Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Side 22
BORG HEIMSINS Reykjavík er smáborg ef mið-að er við heimsbyggðina. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að mikil reisn er yfir þeim sem stjórna á þeim bæn- um. Það er aumur borgarfulltrúi í meirihluta sem ekki er með upp undir eða yfir milljón krónur á mán- uði. Borgarstjórinn er með ritara, einkabílstjóra og aðstoðarmenn. Og forseti borgarstjórnar sem hefur það ábyrgðarmikla starf með höndum að stýra fundum er með sinn einkabíl- stjóra sem er auðvitað nauðsynlegt ef hann þarf að bregða sér á tónleika eða sinna öðrum störfum í þágu borgarinnar. Síðan eru þess- ir sömu fulltrúar í ábyrgð- armiklum embættum á vegum fyrirtækja í eigu smáborgarinnar. Vegna útrásar Orkuveitunnar og erlendra hagsmuna þurfa þeir að ferðast einstaklega mikið um heimsbyggðina. Þeir duglegustu ferðast fyr- ir upphæð sem nemur verkamannalaun- um á hverju ári. Og dugnaður- inn skilar sér í fyrir- tækjum eins og REI sem bera hróður lands og borgar víða. Það kostar peninga að halda reisn. Árið 2007 var það ekkert vandamál. Allir fengu lán í útlönd- um. Nú er staðan erfiðari hvað það varðar. En það er samt ekk- ert vanda- mál. Fólk- ið með einka- bílstjór- ana, að- stoðarmennina og ritarana hækkar bara skatta og útsvar á almenning. Síðan er haldið áfram að ferðast um gjörvalla heimsbyggðina. Vandinn er aðeins sá að þeir einstaklingar sem eiga að standa undir neyslu brodd- borgaranna finnast ekki. En það gerir ekkert til. lánamark- aðir hljóta að opnast að nýju. Og þá getur Ísland haldið áfram að vera stórasta landið. Og Reykjavík er borg heims- ins en ekki heimskunnar. SANDKORN n Nokkur spenna ríkir um það hver hreppi það embætti að verða þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Meðal umsækjenda er Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfis- ráðherra og leikstjóri. Capacent var falið að velja úr stórum hópi umsækj- enda þá 15 hæfustu. Ekki er ljóst hvort Kolbrún lenti í þeim hópi þar sem ekki er augljóst hvort hún fylli skilyrði um menntun og hæfi. Titringur er þó á með- al annarra umsækjenda sem veðja á að Álfheiður Ingadótt- ir, formaður Þingvallanefndar, velji flokkssystur sína. Ein- hverjir eru þegar farnir að huga að stjórnsýslukæru. n Meðal þeirra sem sluppu í gegnum nálarauga Capacent sem mögulegir þjóðgarðsverð- ir á Þingvöllum er Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þing- maður Framsóknar og forstjóri Ratsjárstofnunar. Þá er Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri Náttúrufræðistofnunar í hópi þeirra útvöldu. Loks má nefna Einar Sæmundsen sem er sá eini í hópnum sem er mennt- aður sem þjóðgarðsvörður. Aukinheldur er það reiknað honum til tekna að hafa starfað í þjóðgarðinum á Þingvöllum. n Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra mun á árinu þurfa að taka afstöðu til end- urráðn- ingar Páls Magnússon- ar útvarps- stjóra sem rekið hefur báknið með umdeild- um árangri. Sterk rök mun þurfa til að ganga fram hjá Páli og ekki er í sjónmáli sá einstaklingur. Það er því veðjað á að Katrín muni endurráða Pál en reyna að ná af honum jeppastyrknum og skera niður ofurlaun hans. n Hiti er tekinn að færast í próf- kjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík. Jafnframt eru að teiknast upp þær blokkir sem standa að baki fram- bjóðendum. Marta Guð- jónsdóttir, varaborgar- fulltrúi og fyrrverandi formaður Varðar, opnaði sína kosningaskrifstofu í gær. Eftir því var tekið að flestir fram- bjóðendur mættu við opnun- ina. Þar voru þó fjarverandi Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. Einhverjir skilja það sem svo að Marta njóti ekki stuðnings þeirra. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hann er crossfittari.“ n Þordís Jóna Sigurðardóttir crossfitt-kennari um Hreiðar Má Sigurðsson bróður sinn og fyrrverandi forstjóra Kaupþings. – Fréttablaðið „Ef þú trúir ekki á sjálfan þig þá gerir það enginn.“ n Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður. Hann segist trúa á sjálfan sig og Guð og var að fá sér húðflúrið „credo“ sem þýðir á íslensku ég trúi. – DV „Það er erfitt að ímynda sér að þessi sömu ríki hefðu hagað sér eins og þau gerðu gagnvart franska forsetanum.“ n Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands, sem hefur tekið upp hanskann fyrir Íslendinga eftir að forsetinn nýtti sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar. – Vísir „Ég veit að í Bretlandi er ekki mikil reynsla af því að treysta þjóðinni í þjóðar- atkvæða- greiðslu.“ n Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Newsnight á BBC þegar hann útskýrði fyrir hinum harðskeytta Jeremy Paxman að þjóðaratkvæðagreiðsla væri þekkt lýðræðisleg leið um alla Evrópu. – DV.is Fólkið gegn Gordon Brown LEIÐARI Eflaust hefur Steingrímur J. Sigfús-son haft gríðarlegt traust á Svavari Gestssyni, rétt eins og Davíð Odds-son hafði mikið traust á vini sínum, frænda sínum og syni sínum þegar hann gerði þá að dómurum. Val á pólitískum bandamanni í stöðu formanns samninga- nefndar Íslands um Icesave, mitt í allsherj- aruppgjöri við klíkusamfélagið, olli því hins vegar að þjóðin gat síður treyst því að niður- staða Icesave-samninganna væri ásættanleg. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta um að gefa þjóðinni færi á að hafna Ice save-samningnum sprettur upp úr því vantrausti sem var á niðurstöðu ríkisstjórn- arinnar í Icesave-málinu. Vantraustið er óháð ágæti samningsins og raunverulegri hæfni Svavars, en það er háð framkvæmd- inni við samninginn af Íslands hálfu. Þar gerði Steingrímur J. mistök með því að ýfa sár flokksráðninga og kunningjaveldis í einu mikilvægasta uppgjöri hrunsins. Með því að hlusta á fjórðung kjósenda fylgdi Ólafur stefnu Vinstrihreyfingarinnar og í grófum dráttum yfirlýsingum Samfylk- ingarinnar um lýðræðisumbætur. Það breyt- ir hins vegar ekki því að Ólafur gerði villu. Sannkallað lýðræði getur ekki einungis gilt um annað landið. Bretar myndu væntanlega velja sína hagsmuni, núverandi samning, en Íslendingar gætu valið síðasta samning og trúað að í því fælust hagsmunir þeirra. Slík- ar milliríkjadeilur leiða til vítahrings þjóðar- atkvæðagreiðslna. Icesave kostar hins vegar hvern Íslending hátt í 200-falt meira en hvern Breta. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru farnir að taka upp sömu rök og hægrimenn höfðu áður um lýðræðið og forsetann. Geir Haarde taldi útilokað að boða til þingkosn- inga eftir hrun og fullyrti að þá fengist ekkert lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Honum fannst tíminn aldrei réttur, ekki fyrr en kosn- ingum var þröngvað upp á hann. Nú heyrast sömu raddir um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Árið 2004 var Ólafur vændur um þann ásetning að hygla Baugsveldinu með því að leyfa þjóðinni að kjósa um fjölmiðla- lög Davíðs. Nú er hann sagður vera að bjarga eigin ferli. Ásetningur forsetans verður aldrei sannaður og skiptir engu máli nema í sam- hengi við persónu hans. Það sem skiptir máli er að þjóðin fær að velja. Icesave-málið er orðið að alþjóðlegu próf- máli um lýðræði venjulegs fólks sem verður fórnarlömb flókins regluvirkis kapítalism- ans. Ef lýðræðislegar kosningar misbjóða breskum og hollenskum ráðherrum verður svo að vera. Vígstaðan er breytt. Nú eru það ekki lengur Steingrímur J. og Svavar gegn Gordon Brown, heldur íslenskur almenning- ur. Í því samhengi hefur Ólafur Ragnar kynnt málstað Íslendinga betur en allir ráðherrarn- ir til samans. Nýja Ísland átti ekki að snúast ein- göngu um að bæta skuldatryggingarálag- ið til skamms tíma. Það átti að verða betra og lýðræðislegra samfélag til langframa, þar sem fólkið hefði meira um þróun mála að segja. Nú kemur í ljós hvort þjóðin sýni meiri ábyrgð en stjórnmálamennirnir sem hún út- hrópaði. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Það sem skiptir máli er að þjóðin fær að velja. BÓKSTAFLEGA Gjá eða gljúfur Núna er búið að grilla gullkálfinn og grísakóteletturnar sem voru á útsölu eru horfnar. Eitt og annað hefur þrefaldast í verði og bank- arnir bjóða okkur þá smán að af- skrifa það sem er umfram 110% af söluverði fasteignar. Og nú stytt- ist í það að hvítflippaskýrslan eyði öllum áróðri um innmúraða út- rásarvíkinga, bankabruðl, þjófn- að og þvíumlíkt. Illa þvegin þjóðarsálin verð- ur ekki seld – henni var stolið og þegnarnir héldu að vællinn í þjófavarnarkerfinu væri sálma- söngur við upphaf endalausra jóla. Bankarnir bjóða okkur núna að reikna húsnæðisverð sem markaðsverð en þegar lánin voru veitt þá var miðað við brunabóta- mat eða lægsta hugsanlega mat eignarinnar. Nú er öldin önnur og okkur er boðið að afskrifa brota- brot af því sem glæpaklíkur helm- ingaskipta klíndu á okkur í formi okurvaxta sem urðu að okurvaxta- vöxtum þegar lánadrottnar tóku afstöðu gegn krónunni til þess eina að skara eld að eigin köku. Þegar glæpamenn réðu hér ríkjum þá var eflaust gjá á milli þings og þjóðar og sú gjá get- ur orðið að gljúfri ef við leyfum sundrungu að ráða. Núið er eina augnablikið sem við höfum og ef einhvern tíma er þörf á samstöðu þá er núna nauð- syn. Það er ekki nóg að reikna með því að valdamenn ætli að vinna vinnuna sína – núna þarf hver einn og einasti Íslendingur að sýna í verki að hér er hægt að breyta og bæta. Í landi þar sem perraglæpir fyrnast ekki en þjóðarsálarmorð og alvarlegir glæpir ráðherra fyrn- ast á þremur árum, spyr maður ósjálfrátt: -Hverjir setja eiginlega þessi yndislegu lög? Núna er tækifærið, núna get- um við sýnt umheiminum að við ætlum að láta hrokafulla hvít- flibbana og gráðuga glæpamenn- ina borga þær skuldir sem þeir hafa steypt þjóðinni í. Hræðumst ekki sannleikann. Bjóðum dilli- bossum helmingaskipta og ríkis- bubbum frjálshyggjunnar að stíga hrunadansinn – dansinn í kring- um kjölsvín sokkinnar þjóðar- skútu. Tækifærið er núna. Og jafn- vel þótt bikarar séu allir tæmdir þá fá fálkaorðueigendurnir og fyrrverandi forsetavinirnir nú loksins að kynnast því hvar Davíð keypti ölið. Hjá þjóðinni er voðinn vís, hér varla nokkuð gengur og auminginn hann Óli grís á ekki vini lengur. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Bjóðum dillibossum helmingaskipta og ríkisbubbum frjáls- hyggjunnar að stíga hrunadansinn ...“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 22 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 UMRÆÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.