Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 21
4. desember 2009 föstudagur 21 GREINDIST TVISVAR MEÐ SORTUÆXLI þriggja mánaða fresti eftir þetta og seinna sama ár fannst annað sortu- æxli hjá henni, sem einnig var fjar- lægt fljótt og örugglega. Hún er afar þakklát fyrir hversu stutt á veg mein- in voru komin þegar þau fundust. „Ég var aldrei mjög stressuð. Pabbi minn heitinn sem var læknir var hins vegar öllu hræddari þegar ég greindist. Eiginlega skynjaði ég og upplifði hræðsluna mest í gegnum hann. Pabbi vissi hvað þetta gat verið alvarlegt,“ segir hún. Hluti af eftirmeðferðinni var við- töl hjá krabbameinslækni og segir Ásta að þau viðtöl hafi haft djúpstæð áhrif á hana og gert henni grein fyrir alvöru málsins. Hún viðurkennir að hafa sjálf verið í þeim hópi fólks sem telur húðkrabbamein með hættu- minnstu meinunum. „En ef þetta greinist seint getur það verið kom- ið inn í æðakerfið og verið byrjað að dreifa sér um allan líkamann. Þá er þetta bara töpuð barátta,“ segir hún. Hvetur aðra til að fara í skoðun Fæðingarblettir taka oft breytingum og hefur Ásta síðustu tíu árin eða svo komið í eftirlit á um þriggja mánaða fresti. Nýir blettir hafa einnig mynd- ast hjá henni og læknir ákveðið að fjarlægja marga þeirra. Í byrjun voru jafnvel fjarlægðir fimm í einu en upp á síðkastið hefur það aðeins ver- ið einn og einn. Tæp tvö ár eru síð- an ákveðið var að hún þyrfti aðeins að koma í eftirlit á sex mánaða fresti. Vegna sögu hennar um sortuæxli er búist við að hún þurfi að vera í reglu- legu eftirliti það sem eftir er. Ásta vill gjarnan að hennar reynsla verði öðrum víti til varnaðar og er hún dugleg að hvetja fólk í kringum sig til að hitta lækni ef henni líst illa á fæðingarbletti sem hún sér á því. „Fólk tekur þessu mjög vel þegar það þekkir mína sögu. Margir halda að þessir blettir séu svo saklausir en vita í raun ekkert hvernig þeir mega vera. Ég hef ekki tölu á því hversu marga ég hef sent í tékk,“ segir hún. Ásta hefur jafnvel komið varfærn- islega að máli við ókunnugt fólk sem hún hittir í sundi ef henni líst illa á fæðingarbletti sem það er með og finnst það skylda sín að láta fólk vita enda er hún orðin ansi reynd í að bera kennsl á óvenjulega bletti. Sérfræðingur í brúnkukremum Stutt er síðan Ásta þrýsti mjög á góða vinkonu sína að láta skoða sig hjá lækni. „Hún var með tvo bletti sem ég hafði áhyggjur af. Hún greindist svo með sortuæxli. Mögulega bjargaði ég lífi hennar,“ segir hún. Ásta ítrekar að oft þurfi sortu- æxlin ekki að líta svo illa út þegar þau eru á byrjunarstigi. „Mín voru ekkert sérstaklega ljót. Þess vegna er best að húðlæknir eigi alltaf síð- asta orðið,“ segir hún. Sólbrún húðin heillar Ástu enn og er hún nú orðinn sérfræðingur þegar kemur að brúnkukremum. „Ég er búin að prófa þetta allt sam- an. Vinkonur mínar gera stund- um grín að mér því ég veit hvern- ig þau öll virka og hvernig lyktin er af þeim,“ segir Ásta. Hún heldur því fast í brúnkuna en fer aðrar og heilbrigðari leiðir til þess. Vinur í raun Ásta hefur skipað ófáum vinkonunum að láta líta á fæðingarbletti hjá sér sem síðan reyndust vera illkynja sortuæxli. Faraldur hjá ungum konum „Ég tel mjög líklegt að það endi með því að ljósabekkjanotkun fyrir þá sem eru 18 ára og yngri verði bönnuð alveg eins og það var bannað að selja sígarettur til yngri en átján ára,“ segir Bárður Sigurgeirsson, húðsjúkdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni. Hann hefur haft Ástu Guðríði Guðmundsdóttur undir eftirliti undanfarin ár. Ljósabekkjanotkun hér á landi er með því mesta sem þekkist. Sortuæxli eru hættulegasta tegund húðkrabbameina og geta dregið fók til dauða. Árlega deyja um átta einstaklingar af völdum sortuæxla hérlendis. Sortuæxlum hefur fjölgað mjög mikið hérlendis og eru þau nú algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Ljósabekkjanotkun hefur í gegnum tíðina verið langmest hjá ungum konum. Geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Íslands hafa lagt til að settar verði nýjar reglur um ljósabekki á sólbaðsstofum sem banna notkun, sölu eða leigu ljósabekkja til barna eða unglinga undir 18 ára aldri. Bárður er afar hlynntur þessu banni. Ögmundur Jónasson hafði málið til alvarlegrar skoðunar í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra en málið er nú á könnu Álfheiðar Ingadóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali fimmtíu manns á ári með sortuæxli í húð, 55 með önnur húðæxli og 225 manns með svonefnd grunnfrumuæxli. Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt 6 ferskar bragðtegundir Múslí Kókos Mangó Kaffi Hrein Jarðarberja 1.490kr.Verð frá Húfur og vettlingar í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Áhættuþættir Þekktir eru ýmsir áhættuþættir að því er varða myndun sortuæxla. Þar má nefna sólbruna, sérstaklega í æsku, óhófleg sólböð, óreglulega fæðingarbletti, marga fæðingarbletti, ljósabekkjanotkun og ljósan húðlit. Ef þú fellur í einhvern þessara flokka þarftu að athuga eftirfarandi: 1. Kynna þér staðreyndir um sortuæxli og útlit þeirra þannig að þú geti greint hættumerkin. 2. Skoða húðina mánaðarlega með tilliti til breytinga. Hvernig slík skoðun fer fram er lýst hér að ofan. 3. Nota sólvörn 25 eða meira í sól. 4. Nota ekki ljósabekki. 5. Fara reglulega í skoðun hjá húðlækni ef þú ert með mikið af fæðingarblettum og/eða óreglulega fæðingarbletti. 6. Ef blettur breytir sér. Hafðu þá samband við lækni og gefðu upp að þú hafir áhyggjur af bletti sem hafi breyst. Heimild. Hudlaeknastodin.is fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.