Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 24
Frá kommatittum til Baugsþýja Svarthöfði telur íslenska samfé-lagsumræðu byggjast á tveggja heima sýn. Annar heimurinn er hvítur og góður en hinn er svartur og vondur. Mönnum er stillt upp í öðrum hvorum heiminum sem meðlimum í tilteknum liðum af þeim sem líta á þá sem andstæðinga sína. Þeir sem eru í Sjálfstæðisflokknum og fylgismenn Davíðs Oddssonar eru málsvarar hins góða og rétta á meðan aðrir eru Baugsþý. Þessi heimsmynd minnir á uppskiptingu tilverunnar á dögum kalda stríðsins þar sem fólk var tal- ið þurfa að velja sér hægri eða vinstri vænginn á unga aldri. Í stað kommatittanna eru komin Baugsþý. Tveggja heima sýnin heldur áfram í hugum þeirra sem líta á mannfélagið svo svart-hvítum augum. Hugmyndir eins og hlutlægni og hlutleysi rúmast ekki í tveggja heima tilverunni: Þeir sem ekki eru með okkur eru óvinir okkar; þeir sem ekki eru Davíðsmenn eru Baugarar. Þriðji möguleikinn, nú eða sá fjórði, fimmti, sjötti eða sjö- undi, er ekki til og því eru allir í liði A eða B. Sá sem haldinn er þessari tveggja heima blindu á annað fólk og tilveruna hefur ávallt brenglaða mynd af heiminum. Þegar fjölmiðill segir frétt um skulda- af- skriftir hjá Baugsmönn- um gleðjast ein- hverjir í hvíta liðinu og telja miðilinn nú loksins hafa séð ljós hins góða og haf- ið herferð gegn svartstökkum Jóns Ásgeirs. En svo þegar sami miðill segir frétt um mögulega tilraun Jóns Geralds Sullen- berger til peningaþvættis kemur ann- að hljóð í strokkinn. Þá er miðillinn aftur genginn tröllum á hönd og kom- inn í her svartstakkanna. Hvítliðinn botnar þar af leiðandi ekki neitt í því hvaða hagsmuni miðillinn sé eigin- lega að verja með fréttaflutningnum. Hvítliðinn stendur nefnilega í þeirri trú að hlutleysi og hlutlægni í málfutningi sé ekki til: Ef menn tjá sig um eitthvað er það alltaf til að tala fyrir hagsmunum einhvers sem þeir eru í liði með. Þess vegna er hlutlaus miðlun upplýsinga ekki til því Dav- íðsmennirnir telja að ekki sé hægt að segja frá á hlutlægan hátt. Davíð frysti nýlega frétt um rannsókn saksókn- ara á Baldri Guðlaugssyni vini sínum en það er í lagi því það er í samræmi við heimsmynd hans. Þar af leiðandi gefa þeir sér að aðrir hugsi og breyti nákvæmlega eins. Að þeirra mati er því ómögulegt annað en að aðrir menn séu einnig í öðru hvoru liðinu. Með þeim eða gegn þeim. Þeir skilja ekki að hægt er að hugsa á annan hátt en þeir og hvorki vera í þeirra liði né Baugshópnum og segja jöfnum höndum óþægilegar fréttir um Sjalla og Baugara. Hvítliðarnir átta sig ekki á þessum mögu- leika C og vita því ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þeg- ar einhver brýtur barnalega heimsmynd þeirra í spað með því að breyta samkvæmt C. Sandkorn n Það er óhætt að segja að stuðningur við sjómenn vegna skattaafsláttar þeirra sem ákveðið er að afnema komi úr óvæntustu áttum. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmda- stjóri Lands- sambands íslenskra útgerðar- manna, sagði í Bít- inu á Bylgj- unni að fráleitt væri að afnema afslátt- inn. Benti hann á að ríkið veitti skattaafslátt upp á 7 milljarða til annarra stétta sem fengju dag- peninga. Stuðningur Friðriks kann að ráðast af því að sú krafa er uppi að útgerðarmenn bæti sjómönnum skerðinguna. n Menn eru óðum að skipa sér í fylkingar vegna fyrirhugaðs prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík. Líklega sækjast fjórir borgarfull- trúar eftir öðru sæt- inu. Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvars- son, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eru öll sjóðheit. Talið er að fylk- ing sú sem kennd er við Guð- laug Þór Þórðarson styðji Júlíus Vífil. Þá hafa menn tekið eftir því að samstarf hans og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra er með miklum ágætum. n Það mun ráðast af vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hver hreppir annað sætið. Borgar- stjórinn mun þó gæta þess að láta ekki uppskátt hver hugur hennar er. Talið er að Hanna Birna muni styðja Júlíus Vífil Ingvarsson eða Þor- björgu Helgu Vigfúsdóttur sem næstráðanda. Það yrði reiðar- slag fyrir Gísla Martein Baldurs- son borgarfulltrúa sem talinn er liggja fremur lágt eftir slaka frammistöðu og miklar fjarvistir á kjörtímabilinu. Staða hans er því fullkomlega óljós. n Það er minni spenna fyrir prófkjöri Samfylkingar í borg- inni. Þar er Dagur B. Eggerts- son öruggur með að hreppa efsta sætið. Um annað sætið berjast þær Björk Vilhelmsdótt- ir, Odd- ný Sturlu- dóttir og Sigrún Elsa Smáradótt- ir. Oddný er talin sigur- strangleg- ust en hún hefur verið að styrkja sig á kjörtímabilinu. Staða hennar er þannig í dag að hún er almennt talin vera arf- taki Dags. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta var fínt. Þetta voru bara einhverjar pylsur og dót sem hann notaði fyrir putta.“ n Rithöfundurinn og teiknarinn Þórarinn Leifsson vakti mikla athygli þegar hann kynnti mannætusögu sína í Danmörku. - Fréttablaðið „Ég get alveg lofað þér því að ef þetta væri eitthvað alvarlegt þá myndi ég vita af því.“ n Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segist ekkert þekkja til skuldasúpu knattspyrnumannsins. - DV „Það er styttra í spaugið hjá mönnum eftir að Viggó fór.“ n Magnús Stefánsson, stórskytta Framara, segir andrúmsloftið léttara eftir brotthvarf Viggós Sigurðssonar sem þjálfara. - Fréttablaðið „Það fór ótrúlega lítið í taugarnar á bændum hvað við vorum vitlausir.“ n Stefán Pétur Sólveigarson, hönnuður Hrútaspilsins, klikkaði aðeins við gerð Hrútaspils númer eitt en ekki tvö. - DV „Lausmálar konur eru hættulegar og menn ættu að forðast þær.“ n Egill „Þykki“ Einarsson ræðir um mál Tigers Woods í pistli sínum á Pressunni. - pressan.is Gamla, spillta Ísland Leiðari Undanfarna daga hefur DV fjall-að um þá tilraun sem gerð var árið 2006 til að koma skuldabréf-um upp á 30 milljarða króna í umsýslu í Landsbankanum. Grunur lék á að tilraun væri gerð til peningaþvættis. At- hafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger hafði um það milligöngu að koma umrædd- um bréfum í Landsbankann. Þetta staðfesti hann í samtali við DV og upplýsti jafnframt að hann hefði aldrei verið yfirheyrður. Hann kvaðst hafa gert þetta í greiðaskyni við mann á Miami sem hann vildi þó ekki nafngreina. Óyggjandi heimildir herma að innan Lands- bankans hafi málið verið litið alvarlegum augum. Fullyrt er að bankamenn hafi með einhverjum hætti tilkynnt málið til lögreglu í samræmi við lög. Ríkislögreglustjóri hefur nú svarað því til að engin tilkynning hafi borist embætti hans um málið. Svar hans til DV er loðið og teygjanlegt. „Vegna umfjöllunar DV í gær um að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki brugðist við peningaþvættistilkynningu árið 2006 með lögreglurannsókn gagnvart nafngreindum manni hefur embættið kann- að málið. Niðurstaðan er sú að embættinu barst ekki tilkynning á grundvelli laga um peningaþvætti eða upplýsingar í formi kæru um þau atvik sem eru tilefni fréttar blaðsins,“ segir í til- kynningunni. Getur verið að emb- ættinu hafi borist tilkynning en ekki nákvæmlega á réttum grundvelli? Getur verið að áhugi á rannsókn hafi verið takmarkaður? Þessu er ósvarað. Það vekur furðu að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri skuli ekki þegar bregðast við og hefja rannsókn á meintri tilraun til peningaþvætt- is í Lands- bankan- um árið 2006. Emb- ættinu er meira í mun að afsanna að því hafi borist tilkynningin en að rannsaka hvort glæpur hafi verið framinn. Þessi afstaða er einkennandi fyrir gamla, spillta Ís- land. Vonandi verða aðrar stofnanir til þess að fara betur ofan í atburða- rásina í Landsbankanum árið 2006. Ef ekki, þá hefur þjóðin ekkert lært og sömu stofnanir munu áfram af- greiða mál eftir eigin geðþótta. Sömu spillingaröflin munu vaða uppi. Sami ríkislögreglustjórinn mun halda áfram að skilgreina réttlæt- ið eftir eigin höfði. Sama gamla klík- an mun ráða því hvaða mál fara til rannsóknar. reynir traustason ritstjóri skriFar. Getur verið að áhugi á rannsókn hafi verið takmarkaður? bókStafLega Jákvætt jólastress Um daginn heyrði ég því fleygt að ríkissjóður væri að verða af mikl- um peningum vegna þess að ekki væri hægt að fangelsa menn. Þetta er náttúrlega nokkuð skemmti- leg pæling þegar horft er til þess að aldrei í sögu þjóðarinnar hefur verið til jafnmikið af ónotuðu hús- næði og sjaldan hefur atvinnuleysi verið í líkingu við það sem núna mælist. Á Keflavíkurflugvelli er fangelsi sem Kaninn skildi eftir og heilu turnarnir, heilu blokkirnar og jafnvel stór hverfi eru á víð og dreif um borgarlandið. Nú eigum við að finna jákvæða lausn – fjöldinn all- ur fær vinnu við að breyta húsum í fangelsi og svo fá margir vinnu við fangavörslu. Og öll verðum við já- kvæð um jólin. Ég var svo heppinn hér á árum áður, að ég átti það til að lesa allt um heimspeki sem ég náði í. Og þeg- ar ég las doðrant um raunhyggju þá opnuðust allar gáttir. Það var já- kvæð reynsluhyggja sem hélt mér andvaka eftir langan lestur – vanga- veltur um það að jákvæðar pæling- ar geti fyllt lífið af unaði og yndi. Ég ákvað að trúa því, að ef ég leyfði já- kvæðni að stjórna þá myndi ég fá að mæta gleði og hamingju með bros á vör. Og núna þegar skórinn kreppir þá er ég svo jákvæður að ég ákveð að gott sé að ganga berfættur um stund. Í kreppu ákveð ég að líta með þakklæti á hvert augnablik unað- ar sem hugsanlega gefst. Kreppa er sem sagt uppspretta hamingju. Auðvitað má alltaf finna vælu- kjóa – fólk sem kýs að láta barlóm og þrældóm sjálfsvorkunnar spilla gleðinni. Alltaf munu þeir finn- ast sem kvarta og vilja meina að allt geti verið svo mörgum sinnum betra en það er. Við hin verðum að sætta okkur við raunveruleikann og gera hið besta úr því sem lífið hefur uppá að bjóða. Við þurfum að leita yndislegra lausna, við verðum að átta okkur á því að í skammdeginu er nauðsynlegt að leyfa bjartsýni og jákvæðu hugarfari að vakna til lífs- ins – ekki síst þegar eitthvað bját- ar á. Það er meira að segja hægt að gleðjast með öllum glæpamönn- unum sem fá nú að fagna hátíð ljóss og friðar í faðmi fjölskyldu og vina. Þeir gleðjast vegna þess að ríkisvaldið hefur ekki efni á að refsa þeim. Krimmar hrósa happi því nú hert er sultarólin og fáir munu fara í fangelsi um jólin. kristján hreinsson skáld skrifar „Í kreppu ákveð ég að líta með þakklæti á hvert augnablik unaðar sem hugsan- lega gefst. “ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 4. desember 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.