Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 28
um helgina Steinunn Spjallar við geSti Gríðarlegur áhugi hefur verið á sýningu Steinunnar Sigurðardóttur hönnuðar á Kjarvalsstöðum en um fjögur þúsund manns hafa sótt safnið frá opnun hennar fyrir tveimur vikum. Á laugardaginn klukkan 14 verður Steinunn á Kjarvalsstöðum og býður gestum að ganga með sér um sýninguna. Hún ræðir feril sinn, efnistök og ráðandi áhrifavalda í hönnun sinni. Aðgangur ókeypis. FjölSkylduliSta- Smiðja í viðey Opin listasmiðja og notaleg sam- verustund fyrir börn og fullorðna verður í Viðeyjarstofu á sunnudag- inn frá klukkan 14.30 til 16.30. Í smiðjunni er unnið út frá friðarsúlu Yoko Ono og orðunum „Hugsa sér frið“ sem áletruð eru á 24 tungu- málum á súluna. Þátttakendur velja sér setningu á nokkrum tungumál- um og festa þær á kerti. Ferja fer frá Skarfabakka kl. 13.15, 14.15 og 15.15. Ferjutollur og þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Innifalið í verðinu eru kerti og skreytiefni. Í Viðeyjarstofu verða ýmis tilboð á veitingum í til- efni dagsins. prick live á Sódómu Tónleikar verða haldnir á Sódómu Reykjavík í kvöld, föstu- dagskvöld, með Diktu, XIII, Cliff Clavin og The 59ers. Tónleikarnir eru haldnir undir merkjum Prick Magazine sem er bandarískt fagtímarit um húðflúr og tón- list og kallast því viðburðurinn „Prick Live“. Ritstjóri tímaritsins er einmitt staddur hér á landi af tilefni opnunar húðflúrsstofunn- ar Reykjavík Ink og til að fjalla um hljómsveitirnar sem koma fram á Prick Live. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og miðaverð er 1.000 krónur. jól jólSSon á Broadway Tónlistarhátíðin Jól Jólsson fer fram á Broadway 18. desember næstkom- andi og er miðasala hafin á midi.is. Hátíðin er haldin til að fagna tveggja ára afmæli viðburðafyrirtækisins Jón Jónsson í næsta mánuði. Gleðin fer fram á þremur sviðum og stílað verður inn á að tónleikagestir geti valið stemningu sem hentar hverj- um og einum. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gus Gus, FM Belfast, Lúdó og Stefán, Ben Frost og Egill Sæbjörnsson. Dregið verður úr jóla- happdrætti og boðið verður upp á einstakt klósettdiskó. Jólauppboð Gallerís Foldar haldið strax eftir helgi: Verk meistara á jólauppboði 28 FöStudagur 4. desember 2009 FókuS Jólauppboð Gallerís Foldar verð- ur haldið í tvennu lagi næstkom- andi mánudags- og þriðjudags- kvöld. Boðin verða upp um 180 verk af ýmsum toga, bæði nýleg og eftir gömlu meistarana. Elsta verkið er frá 1891, málað af Þórarni B. Þorlákssyni. Þá verður boðið upp afar sérstæð og glæsileg geomatria eftir Nínu Tryggvadóttur, frá 1955, eitt af örfáum slíkum verk- um. Enn fremur verður Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson boðin upp. Eftirgerð af henni, sem komið var fyrir í Reykjavíkurtjörn, var sprengd upp um áramótin 1960. Af öðrum merkilegum verkum má nefna tvö verk eftir Mugg, vatns- litaverk Ásgríms Jónssonar af Núps- stað, málað 1911, blómamynd og ein af fáeinum hafísmyndum eftir Kjarval, Jólaljós Svavars Guðnason- ar frá 1945, gipsmyndir eftir Ríkarð Jónsson af Agli Skallagrímssyni og Einari Benediktssyni, stórt textíl- verk eftir Barböru Árnason og verk- ið Dýrkun eftir Ásmund Sveinsson. Á uppboðinu eru enn fremur verk eftir ýmsa núlifandi höfunda, svo sem Eirík Smith, Braga Ásgeirsson, Tryggva Ólafsson, Karólínu Lárus- dóttur, Hafstein Austmann, Kristj- án Davíðsson, Óla G. Jóhannsson, Tolla, Eggert Pétursson og Erró. Þá verður boðinn upp nokkur fjöldi eft- irprentana af verkum heimsfrægra listamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert á uppboði hjá Fold. Með því vill galleríið gefa fólki tæki- færi til að eignast úrvalslist á vægu verði nú fyrir jólin. Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag, föstudag, klukkan 10-18, laugardag kl. 11-17, sunnudag kl. 12-17 og mánudag og þriðjudag kl. 10-17. Bragi Ásgeirsson Einn þeirra listamanna sem eiga verk á uppboðinu. Steinar Berg og kona hans, Ingibjörg Pálsdóttir, fluttu upp í Borgarfjörð fyrir sex árum þar sem þau höfðu nokkru áður keypt jörð að Fossa- túni þar í firðinum. Ætlunin var að hefja rekstur ferðaþjónustu, sem varð raunin og er hún starfrækt þar í dag, en flutningurinn hafði annað í för með sér. Steinar hóf að skrifa þar tröllasögur og nú hafa tvær trölla- bækur eftir hann litið dagsins ljós. Sú fyrri, Tryggðatröll, kom út árið 2007 og önnur kom í verslanir nýver- ið undir heitinu Tröllagleði en það er Brian Pilkington sem teiknar mynd- irnar í báðum bókunum. „Hugmynd að fyrri tröllabókinni spratt fram hjá mér þegar ég sá tröll- konu í kletti við Tröllafossa sem eru beint fyrir framan húsið okkar hér,“ segir Steinar sem staddur er í sín- um nýju heimkynnum þegar blaða- maður slær á þráðinn til hans. „Hún er svo greinileg að það er með ólík- indum að enginn skuli hafa séð hana áður en við fluttum hingað og sáum hana. Það er kannski til merkis um að fólk sér ekki nema það sem því er bent á á svona stöðum sem það kem- ur ekki mikið á. En þessi uppgötvun kveikti þá hugmynd hjá mér að tröll- konan ætti sér sögu og þannig varð það úr að ég ákvað að fara að skrifa, nokkuð sem ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í.“ „Heltók mig“ Steinar segist hafa undið sér strax í að skrifa, enda mjög innblásinn af því að sjá tröllkonuna. „Þetta algjör- lega heltók mig. Ég held að það sé engin önnur lýsing til á því. Svo var þessi reynsla, að skrifa, svo skemmti- leg upplifun að ég hef ákveðið að halda áfram á sömu braut. Í mínu fagi áður fyrr þurfti ég að skrifa tölu- vert og held að ég sé ágætlega ritfær.“ Margir héldu að Tryggðatröll væri byggð á einhverri þjóðsögu eða ann- ars konar sögu og, að sögn Steinars, hefur hann fengið svipuð viðbrögð við nýju bókinni. En svo er ekki held- ur eru báðar sögurnar algjörlega upp- diktaðar af honum. Í upphafi Trölla- gleði eru tröllin í vanda því sífellt fleiri landnámsmenn koma sér fyrir í sveitinni og glóandi hraun streymir yfir þar sem áður var blómleg trölla- byggð. Og sveitin sem um ræðir er auðvitað Borgarfjörður, nema hvað? Tröllin leita til Hallmundar gamla, sem er bæði vitur og þolinmóður, en að þessu sinni kemur honum ekk- ert ráð í hug. En Hallmundur á hug- myndaríka dóttur, Hringaló, sem hjálpar honum að finna ný heim- kynni fyrir tröllin. „Þetta er ákveðin speglun á sam- tímann, að lenda í vanda, að lenda í kreppu. Tröllin lenda í vanda af því að þessum högum sem þau höfðu er raskað á tvennan hátt: Annars vegar af manna völdum og hins veg- ar vegna eldgoss en það á sér stoð í raunveruleikanum því Hallmundar- hraun rann þarna yfir í upphafi land- námsaldar. Og þegar svo er komið þarf að leysa úr málunum, eins og þarf vissulega að gera í okkar veru- leika í dag.“ Þurfti ekki að ganga á milli Steinar kveðst blanda saman tröllum sem eru til í sögum og þeim sem ekki er þannig komið fyrir. Hallmundur kemur til dæmis fyrir í Grettissögu og þar er nefnd til sögunnar dótt- ir hans. Henni er hins vegar ekk- ert lýst, einungis gefið undir fótinn með að Grettir hafi átt náin kynni við dóttur Hallmundar. Ekkert nafn er á henni þar en Steinar ákvað að Steinar Berg var lengi stærsti tónlistarútgefandi landsins. Hann vatt hins vegar kvæði sínu í kross fyrir fáeinum árum, gerðist ferðaþjónustubóndi í Borgarfirði og fór að skrifa tröllasögur. Önnur tröllabók Steinars, Tröllagleði, kom nýverið út en ekki minni maður en teiknarinn fimi, Brian Pilkington, mundar litina í báðum bókum. Innblásinn af tröllkonu Steinar Berg Yfirgaf borgarstressið fyrir sex árum og flutti upp í Borgarfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.