Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 30
30 föstudagur 4. desember 2009 helgarblað Íris Björk Jónsdóttir athafnakona missti allar sínar veraldlegu eigur í bankahrun- inu. Þrátt fyrir það er hún hamingjusöm enda ástfangin en hún og eiginmaður hennar voru að opna tískuvöruverslunina Momo. Íris segist hafa verið orðin frek og að ekkert hafi verið nógu gott fyrir hana. Hún er ánægð með lífið í dag. byrjar upp á nýtt Missti allt & „Ég eyddi líklega 20 þúsunduM í nudd á viku en naut þess ekki bet- ur en svo að Ég pirraðist yfir að nuddarinn hefði ekki verið nógu góður. eins fannst MÉr ekkert tiltökuMál að kaupa MÉr louis vuitton-tösku á 150 þúsund og það seM verra var að Ég vissi ekki hvað Mjólkurfernan kostaði.“ Ástfangin „Hann er skemmtilegur og góður, venjulegur maður sem spilar á gítar og eldar góðan mat og drekkur rauðvín. Og er góður við börnin mín. Einmitt þannig mann þurfti ég. Ekki einhvern jakkafata-klæddan Kaupþingsmann, mig hefur aldrei langað í slíkan. Ég gæti hæglega deitað gæjann sem tæmir ruslið hjá mér ef týpan heillar mig. Því þótt margir haldi annað er ekki til snobb í mér.“ MYND Íris JóhaNNsDóttir Ég er hvorki reið né bitur, þetta fór bara eins og það fór,“ segir Íris Björk Jónsdótt-ir athafnakona, oft tengd við verslunina GK. Íris Björk tapaði öllum sínum ver- aldlegu eigum í bankahruninu í fyrra en segist þrátt fyrir allt hamingjusamari en nokkru sinni. Með hjálp eiginmanns síns opnaði hún tísku- vöruverslunina Momo í vikunni og hefur breytt lífi sínu til batnaðar og eyðir nú meiri tíma með þeim sem skipta hana mestu, dætrunum, ömmu- börnunum tveimur, eiginmanninum og vinum. Fallið var hátt Íris viðurkennir að fallið hafi verið hátt og að áfallið hafi verið mikið á meðan á öllu stóð. Eft- ir mikla velgengni í viðskiptum síðustu árin voru eignir hennar talsverðar en fuðruðu upp vegna aðstæðna sem hún réð ekki við. „Ég efnaðist mjög á stuttum tíma og mátti þess vegna gera ráð fyrir að peningurinn færi mjög snöggt líka. Ég lenti í ömurlegum aðstæðum sem voru ekki mér að kenna. Fólk sem ég var að vinna með missti sitt og ég fór niður með því. Ég hef enga trú á að einhver reyni að koma manni í svona vandræði, þetta bara gerðist og ég knúsa þetta fólk þegar ég hitti það í dag. Hins vegar gæti ég hæglega átt allt mitt ennþá, ef ég hefði haft samvisku í það. Þá byggi ég ennþá í fallega einbýlishúsinu og keyrði um á Range Rovernum. Ég er bara ekki þannig.“ Vildi bara meira Íris viðurkennir fúslega að hafa tekið virkan þátt í góðærinu og jafnvel meira en margur ann- ar. Hún bjó í flottu einbýlishúsi í Garðabænum og rak tískvöruverslunina GK þar til í fyrra þeg- ar hún seldi verslunina. Þá hafði hún keypt og endurselt hús og hannað fyrir þá ríku um dá- góðan tíma. Einbýlishúsið í Garðabæ á hún ennþá en hún býr ekki þar lengur og veit ekki hvort hún mun halda húsinu. „Ég hef alltaf haft dýran smekk og ramb- aði alltaf á dýrasta hlutinn í búðum og langaði í stærsta og flottasta hús- ið í hverfinu. Í dag er ég orðin af- slappaðri yfir þessu öllu saman og kann að meta betur það sem ég hef og sérstaklega samverustundirnar með fjölskyldunni og vinum mín- um en ég á frábæran vinahóp. Hér áður fyrr fór maður út að borða með hópi fólks og eyðsl- an var gífurleg. Í dag finnst mér yndislegt ef ég get leyft mér og börnunum eða eiginmannin- um að fara á veitingahús einu sinni í mánuði og ég nýt þess mun betur en áður. Eins er það með ferðalögin. Í dag er ferðast ódýrt og gist á ódýrum gististöðum og jafnvel borð- aður BigMac í stað 25 þúsund króna steika í hverja máltíð. Þetta var allt komið út í svo mikið rugl. Ég vildi bara meira og meira en naut ekki neins.“ skammast sín ekki Ferill Írisar í viðskiptum hófst þegar hún var tví- tug og foreldrar henn- ar arfleiddu hana og systur hennar að fata- hreinsuninni Úðafossi. „Ábyrgðin og traustið sem þau lögðu á okkur var mjög mikið og ég er mjög þakklát fyrir það. Pabbi lést í fyrrahaust en hann var þekkt- ur fyrir heiðarleika og þau mamma bæði. Ég lærði af þeim og hef alltaf verið sanngjörn og blátt áfram í mínum viðskiptum og í lífinu sjálfu,“ segir Íris og bætir við að hún hafi ekki lát- ið velgengnina stíga sér til höfuðs. „Gömlu vin- irnir mínir hafa alltaf verið vinir mínir þótt ég hafi eignast marga frábæra í viðbót. Ég á vini sem ég var að pönkarast með á unglingsárunum og svo aðra sem eru milljarðamæringar og allt þar á milli. Ég hef aldrei þóst vera einhver önnur en ég er,“ segir Íris en viðurkennir að hún hafi verið orðin svo góðu vön að hún hafi ekki lengur kunnað að meta hlutina. „Ég var bara orðin mjög frek og vildi bara meira og meira. Ég eyddi líklega 20 þúsund- um í nudd á viku en naut þess ekki betur en svo að ég pirraðist yfir að nuddarinn hefði ekki ver- ið nógu góður. Eins fannst mér ekkert tiltöku- mál að kaupa mér Lou- is Vuitton- tösku á 150 þúsund og það sem verra var að ég vissi ekki hvað mjólkurfernan kostaði. Ég hefði giskað á 500 eða 1000 krónur,“ segir Íris sem skamm- ast sín ekki fyrir fortíðina. „Ég hef aldrei reynt að fela hvern- ig ég er og í dag lifi ég svipuðu lífi þótt það sé minna af öllu. Ég fer einu sinni í nudd á mánuði í stað þess að fara tvisvar í viku og þótt ég sé að drep- ast í öxlunum eftir alla vinnuna við að koma versl- uninni á kopp- inn þarf ég að bíða til mán- aðamóta eft- ir nuddinu. En ég veit að ég á eftir að njóta þess mun betur en áður,“ segir hún brosandi. Fann ástina í vinnunni Íris rak GK í nokkur ár og segist alls ekki í samkeppni við þá verslun með Momo þar sem hún selur falleg föt á hagstæðu verði. „Við Íslend- ingar erum svo góðu vön en í dag viljum við ekkert endi- lega borga mikið fyrir vör- una svo ég hef fulla trú á því að Momo gangi vel. Ég hef engan áhuga á því að selja kjóla á 59 þúsund og lenda svo í vandræðum ef þeir duga ekki út árið. Ég vil selja vöruna á góðu verði og vera viss um að kúnninn gangi ánægður út. Ég hefði aldrei getað þetta nema með hjálp eiginmannsins og það er yndisleg tilfinning að standa ekki í þessu ein. Ég hafði svo lengi verið „Íris í GK“ eða „Íris í Úða- fossi“. Nú er ég „Íris og Gummi“ og það hljóm- ar frábærlega,“ segir hún en Íris kynntist ástinni sinni, Guðmundi H. Jóhannssyni, þegar hún var að hanna hús fyrir Berglindi Ásgeirsdóttur í ZikZak en Guðmundur var pípulagningameist- arinn í verkinu. „Við Gummi kynntumst fyr- ir þremur og hálfu ári og fórum að hittast fyrir einu og hálfu ári og giftum okkur í ágúst í sumar.“ Aðspurð hvort pípari hafi þótt nógu flottur fyrir hana á sínum tíma hlær hún og segist oft hafa fengið þessa spurningu: „Hann er skemmtilegur og góður, venjulegur maður sem spilar á gítar og eldar góðan mat og drekkur rauðvín. Og er góð- ur við börnin mín. Einmitt þannig mann þurfti ég. Ekki einhvern jakkafataklæddan Kaupþings- mann, mig hefur aldrei langað í slíkan. Ég gæti hæglega deitað gæjann sem tæmir ruslið hjá mér ef týpan heillar mig. Því þótt margir haldi annað er ekki til snobb í mér.“ Gæti ekki liðið betur Íris segist hamingjusamari í dag en hún hafi lengi verið. Álagið sé minna og því hafi hún meiri tíma til að eyða með tvíburastelpunum sínum og eig- inmanni. „Börnin mín og fjölskyldan eru klár- lega það mikilvægasta í mínu lífi og hafa alltaf verið. Ég er bara meira meðvituð um það í dag. Varðandi verslunina var þetta bara spurning um að lifa af og hafa atvinnu. Það er enginn að biðja mig um að hanna eldhús fyrir fleiri hundruð þúsund í dag,“ segir hún en bætir við að hún hafi engan áhuga á að klifra upp á toppinn aftur. „Í dag erum við komin í litla, kósí íbúð með hund og okkur gæti ekki lið- ið betur. Ég hef tekið ákvörðun um að reyna ekki að meika það aftur. Þess í stað vil ég hafa búðina litla og notalega og vonandi geta séð fyrir fjölskyldunni. Þetta var spurning um að gefast upp, flýja land og lifa á félagslega kerfinu í Svíþjóð eða reyna að bjarga sér og vona að hlutirnir reddist,“ segir hún í gríni en bætir alvarleg við: „Mig langar ekki í meira en það sem ég hef og hef ekki lengur áhuga á 500 fm húsi með sundlaug, tveimur Range Rover- jeppum og risastóru sumarhúsi. Það kostar bara meiri þrif og fleiri konur til að þrífa. Ég stóð og féll með sjálfri mér og er með hreina samvisku,“ seg- ir hún og bætir við að ef hún hefði gamblað með peninga annarra væri hún örugglega með móral. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en sumir voru ekki með allt sitt undir eins og ég og þessir aðilar búa enn í sínum húsum og stefna klárlega í sömu átt. Það væri örugglega frábært að hafa svona tröllatrú á sjálfum sér og geta bara vaðið áfram. En ég hef ekki áhuga. Ástandið á landinu er mjög slæmt en samt er ég ánægð með mínar aðstæð- ur. Ef ég hefði ekki misst allt veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, allavega hefði ég ekki ennþá vit- að hvað mjólkin kostaði.“ indiana@dv.is athafnakona Ferill Írisar hófst í Úðafossi en hún rak GK um tíma og hefur keypt, endurgert og selt hús og hannað fyrir þá ríku. Nú er hún farin að selja föt á hagstæðu verði. MYND Íris JóhaNNsDóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.