Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Síða 4
SANDKORN
n Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, er í sviðsljósinu
þessa dagana. Forsetinn hefur
eignast fjölda nýrra vina en
tapað fæstum þeim gömlu. Sú
saga er rifjuð upp í bók Samú-
els Ein-
arssonar,
Rakarinn
minn þagði,
þegar Davíð
Oddsson,
þáverandi
forsætisráð-
herra, var á
kosninga-
ferðalagi
á Ísafirði og var ekið fram hjá
Túngötu 3, öðru nafni Gríms-
bý, þar sem rakarasonurinn
Ólafur Ragnar ólst upp. Upp-
lýsti heimamaður Davíð um
að Ólafur hefði gjarnan verið
bundinn í garðinum vegna út-
rásarþarfar. Davíð þagði stund-
arkorn og setti síðan upp undr-
unarsvip og spurði með þjósti:
„Hver leysti hann?“
n Fáir virtust hafa átt á því
von að Ólafur Ragnar Gríms-
son myndi að morgni þriðju-
dagsins hafna því að undirrita
lögin um Icesave. En þar voru
þó undan-
tekningar
á. Náinn
bandamað-
ur forset-
ans, Karl
Th. Birgis-
son, setti
inn færslu
á vef sinn,
Herðubreið,
tveimur tímum áður en blaða-
mannafundur forsetans hófst.
„Klukkan ellefu í dag grein-
ir forseti Íslands frá rangri
ákvörðun sinni varðandi ríkis-
ábyrgð á láni til tryggingasjóðs
innistæðueigenda. Það er samt
alveg ástæðulaust að hrökkva
af hjörunum vegna þess,“
bloggaði Karl og segir svo að
forsetinn sé hvorki vitlaus né
óábyrgur.
n Fjölmiðlamaðurinn Helgi
Seljan fagnar nú sigri eftir að
umboðsmaður Alþingis snupr-
aði stjórnvöld fyrir að vanrækja
að breyta
tölvukerfi
Þjóðskrá-
ar þannig
að fólk með
löng nöfn
geti skráð
þau rétt og
sé það ekki
í samræmi
við lög.
Dóttir Helga heitir því langa
nafni Indíana Karítas Seljan
Helgadóttir og sprengdi hún
skala Þjóðskrár sem gerir ráð
fyrir takmörkuðun stafafjölda.
Nú liggur fyrir að bregðast þarf
við. Sjálfur er Helgi alsæll með
niðurstöðuna en hann fagnar
einnig þeim tímamótum í lífi
sínu að vera fluttur til Akur-
eyrar með fjölskyldu sinni þar
sem hann starfar fyrir Ríkisút-
varpið.
n Í tengslum við fall á hlustun
Rásar 2 er rétt að taka fram að
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár-
stjóri stöðvarinnar, ber ekki
beina ábyrgð á Morgunútvarp-
inu sem heyrir undir frétta-
svið og þar með Óðin Jónsson
og hans fólk. Sigrún ber þó að
sjálfsögðu ábyrgð á þeirri af-
komu stöðvarinnar sem snýr
að hlustun í heild.
4 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR
LEIÐRÉTTING
Villa læddist inn í frétt DV á
miðvikudag um unglingagengi á
Þórshöfn. Þórshöfn var þar rang-
lega sögð á Langasandi en er á
Langanesi.
„Lögreglan hefur greinilega bara
steingleymt þessu. Þeir komu að
minnsta kosti aldrei,“ segir Grafar-
vogsbúinn Ellert Markússon, sem
kom í veg fyrir að þjófagengi næði að
brjótast inn á heimili hans skömmu
fyrir jól. Í viðtali í DV sagði Ellert frá
því að snemma morguns hefði hann
séð hóp manna af erlendum upp-
runa sitja í bíl fyrir utan heimili sitt.
Skömmu síðar var knúið dyra heima
hjá Ellert, en þegar hann kom til dyra
tók einn maðurinn á rás að bílnum
aftur. Hann hljóp í veg fyrir bílinn og
náði niður bílnúmerinu á steingrárri
Opel Corsa, sem mennirnir óku.
Hann segist ekki í vafa um að menn-
irnir hafi ætlað að brjótast inn heima
hjá honum.
Ellert hringdi strax í 112 og óskaði
eftir því að lögreglan kæmi. Síðan
leið og beið, en lögreglan kom aldrei.
Eftir að DV fjallaði um málið hafði
rannsóknarlögreglan hins vegar
samband við Ellert til þess að spyrj-
ast fyrir um málið. Talið er að hópur-
inn hafi sést í sömu erindagjörðum í
Mosfellsbæ.
Rannsóknarlögreglan spurði Ell-
ert nákvæmlega út í það klukkan
hvað hann hefði hringt, en í ljós kom
að nákvæmlega ekkert var til á skrá
hjá lögreglunni um að hann hefði
hringt inn, þennan dag. Svo virðist
sem tilkynning hans hafi einfaldlega
ekki komist til skila. „Þetta gæti hafa
stoppað hjá 112, ég hringdi fyrst í þá.
Það er eins og lögreglumaðurinn hafi
bara lesið um þetta í DV. Hann fann
ekkert sem tengdist þessu hjá lög-
reglunni,“ segir Ellert.
Hann segist hissa á lögreglunni,
enda hafi hann nokkrum sinnum
áður þurft að hringja á lögregluna út
af skemmdarverkum sem unnin voru
á flutningabíl hans og þá hafi varla lið-
ið fimm mínútur þar til lögrelgumenn
voru komnir á staðinn. valgeir@dv.is
Ellert Markússon, íbúi í Grafarvogi, kom í veg fyrir innbrot Hann tilkynnti
málið til lögreglu sem kom aldrei og frétti fyrst af málinu í DV.
Hringdi í neyðarlínuna eftir innbrotstilraun en lögreglan kom aldrei:
Lögregla sinnti ekki útkalli
Frá lýðveldisstofnun 1944 hef-
ur ekki farið fram þjóðaratkvæða-
greiðsla á Íslandi. Þá fór fram at-
kvæðagreiðsla þar sem þjóðin kaus
í einu lagi um tvennt, annars vegar
afnám svokallaðra sambandslaga
við Dani og hins vegar um íslensku
stjórnarskrána.
Í rúm 65 ár hefur íslenska þjóð-
in því ekki kosið í þjóðaratkvæða-
greiðslu um nokkurt mál fyrr en nú
þar sem útlit er fyrir að þjóðin fái að
kjósa um samþykkt eða synjun laga
Alþingis um ríkisábyrgð á Icesave.
Undanfarin ár hefur krafa um þjóð-
aratkvæðagreiðslu orðið meira áber-
andi í umræðunni og þær raddir
heyrst inni á þingi um ýmis mál, til
að mynda hin umdeildu fjölmiðla-
lög, inngöngu í Evrópusambandið
og kvótakerfið. Sú hefur hins vegar
aldrei orðið raunin og þingið hefur
fram til þessa ekki skotið stórum og
umdeildum málum til þjóðarinn-
ar til afgreiðslu. DV leitaði til valin-
kunnra einstaklinga og bar undir þá
hvort þeir teldu að nýta ætti tæki-
færið og láta þjóðina kjósa um fleiri
umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni sem fram undan er.
Alveg nógu stórt
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, seg-
ir Icesave alveg nógu stórt mál til
að ekki sé farið að flækja atkvæða-
greiðsluna með öðrum umdeildum
málum. Hann segist reyndar þeirr-
ar skoðunar að ekki eigi að koma
til atkvæðagreiðslu heldur eigi rík-
isstjórnin að draga lögin til baka.
„Nei, mér finnst ekki að spyrja eigi
um fleiri mál, þessi atkvæðagreiðsla
ætti eingöngu að snúast um Ice save.
Nóg verður nú samt þrætuefnið. Ég
tel reyndar að ríkisstjórnin hefði átt
að draga lögin til baka og reyna að
semja upp á nýtt strax þar sem að
kæmu þeir sem eru hvað óánægð-
astir með núverandi samning. Leyfa
þeim að bera ábyrgð á málinu,“ segir
Vilhjálmur.
Gunnar Helgi Kristinsson, próf-
essor í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, bendir á að víða erlendis
sé það gert að kjósa um fleiri en eitt
atriði samtímis í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hann telur það þó varhuga-
vert eins og sakir standa hér á landi.
„Vandinn við að kjósa um margt í
einu er að umræðan mun líða fyr-
ir slíkt, þetta verður flóknara og nær
síður athygli kjósenda. Hins vegar
hygg ég að þetta sé oft gert þannig í
Sviss. En miðað við þann litla tíma
sem er til stefnu held ég að það væri
mjög óráðlegt að reyna þetta núna,“
segir Gunnar Helgi.
Freistandi
Bjarni Jónsson, varaformaður Sið-
menntar, segir það freistandi að kos-
ið yrði einnig um aðskilnað ríkis og
kirkju í þeirri atkvæðagreiðslu sem
blasir við. Hann óttast hins vegar
að Icesave-málið sé fullflókið til að
blanda öðrum málum inn og ósk-
ar því eftir annarri þjóðaratkvæða-
greiðslu sem fyrst um ríkiskirkjuna.
„Í fljótu bragði myndi ég vilja kjósa
um aðskilnaðinn í leiðinni því nýj-
ustu kannanir sýna að yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar vill það. Ég
hefði ekki á móti því en það er spurn-
ing hvort þessi tímapunktur sé rétt-
ur því Icesave-málið er nógu flókið.
Ég bið því um aðra þjóðaratkvæða-
greiðslu, frekar fyrr en seinna,“ segir
Bjarni.
Eiríkur Bergmann, doktor í stjórn-
málafræði, tekur undir að það geti
verið freistandi að kjósa um önnur
mál í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Líkt
og hinir bendir hann á að slíkt gæti
truflað þjóðina. „Þetta er ef til vill
freistandi en mögulega gætu öll slík
viðhengi truflað kosninguna. Vand-
inn liggur einnig í því hvaða tilhögun
eigi að hafa á atkvæðagreiðslunni.
Á til að mynda að krefast einhverrar
tiltekinnar lágmarksþátttöku? Þarf
jafnvel meirihluti atkvæðisbærra
manna að kjósa á tiltekinn veg til að
synjunin haldi? Þannig að það er að
ýmsu að hyggja í þessu – og kannski
að æra óstöðugan að bæta nýjum at-
riðum við. Hvernig á til að mynda að
velja þau?“ segir Eiríkur.
Íslenska þjóðin hefur ekki tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu frá lýðveldisstofnun en
kaus þá um tvennt. Nú stefnir í slíka atkvæðagreiðslu vegna Icesave. Álitsgjafar DV
telja óráðlegt að nota tækifærið og kjósa um önnur umdeild mál í leiðinni.
ICESAVE OF STÓRT
FYRIR ÖNNUR MÁL
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Langt síðan Það eru rúm 65 ár frá því að Íslendingar tóku síðast þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá kusum við annars vegar um
sambandslögin við Dani og hins vegar um íslensku stjórnarskrána.
Bjarni Jónsson „Í
fljótu bragði myndi
ég vilja kjósa um
aðskilnað ríkis og
kirkju í leiðinni en það
er spurning hvort þessi
tímapunktur sé réttur
því Icesave-málið er
nógu flókið.
Freistandi Eiríkur
segir að mörgu að
huga fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu og
óttast að fleiri atriði
gætu truflað þjóðina
fyrir kosningu.
Of stórt Gunnar Helgi
bendir á að aðrar
þjóðir hafi nýtt tæki-
færi og kosið um fleiri
mál í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hann telur þó
of lítinn tíma til stefnu
að þessu sinni.
Vill ekki atkvæða-
greiðslu Vilhjálmur
vill að ríkisstjórnin
dragi lögin til baka
og því komi ekki
til þjóðaratkvæða-
greiðslu um Icesave.