Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað Himinninn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga „Eitthvað yfirnáttúru- legt við hana sem ég fíla. Reyndar virðist sú pæling vera í tísku núna. Þema með ský og drunga, sama stemning er á fyrri bók höfundarins ásamt bókunum Óvinafagnaður, Hyldýpi og áfram mætti töluvert lengi telja. Dálítið spes tilviljun ef maður pælir í því. Líklega það sem selur núna.“ „Eitthvað öðruvísi og mjög frumlegt.“ „Fallegir litir sem grípa augað. Það er hún Alexandra Buhl sem gerir hana - hún er mjög auðþekkjanleg, alveg svakalega fær.“ „Heillandi og fögur en um leið öfugsnúin og pirrandi. Sameinar helstu einkenni stílsins sem einkennir höfundinn.“ Heim til mínS Hjarta: ilm- SkýrSla um árStíð á Hæli eftir Oddnýju eiri ævarSdóttur „Smekklegir stælar sem ganga upp. Efaðist fyrst en þetta er fallegt.“ „Sláandi frumleg. Bók með gati og leynigöngum inn í sérstakan heim Oddnýjar.“ „Útskornu hringirnir á kápunni grípa augað og vekja forvitni um innihald bók- arinnar sem og stafagerðin í titlinum.“ mynd af ragnari í Smára eftir jón karl HelgaSOn „Svona mynd af mynd er alltaf spennandi. Óræð og falleg kápa eins og þjóðsagna- kennd aðalpersónan.“ „Tvöfeldni í kápunni sem vísar í störf Ragnars. Góð hugmynd og snjöll útfærsla.“ „Minna er alltaf meira. Veit ekki hvað það er sem heillar mig en það er eitthvað.“ umSátrið eftir Styrmi gunnarSSOn „Óþægilega sönn lýsing á stöðu Íslands í heiminum í dag. Fall Íslands skýrlega myndgert.“ „Þó mig langi ekkert að lesa bókina þá gæti ég vel hugsað mér að stilla henni upp í bókahillunni! Sérlega velheppnuð kápa, hæfir viðfangsefninu vel. Stílhrein og myndræn.“ „Tók strax eftir þessari. Ísland að detta út af kortinu. Smekkleg leturframsetning. Elegant.“ dóttir mæðra minna eftir Sindra freySSOn „Svöl, eitthvað grúv í henni.“ „Flott mynd sem prýðir kápuna, varð til þess að ég skoðaði hana nánar.“ „Sá þessa úti í bókabúð og staldraði strax við, falleg, rómantísk og dularfull kápa sem laðar lesandann að og fær hann til að langa að vita meira.“ vigdíS: kOna verður fOrSeti eftir Pál valSSOn „Einföld og grípandi kápa, aðallega vegna þess að Vigdís er glæsileg kona.“ „Hlý og falleg mynd af Vigdísi prýðir kápuna og blár bakgrunnurinn er djúpur eins og konan sjálf er djúpvitur. Kápan er klassísk og smekkleg. Hlakka mikið til að lesa þessa bók um jólin.“ BókaSafn ömmu Huldar eftir Þórarin leifSSOn „Algjörlega frábær mynd og gefur góða von um ágætis horror fyrir unga sem aldna.“ „Bókarkápan vekur áhuga á lestri bókarinnar, það er greinilega eitthvað spennandi um að vera.“ SnOrri eftir óSkar guð- mundSSOn „Kápan er í svo fallegum litum að það vekur sérstaka eftirtekt. Nútímaleg kápa um ævaforna ævisögu. Kveikti í mér forvitnina og ég sé eiginlega eftir að hafa ekki sett bókina á óskalista fyrir jólin.“ „Einföld, stílhrein og fangar augað.“ ParadíSarBOrg- in eftir óttar m. nOrðfjörð „Eitthvað undarlega óhuggulegt við þessa kápu, svörtu línurnar minna á götur í borg en um leið á ókennilegt æxli sem skríður fram og eirir engu. Langbesta bókarkápan í ár.“ „Hefði aldrei trúað því að loftmynd af úthverfi gæti virkað svona vel.“ Sjúddirarí rei: endurminningar gylfa ægiSSOnar eftir Sólmund Hólm „Flott kápa sem segir allt sem segja þarf um manninn sjálfan og bókina.“ „Flott mynd sem grípur augað. Gylfi er svo flottur.“ alltaf Sama Sagan eftir Þórarin eldjárn „Ótrúlega flott ljósmynd. Þarna eru sennilega allar lausu skrúfur þjóðarinnar. Naglasúpa.“ fuglalíf á framneSvegi eftir ólaf Hauk SímOnarSOn „Og tíminn flýgur áfram... saga um tímann gæti staðið á bókarkápu. Flott.“ Skuggamyndir eftir óSkar árna óSkarSSOn „Myndin er svarthvít og sjarmerandi af börnum að leik hér frá árum áður.“ HOrfðu á mig eftir yrSu Sig- urðardóttur „Mjög flott kápa, áhrifarík.“ köttur út í mýri eftir Silju aðal- SteinSdóttur „Sérlega vel heppnuð. Bæði minnir myndin á margt hið óvænta sem getur gerst og gerist í ævintýrum og teikningin hefur einnig skemmtilega skírskotun í eldri bækur.“ Blómin frá maó eftir Hlín agnarS- dóttur „Kápa sem gaman er að rýna í. Litirnir gefa strax hugmynd um sögusviðið og krosssaumurinn er makalaust skemmtileg hugmynd, ekki síst nálin sem hefur verið laumað neðst í ó-ið.“ landið Sem aldrei Sefur eftir ara trauSta guðmundSSOn „Mjög flott mynd, svolítið dularfull.“ HyldýPi eftir Stefán mána „Maður fer strax að spá í hvað muni gerast í bókinni þegar maður sér þessa kápu. Virkar spennandi.“ vOrmenn íSlandS eftir mikael tOrfaSOn „Kúl kápa á flottri bók. Hefði getað verið ógeðslega lummó, nafnsins vegna.“ færeySkur danS- ur eftir Huldar Breiðfjörð „Falleg lýsandi fyrir titilinn og gefur fögur fyrirheit um innihaldið.“ gáSagátan eftir BrynHildi Þórar- inSdóttur „Einstaklega falleg og þjóðleg bókarkápa.“ Byltingarmenn Og BóHemar eft- ir ólaf OrmSSOn „Flottust. Eflaust flestir ósammála mér en sem hönnuði finnst mér allt rétt gert þarna.“ guSugangur í graSinu eftir erlu Sigurðar- dóttur „Björt og falleg bókarkápa.“ alltaf Sama Sagan eftir Þórarin eldjárn „Ódýr og plebbaleg kápa. Grautarleg, stefnulaus og vekur því miður ekki áhuga.“ „Af virðingu við Þórarin tekur það mig sárt að segja að kápa bókarinnar er algjört flopp! Nærmynd af naglahrúgu er ekki spennandi myndefni og þá er borðinn með nafni höfundar og titli bókar einkar sjoppulegur. Kápan vekur upp vondar minningar um 80´s tískuslys. Hér gildir þó líklega að ekki skuli dæma bókina af kápunni.“ „Ljót kápa, pirrandi letur og ljótir litir. Fælir lesandann frá og framkallar leiðann sem maður fann fyrir í menntaskóla og þegar átti að velja sér kjörbók.“ Prívat Og Per- Sónulega eftir Birgi SigurðSSOn „Átta mig ekki á svona trúarlegum skírskotunum, gömlu meistararnir og allt það.“ „Það er vandasamt að hanna bókarkápu en aðstandendur þessarar bókar virðast hafa ákveðið að sleppa því bara alveg. Svartur texti á hvítum grunni báðum megin við brot úr kunnuglegri mynd. Frumleiki er stundum ofmetið fyrirbæri en þetta er allt of langt gengið í hina áttina.“ „Hef séð þessar hendur áður. Þær eru því miður hættar að minna mig á sköpun og snilli heldur framkalla hjá mér leiðinleg hugrenningartengsl við Da Vinci lykilinn. Hvíti liturinn passar svo ekki nægilega vel við myndina. Kann ekki við þetta.“ BankSter eftir guðmund óSkarSSOn „Full einhæf og ekki grípandi.“ „Virkilega óaðlaðandi og óspennandi kápa, greinilega ekki mikil vinna verið lögð í þetta.“ „Ljótust en jafnframt dálítið áhugaverð kápa er á hinni stórgóðu bók Bankster. Hún er svo ótrúlega „boring“ að hún lítur út eins og ársskýrsla. En kannski var það pælingin.“ fuglalíf á framneSvegi eftir ólaf Hauk SímOnarSOn „Fantasían nær aldrei flugi í þessari mynd.“ „Kápan fælir beinlínis frá! Fljúgandi veggklukka með Esjuna í bakgrunni?! Á sennilega að vera frumlegt og út úr kortinu listrænt en er einhvern veginn sérlega ófrumleg og asnaleg hugmynd. Jólabókaflóðið er samofið íslenskum jólaundirbúningi og fæst okkar lesa líklega í annan tíma jafn mikið og um jólin. Helgarblað DV leitaði til fjölbreyttra álitsgjafa í leitinni að bestu og verstu bókakápunum. Sitt sýnist hverjum og margar bókanna lenda í báðum flokkum. Kápa bókarinnar Himinninn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga trónir á toppnum yfir þær kápur sem þykja best heppnaðar. Dæmi um bækur með káp- um sem álitsgjöfum blaðsins þykja misheppnaðar eru Alltaf sama sagan eftir Þórarin eldjárn og Prívat og persónulega eftir Birgi Sigurðsson. Bestu og verstu Bókakápurnar gÓðar slæmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.