Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 4. desember 2009 fréttir „Þetta var mikið áfall, virkilega sárt,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson sem ný- verið missti föður sinn, Ólaf Jón Leós- son, eftir sjálfsvíg. „Vegna atvinnu- leysis og fjárhagsvanda sá hann því miður enga aðra leið færa. Það kem- ur fram í bréfinu sem hann skildi eftir til okkar. Þetta var orðið honum mjög erfitt og það er svo erfitt fyrir okkur fjölskylduna að hugsa til þess.“ Ólafur Jón, ríflega sextugur vöru- bílstjóri, svipti sig nýverið lífi eftir að hafa ekki séð neina aðra leið færa út úr fjárhagserfiðleikum og atvinnu- leysi. Um margra mánaða skeið fékk hann engin verkefni á bílinn sinn á meðan milljónaskuldir hans hjá fjár- málafyrirtækjum hlóðust upp vegna gríðarlegrar hækkunar myntkörfu- láns. Honum höfðu verið send bréf frá Lýsingu hf. þar sem óskað var eft- ir því að hann skilaði vörubílnum til lánafyrirtækisins. Á endanum gafst hann upp og svipti sig lífi. Ólafur Jón var jarðsunginn í byrjun nóvember. Hræðilega sorglegt „Pabbi hafði unnið allt sitt líf og hann hafði undanfarið ekki fengið neina vinnu á meðan skuldirnar hlóðust upp. Hann var kominn mjög langt niður. Hann hafði ekki haft neina vinnu og því var sjálfsvígið hrein og klár örvænting. Hann sagði í bréfinu að hann væri bara búinn á sálinni,“ segir Gústaf Jökull. Fríður Leósdóttir, systir Ól- afs Jóns, segir hræðilegt að vita til þess hvernig kreppan hafi farið með bróður hennar. Hún er sár yfir þeim takmarkaða skilningi sem hún telur að honum hafi verið sýndur af hálfu fjármálafyrirtækis. „Kreppan fer illa í duglega og samviskusama menn sem vilja vinna og borga sín lán. Á meðan hann fékk enga vinnu þá hækkuðu lánin stöðugt og það fór illa með hann. Á end- anum tók hann eigið líf og það er hryllilega sorglegt. Það hefði hins vegar verið hægt að ná honum upp úr þessu. Lánafyrirtæki bílsins neitaði allri aðstoð fyrir andlátið en svo þegar hann er fallinn frá virð- ist allt vera hægt að gera. Mér finnst það ömurleg tilhugsun og virkilega ljótt. Ég er hundrað prósent viss um það að hefðu fjármálafyrirtækin ver- ið manneskjulegri og sýnt honum meiri skilning hefði hann ekki valið að fara þessa leið,“ segir Fríður. Samúð hefði bjargað Gústaf Jökull tekur í sama streng. Hann segir fjármálafyrirtæki föð- ur síns, Lýsingu hf., ekki hafa verið til í að sýna honum samúð. „Sorg- in er mjög erfið. Pabbi var að reyna að vinna úr sínum málum. Það sem fór með hann voru lánin á bílnum og fjármálafyrirtækið var ekkert tilkippi- legt til að hjálpa honum í vandanum. Þess í stað var gengið hart fram gegn honum og þeir vildu í raun taka af honum bílinn. Þannig væri atvinnu- tækið farið og þá væri ekkert eftir. Hefði honum verið sýnd meiri sam- úð þá hefði það pottþétt orðið hon- um til bjargar,“ segir Gústaf Jökull. Aðspurð segist Fríður ekki hafa fundið fyrir því að hætta væri á sjálfs- vígi bróður hennar. „Sjálf var ég í stöðugu sambandi við hann og fann hvernig erfiðleikarnir drógu hann niður. Ég vissi af erfiðleikunum en hann faldi það fyrir mér hversu mik- ið þetta tók greinilega á hann. Ég var alltaf að reyna að hvetja hann áfram og ég fann ekki í okkar síðasta sam- tali að sjálfsvíg væri í huga hans. Ég fékk því svakalegt áfall þegar þetta gerðist,“ segir Fríður. Áttu að gefa sjens Gísli Gunnlaugsson endurskoð- andi var góður vinur Ólafs Jóns og var honum innan handar þegar fjár- hagsvandinn kom upp. Hann segir Ólaf Jón hafa boðið allt sem hann gat borgað en mætt skilningsleysi lán- veitandans. „Um leið og lánin komu úr frostinu þá blasti slæm staða við því hann var orðinn alveg tekjulaus eftir hrunið. Hann var samt að reyna og vonaðist eftir skilningi hjá fyrir- tækinu. Það hins vegar hvorki gekk né rak í samskiptum við fyrirtækið og því ákvað ég að fara með honum á fund með þeim. Þar lögðum við spilin á borðið og gáfum þeim áætl- un um hvernig hægt væri að klára þetta,“ segir Gísli. „Við buðum allt sem hann átti, því aðrir peningar voru bara ekki til. Til baka kom afdráttarlaust svar frá fyr- irtækinu þar sem okkar boði var al- farið hafnað og krafa gerð um full skil. Að því gat hann ekki gengið því það var langt umfram greiðslugetu. Hann bauð þarna allt sem hann átti en fékk blauta tusku í andlitið til baka. Af hverju gat lánastofnunin ekki beðið? Auðvitað átti hún að gefa honum meiri sjens því þetta er ansi óbilgjarnt.“ Vinur í ábyrgð Aðspurður segist Gísli hafa síðast rætt við Ólaf Jón viku fyrir andlátið. Á endanum fann Gísli hvernig vinur hans gafst upp þar sem hann gat ekki hugsað sér að lánin féllu á góðan vin sinn. „Mér finnst miskunnarleysi lánafyrirtækjanna ákaflega blóðugt og dæmi vinar míns sannar það. Á sama tíma er verið að afskrifa gífur- legar fjárfúlgur út um allt og lánafyr- irtækin eru gjörsamlega að gleyma mannlega þættinum. Þetta er bara aðför að venjulegu fólki, vitandi vits því fyrirtækin eru líka sökudólgar í þessum lánamálum þar sem mynt- körfulánunum var hreinlega haldið að fólki,“ segir Gísli. „Ég átta mig hreinlega ekki á þessu miskunnarleysi. Við ræddum saman viku áður en hann dó og þá fann ég því miður hvernig örvæntingin hafði gripið hann. Þetta væri bara búið spil því hann sagðist ekki getað hugsað sér að lánin féllu á góðan vin hans sem var í ábyrgð fyrir þeim. Ég heyrði á honum að hann var rosalega svart- sýnn og vissi ekkert hvernig hann gæti komist út úr þessu. Sú leið sem hann valdi er hrikalega sorgleg og ég óttast fleiri slík tilfelli.“ Svartnættið blasti við Fríður bætir því við að enginn vafi sé á því að bróðir hennar hafi svipt sig lífi vegna fjárhagserfiðleikanna og atvinnuleysisins sem við blasti. Hún segir Ólaf Jón hafa verið létt- an, jákvæðan og hvers manns hug- ljúfi. „Eðlilega syrgi ég góðan dreng og það er gífurlegt áfall að missa svona systkini sitt. Ég horfði upp á kreppuna draga hann jafnt og þétt niður þegar hann var hættur að geta staðið í skilum. Ég held því miður að meira sé um þetta en margur held- ur,“ segir Fríður. „Þetta var alveg hræðilega sorg- legt. Því miður var það bara orð- ið þannig að hann sá enga aðra leið út úr vandanum og hrikalega sorg- legt hvernig kreppan getur farið með fólk. Fólk getur svo sannarlega orðið svona niðurbrotið í fjárhagserfiðleik- um. Því miður sá bróðir minn fram á rosaleg þrengsli og enga vinnu var að fá. Það var bara svartnættið sem blasti við, því miður.“ Vörubíllinn Lánafyrirtækið vildi taka vinnutæki Ólafs Jóns af honum vegna skulda. Ólafur Jón Leósson vörubílstjóri svipti sig lífi nýverið vegna fjárhagserfiðleika og atvinnuleysis. Fjölskyld- an syrgir góðan mann og segir hræðilegt að hugsa til þess að hann hafi enga aðra leið séð út úr vandræðun- um. Fjölskyldan telur að aukin samúð fjármálafyrirtækis, Lýsingar hf., hefði bjargað lífi hans. SÁ ENGA AÐRA LEIÐ EN AÐ SVIPTA SIG LÍFI TrauSTi HafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Pabbi hefur unnið allt sitt líf.“ Ólafur Jón Leósson F. 17.06. 1948 D. 26.10. 2009 Óskar Sindri Atlason var í gær dæmdur til að greiða eftirstöðvar af láni vegna Volvo S40 bifreiðar sem hann hafði á kaupleigu hjá SP-Fjármögnun. Samn- ingur Óskars við SP-Fjármögnun var í erlendum gjaldeyri. Var um svokallað prófmál að ræða til að kanna hvort myntkörfulán hefðu verið ólögleg sam- kvæmt íslenskum lögum. Lögmaður Óskars var Björn Þorri Viktorsson. Kaupverð bifreiðarinnar var 3,6 milljónir króna en maðurinn borgaði 400 þúsund krónur inn á hana. SP-Fjár- mögnun beitti vörslusviptingu þar sem maðurinn hafði ekki staðið í skilum með tilskildar greiðslur. Var krafan þá komin í rúmar fimm milljónir króna. Óskar stóð við samninginn allt þar til í september á síðasta ári þegar hann var krafinn um greiðslu á 68.888 krónum. Nam sú upp- hæð 49 prósentum hærri upphæð en upphafleg mánaðargreiðsla var. Í dómi héraðsdóms í gær kemur fram að Óskar hafi vitað að um erlent lán væri að ræða. Í samningnum milli hans og SP- Fjármögnunar hafi komið fram að mynt- körfulán séu áhættusamari en önnur lán og að Óskar hafi gert sér fullkomlega grein fyrir því. Lánið var í svissneskum frönkum og japönsku jenum. Kjartan G. Gunnarsson, forstjóri SP-Fjármögnunar hf, sagði fyrir dómi að 80-90 prósent af lántökum SP-Fjármögnunar hefðu verið í erlendri mynt. Óskar sagði fyrir dómi að hann hefði keypt bílinn á bílasölu og sölumaður tjáð honum að lánakjör væru þau bestu á markaðinum. Honum hafi ekki sérstaklega verið kynnt geng- isáhætta en bílinn keypi hann hjá Nýju Bílahöllinni. „Gengisþróun hefur orðið flestum Íslendingum undanfarið ákaflega óhag- felld. Á þeirri þróun getur SP-Fjármögn- un hf. hins vegar ekki borið ábyrgð. Þá er ósannað að SP-Fjármögnun hf. hafi með einhverjum hætti nýtt sér hugsan- lega fákunnáttu Óskars um gjaldeyris- mál eða stuðlað að því að honum hafi hugsanlega verið gefnar rangar eða villandi upplýsingar um þau efni eða gengistryggingu leigugreiðslu. Ekki eru því efni til að víkja frá þeirri meginreglu íslensks samningsréttar að samningar séu skuldbindandi fyrir aðila þeirra,“ segir í dómnum. Björn Þorri sagði í sam- tali við Stöð 2 í gær að hann byndi vonir við það að niðurstaða Hæstaréttar yrði önnur í þessu máli. Björn Þorri og Karl Georg Sigurbjörnsson reka lögmanns- stofuna Lögmenn í Laugardal. Á fjórða hundrað manns hafa ákveðið að taka þátt í hópmálsókn lögmannsstofunnar gegn bönkunum vegna lána sinna. DæmDuR TIL AÐ GREIÐA myNTköRFuLÁN Áfrýjar dómnum Lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson bindur vonir við að niðurstaða Hæstaréttar verði önnur en í þessu máli. Mikil sorg Fjölskyld- an syrgir góðan og jákvæðan mann sem sogaðist í myrkrið vegna fjárhagserfið- leika og atvinnuleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.