Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 50
NíðiNgum heNt út Eftir tilkomu nýrra laga sem þegar hafa verið staðfest í 25 af fylkjum Bandaríkjanna eiga samskiptasíðurnar Facebook og MySpace auðveldara með henda út notendum sem fundnir hafa verið sekir um kynferðislega misnotkun í hvaða formi sem er. Dæmdum kynferðisaf- brotamönnum er nú skylt að gefa upp öll netföng sem þeir nota við stjórn- völd og samskiptasíðurnar geta nú borið saman þær skrár við gagnagrunna sína. Í New York-fylki einu hefur um 3.500 skráðum kynferðisafbrotamönnum verið hent út af síðunum á síðustu mánuðum eftir tilkomu laganna. DaguriNN eftir morguNDagiNN Bandaríska kvikmyndin The Day After Tomorrow frá 2004 fjallaði um þegar ísöld lagðist yfir nánast alla heimsbyggðina á fáeinum vikum. Þrátt fyrir að handrit kvikmyndar- innar hafi ekki verið byggt á neinum vísindalegum staðreyndum er nú leitt að því líkum að slíkur atburður hafi einmitt átt sér stað fyrir tæplega þrettán þúsund árum. Talið er að skyndileg útrás gífurlegs magns jökulvatns út í norðanvert Atlantshafið hafi breytt farvegi hlýrra hafstrauma og orsakað ísöld á aðeins einu til tveimur árum um álfuna. Ísöldin varði í heil 1300 ár. risastjarNa spriNgur Stjörnufræðingar hafa fylgst með sprengistjörnu (supernova) síðastliðin tvö ár sem slær öllum fyrri uppgötvunum við. Sprengistjörnur verða alla jafnan jafnbjartar og heil stjörnuþoka en birtan fjarar smátt og smátt út eftir því sem lengra líður frá sprengingunni. Stjarnan sem um ræðir var hins vegar á milli fimmtíu til hundrað sinnum bjartari en hefðbundin sprengistjarna og gátu vísindamenn fylgst með henni í tvö ár úr sjónaukum sínum. Þessi uppgötvun rennir stoðum undir kenningar um risastjörnur en vísindamenn telja að þessi stjarna hafi haft massa sem er tvö hundruð sinnum meiri en sólin okkar hefur. UMSjóN: páll SvANSSoN, palli@dv.is Stærsta orkufyrirtæki Danmerk- ur, Dong Energy, hefur gert samn- ing við bandarískt fyrirtæki um að byggja upp grunnkerfi hleðslu- stöðva fyrir rafbíla í Danmörku. Samgönguráðherra Dana, Lars Barfoed, hefur lýst yfir eindregn- um vilja dönsku ríkisstjórnarinn- ar að landið verði á næstu árum og áratugum, tilraunasvæði fyrir raf- bíla, vetnisbíla og hverskonar nýja tækni sem dragi úr mengun loft- hjúpsins og minnki gróðurhúsa- áhrif. Ríkisstjórnin hefur þegar gefið loforð um allt að fimm millj- óna króna niðurfellingu skatta af hverjum nýjum rafbíl og að eig- endur þeirra geti lagt farartækjum sínum í bílastæði endurgjaldslaust í miðborg Kaupmannahafnar. Loftslagsráðstefna Þann sjöunda til átjánda desem- ber næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Kaupmanna- höfn um loftslagsbreytingar og munu Danir kynna þar fyrir öðrum þjóðum þessa metnaðarfullu áætl- un sína sem miðar að því að draga úr notkun jarðeldsneytis sem aðal- orkugjafa fyrir bifreiðar. Áætlunin gerir ráð fyrir að strax á næsta ári verði komnar um hundrað þúsund hleðslustöðvar og nokkur þúsund rafbílar á götur Danmerkur. Í kjöl- farið koma síðan sérstakir rafbíl- ar á markað árið 2011 og munu dönsk bæjarfélög verða í farar- broddi að skipta út bílaflotum sín- um fyrir hin nýju farartæki. Mun ódýrari kostur Dönsk stjórnvöld vonast til þess að niðurfelling skatta á rafbíla leiði til þess að almenningur muni í aukn- um mæli íhuga rafbíl sem vænlegri kost en hefðbundinn bíl sem knúinn er áfram af bensíni. Það er kannski ekki að undra því að sérstakur 200 prósenta skattur er lagður á hverja nýja bifreið sem flutt er inn til lands- ins í dag. Til viðmiðunar kostar bíll, sem fæst á tæpar tvær og hálfa millj- ón króna í Bandaríkjunum, um sjö milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur í Danmörku. Aðeins einn bílaframleiðandi, Renault Nissan, hefur eins og er ákveðið að leggja frændum okk- ar Dönum lið og hefja framleiðslu rafbíla sem uppfylli þau skilyrði sem áætlunin gerir ráð fyrir. Þeir bílar koma á markað árið 2011 en vonast er til að aðrir framleið- endur taki við sér innan tíðar. Það hefur þó vakið áhyggjur Dana að forsvarsmenn eins stærsta bíla- framleiðanda heims, Toyota, sem er leiðandi í framleiðslu svokall- aðra tvinnbíla (hybrid cars) segj- ast ekki sjá viðskiptalegan ávinn- ing af því að hefja framleiðslu bíla fyrir áætlunina. Vindorkustöðvar og vatnsaflsvirkjanir Dong Energy fyrirhugar að nýta vind- orku til að knýja grunnkerfi hleðslu- stöðvanna en nú þegar er um tuttugu prósentum af orkuþörf Danmerkur mætt með raforku sem fæst með sér- stökum vindorkustöðvum. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllnanna um það bil eitt megawatt en nú framleiða stærstu myllurnar um fimm megawött. Framleiðslu- kostnaður slíkrar orku er hinsveg- ar mun hærri en þekkist hér á landi með vatnsaflsvirkjunum og greið- ir danska ríkið með orkunni til að draga úr notkun jarðeldsneytis. Það er því áhugavert fyrir okkur Íslend- inga að fylgjast náið með þessari til- raun Dana og skoða þá hagkvæmni sem fylgdi því að byggja upp álíka kerfi hér á landi. palli@dv.is 50 föstuDagur 4. desember 2009 helgarblað KOMIÐ ÚT Danir kynna metnaðarfulla áætlun sína um innleiðingu rafbíla þegar fulltrúar 192 þjóða koma saman á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í næstu viku. rafvæðiNg bílaflotaNs Nissan EV Versa versa rafbíllinn kemur á markað í Bandaríkjunum og japan á næsta ári og líklegt að sá bíll sem kemur á markað í Danmörku 2011 verði byggður á honum. Samgönguráðherra Dana, lars Barfoed, vill að landið verði tilraunasvæði fyrir rafbíla, vetnisbíla og hverskonar nýja tækni sem dragi úr mengun lofthjúpsins og minnki gróðurhúsaáhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.