Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 32
32 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað „Þetta byrjaði nú bara allt í litlu húsi vestur í bæ,“ segir Björn Hlynur Haraldsson leikari um leikhópinn Vesturport og alla þá velgengni sem fylgt hefur hópnum. Björn Hlynur er einn af stofnendum Vesturports sem hefur ferðast með sýningar sín- ar um allan heim, unnið til fjölda verðlauna og starfað með heims- þekktum listamönnum á borð við Nick Cave. Björn Hlynur hefur upplifað ým- islegt og minnist þess meðal ann- ars þegar hann varð Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni næstum því að bana í Hafnarhúsinu. Hann segir ekki einu sinni sjálfan Nick Cave hafa getað haldið kúlinu í kraftgalla. Björn Hlynur hefur náð langt á fáeinum árum og er nú á meðal þekktustu leikara landsins. Hann lék nýverið aðalhlutverkið í þáttun- um Hamarinn sem fengu yfir 50% áhorf auk þess sem hann hefur verið og verður áfram áberandi í íslensk- um kvikmyndum. Björn Hlynur hef- ur einnig skrifað og setið í leikstjóra- stóli undanfarin ár en hann vinnur nú einnig að sinni fyrstu kvikmynd. Reynslulítill í inntökupRóf „Ég er fæddur 1974 og bjó fyrstu fjögur árin í Garði á Suðurnesjum þar sem faðir minn var sveitarstjóri. Svo fluttist ég í svæðisnúmer 104, beint fyrir framan Þróttaravöllinn, og ólst þar upp,“ segir Björn Hlyn- ur um fyrstu ár ævi sinnar. „Ég fór að vinna hér og þar. Alveg þangað til ég endaði í þessu leiklistarbrasi. Ég held að ég hafi verið 22 ára þegar ég fór í inntökuprófin. Þá hafði ég ekki verið mikið í leiklistinni. Var aldrei í leikfélaginu í menntaskóla eða neitt. Þvert á móti. Þetta hafði bara blund- að svolítið í mér. Kannski bara eins og í mörgum á þessum aldri.“ Inntökuprófin í leiklistarnám Listaháskólans þykja mjög erfið enda örfáir nemendur sem teknir eru inn í einu. Björn Hlynur minn- ist þess vel að mikið stress hafi ver- ið í kringum inntökuprófin þegar hann þreytti þau á sínum tíma. „Það var mikið af fólki og mikið stress. Það voru allir svo æstir eitthvað og ég man að ég hugsaði að kannski væri þetta ekkert fyrir mig. Að ég væri ekki nógu hress í þetta. Maður gefur sér oft að maður þurfi að vera einhver sérstök týpa til þess að gera eitthvað.“ Björn Hlynur segir efasemdirn- ar líka hafa komið til því hann var ekki viss, frekar en flestir á þessum aldri, hvað hann vildi í raun gera í lífinu. „Ég man að ég hugsaði með mér að ég ætti ekki breik þegar ég sá alla hina. Krakka sem höfðu ver- ið í leiklist og voru einhvern veg- inn með þetta meira á hreinu en ég.“ Það endaði hins vegar þannig að Björn Hlynur og flestir þeir sem komust inn höfðu fram að því haft litla reynslu af leiklist. VestuRpoRt VeRðuR til Eins og venjan er voru átta manns í bekk Björns Hlyns að honum með- töldum. Björn segir það hafa verið nokkuð mikla tilbreytingu fyrir sig að koma inn í svo þéttan hóp sem bekkurinn var. „Maður var vanur að velja sér sína hópa sjálfur. Þarna var maður farinn að eyða öllum sínum tíma, orku og þreki með fólki sem maður valdi sér ekki sjálfur og réð engu um þannig að það var svolít- ið sérstakt til að byrja með því þú ert nauðbeygður í mjög náið nám með þessum manneskjum. En allt þetta fólk sem var með mér í bekk er í dag með mínum nánustu og bestu vin- um.“ Það voru svo Björn Hlynur, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir og Víkingur Kristjánsson sem stofnuðu Vesturport meðan þau voru ennþá í skólanum. „Mað- ur var að uppgötva mikið á þessum tíma og við vorum að gera það í sam- einingu. Sáum til dæmis tegundir af leikhúsi erlendis sem við vissum ekki að væru til og vorum dugleg við að skoða hitt og þetta.“ Björn Hlynur segir að árin á undan hafi lítið verið um það að nýútskrifaðir nemendur tækju af skarið á eigin vegum. „Það var lítið um að fólk væri að búa til sitt eigið en það var akkúrat það sem við vildum gera. Þetta kemur í tímabil- um og á undan okkur voru nokkur ár þar sem ansi margir úr skólanum vildu fasta samninga hjá leikhúsun- um. Okkur langaði heldur á þessum tíma að fara í bílskúrinn með þetta og byrja þar.“ Mínus-tónleikaR geRðu útslagið Smátt og smátt bættist við Vestur- port og fljótlega kom Ingvar E. Sig- urðsson meðal annarra inn í hóp- inn. „Við spurðum hann þarna strax. Jafnvel þótt hann sé nokkrum árum eldri en við og hafi verið búinn að sanna sig fyrir löngu sem einn af okkar bestu leikurum sló hann til. Ég þekkti hann ekki einu sinni þá. Við höfðum bara heyrt að hann væri að leita að einhverju öðru en hann hafði verið að vinna í.“ Í kjölfarið fundu Björn Hlynur og félagar lítið húsnæði á Vestur- götunni sem þau tóku á leigu. „Við vorum samt ekkert að spenna okkur með það. Ef einhver fékk hugmynd hafði hann bara aðstöðu og hóp í kringum sig til þess að framkvæma hlutina. Í staðinn fyrir að væla það út einhvers staðar annars staðar. Til að byrja með var þetta nú eins konar listasmiðja. Það voru haldnar leik- og myndlistarsýningar og líka tónleikar í þessu litla húsnæði okk- ar sem var staðsett í miðri íbúða- byggð.“ Björn Hlynur segir að eftir ein- hvern tíma hafi grynnkað á þolin- mæðinni hjá íbúum í kring. „Það bárust hávaðakvartanir við og við og nágrannarnir létu stundum í sér heyra. Svo þegar það voru haldnir Mínus-tónleikar þarna fékk fólk nóg og lét okkur vita af því að við vær- um ekki velkomin lengur í hverfinu. Þetta var frábært meðan á þessu stóð en svo var bara tími til þess að halda áfram að gera aðeins stærri sýningar. Það var hægt að pakka 60 manns inn í kofann en þá var hann smekkfullur.“ aðhald í félögunuM Björn Hlynur segir það hafa reynst gríðarlega mikilvægt og gefandi að hafa haft svo þéttan hóp í kringum sig þegar hann var að stíga sín fyrstu skref. „Þarna var hægt að kasta á borðið þeim hugmyndum sem dúkkuðu upp og hinir sögðu manni umbúðalaust hvað þeim fannst. Þannig að maður vissi strax ef mað- ur var í ruglinu eða með eitthvað gott í höndunum.“ Björn Hlynur nefnir sem dæmi sýninguna Lykill um hálsinn eftir Agnar Jón, einn af meðlimum Vest- urports frá byrjun, og þá útgáfu sem á endanum komst á koppinn. „Þau mættu þarna krakkarnir á æfingu nokkrum dögum áður en við ætluð- um að frumsýna. Sjálfur getur mað- ur orðið mjög blindur á verkið þegar vinnan er langt á veg komin en þau báðu okkur vinsamlegast að athuga þetta betur því þetta væri bara eitt- hvert allsherjarrugl hjá okkur. Það var auðvitað rétt hjá þeim. Við sett- um frumsýninguna á ís í nokkrar vik- ur. Bjuggum þetta bara til upp á nýtt og það endaði sem mjög skemmtileg sýning.“ Björn Hlynur segist einmitt hafa gagnrýnt það í gegnum tíðina að ókláruð verk séu sett á svið. „Okkur hefur fundist að sumir hlutir færu á svið í leikhúsunum ókláraðir. Eins og sum verk væru hreinlega ekki fullunnin því það er alltaf verið að keppast við einhver tímamörk sem skipta þegar upp er staðið ekki öllu máli. Því að eftir að það er búið að sýna sýninguna og hún hefur gengið vel og verið fullunnið verk man eng- inn hvort hún var frumsýnd viku eða mánuði fyrr eða ekki.“ feRðast uM allan heiM Eins og frægt er orðið var það loft- fimleikaútgáfa Vesturports af hinu klassíska verki Rómeó og Júlíu sem skaut þeim upp á stjörnuhimininn. Verkið náði miklum vinsældum hér heima og í Bretlandi og var sýnt víða um heim. Á eftir fylgdu svo verk eins og Brim, Woyzeck, Ást, Hamskiptin, Dubbeldusch og Kommúnan. Hvert eitt og einasta þessara verka hef- ur fengið einróma lof gagnrýnenda bæði hér heima og erlendis. Enda hefur Vesturport ferðast út um all- an heim með sýningar sínar og sýnt í heimsþekktum húsum jafnt sem við skrautlegar aðstæður. „Já. Við höfum farið ansi víða,“ segir Björn Hlynur þegar hann er beðinn um að nefna þau lönd sem Vesturport hefur ferðast til undanfar- in ár. Eftir smá umhugsun hefst svo talningin: „England, Pólland, Rúss- land, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Ástralía, Spánn, Kórea, Bandaríkin, Mexíkó og svo fer ein sýning til Kólumbíu í vor. Ég er ör- ugglega að gleyma einhverju.“ Flest- ar uppsetningarnar hafa verið á hin- um ýmsu leiklistarhátíðum en Björn Hlynur segir hópinn aldrei hafa hik- að ef boð hafi borist, það er ef tíma- og fjárhagsáætlanir standast. Rússnesk kona Með kRyppu „Þetta er allt mjög eftirminnilegt og alveg magnaðar ferðir oft á tíðum. Fyrir utan það auðvitað hvað það er gaman að hafa séð svona mikið af heiminum,“ segir Björn um hvað standi upp úr eftir öll þessi ferða- lög. „Allar ferðirnar með Woyzeck voru til dæmis mjög skemmtilegar. Það var mjög stór hópur í kringum þá sýningu. Tæknifólk og fleiri. Svo var alltaf með okkur karlakór hvert sem við fórum. Tíu gaurar sem tóku þetta eins alvarlega og þeir þurftu. Sem var bara fínt. Þannig að þetta voru oft mjög miklar skemmtiferð- ir.“ Eins og gefur að skilja kom ým- islegt upp á í öllum þessum ferð- um. Björn Hlynur segir þó að yfir- leitt hafi þetta gengið stórslysalaust fyrir sig. Vesturport sýndi oftast á ensku en gjarnan flutti hópurinn verk sín á íslensku þótt hann væri ekki í heimalandinu. Þá var textavél við sviðið þar sem textinn var þýdd- ur. Eitt sinn þegar Vesturport var að sýna Brim í Rússlandi var það eldri kona sem fór með allan texta verks- ins í míkrófón í stað textavélarinn- ar. „Hún var mjög lágstemmd þessi sýning og mikil nálægð við áhorf- endur. Þegar maður fór svo með línu úr leikritinu heyrði maður litla rússneska konu með kryppu end- urtaka allt á rússnesku úti í sal.“ Að- spurður hvort ekki hafi verið erfitt að halda einbeitingu við svo kóm- ískar aðstæður svarar Björn Hlyn- ur: „Þetta var eitthvað svo fáránlega fyndið, sérstaklega af því að hún tal- aði helmingi hærra en við.“ Ælandi uM boRð í Ryðdalli Vesturport hefur einnig farið nokkr- ar skrautlegar ferðir hér innanlands sem Björn Hlynur segir ekki síður eftirminnilegar. „Við frumsýndum meðal annars Brim í Vestmanna- eyjum en verkið fjallar um sjómenn. Við fórum einnig með það verk á Vestfirðina og svo norður. Við eigum reyndar eftir að fara með það austur en það kemur að því.“ Vesturport hefur einnig sent frá sér tvær kvikmyndir í fullri lengd. Það eru verðlaunamyndirnar Börn og Foreldrar. Báðar myndirnar fengu mikið lof hjá gagnrýnendum og unnu til verðlauna á hátíðum er- lendis og hér heima. Vesturport er komið langt á veg með sína þriðju mynd en hún er byggð á Brimi og er tökum þegar lokið. „Það var mjög eftirminnilegt að taka upp Brim. Við vorum úti á sjó í ryðguðum en afar fallegum dalli sem hét Jón á Hofi og var á árum áður eitt besta skip flotans, að sögn þeirra sem til þekkja. Hann var orðinn gamall og lúinn er við nut- um hans og síðan var hann seldur í brotajárn til Póllands eftir að tök- um lauk. Við þurftum alltaf að bíða eftir vondu veðri til að taka upp og ég varð alveg innilega sjóveikur eins og nokkrir aðrir um borð. Mynda- tökumaðurinn ældi á meðan hann var að taka upp og þetta var nokkuð sérstakt.“ Það er Valdís Óskarsdóttir, einn fremsti klippari Íslendinga, sem sér um að klippa Brim en eftirvinnslan hefur tafist lítillega. „Hún er að gera mynd sjálf, Kóngaveg 7, sem var tek- björn hlynur haraldsson hefur gert það gott undanfarin ár bæði með Vesturporti og í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Hann hefur ferðast um allan heim á örfáum árum og lent í alls kyns ævintýr- um. Björn Hlynur ræddi við Ásgeir Jóns- son um ferilinn, konuna með kryppuna í Rússlandi og það hvernig hann banaði næstum því útrásarvíkingi í Hafnarhúsinu þegar hann sýndi atriði úr Woyzeck. kramdi næstum Jón Ásgeir hasar á sýningu Björn Hlynur stökk eitt sinn næstum því á höfuð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar úr margra metra hæð. Mynd sigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.