Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 24
FJÖLSKYLDU- VÆNT STARF ÁRAMÓT ÞORPARANS „Ég er búinn að vera ruslakall frá því í hruninu. Í miðju hruni fékk maður vinnu,“ segir Stefán Ingi Gunnarsson sem vinnur sem ruslakall í Hafnarfirði. Stefán er samt gegnheill Breiðhyltingur og stoltur af því. „Ég hef ekki verið í betri vinnu en þetta, svona upp á stemminguna að gera. Ég er að vinna með miklum snill- ingum, við sem erum hér í Hafnarfirði erum flestir á svip- uðum aldri og skemmtum okkur vel í vinnunni. Það er fíflast og mikið sprell í gangi. Það er ekki verið að spara, það skal ég segja þér,“ segir Stefán og bætir við að venju- legur dagur sé mjög rútíneraður. „Maður vaknar og drullar sér út og í vinnuna. Svo er bara byrjað að rífa út tunnurn- ar. Eftir mat er síðan ákveðið hvað er mikið tekið eftir það. Það er eiginlega alltaf sama rútínan, þetta er vanafast og við reynum að hafa sama tempó yfir vikuna. Við byrjum sjö á morgnana, reynum það allavega, og erum til svona að verða þrjú. Þó kemur það fyrir að mað- ur er lengur, sérstaklega núna yfir jólin. Þá kemur fyrir að maður er til fimm, hálf sex. Við erum 10 sem vinnum hérna, tveir bílstjórar og átta hlauparar.“ Íslendingar engir sóðar Nú þegar jólahátíðin er liðin eru flestar ruslatunnur lands- manna troðfullar af alls konar varningi enda segir Stefán að nóg sé að gera yfir jól og áramót. „Það er allt troðfullt yfir jólin og ekki minnkar þetta yfir áramótin.“ Þegar DV slóst í för með Stefáni og hans mönnum voru þeir að tæma tunn- ur í hverfi sem hafði ekki verið tæmt síðan um jólin. Allar tunnur voru yfirfullar og ruslið flæddi út um allt – svona nánast. „Íslendingar eru samt engir sóðar, það er bara eins og gengur og gerist. Maður pælir ekkert í því hvað maður setur í tunnuna, það gerir það enginn held ég.“ Kynlífsdúkka, myndbönd og blöð Margt skrýtið hefur komið upp úr tunnunum sem Stefán hefur tæmt við heimahús í Hafnarfirði. „Það eru nokkr- ir hlutir sem eru furðulegri en aðrir – sem venjulegt fólk myndi ekki henda í ruslatunnu heima hjá sér. Við höfum fundið kynlífsdúkku, myndbönd með bláu ívafi og blöð í svipuðum dúr. Það hefur alveg komið fyrir og var frekar skemmtilegt. Upp á grínið hendum við þessu stundum í bílinn til bílstjóranna en á endanum er þessu öllu hent,“ segir Stefán og hlær. Stemmingin í vinnunni hjá Stefáni er mjög góð og strákarnir sem vinna með honum eru hressir og kátir. Þrátt fyrir það hittast þeir ekkert mikið utan vinnutíma, enda segir Stefán alveg nóg að vera innan um þessa gaura all- an daginn. „Það eru náttúrulega allir að gera mismunandi hluti í lífinu. Við erum í mismunandi íþróttum en við erum samt góðir félagar.“ Stefán segir starfið vera mjög gott fyrir fjölskyldufólk en hann á konu og tvö börn, eins árs tvíbura, þá Tristan og Mikael. „Þeir komu rétt áður en ég fékk vinnuna, þannig passaði allt mjög vel. Þetta er mjög góð vinna þegar mað- ur er með fjölskyldu,“ segir Stefán um leið og hann tæmir síðustu tunnuna. benni@dv.is Stefán Ingi Gunnarsson hefur verið rusla- kall frá því í hruninu. Hann segir starfið hrikalega skemmtilegt, enda sé hann að vinna með miklum meisturum. Stefán hefur séð ýmislegt skrýtið koma upp úr ruslatunnunum á sínum ferli, en hann tæmir tunnur í Hafnar- firði – og líkar vel. „Við höfum fundið kynlífsdúkku, myndbönd með bláu ívafi og blöð í svipuðum dúr.“ 24 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 UMRÆÐA Borðað á Kænunni Strákarnir fengu sér verðskuldaða máltíð á Kænunni í Hafnarfirði. Flottur staður fyrir flotta stráka. ruslakalls Stefán Ingi Gunnarsson Stefán hefur verið ruslakall frá því í hruninu. Yfirfullar tunnur Eftir jól og áramót eru ruslatunnur landsmanna flestar yfirfullar. Góð stemming Stefán og einn félagi hans í mat. Mjög góð stemming er með starfsmanna í Hafnarfirði. Mér leið eins og ég gæti ímyndað mér að Osama bin Laden hafi liðið þegar hann var á harðahlaupum á undan æstum Bandaríkja-mönnum eftir hryðjuverkaárásina á Tvíbura- turnana í september 2001. Mér fannst ég ber- skjaldaður og bjóst á hverri stundu við því að fá sprengju í hausinn. Ég var sem betur fer ekki í Afganistan og ég var heldur ekki í Írak. Það voru áramót og ég var í fyrsta sinn stadd-ur í Reykjavík, sem ég á uppeldisárum mínum á Kópaskeri þekkti aldrei und- ir öðru nafni en Borg óttans. Þvílíkan og annan eins djöful- gang hafði ég aldrei heyrt, ekki einu sinni þegar Björgunarsveitin Núpar hélt sínar bestu flugeldasýning- ar. Nánar að því á eftir. Eins og áður sagði var ég alinn í upp í smáþorpi á hjara veraldar. Þar var áramótafögnuður með svolítið öðru, eða öllu held- ur smærra, sniði en gerist og gengur hér syðra. Áramótaundirbúningurinn hófst yfirleitt þannig að nokkrum dögum fyrir jól söfnuðust allir krakkarnir saman fyrir framan Kaupfélagið, síðar verslunina Bakka, þar sem traktor með stóra kerru beið. Okk-ur var ekið um þorpið og nærliggjandi sveitabæi þar sem bændur og búalið höfðu safnað saman ónýtu tréverki og öðru lauslegu sem mátti fara á brennuna. Það bættist við brettastæður og stundum gamla, ónýta báta sem fórnað var á brennuna. Þær voru engu minni en þeir bálkestir sem ég hef séð hér á suðvesturhorninu. Jólin liðu með tilheyrandi spenningi og áramótin nálguðust óðfluga. Gamlárskvöld var með hefðbundnu sniði; góður matur, ættingj-ar í heimsókn og hópferð á brennuna, þar sem hver einasti þorpari mætti. Flugeldasýningin þótti yfirleitt tilkomumikil, enda var klappað vel og lengi eftir að stór bomba fór á loft og lýsti upp þorpið. Fæstir krakk- arnir höfðu séð aðrar flugeldasýningar en einhverjar óstaðfestar heimildir hermdu að Borg óttans væri sem stríðssvæði yfir áramótin. Það hlutu að vera lygar eða í öllu falli ýkjur. Eftir sýninguna og dynjandi lófaklapp var farið heim og horft á Skaupið að íslenskum sið. Fljótlega eftir það fóru fyrstu hvellirnir að heyrast. Allir klæddu sig í hlý föt og fóru út á götu að fylgjast með. Vitanlega voru engir bílar á ferð svo seint þannig að göturnar voru öruggur vettvangur fyrir sprengjur og flugelda. Við krakkarnir fylgdumst gjarnan vel með flugeldasölu í þorpinu og vissum nákvæmlega hverj- ir keyptu stærstu sprengjurnar og að sjálfsögðu vissum við hvar hver átti heima. Þorpið var ekki, og er ekki, stærra en svo að maður getur auðveld- lega séð alla flugelda sem fara á loft. Stórum flugeldum var fagnað með húrrahrópum, enda sjónin mikilfengleg. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég upplifði mín fyrstu áramót í Reykjavík. Þá dvaldi ég í nokkrar vikur í höfuðborginni og gat illa sofið fyrir bílum sem óku um göturnar um miðja nótt. Hvílík ósvífni. Aðfaranótt 31. lá ég milli svefns og vöku fram undir morg- un. Auk bílanna, sem voru venju samkvæmt á ferð um miðja nótt, heyrð- ust reglulegir og háværir hvellir. Oftar en einu sinni gerði ég mér ferð út í glugga til að athuga hvað gengi á. Í eitt skiptið hrökk ég upp með andfæl- um og velti því raunverulega fyrir mér hvort það gæti verið að ég væri að sofa af mér gamlárskvöldið. Daginn eftir, á gamlárskvöld, komst ég að því að ég hafði ekki misst af neinu. Ég hélt að styrjöld væri skollin á, og það áður en Áramótaskaupið byrjaði. Á miðnætti leið mér eins og ég lýsti í upphafi; tryllingurinn í fólki virtist algjör og í hverri götu var flugeldasýn- ing. Ég varð satt best að segja hálfskelkaður. Reykvíkingar nota nefnilega ekki bara gamlárskvöld til að sprengja upp flugeldana. Þeir sprengja látlaust upp flugelda frá sirka 27. desember til 10. janúar. Um nýliðin áramót dvaldi ég í Reykja-vík, þar sem ég hef búið í bráðum þrjú ár. Ég hélt að á Íslandi væri kreppa en ef marka mátti sturlunina um áramótin er hér blússandi góðæri. Þetta er bilun og það væri að æra óstöðugan ef maður ætlaði að klappa fyrir stóru bombunum. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af nýja árinu var svo þykkt reykský yfir Kópavogi að ég sá hvorki handa minna skil né gat á nokkurn hátt greint eina bombu frá annarri á himnum. Þær voru allt um kring. Ég heyrði í útvarpinu að magn svifryks á hvern rúm- metra hefði mælst 2.185 míkrógrömm. Nærri lætur að það séu fjörutíu og fjórföld heilsuverndarmörk! Ég get ekki sagt annað en að ég sakna ára- mótanna á Kópaskeri, þar sem eitt lögmál gildir öðrum fremur: „Less is more.“ Ég er viss um að bin Laden væri mér sammála. HELGARPISTILL BALDUR GUÐMUNDSSON skrifar Símamynd á gamlárskvöld Þetta var síðasta sprengjan sem ég horfði á í gegnum þykkan reykinn þessi áramótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.