosti bankann mán- aðarlega. Frá Arion fengust engin svör. Arion banki, áður Kaupþing banki, neitar einnig að gefa upp heildarkostn- að við nafnabreytingu bankans. DV fór þess á leit og óskaði jafnframt eft- ir sundurliðun á kostnaði en þau svör fengust að slíkt fengist ekki gefið upp. Bankinn gefur hins vegar aðeins upp áætlaðan heildarkostnað vegna breyt- ingarinnar. Sú áætlun gerir ráð fyrir ríflega sautján milljóna króna kostnaði við breytinguna en það telja þeir sér- fræðingar sem DV leitaði til útilokað. Þeirra mat er að kostnaðurinn hlaupi á mörgum tugum milljóna, fimmtíu milljónir að lágmarki, og jafnvel yfir hundrað milljónir. Til viðbótar sé síð- an hægt að reikna þann mikla fórnar- kostnað sem liggur í glötuðu markaðs- efni. trausti@dv.is Arion svarar engu Loðin svör Talsmenn Arion gefa ekki upp heildarkostnað við nafnabreytinguna og launahækkanir. „Ég er búinn að biðja um fund með rektor, út af þessu og öðru. Mér finnst framganga háskólaprófessorsins furðuleg að vera með svona útgáfu- starfsemi þar sem drullað er yfir fólk,“ segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Jóhannes sakar Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, um að dreifa fluguritum innan háskólans. Á þeim koma fram fullyrðingar um að vina- og ættartengsl bjargi eignarhlut 1998 ehf., félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, í Högum. Þar er Jón Ásgeir nafn- greindur og myndbirtur og einnig tveir bankastarfsmenn, þau Helga Jóns- dóttir, stjórnarmaður Arion banka, og Sigurjón Pálsson, starfsmaður Arion banka. Bæði eru þau sögð vinna hörð- um höndum að því að fá milljarða skuldir félagsins niðurfelldar. Dreift á göngunum? „Hann var að dreifa þessu á göngum skólans og vitni að því hafa haft sam- band við mig. Þau segja mér að Hann- es Hólmsteinn hafi verið að rétta nem- endum þennan snepil. Sjálfur hef ég séð þessa auglýsingu og mér þykir hún ákaflega lágkúruleg,“ segir Jóhannes. Hannes Hólmsteinn vísar því aft- ur á móti á bug að hann hafi verið að dreifa þessum blöðum á göngum skól- ans. Hann viðurkennir að hafa prent- að þetta út og sýnt nokkrum samkenn- urum enda eigi myndin erindi við almenning því hún sýni vel íslenska klíkusamfélagið. „Það er alrangt að ég hafi verið að dreifa þessu. Ég fékk þetta vissulega sent í pósti og prentaði út eintak enda þótti mér þetta fyndið. Ég sýndi einhverjum það en það er fráleitt að halda því fram að ég hafi verið að dreifa einhverju. Þó svo að ég væri að dreifa einhverju væri það ekkert mál því elskulegir samkennarar mínir hafa oft verið að prenta út og dreifa ýmsu,“ segir Hannes Hólmsteinn. Allt saman satt „Það getur verið að ég hafi gleymt þessu einhvers staðar en ég hef ekki dreift neinu flugriti neins staðar. Hins vegar tel ég mig alveg hafa haft fullan rétt til að dreifa þessu því þær upplýs- ingar sem þarna koma fram eru hár- réttar. Aðalatriðið í þessu er að það sem er á blöðunum er allt rétt,“ bæt- ir Hannes Hólmsteinn við. Á sunnu- dag ritaði hann síðan færslu á blogg- svæði sitt þar sem hann birti myndina sem sýni vel klíkusamfélagið á Íslandi. Hann sagði myndbirtinguna á netinu sárabót fyrir að hafa ekki dreift henni á göngum háskólans. Jóhannes vonast til þess að há- skólarektor sjái að framgana Hannesar sæmi ekki stofnuninni. Hann útilokar ekki að grípa til annarra ráða taki rekt- or ekki hart á málinu. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega ósmekklegt. Að vera með þennan óhróður í bloggheim- um er eitt, en að nýta sér opinberan vinnustað til að bera svona lagað út er hámark ósvífninnar. Rektor þarf að taka afstöðu til mögulegrar brottvikn- ingar því þetta er klárlega ekki stofn- uninni til framdráttar. Ég er búinn að fá algjörlega nóg af því hvað þessi op- inberi starfsmaður hefur lagt sig fram við að niðurlægja fjölskyldu mína. Ég er búinn að fá mig fullsaddan,“ segir Jóhannes. Jóhannes Jónsson Hólmsteins Gissurarsonar Flugrit Hannesar „Hins vegar tel ég mig alveg hafa haft fullan rétt til að dreifa þessu því þær upplýsingar sem þarna koma fram eru hárréttar.“ TrAusTi HAfsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is fundar með rektor Hannes Hólmsteinn er sagður dreifa óhróðurspésum á göngum Háskóla Íslands en sjálfur segist hann aðeins hafa sýnt nokkrum samkennurum myndina. Alrangt Hannes þvertekur fyrir að hafa dreift myndinni þó svo hann telji sig hafa fullan rétt til þess. ekki hrifinn Jóhannes segist hafa fengið sig fullsaddan á ósmekklegri framgöngu í garð fjölskyldu sinnar. Klíkuskapur í bönkunum Hannes segir myndina eiga erindi við almenning því hún sýni vel íslenskt klíkusamfélag. síðasti séns Frestur Kaupþings til að eignast 87 prósenta hlut í Arion banka renn- ur út í dag, mánudag. Fari svo að Kaupþing eignist hlutinn verður ríkið aðeins aðaleigandi Lands- bankans að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins en ríkið á nú fimm prósent hlut í Íslandsbanka. Skilanefnd Kaupþings hefur fund- að með kröfuhöfum Kaupþings í London um helgina. Átta spari- sjóðir hafa sótt um stofnfjárfram- lög til ríkisins og ef ríkið verður við því renna þeir eignarhlutar einnig til Bankasýslunnar sem fer með hluti ríkisins í fjármálafyrirtækj- um. Einnig verður athugað hvort Landsbankinn geti orðið hæfur til að fara aftur inn á hlutabréfa- markað og er stefnt að því að ríkið hafi losað um sitt eignarhald á bönkunum eftir fimm ár en þá lýk- ur starfstíma Bankasýslu ríkisins lögum samkvæmt. Par tekið með fíkniefni Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á þrítugsaldri voru hand- tekin grunuð um aðild að fíkni- efnainnflutningi eftir húsleit í Grafarvogi fyrir helgi. Hálft kíló af kókaíni og 300 grömm af amf- etamíni fundust við húsleitina. Frá þessu var greint í kvöld- fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Þar kom fram að fólkið hafi verið úrskurðað í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Fíkniefnalögreglan hefur farið í alls fimm húsleitir vegna málsins og fundust einhver fíkniefni í þeim. Kærleikskúla fyrir börnin „Markmið okkar er að gefa fleiri börnum tækifæri á að njóta sumar- og helgardval- ar í Reykjadal,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, sem nú fyrir jólin selur Kærleikskúluna í sjöunda sinn. Á hverju ári efnir Styrktar- félagið til samstarfs við nýjan listamann um hönnun Kær- leikskúlunnar, en allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til fatlaðra barna og starfsins í Reykjadal. Í ár er það listamað- urinn Hreinn Friðfinnsson sem skreytir kúluna. Kúlunni er síðan pakkað af starfsmönn- um á vinnustofunni Ás, sem er verndaður vinnustaður. Líkt og síðustu ár verður kúlan seld í takmörkuðu upplagi frá 5. til 19. desember. Línubátur fékk tvö brot á sig Línuveiðibátur lagðist á hlið- ina á sunnudag er hann fékk tvívegis á sig brotsjó austur af Horni. Það var við fyrra brotið sem báturinn lagðist á hliðina og strax eftir að skipstjóra tókst að rétta hann við reið síðara brotið yfir. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Talsverður sjór flæddi niður í vistarverjur skipverja og urðu talsverðar skemmdir á eigum þeirra. Tveir menn slösuðust lítillega og þurftu að leggjast undir læknishendur við kom- una í land. 2 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og fyrrver- andi forstjóri Samskipa, flutti á dögun- um út úr húsi sínu í skjóli nætur. Ná- grannar Ólafs vöknuðu um hánótt er búslóðin var borin út. Ólafur flutti ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, út úr húsi þeirra við Huldubraut 28 í Kópavogi. Flutningurinn vakti athygli nágranna sem vöknuðu að næturlagi við skar- kala frá húsinu. Eftir því sem DV kemst næst var gámaflutningabíl bakkað upp að húsinu og búslóðin borin út í gám. Hjónin fluttu því endanlega úr húsinu og eru skráð í þjóðskrá með lögheimili á Englandi. Fjölskyldan býr hins veg- ar í Sviss þar sem börn þeirra ganga í skóla. Sérkennileg tímasetning Gísli Jón Höskulds- son, ná- granni Ólafs og Ingibjargar, staðfestir að flutning- urinn hafi átt sér stað um miðja nótt. Hann segir ná- granna hafa undanfarið velt tímasetn- ingunni fyrir sér. „Já, nágrannarnir urðu varir við þetta og hafa velt þessu fyrir sér,“ segir Gísli Jón. Sigrún Einarsdóttir, annar nágranni Ingibjargar og Ólafs, segir nágrannana tala um flutningana í skjóli nætur. Hún tekur það fram að sjálf hafi hún ekki verið heima þegar flutningarnir stóðu yfir og að eðlilegar skýringar geti leg- ið að baki flutningum að næturlagi. „Sjálf vaknaði ég ekki við þetta því ég var stödd erlendis. En nágrannarn- ir tala um að þarna hafi komið flutn- ingabíll um miðja nótt. Ég heyri þá tala um þetta og segja þetta hafa verið sér- kennilegt. Það var tekið eftir þessu en það sá enginn almennilega hvað var sett í bílinn því honum var bakkað al- veg að. Það getur hins vegar verið að hentugt hafi verið fyrir þau að fá bílinn að næturlagi,“ segir Sigrún. MySpace frá Lausanne Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, er í hópi íslenskra útrásarvíkinga þar sem hann hefur verið í forsvari fyrir mörg fjárfestingafyrirtæki og leiddi hópinn sem keypti Búnaðarbank- ann af íslenska ríkinu. Hann hefur staðið í deilum við nágranna sína við sumarhús hjónanna á Snæ- fellsnesi og um mitt ár voru gerðar húsleitir á heimili hans vegna rann- sóknar á kaupum hlutabréfa í Kaup- þingi. Samkvæmt heimildum DV stefnir Ólafur á að sækja um svissneskt rík- isfang enda fjölskyld- an al- flutt til Sviss. Börnin þeirra tvö, fjórtán og sautján ára, sækja skóla í Laus- anne í Sviss. Yngra barnið heldur úti MySpace-síðu frá Lausanne í Sviss. Passa húsið Samkvæmt frásögnum nágranna Ingi- bjargar og Ólafs er hús þeirra síður en svo tómt þó svo hjónin hafi flutt búslóð sína á brott að næturlagi. Þar býr fyrr- verandi þjónustufólk þeirra og au-pair stúlka, öll ættuð frá Filippseyjum. Þeg- ar sérstakur saksóknari framkvæmdi húsleitina í sumar bjuggu fjórir ein- staklingar í einbýlishúsi hjónanna sem þurftu að gefa skýringar á tengsl- um sínum við eigendur hússins. Einn af íbúunum, Mirasol Lucanas Asayas, sagði þá í samtali við DV að hún hefði áður starfað hjá Ingibjörgu og Ólafi. „Ég var au-pair stúlka hjá þeim,“ sagði Mirasol. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Ingi- björgu né Ólaf til að fá þeirra við- brögð við vinnslu frétta- rinnar. FLUTTU ÚT Í SKJÓLI NÆTUR TrauSTI hafSTeInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is flott hús Að næturlagi bakk- aði flutningabíll að húsinu og búslóðin var borin út í bíl. Búa í Sviss Ingibjörg og Ólafur eru skráð með lögheimili á Englandi en búa í Lausanne í Sviss. Þar heldur sonur þeirra úti MySpace-síðu. „En nágrannarnir tala um að þarna hafi komið flutningabíll um miðja nótt. Ég heyri þá tala um þetta og segja þetta hafa verið sérkennilegt.“ 2 2 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Barnalán Glitnis og Byrs Flest af barnalánunum tíu í stofnfjáraukning- unni í Byr í desember árið 2007 fóru frá Glitni og til barna í Nóatúnsfjölskyldunni svokölluðu, eiganda fjárfestingafé- lagsins Saxhóls sem var stór hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. BARNALÁN NÓATÚNS- FJÖLSKYLDUNNAR Foreldrarnir sem ákváðu að skuld- setja börn sín hjá Glitni til að fjár- magna stofnfjárbréfakaup ófjárráða barna sinna í sparisjóðnum Byr árið 2007 koma flestir úr systkinahópn- um í Nóatúnsfjölskyldunni svoköll- uðu. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að Glitnir hefði lán- að tíu börnum peninga til að kaupa stofnfjárbréf í Byr í stofnfjáraukning- unni í desember 2007 og að Íslands- banki, áður Glitnir, ætlaði sér að inn- heimta lánin. Blaðið greindi hins vegar ekki frá því hverjir foreldrar barnanna tíu væru en alveg ljóst var af fréttinni að það voru foreldrar barnanna sem tóku ákvörðunina um að leita eft- ir lánveitingunni til stofnfjárbréfa- kaupanna fyrir hönd barna sinna þar sem þau voru ekki fjárráða á þeim tíma sem lánin voru veitt. Síðan fréttin birtist í Viðskipta- blaðinu hefur Íslandsbanki gefið það út að hann muni ekki innheimta lánin til barnanna og munu þau þá væntanlega verða afskrifuð í bank- anum. Börnin munu því væntanlega ekki bíða fjárhagslegt tjón af lántök- unni. Lánað til barna systkina Systkinahópurinn sem um ræðir eru börn Jóns Júlíussonar, fyrrverandi eiganda Nóatúnsverslananna, sem seldi verslanirnar inn í Kaupás árið 2000. Samkvæmt heimildum DV eru flest af börnunum úr fjölskyldum systkinanna. Fjárfestingafélag syst- kinanna, Saxhóll, átti um 7,5 pró- senta hlut í Byr og félag sem var að hluta til í eigu þess, Saxbygg, keypti 5 prósenta hlut í Glitni í apríl 2007 fyrir um 20 milljarða króna. Saxhólssystk- inin voru því stórir hluthafar í báðum fjármálafyrirtækjunum, Byr og Glitni, þegar stofnfjáraukingin fór fram. Þegar lánveitingarnar voru veitt- ar í stofnfjáraukningunni átti sér stað mikil valdabarátta innan Byrs um framtíðaryfirráð yfir sparisjóðnum og má reikna með að lánveitingarnar til barnanna hafi verið liður í þessari baráttu. Stofnfjáreignin sú sama Í nær öllum tilfellum er stofnfjáreign barnanna sú sama: rúmlega 14 millj- ónir króna. Öll áttu börnin stofnfjár- bréf fyrir stofnfjáraukninguna í Byr en höfðu einungis rétt á að kaupa ákveðið magn bréfa til viðbótar, upp að ákveðinni upphæð, og skýrir það þá staðreynd að flest þeirra eiga jafn- mikið af stofnfjárbréfum. Þrjú af börnunum sem fengu lán frá Glitni til að kaupa stofnfjárbréf í sparsijóðnum eru dætur Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Byrs. Þær eru sautján, fjórtán og fjögurra ára í dag. DV hefur ekki náð tali af Jóni Þor- steini sem búsettur er í Bretlandi um þessar mundir. Freistandi ef áhættan er engin Börn systkina Jóns Þorsteins fengu einnig lán til að taka þátt í stofnfjár- aukningunni, meðal annars tvö börn Einars Arnar Jónssonar. Þau eru fædd árin 1991 og 1999. Einar Örn stað- festir að börn hans hafi fengið lán hjá Glitni til að fjármagna stofnfjárkaup- in. Hann segir að þegar viðræðurnar um lánveitingarnar hafi átt sér stað við Glitni hafi bankinn kynnt lánin sem svo að veð væri tekið í bréfun- um og að önnur áhætta væri ekki fyr- ir hendi. „Forsendan á bak við þetta hjá okkur var sú að bankinn ætlaði bara að ganga að þessum bréfum ef þetta gengi ekki upp og punktur,“ segir Einar Örn. Aðspurður hvort hann telji að þetta réttlæti þá ákvörðun foreldr- anna að taka lán fyrir hönd barnanna og skuldsetja þau þar með segir Ein- ar: „Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán... Við fengum svo bara fjármálakerfið á hliðina en á þessum tíma voru menn öðruvísi stemmdir og töldu ekki mikla áhættu í þessu,“ segir Einar og bætir því við að auðvit- að sé það siðferðileg spurning hvort menn hefðu átt að taka þessi lán fyr- ir börn sín eða ekki. Hann telur hins vegar að áhættuleysi lántökunnar hafi réttlætt þá ákvörðun. „Það hlýt- ur alltaf að spila stóran þátt í þessu hversu mikil áhættan var fyrir börnin. Þetta var kynnt sem áhættulaus lán- taka og að ekki yrði gengið á börnin,“ segir Einar þegar hann er spurður að því hvort honum finnist skuldsetn- ing barna ekki vera siðlaus óháð því hvort í henni felist áhætta eða ekki. Lánveitingarnar voru kynnt- ar þannig fyrir hönd bankans að arðgreiðslurnar af stofnfjárbréfa- eigninni myndu greiða lánin upp á árunum 2008 og 2009. Íslenska fjár- málakerfið fór hins vegar á hliðina og varð því ekkert af því að lántakend- urnir fengju arð af stofnfjárbréfunum og greiddu hann til Glitnis nú í sum- ar. Lánin eru því enn útistandandi í bankanum, bæði hjá börnunum og þeim lögráða einstaklingum sem tóku lánin. Viðskiptin hefðu því get- að gengið upp ef íslenska fjármála- kerfið hefði ekki farið á hliðina. „Það vissi auðvitað enginn hvað myndi gerast,“ segir Einar Örn og vísar til ís- lenska efnahagshrunsins. Enginn lét hann vita í bankanum Einar segir að ef hann hefði vitað að hugsanlega væri það lögbrot að taka slík lán í nafni barnanna hefði hann ekki tekið lánin fyrir hönd barna sinna tveggja. Hann segist ekki hafa vitað það á þeim tíma að ekki væri heimilt að láta ólögráða einstaklinga taka lán til að kaupa hlutabréf og að enginn í bankanum hafi sagt hon- um það. Aðspurður hvort hann hafi ekki fengið bréf frá sýslumanninum í Reykjavík þar sem hann lét foreldr- ana vita að þeir mættu ekki skuldsetja börn sín á þennan hátt til að kaupa hlutabréf segir Einar Örn að bréfið frá sýslumanni hafi borist í október 2008, tíu mánuðum eftir stofnfjár- aukninguna. „Þá var þetta orðinn hlutur... Maður fer niður í banka og býst þá við að þeir segi: Þetta geng- ur ekki. Þú verður að fá samþykki hjá sýslumanni fyrir þessu. Þá kannski hefði ég stoppað. Bankinn var ekk- ert að benda okkur á þetta... Ég hefði viljað fá ábendingu um að þetta mætti ekki,“ segir Einar Örn og bætir því við að fólk hafi verið með falskar væntingar um að þetta væri í lagi þar sem bankinn hefði gefið grænt ljós á lánveitingarnar. Hundruð í sömu sporum Barn bróður þeirra Jóns Þorsteins og Einars Arnar, Júlíusar Þórs Jónsson- ar, fékk einnig lán í Glitni. Það var 17 ára þegar lánin voru veitt. Annað barn Jóns er einnig stofnfjáreigandi en var orðið fjárráða þegar lánveit- ingarnar voru veittar. Í þeirra tilfell- um er stofnfjáreignin í Byr sú sama og rætt var um hér að ofan. Júlíus vildi ekki ræða um lánveit- „Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, þá hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán.“ InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Opið laugardaga til jóla kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.