Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 4. desember 2009 sport Síðast þegar heimsbyggðin sá enska knattspyrnuþjálfarann Steve McClaren stóð hann á hliðarlín- unni á Wembley-leikvanginum með regnhlíf og horfði á enska landsliðið mistakast að komast á EM 2008. Það var fyrsta stórmót- ið sem England komst ekki á í ein fjórtán ár. Ári síðar eftir afar áhuga- verðan fjölmiðlafarsa var hann ráð- inn þjálfari hollenska úrvalsdeild- arliðsins FC Twente. Twente hafði tvö ár þar á undan endað í fjórða sæti hollensku deild- arinnar en forsvarsmenn liðsins vildu meira og töldu mannskapinn eiga innistæðu fyrir því. Töldu þeir McClaren vera rétta manninn til að lyfta liðinu upp í enn hærri hæðir en til dæmis árið 2005 kom McClar- en Middlesbrough í úrslitaleik Evr- ópukeppni félagsliða. Árangurinn talar sínu máli hjá McClaren, ann- að sætið í fyrra og taplausir í ár. Hollenski meistaratitillinn er raun- verulegur möguleiki í ár. Ráðinn með látum Mikill fjölmiðlafarsi varð í Hollandi í kringum ráðningu McClarens í fyrra. Nítjánda maí greindi Sky Sports frá því að hann hefði engan áhuga á starfinu en ellefu dögum síðar var það staðfest að McClaren væri í viðræðum við forseta Twente. Honum var síðan boðið starfið en neitaði því í fyrstu vegna persónu- legra ástæðna en í raun vildi hann fá starfið hjá Blackburn Rovers sem vantaði þjálfara á þeim tíma. Það var síðan 20. júní sem hann tók loks við liðinu og persónulegu ástæðurnar voru hvergi í umræð- unni enda Paul Ince kom- inn með starfið hjá Black- burn. McClaren olli síðan miklum usla aðeins fimm vikum eftir að hann tók við starfinu þegar hann fór í viðtal og talaði ensku með hollenskum hreim. Bresku miðlarnir gjörsamlega trylltust en hann viður- kenndi síðar að þetta hefði allt saman verið í gríni gert, fyrir börnin hans. Vantaði stöðugleika FC Twente hefur ekki á að skipa þekktasta liðinu í Hollandi en í því má finna afar sterka knattspyrnu- menn. Liðið hafði síð- ustu tvö árin fyrir komu McClarens náð fjórða sætinu í hollensku deild- inni með frábærum sókn- arleik og hröðum bolta. Mönnum fannst þó liðið eiga meira inni því það tapaði jafnan leikjum gegn lið- um úr neðri hluta deildarinnar sem voru bara í vörn og beittu skyndi- sóknum. Var altalað að einfaldlega vantaði aga í liðið og var McClaren ráðinn til þess að koma honum í gagnið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. McClaren lét strax til sín taka og komst liðið í fyrsta skiptið í fyrra upp úr riðlakeppni Evrópu- keppni félagsliða. Lagði liðið á leið- inni spænska félagið Racing Sant- ander og þýska stórliðið Schalke sem telst þokkalegur árangur fyrir lítið þekkt lið frá Hollandi. Í ár er Twente búið að vinna tyrknesku risana úr Fenerbache í Evrópu- deildinni og ætti að komast upp úr riðlinum í annað skiptið á tveimur árum. Gengið liðsins í deildinni hef- ur einnig verið nær samfelld sigur- ganga á þessu tímabili. Þegar fjór- tán umferðir eru búnar hefur liðið unnið tólf leiki og gert tvö jafntefli, er því taplaust ásamt PSV Eind- hoven sem er stigi á eftir þeim á toppi deildarinnar. Twente er nú þegar búið að vinna hollensku meistarana Í AZ sem hafa reyndar átt ömurlegt tímabil hingað til og um þarsíðustu helgi var Ajax lagt að velli, 1–0, með mikilli þolinmæðis- vinnu sem var langt því frá sterk- asta hlið liðsins áður en McClaren tók við. Lítist hefur spurst til knattspyrnu- þjálfarans Steves McClaren eftir að hann hrökklaðist úr starfi þjálfara enska landsliðsins. Hann tók síð- asta sumar við hollenska liðinu FC Twente og skilaði því í annað sæti deildarinnar og náði góðum ár- angri í Evrópukeppni. Twente er nú efst í hollensku deildinni, taplaust eftir fjórtán umferðir. á flugi í Hollandi Mcclaren TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Steve McClaren Fær uppreist æru í Hollandi. Gengur vel í Evrópu Twente komst í fyrsta skiptið í fyrra undir stjórn McClarens áfram í Evrópukeppni. Eftir Twente er efst í hollensku deildinni, taplaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.