Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 22
22 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankan- um, sem ákærður hefur verið fyr- ir tæplega 120 milljóna fjárdrátt úr bankanum, gerði tæplega 150 millj- óna launakröfu í þrotabú Landsbank- ans. Mál Hauks Þórs verður þingfest eftir viku en hann er grunaður um að hafa dregið sér milljónirnar um miðjan október í fyrra, skömmu eft- ir bankahrunið. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um fjárdráttinn. Haukur, sem er tæplega fimmtug- ur, lét af störfum í Landsbankanum í nóvember í fyrra eftir að upp komst um hinn meinta fjárdrátt. Skilanefnd Landsbankans lét Fjármálaeftirlitið fá málið sem vísaði því til lögreglu eftir að upp komst að Haukur Þór hafði millifært peninga af reikningum bankans og inn á eigin reikning. Málið hefur verið til rannsóknar síðan í fyrra og nú hefur verið ákært í málinu. Sagðist ætla að bjarga innlánum Haukur er talinn hafa milli- fært peninga af reikningi sem var í eigu aflandsfélags sem Landsbankinn átti og inn á reikning erlends félags sem var í hans eigu. Fram kom að maðurinn er sakaður um að hafa millifært rúmar 118 milljónir króna af reikningi í eigu aflandsfé- lags á vegum Landsbankans og lagt peningana á reikning erlends félags sem talið er að hafi verið í hans eigu. Skömmu síðar er talið að Haukur hafi millifært peningana af þessum reikningi og inn á eigin reikning. Haukur hefur aldrei viljað ræða málið opinberlega. Þegar blaða- maður DV bankaði upp hjá honum á heimili hans í Breiðholtinu fyrir tæpu ári sagði hann: :„Ég get ekkert sagt um þau mál.“ Fréttastofa Stöð- ar 2 greindi svo frá því um sama leyti að Haukur hefði með útttektinni ver- ið að reyna að bjarga innlánum fyrir hönd viðskiptavina bankans. Tvö önnur sambærileg mál Máls Hauks Þórs er eitt af nokkrum sambærilegum málum sem verið hafa til skoðunar hjá lögreglu í kjöl- far efnahagshrunsins. Fyrir skömmu var greint frá því í fjölmiðlum að Anna Heiðdal, fyrr- verandi starfsmaður í eignastýringu Kaupþings, hefði verið kærð til efna- hagsbrotadeildar lögreglunnar fyrir meintan fjárdrátt á tugum til hundr- aða milljóna króna úr bankanum. Fjárdrátturinn meinti á að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið. Önnu var sagt upp störfum í bankanum í sum- ar eftir að upp komst um fjárdráttinn en hún hafði starfað þar síðan 2001. Anna segist vera saklaus í málinu. Annað slíkt mál sem komið er til lögreglunnar snýst um Guðmund Inga Hauksson, fyrrverandi útibús- stjóra Landsbankans í Austurstræti. DV sagði frá málinu í sumar en Guð- mundur var rekinn úr bankanum í júní í sumar. Guðmundur Ingi græddi sjö millj- ónir króna á viðskiptum með hluta- bréf í Landsbankanum árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélag sem heitir Knerrir hf. sem er í eigu Ólafs Kjart- anssonar. Í staðinn liðkaði Guð- mundur til fyrir rúmlega 60 millj- óna lánafyrirgreiðslu frá bankanum til Knerris, samkvæmt heimildum DV. Hagnaðurinn af hlutabréfavið- skiptunum var lagður inn á reikning fyrrverandi samstarfsmanns Guð- mundar og inn á reikning þáver- andi eiginkonu hans. Líklegt þykir að Guðmundur Ingi hafi misnotað að- stöðu sína í bankanum til að græða fé persónulega í staðinn fyrir fyrir- greiðslu til viðskiptavinar. Krefst milljóna úr búinu Haukur Þór Haraldsson sem ákærður fyrir tæplega 120 milljóna fjárdrátt úr Landsbankanum, gerði tæplega 150 milljóna launakröfu í þrotabú bankans Fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankanum hefur verið ákærður fyrir tæplega 120 milljóna króna fjárdrátt. Sagðist hafa ætlað að bjarga innlánum úr bankanum í kjölfar hrunsins í fyrra. Á yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Tvö önnur sambærileg mál í gangi gegn fyrrverandi bankastarfsmönnum. ÁKÆRÐUR KREFST MILLJÓNA IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is föstudagur 12. desember 2008 6 Fréttir Sandkorn Agnes Bragadóttir, blaða-maður á Morgunblaðinu, hefur löngum verið umdeild fyrir skrif sín og viðhorf. Lengi hefur tíðkast að spyrja almenning um traust til stjórnmálamanna og stofnana en MMR, Markaðs- og miðla- rannsókn- ir ehf. hafa nú brydd- að upp á því nýmæli að kanna traust til breiðari hóps fólks. Í nýrri viðhorfskönnun var því spurt um traust til Agnesar, Egils Helgasonar sjónvarps-manns, Vilhjálms Bjarnasonar,formanns Samtaka fjárfesta ogÞorvalds Gylfasonar hagfræð-ings. Niðurstöðurnar hafa enn ekki verið birtar en í Hádegis-móum er þeirra beðið í miklu ofvæni enda Agnes andlit blaðsins út á við. Arnþrúður Karlsdóttir, út-varpsstjóri á Sögu, talar enga tæpitungu þegar hún les hlust-endum og stjórnvöldum pist-ilinn í hljóðnemann með sinni römmu reiðiröddu. Arnþrúði var samt óvenju heitt í hamsi þegar hún hvatti beinlínis til lögbrota í beinni útsendingu um leið og hún lofaði framgöngu aðgerðasinna sem hafa lát- ið hressilega að sér kveða undanfar- ið. Arnþrúð- ur saknaði þess að vörubílstjórar legðu aktívistunum ekki lið en þeir gerðu sig heldur betur gildandi í mótmælum í sumar. Arn-þrúður spurði því einfaldlega hvort ekki væri ráð að Sturla [Jónsson] og hinir „strákarnir“ kæmu og hjálpuðu unga fólk-inu að moka liðinu út úr ráðu-neytunum. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra komu skemmtilega á óvart á fimmtudag og boðuðu til blaðamannafundar, þar sem þau kynntu fjárlagahalla og áform um skattahækkanir, fyrir hádegi. Eftir bankahrunið hef-ur Geir haft tilhneig- ingu til þess að boða til blaða- manna- funda síðdegis og meðal annars ver- ið legið á hálsi að gera slíkt að undirlagi norska spunakarls-ins Bjorn Richard Johansen tilþess að fjölmiðlar hefðu sem minnstan tíma til að vinna úr upplýsingum frá fundunum. Geir gantaðist með tímasetn-ingu fundarins í gær eftir ein-hver mismæli og sló því fram að ef til vill hefði verið óráð-legt að halda fundinn svona snemma. Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfu lögmanns Baldvins Kristjánssonar, vistmanns á Sogni, um að öryggisgæslu yfir honum verði aflétt. Baldvin er þroskaheftur en hann var dæmdur í öryggisgæslu árið 1991 eftir að hann myrti stúlku á sambýli með hníf. Baldvin stakk stúlkuna tuttugu sinnum. Atvikið átti sér stað 14. febrúar 1991 en hann var dæmdur 7. maí sama ár.Fréttaskýringaþátturinn Komp-ás fjallaði um málið á síðasta ári. Þar kom fram að saga hans væri þyrn-um stráð þar sem hann hafði dvalið víða um land á ýmsum heimilum um langt skeið. Kerfið hafði engin úrræði fyrir hann en þegar réttargeðdeildin að Sogni kom til sögunnar árið 1993 var hann sendur þangað. Yfirlækn-ir réttargeðdeildarinnar sagði að ef önnur úrræði væru til staðar ætti Baldvin heima þar en ekki á Sogni. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð sinn 27. nóvember en hann hefur verið kærður til Hæsta-réttar. Þrátt fyrir að aðalkröfunni, um að öryggisgæslunni verði aflétt hafi verið hafnað, var fallist á vara-kröfu um að heilbrigðisyfirvöldum sé heimilt að finna annað búsetuúr-ræði en Sogn fyrir Baldvin. Í greinargerð sem fylgir kærunni til Hæstaréttar kemur fram að Bald-vin telji sig vera í stakk búinn að búa utan veggja réttargeðdeildarinnar að Sogni, fái hann þá umönnun sem ís-lenska ríkið er skuldbundið að veita einstaklingum sem haldnir eru fötl-un eins og Baldvin. Þá er vitnað í umsögn Víðis Hafbergs Kristinsson-ar, sálfræðings á Sogni, sem telur að engin ógn stafi af Baldvini og það sé leitt að hann þurfi að hlíta endalausri lokun á Sogni. Hæstiréttur tekur mál Baldvins fyrir á næstunni. einar@dv.is Baldvini KristjánssyniÞroskaheftur fastur á sogni Réttargeðdeildin að Sogni baldvin hefur verið á sogni frá opnun stofnunarinnar. Útlit er fyrir að hann verði þar áfram um ókomna tíð. valuR gRettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég get ekkert sagt um þau mál,“ svaraði Haukur Þór Haraldsson, sem er grunaður um að hafa millifært hundrað milljónir króna frá Lands-bankanum yfir á reikning í íslensk-um banka en eigandi þess var erlent félag. Haukur var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans en hann lét af störfum í síðasta mánuði. Tal-ið er að Haukur hafi millifært í einni færslu hundrað milljónir króna af reikningi Landsbankans yfir á um-ræddan reikning. Haukur svaraði engum símtölum í gær, en þegar blaðamaður fór heim til hans svaraði hann því til að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefði ekki boðað hann í yfirheyrslur vegna málsins og því gæti hann ekki tjáð sig um málið. nýtti sér hrunið Það var í byrjun október, stuttu eft-ir hrun íslenska bankakerfisins, sem Haukur Þór á að hafa látið til skarar skríða. Honum er gefið að sök að hafa millifært rúmlega hundrað milljón-ir stuttu eftir að Landsbankinn var þjóðnýttur, eða rétt fyrir miðjan októ-ber. Millifærslan var af reikningi hjá Landsbankanum yfir á reikning í ís-lenskum banka. Eigandi reikningsins reyndist erlent félag sem grunur leik-ur á að Haukur Þór eigi. Samkvæmt yfirlýsingu sem Landsbankinn gaf út í gær kom fram að millifærslan hefði komið upp í eftirlitskerfum bankans. Skilanefndinni var í kjölfarið gert að skoða málið en hún vísaði því síðan til Fjármálaeftirlitsins. Að lokum var málinu vísað til efnahagsbrotadeild-ar ríkislögreglustjóra. ekki kallaður til yfirheyrsluHaukur Þór er fjörutíu og átta ára gamall fjölskyldumaður. Þegar Hauk-ur var spurður hvort hann vildi tjá sig um málið svaraði hann: „Ég get lítið tjá mig um málið, það hefur enginn talað við mig þannig að ég get lítið tjáð mig.“ Spurður hvort hann hafi verið kallaður til yfirheyrslu hjá efnahags-brotadeild ríkislögreglustjóra sagði Haukur Þór svo ekki vera. Rannsókn á frumstigum„Málið er á frumstigum,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-stjóra, en Haukur er einn grunað-ur um að standa að baki millifærsl-unum. Málið er rannsakað sem fjárdráttur. Málinu var vísað til efna-hagsbrotadeildarinnar í lok síðasta mánaðar og því er málið enn á frum-stigum rannsóknar. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir var það mat skilanefndarinnar að ekkert fjár-hagslegt tjón hefði orðið vegna fjár-dráttarins, samkvæmt tilkynningu bankans. Málið er annað stóra fjárdráttar-málið sem upp kemur með skömm-um fyrirvara en áður var verðbréfa-salinn Friðjón Þórðarson sakaður um að hafa millfært fé með sviksam-legum hætti á milli reikninga. Upp-hæðin var um 250 milljónir króna í því tilfelli. Bankamaðurinnvill ekki tjá sig Haukur Þór Haraldsson Heimili Hauks Haukur Þór Haraldsson býr vel í seljahverfinu í breiðholti en hann er grunaður um að hafa reynt að millifæra 100 milljónir inn á eigin reikning.MYnD: SigtRYgguR aRiMÁN UdagUr 15. dESEMB Er 2008 6 Fréttir valur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Hann fór til útlan da eftir að þetta gerðist en hann ski lar honum,“ segir Atli Atlason, starfsm annastjóri Nýja Landsbankans, að spurður hvers vegna Haukur Þór Haraldsson, sem grunaður er um að h afa millifært 107 milljónir á eigin re ikning, aki um á glæsijeppa í eigu bankans. Glæsi- jeppinn, sem er To yota Land Cruis- er 120-jeppi, var fy rir utan heimili Hauks þegar blað amaður bankaði upp á hjá honum á fimmtudaginn. Það eru tvær vikur sí ðan Haukur lét af störfum í Landsban kanum grunaður um stórfelldan fjárd rátt. Í viðtali við Stöð 2 sagði Hauku r ástæðuna fyrir millifærslunni hafa verið þá að hann vildi „bjarga innlánu m“. Millifærði eftir þjóðn ýtingu Það var rétt eftir þjó ðnýtingu Lands- bankans sem Hauk ur Þór er sagður hafa millifært alls 10 7 milljónir króna af reikningi hjá Lan dsbankanum yfir á reikning í eigu er lends félags sem hann er grunaður um að tengjast. Þeg- ar Haukur framkvæm di millifærsluna var hann framkvæm dastjóri rekstrar- sviðs Landsbankans . Í fréttum Stöðv- ar 2 kom fram að Ha ukur hafi sagt að hann ætlaði að bjarg a innlánum með millifærslunni. Ekk i komst upp um gjörninginn fyrr en nokkrum dög- um eftir að Hauku r hafði millifært. Þá var málinu vísað til skilanefndar, sem lét Fjármálaefti rlitið fá málið. Að lokum sá Fjármálae ftirlitið ástæðu til þess að senda það á fram til efnahags- brotadeildar ríkislög reglustjórans. rannsakaður í lúxusj eppa Meinta fjársvikaranu m Hauki var svo vikið úr starfi í lok síðasta mánaðar en svo virðist sem ha nn hafi fengið að vera áfram á lúxusj eppanum sem er í eigu Nýja Landsb ankans. Bifreiðin var hluti af starfshlu nnindum Hauks og kostar rúmlega fimm milljónir króna. Um það bil tv eimur vikum eft- ir að Haukur lét af s törfum hjá bank- anum var hann en nþá á jeppanum en að sögn starfsma nnastjóra Lands- bankans, Atla Atlaso nar, átti töfin sér eðlilegar útskýringa r. Stuttu eftir að Haukur var látinn fa ra úr Landsbank- anum fór hann til út landa og því ekki mögulegt að endu rheimta jeppann fyrr. tóku tölvuna og síma nn „Það er ekki búið a ð ganga hart að honum,“ segir Atli og útskýrir að Haukur hafi verið er lendis, því sé bif- reiðin ekki komin í hendur Lands- bankans. Hann seg ist allt eins búast við að það sé þegar verið að endur- heimta bifreiðina, innheimtudeild sjái um slíkt. Sjálfu r segir Atli ekk- ert óeðlilegt við dr áttinn að endur- heimta lúxusjeppan n, slíkt taki oft nokkra daga. Atli bætir jafnframt við að annað hafi verið tekið af H auki, þar á meðal fartölva og farsími. Þ að hafi verið gert upptækt vegna rann sóknarhagsmuna en rannsókn efna hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra e r á frumstigi. situr í lífeyrissjóði bankamanna Haukur Þór er tæ plega fimmtugur fjölskyldumaður en hann hefur með- al annars sinnt trún aðarstörfum. Þá sat hann í stjórn Líf eyrissjóðs banka- manna þar sem ha nn gegndi emb- ætti varaformanns. E kki er ljóst hvaða áhrif rannsókn efna hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra m un hafa á nefnd- arsetu hans fyrir lífe yrissjóðinn. Þegar haft var samb and við Helga Magnús Gunnarss on, saksóknara efnahagsbrotadeilda r, fyrir helgi sagði hann lítið nýt t í málinu annað en að rannsókn vær i á frumstigi. ENN Á BANKAJEPPA Í LÖGREGLURANNSÓKN lúxusjeppi í hlaðinu Vinstra megin á myndinni má sjá dö kka lúxusjeppann sem kostar rúmlega fi mm milljónir króna. „Það er ekki búið að ganga hart að honum .“ „Málinu var fresta ð,“ segir Jóhann Haukur Hafstein, lög fræðingur þeirra sextán einstaklinga og fyrirtækja sem vilja útskýringar á ta pi peningamark- aðsbréfa Landsban kans en skýrslu- tökur áttu að fara fram í málinu í Héraðsdómi Reykja víkur á föstudag. Þeir sem áttu sparif é í peningamark- aðsbréfum Landsb ankans töpuðu meira en þeir sem á ttu sparifé í öðr- um bönkum, en af föll vegna reikn- ingsins voru um 30 prósent. Það er Landsvaki hf. sem f er með peninga- markaðssjóðina en framkvæmda- stjóri eignastýringa sviðs Landsvaka, Stefán H. Stefánss on, og Sigurður Óli Hákonarson fr amkvæmdastjóri sögðu upp störfum sínum hjá fyrir- tækinu í lok síðasta mánaðar. Lands- vaki var undirfélag L andsbankans og sá alfarið um sjóðin a. Einstaklingarnir sem stefna sjóðnum vilja upp lýsingar um það hvernig þeir voru samansettir og hver fjárfestingast efna þeirra var en þau hafa ekki samþykkt upp- gjörið. „Ef það var að m estu handa- hófsverð sem n ýju bankarn- ir greiddu fyrir e ignir sjóðanna hvers vegna ákvað þá Nýi Lands- bankinn að greiða minna en hinir? Á ekki að gæta jafn ræðis milli allra þeirra sem eiga í peningamark- aðssjóðum?“ spur ði Hulda Elma Guðmundsdóttir í viðtali við DV fyrir nokkrum viku m en hún tap- aði talsverðum fjá rmunum á sjóð- unum. Þrátt fyrir að hafa leitað svara í talsverðan tíma og f arið á fundi með Landsbankanum e ru sparifjáreig- endur ekki sáttir við rýran hlut sinn. Máli í héraðsdó mi gagnvart peningamarkaðssj óðunum var frestað þangað ti l í seinni hluta þessarar viku. Peningamarkaðsmáli fre stað landsbankinn Pening amarkaðssjóðirnir voru fyrir Héraðsdóm i reykjavíkur en þar er óskað eftir margvís legum upplýsingum meðal annars um sam setningu sjóðanna. Vill ekki gefa upp hluthafa Haraldur Johannesse n, ritstjóri Viðskiptabla ðsins, vill enn ekki gefa upp hverjir eru eigendur Myllus eturs, út- gáfufélags blaðsins. M yllu- setur keypti útgáfuré ttinn að Viðskiptablaðinu af F ramtíð- arsýn þegar greiðslus töðvun síðarnefnda fyrirtæk isins var að renna út og ljóst a ð það væri að fara í þrot. Jó hannes vill ekki gefa upp hve rjir hinir hluthafar Myllusetur s séu, en sagði jafnframt að þa ð yrði upplýst fljótlega. Öllum starfsmönnum Við- skiptablaðsins var sa gt upp en nokkrir endurráðnir. 1 Morð í jólateiti Eric allen frá Vancouve r í Kanada varð einum manni að b ana í jólateiti er hann hóf skothríð. 2 Klámstjarnan hættir í kaffiteríunni Fyrrverandi klámmynd aleikkona er hætt störfum í mötune yti í grunn- skóla í New Jersey vegn a óánægju fólks með fyrri störf hen nar. 3 Fegurst allra Kseniya Sukhinova frá rússlandi var krýnd Ungfrú heimur á rið 2008. 4 Minnir um of á Maríu mey Nakin kona í líki Maríu meyjar prýðir desemberhefti m exíkanska Playboy-tímaritsins. 5 eldur í Players á nýja n leik Eldur kom upp á skem mtistaðnum Players í Kópavogi. 6 Frostharka og neyða r- ástand í Bandaríkjunum gríðarleg frostharka hefur knúið Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir neyðarástandi í Massac husetts. 7 Youtube sameinar B lur Hljómsveitin Blur hefur ákveðið að stilla saman strengi sín a á ný. mest lesið á dV.is Skerðing á LÍN gagnrýnd Stúdentaráð Háskól a Íslands gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að ætla að sker ða framlög til Lánasjóðs íslensk ra náms- manna og sömuleið is til Há- skóla Íslands. „Stúd entaráð gerir alvarlegar athu gasemdir við hvort tveggja þa r sem ríkis- stjórn virðist hunds a þá stað- reynd að þegar krep pir að sækir verulegur fjöldi Ísle ndinga sér menntun í háskóla s em brýnir þörf Lánasjóðsins v erulega,“ segir í yfirlýsingu St údentaráðs. Stúdentaráðsliðar g era einnig athugasemd við nið urskurð við Háskóla Íslands sem „nemur fjárhæð rannsóknar samnings sem menntamálará ðherra hefur gert við skólann“. Bjargar ekki heimilunum „Varla eru þessar hæ kkan- ir hluti af aðgerðapak ka ríkis- stjórnarinnar til bjarg ar heimil- um landsins,“ segir V ilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, um ný legar skatta- hækkanir stjórnvalda . Honum blöskrar þær auknu b yrðar sem hafa verið lagðar á al menning. „Það er ótrúlegt að e nginn hafi verið látinn sæta áby rgð á þessu grafalvarlega ástandi sem ríkir í íslensku samfélagi og það á sama tíma og fólk verður fy rir skerðingu á sínum launum, atv innumissi og verðlag á vöru og þjó nustu stór- hækkar og allur þess i vandi sem blasir við íslenskri þj óð er vegna græðgisvæðingar no kkurra fjár- glæframanna.“ ritstjorn@dv.isInnlendar Frétt Ir Haukur Þór Haraldss on atli atlason „Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um fjárdráttinn.“ holabok.is Frábærar bækur! Óborganlegar sögur af Eyjaskeggjum - hvað annað? Skrautlegt og skemmtilegt jólaföndur. Hvaða synd drýgði væntanlegur ökukennari? Bráðskemmtileg ævisaga. Hér fara margir á kostum, t.d. Púlli, Jens Guð og Gurrí Haralds. Mögnuð bók; greinir frá þróun kafbáta, hernaðarlegri snilld, mistökum og mannfórnum. Sagnameistarinn Jón Böðvarsson er í miklum ham og segir hér margar óborganlegar sögur. Íslenskar draugasögur, alls ekki ætlaðar viðkvæmum sálum. Gamansögur af Árnesingum og hér slapp enginn sem hafði eitthvað til málanna að leggja. Eitt af snilldarverkum Antony Beevor og tvímælalaust besta bókin um Spænska borgarastríðið. Sögur af sviðinu og baksviðs og jafnframt að stórum hluta saga djass- og dægurlagatónlistar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.