Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Undarlega umferðarslysið sem Tiger Woods lenti í á dögunum hefur leitt til uppljóstrana um einkamál golfmeistarans sem áður voru á huldu. Tiger hefur verið orðaður við þrjár konur og á hljóðupptöku virðist sem hann biðji eina þeirra um að halda sam- bandi þeirra leyndu. Málið setur þrýsting á hjónaband Tigers en er ekki talið hafa áhrif á feril hans og auglýsingasamninga. Þess var skammt að bíða að kjafta- sögur fengju vængi og altalað varð að slysið hefði gerst í kjölfar rifrild- is hjónanna vegna framhjáhalds Woods og fóru fjölmiðlar mikinn í ásökunum á hendur honum. Það átti eftir að koma á daginn að Gróa á Leiti fór nokkuð nærri sannleikanum. Orðsendingu á vefsíðu Woods má túlka sem hvort tveggja í senn, syndajátningu og ávítur í garð fjöl- miðla fyrir að hafa flett ofan af hon- um. „Ég er ekki gallalaus og langt í frá fullkominn. Ég tek á hegðun minni og persónulegum mistök- um á bak við luktar dyr ásamt fjöl- skyldu minni. Þær tilfinningar sem því fylgja ættu að vera okkar einka- mál,“ segir Woods á vefsíðunni. Eflaust má til sanns vegar færa að málið er í heild sinni einkamál Tig- ers og Elinar, en athyglin sem það hefur hlotið sýnir svo ekki verður um villst að ekki eru allir sammála orðum Woods á vefsíðunni. Konur í röðum Ein þeirra kvenna sem Tiger Woods hefur verið orðaður við er þjónustu- stúlkan Jaimee Grubbs sem fullyrð- ir að hún hafi átt í ástarsambandi við Woods í tvö og hálft ár. Tíma- ritið Us Weekly setti á vefinn upp- töku þar sem Woods er sagður tala. Á upptökunni heyrist hann biðja Jaimee Grubbs að hjálpa honum að hylja slóð sína með því að eyða nafni hennar af símsvara hennar. „Konan mín skoðaði símann minn og, öh, gæti hringt í þig. Þannig að ef þú getur, eyddu þá nafninu þínu úr símanum [...] Þú verður að gera þetta fyrir mig [...] Fljótt. Bless,“ seg- ir á upptökunni. En fleiri konur hafa verið nefnd- ar til sögunnar og sú fyrsta sem naut þess vafasama heiðurs er �a�hel U�hitel, móttökudama í nætur- klúbbi í New York. Þriðja konan inni í myndinni er Kalika Moqu- in, framkvæmdastjóri klúbbs í Las Vegas. Seint í rassinn gripið Spurningin sem hangir yfir hausa- mótunum á Tiger Woods þessa dagana er hvort opinber iðrun hans og afsökun dugi til að slá á fjölmiðlafárið og geri honum kleift að laga það sem aflaga hefur farið í hjónabandi hans. Þess utan er ekki vert að gleyma þeim hagsmunum sem tengjast nafni hans sem vöru- merkis, því verulega hefur fallið á ímyndina. Mistökin sem Woods gerði voru að neita ásökununum í upphafi. Honum til vorkunnar má segja að hann er ekki einn um að hafa fallið í þá gryfju í gegnum tíðina. Howard nokkur �ubenstein, sem ku vera lærimeistari sérfræð- inga í almannatengslum þegar skórinn kreppir sagði í viðtali við Guardian að yfirlýsing Woods hefði verið „aðeins of seint á ferðinni“, en verið það rétta í stöðunni. Að mati �ubensteins hefði afsökunarbeiðn- in verulega slegið á fárið hefði hún verið gefin út innan tveggja sólar- hringa frá bílslysinu. �ubenstein telur að hvað sem afsökunarbeiðn- inni líður hafi ímynd Tigers Woods sem hins fullkomna eiginmanns og fjölskylduföður beðið varanlegan hnekki. Standa með stráknum �ubenstein er þó þeirrar skoðun- ar að þetta mál verði Tiger Woods fjötur um fót utan heimilisins: „Þetta kann að skipta eiginkonu hans máli, en flestir eru orðnir van- ir hugmyndinni um framhjáhald. Við lif- um ekki á Viktoríu- tímabilinu.“ Fyrstu viðbrögð þeirra fyrirtækja sem njóta ímyndar hans renna stoðum undir skoðun �u- bensteins. Tiger Woods er einn af markaðsvænustu íþróttamönnum heims og Nike Golf, Gillette og Gatorade eru á meðal þeirra fyrirtækja sem Woods auglýsir fyrir. Nú þegar hafa þó nokkur fyrir- tæki gefið til kynna að þau hyggist styðja við strákinn og sérfræðing- ar í markaðssetningu á íþróttum vænta þess að auglýsingagildi Tig- ers Woods bíði ekki tjón vegna feil- spora hans. Kolbeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Gróa á Leiti fer á stjá „Konan mín skoð- aði símann minn og, öh, gæti hringt í þig. Þannig að ef þú get- ur, eyddu þá nafninu þínu úr sím- anum [...] Þú verður að gera þetta fyrir mig [...] Fljótt. Bless.“ Frægir gjálíFiSSeggir bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði af lífi og sál að hafa átt í sambandi við lærlinginn Monicu Lewinsky, en neyddist á endanum til að játa sök sína og biðjast afsökunar í sjónvarpi. „Ég blekkti fólk, þess á meðal eiginkonu mína,“ sagði Clinton. „Ég átti í óviðeig- andi sambandi við ungfrú Lewinsky.“ Nýlega neyddist þáttarstjórnandinn David Letterman til að viðurkenna breyskleika sinn og gerði það í þætti sínum Late Show. Letterman hafði fallið fyrir freistingum holdsins og haldið fram hjá eiginkonu sinni með konum sem unnu við þátt hans. Játning Lettermans kom til vegna tilraunar til að kúga fé af honum og fannst honum vænlegra að viðurkenna sök sína en að reiða af hendi tvær milljónir bandaríkjadala. „Það óhugnanlega var að ég stundaði kynlíf með starfskonum þáttar míns,“ sagði Letterman meðal annars. Breski þingmaðurinn og frjálslyndi demókratinn Mark Oaten, kvæntur tveggja barna faðir, viðurkenndi árið 2006 að hafa átt í eins árs sambandi við „leigudreng“. Hann baðst fyrirgefningar vegna þess sem hann sagði vera „dómgreindar- skort“ í hegðun, en skellti síðar skuldinni á gráa fiðringinn og að skallamyndun sem hann glímdi við hefði að hluta til verið ástæða ótryggðar hans. gríðarleg athygli Athygli fjölmiðla hefur beinst að meintu framhjáhaldi Tigers. erfiðir dagar fyrir Tiger Mikið hefur reynt á golfmeistarann Tiger Woods síðustu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.