Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 11
fréttir 4. desember 2009 föstudagur 11 Nærri tugur sjálfsvíga vegna fjárhags- örðugleika hefur verið tilkynntur til Hagmunasamtaka heimilanna frá stofnun þeirra. Samtökin voru stofn- uð um miðjan janúar síðastliðinn og því eru þessi tilvik öll frá þessu ári. Yfir bæði hagsmunasamtökin og Neytendasamtökin rignir tilkynning- um um harðneskjulegar og ómann- úðlegar innheimtuaðgerðir lána- og innheimtufyrirtækja í kreppunni. Aðferðir fyrirtækjanna segja for- svarsmenn samtakanna í sumum til- vikum vissulega vera bæði grimmar og ómanneskjulegar. Friðrik Ó. Friðriksson, formað- ur Hagsmunasamtaka heimilanna, segir það skelfilegt þegar ómannúð- legar innheimtuaðgerðir leiði til þess að einstaklingar svipti sig lífi. „Þetta er mjög sorgleg saga en því mið- ur höfum við fengið nokkur önnur svipuð tilvik inn á borð til okkar og heyrt svipaðar sögur. Til okkar koma töluvert margar ábendingar frá fólki í vanda sem lýsir miklu vægðarleysi innheimtufyrirtækja og ég hef veru- legar áhyggjur af því. Að mínu mati er allt of mikil þöggun yfir þessum skuggahliðum kreppunnar,“ segir Friðrik. Sum verri en önnur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur orðið var við mikla aukningu tilkynninga þar sem kvartað er undan hörku við innheimtu. Hann segir sögurnar þó sýna að fyrirtækin gangi misharka- lega fram. „Fólk leitar mikið til okkar þar sem það kvartar undan harkaleg- um aðgerðum, það er alveg ljóst að í kreppunni hefur orðið mikil aukn- ing tilkynninga. Fólk er hreinlega að bugast undan harðri innheimtu en fyrirtækin eru mismunandi. Sum þeirra reyna ansi margt til bjargar á meðan önnur ganga fram af mikilli hörku. Ég bið þau sem ganga fram af hörku að íhuga alvarlegar afleiðingar hörkunnar því það getur skipt sköp- um að vinna með einstaklingunum og finna viðunandi lausn,“ segir Jó- hannes. Aðspurður telur Friðrik mikla gjá vera milli þess sem boðað hafi verið af stjórnvöldum og raunveru- leikans á bak við innheimtuhörku lánafyrirtækja. Hann segir skuldug heimili víða koma að lokuðum dyr- um. „Skuldarar mæta hranalegu við- móti. Fólk er látið bíða endalaust, það er sent á milli manna og horna á milli. Fólk mætir til fyrirtækisins með ákveðnar væntingar um sann- girni en mætir aftur á móti mikilli hörku og afdráttarlausum kröfum. Það örlar ekki á ábyrgðartilfinningu fyrirtækjanna sjálfra, að þau eigi ein- hvern þátt í því hvernig komið er fyrir fólki. Fjármálafyrirtækin skella alfar- ið ábyrgðinni á fólkið,“ segir Friðrik. Óttast fleiri tilvik „Fólk er svipt eigum sínum, það er selt ofan af því og það látið skrifa undir nauðasamninga. Við höfum á okkar borði nokkur dæmi þess að fólk hafi svipt sig lífi vegna fjárhags- erfiðleika í kreppunni. Síðan leggst álagið og streitan mikið á aðstand- endur líka. Álagið á heimilin hefur aukist gríðarlega. Aðstæður eru all- ar fyrirtækjunum í hag og aðferð- ir þeirra hljóma ekki mannúðlega,“ bætir Friðrik við. Jóhannes er sammála og ítrek- ar beiðni sína til fjármálafyrirtækja að fara varlega í innheimtu skulda. Sé það ekki gert geti afleiðingarnar verið skelfilegar. „Að svipta sig lífi er að sjálfsögðu hörmuleg lausn en við skulum hafa það á hreinu að ef geng- ið er hart gegn einstaklingum þá er þetta því miður neyðarúrræði í ein- hverjum tilvikum. Að mínu mati tel ég meira upp úr því að hafa fyrir lán- veitandann að semja við skuldarann en að ganga of hart fram þannig að viðkomandi geti ekki borgað. Svo ekki sé talað um að gengið sé það hart fram að einstaklingur sjái ekki aðra lausn færa en að svipta sig lífi,“ segir Jóhannes. „Það er gífurlega mikið undir hjá einstaklingum og fjármálafyrirtækj- um ber að vera mannleg í samskipt- um við viðskiptavini sína. Í stað þess að keyra heimilin og einstaklinga í gjaldþrot þá er það hagkvæmara fyr- ir lánveitandann að fara mýkri leið- ir. Afleiðingarnar af hörkulegum inn- heimtuaðgerðum geta verið mjög alvarlegar, heimili geta flosnað upp og einstaklingar geta staðið frammi fyrir því að sjá enga leið út. Því beini ég þeim tilmælum til fjármálafyrir- tækja að leita allra leiða í stað þess að stilla fólki upp við vegg,“ bætir Jó- hannes við. Friðrik líkir innheimtufyrirtækj- um við hrægamma sem geri sér mat úr harmi fólks. Hann þekkir dæmi þess að bankað sé upp á heima hjá fólki og jafnvel á velvöldum augna- blikum. „Það er verið að banka upp á hjá fólki í tíma og ótíma, oft þegar fólk er að ganga til náða eða barna- afmæli er í gangi og sálfræðihern- aðurinn er gífurlegur. Fólk fær eng- an frið. Það eru flestir sem vilja lifa eðlilegu lífi og borga sínar skuld- ir. Þegar menn geta það ekki þá fer það afskaplega illa í þá. Þegar geng- ið er hart fram gegn þessu fólki og af miskunnarleysi þá er mikil hætta á að við sjáum einhverja bregðast við með þessum hætti, að svipta sig lífi. Því miður er þetta þannig og ég ótt- ast stórlega að við gætum þurft að horfa upp á meiri hörku fram undan og fleiri tilvik,“ segir Friðrik. trausti@dv.is ALLTAF SORGLEGT Matthías Halldórsson, landlæknir „Mér finnst erfitt að hugsa til þess að aðstæð- ur í samfé- laginu verði til þess að einstaklingar taki eigið líf. Að eitthvað svona lag- að gerist er eitthvað sem ég óttaðist þegar krepp- an yrði mjög djúp því reynslan frá öðrum lönd- um sýnir að sú sé hættan. Hingað til hefur, sem betur fer, verið lítið um sjálfsvíg í þessari kreppu. Það hafa að jafnaði átt sér stað 25-30 sjálfsvíg á ári hér á landi og flest þeirra tengj- ast þunglyndi þar sem einstakling- arnir hafa ekki séð aðra leið færa út úr vanda sínum. Hvert og eitt sjálfs- víg er auðvitað mjög mikið áfall og alltaf sorglegt.“ LEITUM Í LJÓSIÐ Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands „Þetta er því miður hættan í kreppunni og það er vont þegar at- vinnutækin eru tekin. Um leið og þetta er sorglegur atburður bið ég fólk um að hafa það ávallt í huga að við eigum alltaf einhverja leið út úr fjárhagsvanda. Nú þegar mark- aðshyggjan er hrunin eiga menn erfitt og ég hvet fólk til að snúa sér til drottins. Það er hið eina sem við eigum eftir og til trúarinnar á fólk að leita. Þá er gagnlegt að leita í samfé- lag fólks í sama vanda. Við verðum að reyna að kveikja ljósið í stað þess að horfa í myrkrið.“ DJÚP VANLÍÐAN Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðingur „Þegar fólk sviptir sig lífi þá líður því þannig að það sér enga aðra leið og djúpstætt vonleysi grípur það. Því líður þannig að það sér bara eina leið færa út úr svartnættinu, að deyja. Það er hins vegar oft þannig að þeir, sem hefur verið bjargað frá sjálfsvígi, sjá síðar hversu fegnir þeir eru að hafa ekki látið verða af því, því að vonleysið gengur yfirleitt yfir. Í framhaldinu fer fólk að sjá að það eru aðrar leiðir og önnur úrræði til staðar. Þau skilaboð eru mjög mikil- væg til allra að þó að allt virðist vera vonlaust þá er ekki þar með sagt að svo sé. Ég bið fólk um að þrauka að- eins og hafa samband við einhverja, vini eða fagfólk, sem geta veitt hjálp. Þannig getur það sem áður virtist al- veg vonlaust breyst í aðra möguleika og minni vanlíðan. Þekking okkar hér á landi á alvarlegu þunglyndi er mikil og það er margt hægt að gera til að vinna gegn þessu. Í kreppunni líður mörgum illa og hætta á að fólk dragi sig inn í skel. Þegar fólk verður dapurt er tilhneigingin sú en við verðum alltaf að hafa trú á styrk okkar til að standa af okkur mikla vanlíðan.“ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar „Hugur okkar hjá Lýsingu er hjá fjöl- skyldu þessa manns og við vottum henni samúð okkar. Við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í samfélag- inu reynum við hjá Lýsingu eftir fremsta megni að koma til móts við viðskiptavini okkar. Okkur þykir það ákaflega leitt ef aðstandendur hins látna telja að orsök þessa hörmulega atburðar megi á einhvern hátt rekja til viðskipta hans við félagið.“ trausti@dv.is Yfir Hagsmunasamtök heimilanna og Neytendasamtökin rignir tilkynningum um harðneskjulegar og ómannúðlegar innheimtuaðgerðir innheimtufyrirtækja. „Sum fyrirtækin eru verri en önnur,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Formaður Hagsmunasamtakanna varar fyrirtækin við alvarlegum afleiðingum aðgerðanna. SKUGGAHLIÐ KREPPUNNAR „Afleiðingarnar af hörkulegum inn- heimtuaðgerðum geta verið mjög alvarleg- ar, heimili geta flosnað upp og einstaklingar geta staðið frammi fyrir því að sjá enga leið út.“ Ástþór Skúlason, lamaður bóndi á Melanesi á Rauðasandi, var sviptur sér- útbúnum landbúnaðartækjum sínum vegna vanskila. Starfsmenn á vegum vörslusviptingar Lýsingar komu og tóku tækin sem eru honum nauðsynleg til að geta lifað og starfað í sveitinni. Það var í ágúst síðastliðnum sem bóndinn missti tækin sín þar sem Ást- þór var kominn í átta hundruð þúsund króna vanskil af lánum sínum. Honum til aðstoðar komu Árni Johnsen alþing- ismaður og Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku. Sá síðarnefndi styrkti bóndann myndarlega og þingmaðurinn hjálpaði honum í ferlinu við að fá sérútbúin tækin aftur til baka. Ástþór er tvímenn- ingunum ævinlega þakklátur. Forsendan í sveitinni Ástþór er lamaður fyrir neðan mitti og því eru hin sérútbúnu tæki honum nauðsynleg í sveitinni. Hann segir þá staðreynd sýna vel fram á ómanneskju- legar innheimtuaðgerðirnar. „ Auðvitað gat ég lítið sagt við þá því ég hafði ekki fé handbært til að greiða skuldina en aðgerðir þeirra voru fullharkalegar. Þeir hittu síðan líka á akkúrat þann tíma sem tækin voru mér hvað nauðsynlegust í sveitinni til að afla tekna. Tækin mín eru algjör forsenda þess að ég geti lifað og starfað hér í sveitinni. Án þeirra get ég engan veginn verið hér því tækin eru í raun mínir fætur hér í sveitinni,“ segir Ástþór. „Lánafyrirtækið tók allharkalega á mér og ég var ekkert yfir mig hrifinn af vinnubrögðum starfsmanna þess. Þar sem tækin eru forsenda mín fyrir lífinu í sveitinni voru aðgerðirnar enn ómanneskjulegri því þeir tóku má segja fæturna undan mér. Þeir gerðu það.“ Snertir alla Ástþór bendir á að þegar tæki hans voru tekin hafi starfsmennirnir skemmt þau og því standi hann í bótamáli við fyrir- tækið. Honum finnst hræðilegt að heyra frásagnir af sjálfsvígum í kreppunni. „Ég er svo sem ekkert laus við þá enn því þeir skemmdu tækin mín og því stend ég í bótamáli vegna skemmdanna. Það hefur ekkert gengið að fá skemmdirnar bættar,“ segir Ástþór. „Mér finnst nauðsynlegt að lánafyrir- tækin breyti aðferðum sínum og stokki alveg upp á nýtt. Mér finnst hræðilegt að heyra frásagnir af því að fólk sjái enga aðra leið færa út úr vanda sínum en sjálfsvíg. Ég held að þetta hljóti að snerta alla og get ekki ímyndað mér annað en að starfsfólk lánafyrirtækj- anna taki þetta til sín. Annað væri ekki mannlegt.“ trausti@dv.is TÓKU TÆKIN AF LÖMUÐUM BÓNDA Hjónin Sverrir Jónsson og Björk Erlings- dóttir eru búin að missa allt sem þau hafa stritað fyrir í rúmlega tuttugu ára sam- bandi. Þau lentu í greiðsluerfiðleikum og segja bankann, áður gamla Kaupþing en nú Arion banka, aldrei hafa hjálpað þeim. Þeim hafi verið hótað og þau þvinguð til að skrifa undir lán svo þau gætu selt húsið sitt. Erfiðleikarnir hafa haft alvar- leg áhrif á hjónabandið og hefur Sverrir íhugað sjálfsvíg í svartnættinu. „Við erum búin að missa allt. Það er sama hvert við höfum farið, við höfum alls staðar rekið okkur á vegg. Það er eins og við séum ekki gjaldgeng í þessu sam- félagi. Ég upplifi mig í dag sem úrhrak,“ segir Sverrir. Hjónin keyptu fokhelt, tvö hundruð fermetra einbýlishús í Hafnar- firði fyrir rúmum fimm árum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag leigja þau íbúð í Grafarvogi, með tvö lán á bakinu sem eru í vanskilum. Þau sjá fram á að verða gjaldþrota fyrr en síðar. „Við vorum nánast úthrópuð sem skúrkar því við vorum komin í vanskil og hætt að borga af húsnæðisláninu. Nánast flokkuð í hóp hálfvita fyrir að vera hætt að borga af láninu og bankinn vildi ekk- ert við okkur tala. Það hafa komið tímar þar sem ég hef verið mjög langt niðri. Ég er andlega gjaldþrota. Ég skal alveg játa það að á svörtustu stundunum hafa komið augnablik þar sem ég hef íhugað sjálfsvíg. Ég sé ekki fram úr þessu, ég sé engan tilgang. Til hvers að vakna á morgnana?“ segir Sverrir. Björk tekur í sama streng. Hún segir harðar innheimtuaðgerðir hafa haft verulega slæm áhrif á fjölskylduna, meðal annars börn þeirra hjóna. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Mér finnst ég alltaf vera algjör aumingi, lúser. Þetta er ekki búið að stía okkur í sundur en þetta er búið að hafa alvarlegar afleiðingar. Það kemur einn og einn dagur sem er skemmtilegur en síðan kemur eitthvað inn um lúguna eða einhver hringir með hótanir og þá verður maður brjálaður og þarf að byggja sig aftur upp. Ég er kvíðin alla daga og sef rosalega illa. Ég hef séð Sverri mjög, mjög, mjög langt niðri,“ segir Björk. liljakatrin@dv.is Langt niðri Bæði Björk og Sverrir hafa tekið fjárhagserfiðleika heimilisins mjög nærri sér. Lánafyrirtækið Lýsing er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem oftast eru kenndir við Bakkavör. Fyrirtækið eiga þeir í gegnum fjárfestingafélagið Exista en félagið berst í bökkum vegna rekstrarerfiðleika og yfirvofandi gjaldþrots. Á aðalfundi félagsins, í ágúst síðastliðnum, flutti Lýður stjórnarformaður tilfinninga- þrungna ræðu þar sem hann kvartaði undan aðgangshörku skilanefnda bankanna. Hann segir nefndirnar reyna að keyra Exista í gjaldþrot sem valdi almenningi fjár- hagsskaða. Lýður sagði skilanefnd ekki vilja samþykkja áætlun félagsins um endur- skipulagningu og segir óbilgirni nefnda ósanngjarna. Hann óttast að skilanefndir gömlu bankanna, sem stærstu kröfuhafar, reyni vísvitandi að keyra Exista í þrot. DÆMI UM HÆKKUN MYNTKÖRFULÁNS: Lánsfjárhæð 10 milljónir króna (50 prósent jen/50 prósent svissneskur franki) 3. desember 2007 10.000.000 3. desember 2009 23.550.000 Jen hefur hækkað um 148 prósent. Svissneskur franki hefur hækkað um 123 prósent. Mýkri aðferðir Jóhannes segir það vænlegra fyrir lánafyrirtæki að beita mýkri aðferðum til að koma í veg fyrir hörmulegar afleiðingar. Verða að hlusta Ást- þór telur að starfsfólk lánafyrirtækja verði að hlusta á erfiðleika fólks í fjárhagsvanda. VILDI DEyJA VEGNA BANKANS EIGENDURNIR KVARTA SJáLFIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.